Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1985 ----j--------rrr?---r—7-----i---- i— Að glata sálu sinni Ingvar Agnarsson, Hábraut 4, Kóp., skrifar: „Hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist ailan heiminn, ef hann glatar sálu sinni." Þessi orð Biblíunnar eru ákaflega athyglis- verð, en til þess að skilja þau á réttan hátt og hafa þau að leið- arljósi í lífi sínu, er ég hræddur um, að líta verði á þau frá nýjum og nokkru hærri sjónarhóli en gert hefur verið til þessa að jafn- aöi. Hvað táknar það, að „glata sálu sinni"? Ef vér komum illa fram við meðbræður vora í hugsunum, orðum eða verkum, þá hrindum vér frá oss lífmagnan þeirri, sem vér annars gætum notið, frá æðri lífheimum annarra stjarna. Vér verðum þá móttækilegri fyrir ill- um áhrifum frá helheimum ann- arra hnatta, og meðan vér erum undir þeim áhrifum, höldum vér áfram að ganga leiðina sem liggur til heljar. Og ef vér höldum þeirri stefnu áfram til dauðastundar vorrar, getur varla hjá því farið, að vér lendum eftir dauðann á ein- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þaettinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. Hvað heitir styttan? Sigrún Ólafsdóttir hringdi: Ég á heima í útlöndum og er hér á íslandi í fríi. Um daginn var ég á gangi á Miklatúni og kom þar að styttu einni, sem var maður með hörpu. Ég fór að leita að nöfnum, en hvorki fann ég nafn listamannsins, sem gert hafði styttuna né nafn mannsins sem styttan var af. Mér þætti vænt um að fá að vita um nöfnin. Svar Styttan heitir „Einar Bene- diktsson og ljóðaharpan" og er eftir Ásmund Sveinsson. Hún var gefin Reykjavíkurborg 1964 af Útgáfufélaginu Braga. Allar upplýsingar um styttur í Reykjavík er að finna í bókinni „Höggmyndir í Reykjavík" eða hjá garðyrkjustjóra sem hefur yfirumsjón með höggmyndum í borginni. Smekkleg tónlist Útvarpshlustandi hringdi: Ég vil vekja máls á pistlum umferðarráðs í ríkisútvarpinu. Það er alveg einstaklega smekk- lega valin tónlist við þessa pistla. Mig langar gjarnan að fá að vita hver velur þessa tónlist og einnig finnst mér sjálfsagt að gefa hinum sama tækifæri á að vera með þætti í útvarpinu. hverjum þeim stað á öðrum hnetti, þar sem vorir líkar eru fyrir, þar sem eindregin helstefna ríkir. Þeir sem lenda á slíkum stöðum eiga fyrir höndum erfiða leið til að ná aftur hinni réttu stefnu og komast á framfaraleið, þótt öllum muni takast það að lokum. Þetta, að lenda í víti annars hnattar eftir dauða sinn, er að „glata sálu sinni". Ekkert er því eins mikilvægt í þessu stutta frumlífi voru og að hugsa og breyta þannig, að vér getum kom- ið fram á framfarahnetti, þegar héðan er horfið. Öll veraldleg velgengni verður lítilvæg, ef vér verðum að gjalda gjörða vorra hér, á illum stað í framlífi. Tilgangur lífsins er að láta gott af sér leiða. Hinn æðsti máttur leitast stöðugt við að bæta allt ástand lífsins og koma því á rétta leið. Sá, sem breytir gagnstætt hinni guðlegu viðleitni, rýfur lögmál lífsins og hlýtur að gjalda þess á sjálfum sér fyrr eða síðar. „Að glata sálu sinni" er því hið mesta áfall, sem nokkur einstakl- ingur getur orðið fyrir. Náttúrufræðilegt samhengi orsaka og afleiðinga allrar breytni er sú lífernisfræði sem hið mesta ríður á, að allir geri sér sem ljós- asta grein fyrir. Eins og vér eigum nú þegar heima á stjörnu, eins mun framlíf vort einnig veria á einhverri af stjörnum geimsins. Myndin sýnir vetrarbrautahvirfingu, sem er í 400 milljóna Ijósára fjarlægð og er að finna í stjörnumerkinu „Norðurkórónan" (Corona Borealis). Björtustu vetrarbrautir himins eru þær sem kallaðar eru kvasar, enda sjást þær í meiri fjarlægð en allar aðrar. Hér má sjá kvasavetrarbrautina 3C273 sem er í um það bil 2000 milljóna Ijósára fjarlægð og er heldur óvenjuleg að því leyti að út úr henni gengur langur stjörnuhali. Er þetta það sem á fyrir okkur að liggja? Hitt og þetta Til umhugsunar Eftirfarandi sögu rakst Dyngjan á í norsku blaði: Það stóðu nýbökuð rúnnstykki og girnileg formkaka með meiru á dekkuðu borðinu, en gestirnir létu ekki sjá sig ... Hvað áttum við að gera í málinu? Þá fékk ég allt í einu góða hugmynd. Af hverju ekki að bjóða eldri hjónunum, sem ný- lega voru flutt í næsta nágrenni? Ég hafði kinkað til þeirra kolli þegar ég mætti þeim úti á götu, en ekki enn tekið þau tali. Ég var trúlega hrædd við að yrða á þau — hrædd um að þeim þætti þetta frekja, hrædd um að þau tækju þessari áleitni kuldalega. Nú hljóp ég strax yfir til þeirra, því ég óttaðist að ef ég hugsaði málið betur hætti ég við allt saman. Ég hringdi dyrabjöllunni hjá þeim. Það kom undrunarsvipur á andlit mannsins þegar hann opnaði dyrnar, en gleðibrosið tók við þegar honum skildist hvert erindi mitt var. Þetta varð ein ánægjulegasta kvöldstund sem ég minnist. Við skemmt- um okkur prýðilega, öll fjögur, og kynntumst hvert öðru ágætlega. Það kom í ljós að þau voru einmana, þessi eldri hjón, en höfðu ekki þorað að reyna að ná sambandi við nágrannana. Þetta varð upphaf vináttu, sem er okkur æ meira virði. Er þetta eitthvað til að hugsa um? Við erum allt of hrædd hvert við annað, og hrædd við að eiga frumkvæðið að því að kynnast meðbræðrum okkar. Dyngjan vonar að þessi saga verði einhverjum til eftir- breytni. Fáein önnur góð ráð: Geymið appelsínubörkinn og notið hann í baðvatnið. Börkurinn gefur góðan ilm og mýkir húðina. Mjög gott ráð til að hreinsa teketilinn er að nota vatn, sem afhýddar kartöflur hafa verið soðnar í, láta það standa í katlinum og þá hverfur brúni liturinn. Og meira um kartöflur. Þegar sjóða á kartöflurnar afhýddar í mús er gott að láta nokkra dropa af matarolíu í vatnið, þá myndast ekki froða, og sýður ekki upp úr. Munið að kartöflur í mús eru soðnar í ósöltu vatni, annars verður músin seig. Dósa-föndur Það er alveg óþarfi að henda alltaf dósum, svo sem undan niðursoðnum ávöxtum eða grænmeti. Það má nýta þær á margan hátt, til dæmis fyrir blý- anta, litlar sleifar, bréfklemmur, litlar hárrúllur og fleira. Á myndinni eru þær skreyttar með afgangs blúndu sem er límd á. