Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 JMtogpmtliIftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Sviptingar innan ASI egar slitnaði upp úr við- ræðum fulltrúa Vinnuveit- endasambandsins (VSÍ) og Al- þýðusambandsins (ASÍ) að morgni fimmtudagsins varð ljóst, að þeir höfðu náð markmiði sínu sem vildu svo sem ræða málin, ef viðræðurn- ar leiddu ekki til neinnar nið- urstöðu. Opinberlega höfðu þessi sjónarmið aðeins komið fram í röðum þeirra verka- lýðsforingja sem standa lengst til vinstri. Fulltrúar þessara afla hafa verið sterkastir innan Verkamannasambands íslands. Það gerðist svo í gær, þegar þeir efndu til fundar með sam- herjum sínum, að Verka- mannasambandið óskaði eftir viðræðum við VSÍ um skamm- tímasamning. Öfgaöflin með Guðmund J. Guðmundsson urðu undir í Verkamanna- sambandinu. Áður hefur því verið haldið fram hér á þessum stað, að draga megi í efa, að Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambandsins, hafi þann styrk sem maður í hans embætti þarf að hafa. Upplausnin innan Al- þýðusambandsins hefur nú enn einu sinni leitt til þess, að allt- of mikil óvissa ríkir um raun- verulegan vilja og skoðanir þeirra sem skipa forystusveit launþega. Oft sýnist nægja að kippt sé í spottana á flokks- skrifstofum Alþýðubandalags- ins til að hagsmunamál laun- þega séu að engu höfð. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, sagði, að viðræðu- slitin nú mætti rekja til sundurlyndis innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Sviptingarn- ar í gær staðfesta þessa skoð- un. Reynslan sýnir, að við svip- aðar aðstæður áður hefur verkalýðsforystan talið sér fært að stuðla fremur að friði á vinnumarkaði en átökum. Sá múnur er að vísu á stöðunni nú og 1979, að þá sátu alþýðu- bandalagsmenn í ríkisstjórn með stuðningi Guðmundar J. Guðmundssonar á þingi, sem nú er bæði í stjórnarandstöðu og á móti því að samningar takist. Sjónarmið Guðmundar J. og félaga um að stefna við- ræðum við VSÍ í strand urðu undir í gær. Þegar Vinnuveitendasam- bandið lagði fram tillögur sín- ar um nýjan kjarasamning til langs tíma á dögunum fylltust margir bjartsýni. Hið einstæða frumkvæði VSÍ er í samræmi við þær óskir alls almennings, að með friðsamlegum hætti verði samið um kaup og kjör. Óróaöflin innan forystusveitar verkalýðshreyfingarinnar láta þetta ekki hafa áhrif á sig, þau hugsa um launamál með flokkspólitíska hagsmuni í huga. Þeim er sama þótt þau varpi verkfallsskugga yfir sumarleyfi launþega. Það verð- ur engum til gleði að fara í frí á bjartasta tíma árs í þeim skugga og óvissu um það, sem við tekur í haust. Vonandi fæst haldbær niðurstaða af þeim viðræðum sem hófust að nýju í gær. Forystusveit ASI og þó sér- staklega Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands- ins, þarf að átta sig á því, að ábyrgðin er ekki alfarið á herð- um þeirra sem vilja ófrið ófrið- arins vegna. Morgunblaðið er ekki í neinum vafa um, hver sigrar ef hófsamir og ábyrgir forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni taka nú höndum sam- an gegn þeim sem vilja aðeins ræða málin, ef þeir vita að eng- in niðurstaða fæst. Hér með er skorað á þá for- ystumenn launþega sem bera hag umbjóðenda sinna raun- verulega fyrir brjósti að sýna það í verki og sanna að þeir geri allt til að koma í veg fyrir verkföll í haust. Einkaréttur afnuminn Alþingi hefur nú samþykkt að afnema einkarétt ríkis- ins á útvarpsrekstri. Þessu mikilvæga skrefi í frjálsræðis- átt ber að fagna. Það sýnir að tregðulögmálið ræður ekki al- farið ferðinni á Alþingi íslend- inga. Þeir hafa ekki allt sitt fram, sem sjá hættur í hverju horni, sé hróflað við ítökum hins opinbera. Það voru sjálfstæðismenn sem báru málið til sigurs á Al- þingi. Á úrslitastundu nutu þeir stuðnings Bandalags jafn- aðarmanna. Framsóknarmenn reyndu