Morgunblaðið - 15.06.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.06.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1985 öö Tveir prestar vígðir á morgun «3! Guðfræðingarnir Helga Soi'ía Konráðsdóttir og Sigurður Ægisf n verða vígð til prestsþjónustu á sunnu- dag í Dómkirkjunni. Helga Soffía er sjöunda konan sem tekur prests- vígslu hérlendis, hún mun starfa sem mmté lsicn»kB> Bók um Duran Duran í ís- lenskri útgáfu BÓK UM bresku hljómsveitina Dur- an Duran er nú komin út á vegum Forlagsins. Höfundur bókarinnar er William Simmons. Bókin, sem prýdd er liðlega 70 ljosmyndum, er unnin í samvinnu við liðsmenn hljómsveitarinnar. Ferill hennar er rakinn og birtur er listi yfir allar þær hljómplötur sem Duran Duran hefur gefið út. (Úr fréttatilkynningu.) aðstoðarprestur í Fella- og Hólasókn í Reykjavík en Sigurður Ægisson verður prestur á Djúpavogi. Prestsvígslan hefst kl. 11 og mun biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, annast vígsluna en vígsluvottar verða þau Hólmfríður Pétursdóttir, formaður sóknar- nefndar í Fella- og Hólasókn, séra Hreinn Hjartarson, sóknarprestur þar, sr. Kristinn Hóseasson í Hey- dölum, prófastur Austfirðinga, og séra Olafur Skúlason dómprófast- ur. Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi, sem er í hluta- starfi við Dómkirkjuna, mun ann- ast altarisþjónustu, ' Dómkórinn syngur og Marteinn H. Friðriksson er organleiki. Helga Soffía Konráðsdóttir er 25 ára Reykvíkingur, dóttir Önnu Maríu Helgadóttur og Konráðs Gíslasonar sem nú er látinn. Hún er ráðin í fullt starf hjá Fella- og Hólasókn og mun fyrst og fremst annast barna- og unglingastarf sem og öldrunarþjónustu. Tveir að- rir aðstoðarprestar eru nú starf- andi á höfuðborgarsvæðinu, í Bú- staðasókn og Garðasókn, en eru í hálfu starfi. Sigurður Ægisson er frá Siglu- firði, 26 ára að aldri. Foreldrar hans eru Ægir Jónsson og Þóra Frímannsdóttir. Prestslaust hefur verið um skeið á Djúpavogi en far- prestur og nágrannaprestur hafa annast þjónustu þar. Vígsluþegarnir eru í hópi hinna fimm guðfræðinga sem luku emb- ættisprófi frá Háskóla íslands í vor, segir í frétt frá Biskupsstofu. an nm '»»0; rT*»o> “Oft 8VGOIKO* - SV*Ot Leiðrétting INNLENT Þau mistök urðu í viðtali við ráðgjafa við byggingu nýrrar versl- unarmiðstöðvar Hagkaups í Morg- unblaðinu í gær að hann var sagður franskur, bæði í fyrirsögn og mynda- texta. Paul Gilain er belgískur og hefur skrifstofu í Brussel þar sem hann hefur umsjón með löndum utan Frakklands. Ráðgjafafyrirtæk- ið Société des Centres Commerciaux er hins vegar franskt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. MorgunblaðiA/Ol.K.Mag. Uppdráttur af svæðinu í Vatnsmýrinni þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Háskólans. Nýju hjónagarð- arnir verða á þeim hluta svæðisins sem afmarkaður er með grannri punktalínu kringum gömlu hjónagarðana. Samkeppni um höiuiun nýrra hjónagarða: „Stefnt að snyrtilegu og hagkvæmu húsnæði“ segir Finnur Ingólfsson formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta STJÓRN Félagsstofnunar stúdenta hefur ákveðið að efna til samkeppni um hönnun nýrra stúdentagarða * sem stendur til að reisa á landsvæði því við Suðurgötu sem Háskólinn hefur til umráða. Að sögn Finns Ingólfssonar formanns stjórnar Félagsstofnun- arinnar er geysimikill skortur á húsnæði meðal stúdenta nú um Þau sem brautskráðust frá Tónlistarskólanum. Efsta röð frá vinstri: Gunnar Randversson, Kristján Matthfasson, Stefán Ómar Jakobsson, Eiríkur Stephensen, Hilmar Þórðarson, Ríkharður H. Friðriksson, fvar M. Aðalsteinsson og Jóhann T. Ingólfsson. Miðröð frá vinstri: Sigurður Halldórsson, Nína Margrét Grímsdóttir, Guðrún Anna Tómasdótt- ir, Valgerður A. Andrésdóttir, Hulda Geirlaugsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Eydís Franzdóttir, Helga Björk Grétudóttir og Hákon Leifsson. Fremsta röð frá vinstri: Björn Davíð Kristjánsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Elísabet Waage og Þórdís Stross. 