Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 29 Menntun og þekk- íng í landinu? — eftir Reyni Axelsson íslenzkir stjórnmálamenn tala oft um „nýsköpun efnahagslífs- ins“, að leggja þurfi áherzlu á að koma á fót „hátækniiðnaði", og að nauðsyn beri til að nota þá „menntun og þekkingu sem til sé í landinu" til að renna nýjum stoð- um undir efnahag íslands. Ekkert bendir þó til að nokkur slík „menntun og þekking" sé til: svo að segja hvar sem litið er í ís- lenzku atvinnulífi blasir við van- þekking og kunnáttuleysi. Almenn grunnmenntun í landinu virðist sízt betri en gerist og gengur í Vestur-Evrópu, ofar í skólakerf- inu er ástandið jafnvel verra, og í Háskóla íslands er það ömurlegt. Æ meira er lagt á Háskólann, án þess þó að nokkuð sé gert til að gera honum kleift að standa undir þeirri byrði, og því versnar ástandið ár frá ári. Þegar á reynir virðist stjórnmálamönnum nefni- lega ganga ósköp illa að gera neitt til að rétta hlut æðri menntunar í þessu landi; satt að segja hafa þeir ekki sýnt lit árum saman. Á „erfiðum tímum" verður að spara, segja íslenzkir stjórnmála- menn; og hver minnist þess að þeir hafi nokkurn tíma talað um annað en erfiða tíma, jafnvel við beztu ytri aðstæður sem við getum gert okkur nokkrar vonir um? En ekki er að sjá að þeir viti hvað sparnaður er, því að eyðsla í hvers konar óraunhæf málefni viðgengst eins og fyrir óumbreytanleg nátt- úrulögmál. Stundum virðist sem hið eina sem þeir eigi við þegar þeir tala um sparnað sé að skera niður útgjöld til menningarmála og að eina ráðið sem þeir sjái til að koma þjóðinni út úr efnahags- ógöngum sé að fresta byggingar- framkvæmdum við Þjóðarbók- hlöðuna enn eitt árið. Oft heyrist að hinn nýi „há- tækniiðnaður" eigi að byggjast á tölvum og tölvunotkun. Nú skyldu menn halda að stjórnmálamenn sem svo tala og meina það sem þeir segja hafi á undanförnum ár- um lagt alveg sérstaka rækt við að hlúa að kennslu og rannsóknum í hvers konar tölvufræðum við Há- skóla íslands. En hver er raunin? Við Háskólann er nákvæmlega einn fastur kennari í tölvunarfræði í fullu starfi. Á því hefur ekki orðið breyting í ein tólf ár. í mörg ár sótti stærðfræðiskor Verkfræði- og raunvísindadeildar um nýja stöðu í tölvunarfræði og fékk að jafnaði hefðbundna árlega synjun, þar til loksins árið 1982 að ein ný staða i greininni komst á fjárlög. Hún var auglýst með venjulegum hætti, en engin umsókn barst. Ástæðan er auðvitað augljós: hin lágu laun sem háskólakennurum eru boðin standast enga sam- keppni við laun á almennum vinnumarkaði. Tölvunarfræðingur með þá menntun sem krafizt er við Háskólann á auðvelt með að finna atvinnu sem er kannski tvö- falt eða þrefalt betur launuð. Stöðunni var svo í hitteðfyrra skipt til bráðabirgða milli þriggja manna, sem hafa aðalstarf utan Háskólans, en stunda kennslu í hjáverkum. Nú hefur staðan verið auglýst á ný. Ef vel tekst til má reikna með að tveir fastir kennar- ar í greininni starfi við Háskólann næsta ár. Hvaða verkefnum eiga þessir tveir menn svo að sinna? í þeim skorum Verkfræði- og raunvís- indadeildar sem koma til með að mynda hina nýju Raunvísinda- deild næsta haust voru haustið 1975 skráðir 347 nemendur, þar af 46 í stærðfræðiskor. (Undir stærð- fræðiskor heyra bæði stærðfræði og tölvunarfræði, en meginverk- efni hennar hefur verið að sjá um alla kennslu í þessum greinum fyrir aðrar námsbrautir Verk- fræði- og raunvísindadeildar.) Haustið 1984 voru í sömu skorir skráðir 538 nemendur, þar af 235 í stærðfræðiskor. Öll þessi aukning í stærðfræðiskor var í tölvunar- fræði. Þótt fjöldi skráðra nem- enda í skorinni hafi þannig slagað hátt upp í að vera helmingur skráðra nemenda í „raunvísinda- deildarfögunum" síðasta haust, hafði hún einungis 9 fastar kenn- arastöður á fjárlögum á sama tíma, en hin fögin 33; með þessum 9 stöðum er talin þrískipta staðan sem ekki gekk út, og er hún eina staðan sem hefur bætzt við hjá skorinni á fjárlögum síðan 1976. Við fyrstu sýn kann mönnum að virðast sem hér séu nokkuð und- arleg hlutföll á ferðinni, en þau eiga sér eðlilega og einfalda skýr- ingu. í þau tíu ár sem ég hef starf- að við Háskólann hefur það verið skýr og óbreytt stefna stjórnvalda að halda Háskólanum langt undir sultarmörkum og koma í veg fyrir nauðsynlegustu fjölgun fastra kennara. Ekki er að sjá að stjórn- málaflokkana greini á um þessa stefnu, og engar vísbendingar eru um að henni verði breytt á næst- unni. Meðal margra ískyggilegra afleiðinga hennar er sú, að Há- skólanum hefur verið ókleift að laga sig að breyttum aðstæðum eða taka upp nokkur nýmæli, og svo virðist sem hann verði Iátinn grotna niður hægt og hægt um ófyrirsjáanlega framtíð. Ef ein- hverntíma skyldi koma að því að framsýnni stjórnmálamenn kom- ist til áhrifa en nú um stundir, þá munu þeir þurfa að gera ofur- mannlegt átak til að ráða hér bót á. Ég hef ekki tölu á þeim nefnd- um, stofnunum og ráðum sem hafa það hlutverk að skera niður fjárveitingarbeiðnir Háskólans á hverju ári. En hvar eru þær nefndir, stofnanir og ráð sem byggja upp í stað þess að rífa niður? Nú ber ég fullt traust til þeirra manna sem sjá um kennslu í tölv- unarfræði við Háskólann, en það má hverjum manni vera ljóst að þeir eru alltof fáir til að geta skipulagt jafnfjölbreytt námsefni og brýna nauðsyn ber til. Háskól- inn getur ekki boðið upp á annað en undirstöðuatriðin í meðferð þessara nýju tækja. Að ímynda sér að hér geti myndazt tölvuiðn- aður er kannski einna sambæri- legast við að halda að á næstu ár- um spretti sjálfkrafa upp blómleg- ur bílaiðnaður, af því að öllum er gefinn kostur á að taka bílpróf. Meðan innritun í tölvunarfræði hefur aukizt hröðum skrefum ár frá ári hefur innritun í stærðfræði staðið í stað eða minnkað, þannig að til vandræða horfir. Um margra ára skeið hefur Háskólinn útskrifað langtum færra fólk með stærðfræðipróf en þyrfti, þó ekki væri til annars en að sjá fram- haldsskólunum fyrir nægum kennarafjölda. Nú er svo komið að alvarlegt vandræðaástand hefur skapazt í stærðfræðikennslu framhaldsskólanna. Upp á síð- kastið hefir mikið verið rætt um léleg kjör kennara. Samt held ég að fæstur geri sér grein fyrir hve skaðleg áhrif þau hafa þegar haft og hversu lengi þessi áhrif hafa þegar varað. Varla verður um það deilt að stærðfræði er erfið náms- grein og að töluverða hæfileika þarf til að ná þar verulegum árangri. Hvers vegna ætti fólk að leggja það á sig að læra stærð- fræði til þess eins að kenna í framhaldsskóla fyrir lúsarlaun, ef það hefur hæfileika til að vinna arðbærari störf? Flótti hæfileika- fólks úr kennarastétt er staðreynd sem ég óttast að eigi eftir að hafa alvarlegri áhrif en marga grunar. Ég spái því að verði nú gerð at- hugun á stöðu nemenda sem út- skrifast úr íslenzkum framhalds- skólum, þá komi i ljós að þeir séu a.m.k. heilu ári á eftir jafnöldrum sínum í Vestur-Evrópu. Það er óhjákvæmilegt að minn- ast á laun, þótt efnið hafi tilhneig- ingu til að valda slíkum hita að erfitt er að ræða mál af skynsemi þegar þau ber á góma. Tölvunar- fræðistaðan sem gekk ekki út er ekki eina dæmið um að Háskólan- um gangi illa að manna þær fáu stöður sem hann hefur til umráða. Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa tveir menn nýlega hafnað prófessorsembættum við Háskól- ann; var annað í verkfræði og hitt í eðlisfræði. Eðlisfræðingurinn, sem átti að taka við störfum 1. júlí i sumar, segir i bréfi sem hann skrifaði Verkfræði- og raunvís- indadeild að gengnum síðasta kjaradómi, að eina ástæða þess að hann taki ekki við embættinu séu hin lágu laun sem greidd eru fyrir starfið. Launin sem Háskólinn getur boðið eru u.þ.b. þriðjungur þeirra launa sem hann hefur nú. Svo vill til að hér er um sérfræð- ing í ljósfræði, einni af fáum svo- kölluðum „hátæknigreinum" sem hefði mátt gera sér vonir um að stunda mætti með árangri hér á landi, því að tækjabúnaður sem til hennar þarf er ekki jafn gífurlega dýr og í mörgum öðrum greinum. Einnig má minna á að ljósfræði er hugsanlega lykill að lausn verk- efnis sem gæti skipt sköpum fyrir íslenzkan fiskiðnað, en það er leit að hringormum í fiski. Aftur vill svo til að eðlisfræðingurinn sem við vorum rétt að missa af hefur lengi rannsakað hvernig ljós berst í lífrænum vefjum; sú þekking kemur nú væntanlega ekki til með að nýtast hérlendis. Það virðist óskiljanlegt að ráðamenn ímyndi sér að þeir geti framfylgt þeirri kerfisbundnu stefnu sinni að halda launum við Háskólann langt undir því sem eðlilegt getur talizt án þess að það hafi ömurlegar af- leiðingar fyrir kennslu og rann- sóknir við skólann. En ef rétt er að það séu verkin sem tala, þá er ber- sýnilegt að þeim stendur hjart- anlega á sama. Allur aðbúnaður Háskólans er líka langt undir eðlilegum mörk- um. Áætlað hefur verið að hús- næðið sem hann hefur til umráða sé u.