að beita öllum þingleg- um brögðum til að hindra framgang málsins þvert ofan í samkomulag milli forystu- manna stjórnarflokkanna. Al- þýðuflokkurinn lék einnig tveimur skjöldum. Ragnhildur Helgadóttir, menntmálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins, sem knúði á um afgreiðslu málsins, mat afstöðu Alþýðu- flokksins í málinu á þann veg, að hann væri sósíalistaflokkur sem vildi fyrst og fremst forsjá hins opinbera. Afstaða krata verður í raun ekki skýrð á öðr- um forsendum og ekki heldur sjónarmið alþýðubandalags- manna og Kvennalistans. Frelsi fylgir ábyrgð. Það mun sannast þegar útvarps- og sjónvarpsfrelsi kemur til sög- unnar að ekki verða allir í stakk búnir til að axla þá ábyrgð. Miklu skiptir að við gerð þeirra reglna sem nú á að semja á grundvelli hinna nýju laga, verði jafnræði og frelsi í hávegum haft en ekki opinber forsjárhyggja. 3£ösigí3sLt isÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 291. þáttur í næstsíðasta þætti fjallaði ég nokkuð um samsetningar orða í íslensku, að gefnu til- efni, og bað þá góða menn að fræða mig frekar um það efni. Baldur Jónsson dósent brást við fljótt og vel. Hann sendi mér bréf sem ég birti kafla úr hér á eftir. Hann lét mér einn- ig í té grein eftir sig um þetta efni, þá sem birtist í Festskrift til Einar Lundeby, Oslo 1984, og síðast en ekki síst mjög fróð- legt, en ófullgert og óprentað erindi um íslenska orðmyndun. Þetta hef ég nú verið að lesa mér til fróðleiks og skemmtun- ar. Baldur segir meðal annars í bréfi sínu: ★ „Það er einkennilegt, hvern- ig forliðir haga sér í samsett- um nafnorðum, og þyrfti að kanna það mál betur. Sum orð virðast aldrei mynda eignar- fallssamsetningu með öðru orði; önnur gera það alltaf, og enn önnur mynda ýmist eign- arfalls- eða stofnsamsetn- ingar. Þegar forliðurinn er sjálfur samsettur, er eins og hann þurfi helst að vera í eign- arfalli. Mér sýnist það vera býsna sterk regla, sem eigi þó í vök að verjast, e.t.v. vegna er- lendra áhrifa (sbr. greinina í afmælisritinu til Lundebys). Ég er t.d. ekki alveg viss um, að orðin kísilgúrverksmiðja og járnblendiverksmiðja séu eðli- legar myndanir, en þykist hins vegar viss um, að orðin kísil- gúrsverksmiðja og járnblendis- verksmiðja séu rétt, þótt þau kunni að þykja stirðlegri. Ætíð er sagt og skrifað kísilmálm- verksmiðja, en ekki kísilmálms- o.s.frv. Það gæti verið sumpart vegna þess, að málmur er eitt þeirra orða, sem mynda aldrei eignarfallssamsetningar, að því er best verður séð. Eigi að síður finnst mér, að kísil- málmsverksmiðja væri hið rétta orð. í Norrænu orðasafni um skólamál, sem kom út 1983 (sbr. Fréttabréf íslenskrar málnefndar 1983:2:6—7), er þeirri reglu fylgt, samkvæmt ábendingu frá málnefndinni, að hafa nám í eignarfalli, þeg- ar það er forliður samsetn- ingar, og skrifa þá t.d. námsskrá, námsstjóri, náms- styrkur o.s.frv. Undantekning var þó gerð um orðið námskeið, sem venja er að skrifa svo. Ég bind svo enda á þetta spjall með því að vísa á það sem lærimeistari vor, Halldór Halldórsson, segir í íslensku orðtakasafni (1. bindi, bls. 126—127) um orðtakið að binda enda á e-ð. Upphaflega var — eins og nærri má geta — bundinn endi á e-u, en ekki e-ð. Hafðu svo þökk fyrir þáttinn á dögunum og alla hina." ★ Þá er að hnýsast í erindi Baldurs Jónssonar um orð- myndun, og tek ég hér upp hluta, þar sem fjallað er um samsett orð: „Hér verð ég að binda mig við nafnorð eingöngu og get ekki farið neitt út í vensl for- liðar og viðliðar, hvorki með hliðsjón af orðflokkum né merkingu. Að formi til eru samsetn- ingar aðallega þrenns konar: 1) stofnsamsetningar — (ráðhús) 2) eignarfallssamsetningar — (ráðsmaður) 3) tengistafssamsetningar — (ráðunautur) í tengistafssamsetningum er eitthvert sérhljóð á milli liða, svonefndur tengistafur, sem í vitund manna er hvorki