23 nemendur brautskráðir frá Tónlistarskólanum Tónlistarskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí sl. í Háteigskirkju. Skólastjóri, Jón Nordal, flutti ræðu og afhenti burtfararprófs- nemendum skírteini sín. Gamlir nemendur skólans og nokkrir kennarar léku Oktett f Es-dúr eft- ir Mendelsohn. Að þessu sinni voru 23 nemendur brautskráðir frá skólanum. f frétt frá skólanum segir að skólastarfið hafi verið af- ar fjölbreytt í vetur; fjöldi tón- leika haldinn innan skólans og utan og góðir gestir hafi komið í heimsókn og haldið námskeið. þessar mundir. Leiga á íbúðum og herbergjum hefur rokið upp úr öllu valdi svo í mörgum tilfellum fari megnið af námslánum stúd- enta í húsaleigu. Aðeins fjögur prósent stúdenta rúmast i því hús- næði sem býðst á vegum háskól- ans en á hinum Norðurlöndunum mun vera algengast að um 35 pró- sent stúdentanna búi á stúdenta- eða hjónagörðum. Hingað til hefur það ekki þótt mögulegt að leggja út í byggingu húsnæðis fyrir stúdenta, en með lánsfjárlögum sem nýlega voru af- greidd frá Alþingi er þetta mun auðveldari framkvæmd en áður. Ætlunin er að í þessum nýju hjónagörðum verði 150 íbúðir þar af 100 tveggja herbergja og 50 þriggja herbergja. „Þetta verða engar lúxusíbúðir, bara snyrtilegt og hagkvæmt húsnæði," sagði Finnur Ingólfsson ennfremur. Þeim stjórnarmönnum Félags- stofnunar fannst einnig vera kom- in töluverð reynsla á hvernig best væri að hanna húsnæði sem þetta eftir áralangan rekstur hjóna- garðanna sem fyrir eru við Suður- götu, en þeir voru teknir í notkun árið 1974. T.d. yrði bætt við sér- stökum lesstofum í nýju görðun- um auk þess sem gert yrði ráð fyrir þvottavél í hverri íbúð. Að sögn Tryggva Agnarssonar sem sæti á í stjórn Félagsstofnun- ar, þykir núorðið besta leiðin í til- fellum sem þessum að efna til hugmyndasamkeppni eins og nú verður gert. Þó svo að verðlaunafé sé talsvert, í þessari keppni verða til dæmis veitt samtals 900 þús- und krónur í verðlaun, komi pen- ingarnir oftast til baka aftur í formi betra og ódýrara húsnæðis en ella hefði getað orðið. f dómnefndinni sem fjallar um tillögurnar sitja þrír sem tilnefnd- ir eru af Félagsstofnun stúdenta og tveir sem arkitektafélag ís- lands tilnefnir. Tryggvi Agnarsson vildi að lok- um taka fram, að þó e.t.v. væri auðveldara að ráðast í þessar framkvæmdir núna en oft hefði verið, þyrfti geysilegan stuðning frá sveitarfélögum, einstaklingum og stjórnvöldum til þess að mögu- legt yrði að ljúka verkinu. Enda taldi hann ótvíræðan hag flestra að húsnæðismál stúdenta bötn- uðu, það þýddi að framboð á al- mennum leigumarkaði myndi aukast og leigan líklega lækka í kjölfarið. Hesturinn okkar kominn út FYRSTA tölublað af Hestinum okkar er komið út. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni má nefna viðtal við Walter Feldmann jr. og sagt frá heimsókn á Aldinghoor í Hollandi, búgarð þar sem hann starfar hjá dr. Víolu Hallmann við ræktun íslenskra hrossa og þjálf- un þeirra. Einnig eru viðtöl við hollenskar og norskar stúlkur sem starfa við tamningu hérlendis og þýska konu sem ræktar íslensk hross í Þýskalandi. Af öðru efni má nefna grein eft- ir Andrés í Kvíabekk, sem hann kallar „Kraftaverkið á Fossdals- bjargi" og frásögn af rásbásunum, sem eru í eigu Fáks. < * ■*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.