þ.b. helmingur þess sem hann þarf, tækjakostur hans er lítill og rannsóknarfé mjög af skornum skammti. Ég hef orðið þess var að margir halda að þetta sé einungis vegna smæðar þjóðarinnar, að við höfum ekki efni á að halda uppi háskóla á borð við stórar erlendar þjóðir. Þetta fær engan veginn staðizt. Háskóli íslands er kannski ekki stór miðað við stærstu er- lendu háskóla, en hann er ekkert örsmár lengur ef miðað er við nemendafjölda, og þótt að honum væri búið eins og þyrfti yrði kostnaðurinn ekki hærri hlut- fallslega en hjá upplýstum þjóðum þar sem hugsað er af skynsemi um menntamál. Eitt hörmulegasta dæmið um aðbúnað Háskólans er fjárveiting- in til Háskólabókasafns. Hér er þó eitt svið þar sem unnt er að mæla „þekkinguna sem til er í landinu" af nokkurri nákvæmni; í hillu- metrum ef mönnum sýnist svo. Ástandið i málum safnsins er svo alvarlegt að það verður að teljast þjóðarskömm. Bókakostur safns- ins er svo fátæklegur að helztu bækur sem á þarf að halda við venjulega kennslu eru ekki einu sinni fyrir hendi, svo að ekki sé talað um fræðibókakost til rann- sókna. Safnið getur ekki keypt nema örlítið brot af nauðsynleg- ustu tímaritum sem fræðimenn þurfa að hafa við höndina dags daglega, og þessi fáu tímarit sem kaypt eru er ekki unnt að binda inn. Fjárveiting Háskólabókasafns til bókakaupa er að minnsta kosti tífalt lægri en skammlaust getur tal- izt. Nýlega birtust samanburðar- tölur sem ég held að eigi skilið meiri útbreiðslu en þær hafa feng- ið og tek þær því traustataki: Há- skólinn í Tromsö tók til starfa árið 1972. Þar eru 2.160 nemendur; hér eru þeir u.þ.b. 4.300, svo að háskól- inn í Tromsö er að nemendafjöida helmingi minni en Háskóli ís- lands. Húsrými bókasafnsins í Tromsö er 9.400 fermetrar; þegar Þjóðarbókhlaðan kemst í gagnið, hvenær sem að því kemur, verður hún 12.700 fermetrar, og núver- andi húsnæði Háskólabókasafns er varla mælanlegt í samanburði við það. 1 bókasafni háskólans í Tromsö eru nú 400.000 bindi; á 74 árum hefur Háskólanum hér tek- izt að nurla saman 237.000 bind- um' Starfslið háskólabókasafnsins í Tromsö er 25 bókaverðir og 20 aðrir; hér 10 fastráðnir starfs- menn og 4 lausráðnir. Á þessu ári, 1985, ver háskólinn í Tromsö 6 milljónum norskra króna til bóka- kaupa; það eru á núverandi gengi rúmlega 28 milljónir íslenzkra króna. Á sama ári hefur Háskóla- bókasafn 4 — fjórar — milljónir fs- lenzkra króna til bókakaupa. Ekki bætir úr skák að Lands- bókasafn er enn verr á vegi statt. í fyrra, 1984, var bókakaupafé þess vel innan við fimmtungur af bóka- kaupafé Háskólabókasafns. (Ég ætlaði ekki að trúa þessum tölum þegar ég sá þær, en þetta fer því miður ekkert á milli mála.) Ég hef undrazt það árum saman að dag- blöð sem láta sér annt um menn- ingu skuli ekki fyrir löngu hafa gert þetta að stórmáli. Af hverju er ekki árleg fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins á borð við: „Bóka- kaupafé Háskólabókasafns ekki nema 4 milljónir" með viðeigandi leiðara? Meðan ástandið er eins og nú, ættu íslendingar að fyrirverða sig fyrir að taka sér orðið „bóka- þjóð“ í munn. Þegar moldrok stjórnmálavafst- urs þeirra ára sem nú eru að líða hefur lægt og hlutlaus stjórn- málasaga þeirra verður skrifuð, ef það gerist þá nokkurn tima, er lít- ill vafi að hún verður fyrst og fremst saga hrapallegra mistaka. Samt kynni það að verða dómur seinni kynslóða að eyðilegging menntakerfisins séu verstu mis- tökin sem stjórnmálamenn okkar hafa gert. Höfundur kcnnir stærðfræði rið Hískóla íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.