hluti af stofni né fallending (öku- maður, linditré, fellibylur, skipu- lag)- Samkvæmt þessu fylla þennan flokk allmörg orð af sama tagi og fellibylur, t.d. fleygiferð, kennimaður, keppi- kefli, hleypidómur, hverfísteinn, lærifaðir, skellihlátur, sendiboði o.m.fl. Þessi orð eiga það sam- eiginlegt, að forliður þeirra er ia-sögn (fella, fleygja, keppa o.s.frv.), þar sem i varðveitist sem leifar af forsögulegu stofnviðskeyti. Frá því sjón- armiði séð eru þetta því fastar samsetningar eða stofnsam- setningar. Læt ég svo útrætt um tengi- stafssamsetningar og beini at- hyglinni að hinum aðferðun- um. Mér þykir líklegt, að meiri- hluti samsettra nafnorða sé annaðhvort stofnsamsetningar með fallorð í forlið eða eign- arfallssamsetningar. Ekki verður annað séð en báð- ar samsetningaraðferðirnar séu góðar og gildar og svo hafí verið frá fornu fari. (Leturbreyting umsjónarmanns.) í íslensku fornmáli eru til mörg samsett orð, sem hafa orðið land í for- lið, og er það þá ýmist stofninn land- ellegar ef. et. lands- eða ft. landa-. Stundum er merkingarmun- ur á stofnsamsetningu og sam- svarandi eignarfallssamsetn- ingu eins og t.d. á orðunum fé- hirðir og fjár-hirðir, sem merkja sitt hvað. Stundum er hann enginn, sbr. landauðn og lands- auðn. Mér er ekki fyllilega Ijóst, og ég veit ekki til, að fullkannað sé, hvaða regla gildir eða hvort unnt er að gefa nokkra reglu um þessi atriði. (Leturbr. umsjónar- manns.) Svo virðist sem tvíkvæðir stofnar hafi tilhneigingu til að mynda eignarfallssamsetn- ingu, en einhlítt er það ekki, sbr. t.d. orðin aftanblik og morgunblær. Á hinn bóginn má benda á kvenkynsorð, sem enda á -ing eða -un. Þau verða að vera í eignarfalli í forliðum (drottning, verslun). Athugum einnig hvorug- kennda ia-stofna, t.d. kvæði og sæti. Eðlilegar eru samsetn- ingarnar kvæðabók og kvæðis- laun (en ‘kvæðilaun óhugsandi) eða sætanýting og sætisgjald (en *sætigjald kemur ekki til greina)." Eftir þennan greinargóða fróðleik er Baldur Jónsson kvaddur með þakklæti. Mér er ýmislegt fleira um þetta efni í huga, og mætti það kannski birtast í næsta þætti. ★ P.s. Að gefnu tilefni skal þess getið, að frægur viðartein- ungur í Gylfaginningu heitir mistilteinn, en ekki miltisteinn! jr Agúst Guðmundssyni veitt bjartsýnisverðlaun Bröstes Ágúst Guðmundsson veitir viðtöku bjartsýnisverðlaunum Bröstes. Ávísunin hljóðar upp á 25.000 d.kr. Bjartsýnisverðlaun Bröstes, 25.000 d.kr. voru afhent Ágústi Guð- mundssyni kvikmyndaleikstjóra síð- degis 11. júní í Kristjánshöfn. Fjöl- menni var mætt til að fylgjast með verðlaunaafhendingunni, þ. á m. fé- lagar úr dansk-íslenska félaginu í Höfn, samstarfsmenn úr danskri kvikmyndagerð og fleiri. Peter Bröste bauð verðlauna- hafann velkominn og vitnaði til kvikmyndar Ágústs, Land og syn- ir, þar sem nágranninn segir við unga manninn: „Svartsýni margra ungra manna er plága." Bröste sagði að þessi orð endurspegluðu vilja íslensku þjóðarinnar til að líta framtíðina björtum augum. Forstjóri dönsku kvikmyndast- ofnunarinnar, Finn Aabye, hélt aðalræðuna að þessu sinni. Finn sagði Ágúst þegar vera þekktan á Norðurlöndum fyrir sköpunar- gleði sína og dugnað. Hann væri maður sem tæki starf sitt alvar- lega og settist ekki í helgan stein þótt vel áraði. Það væri ekki síst Ágústi Guðmundssyni að þakka að ísland væri orðinn jafnvirkur þátttakandi í samnorrænu kvik- myndastarfi og raun bæri vitni. Ágúst þakkaði þá viðurkenn- ingu sem honum hlotnaðist og sagði það góða hugmynd að tengja á þennan hátt saman bjartsýni og kvikmyndir, sér í lagi þegar um væri að ræða íslenskar myndir. Að síðustu vitnaði Ágúst til myndar sinnar, Útlaginn, þar sem Gísli Súrsson kastar sér fram af bjargbrún. Þetta atriði sagði hann vera táknrænt fyrir íslenska kvikmyndagerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.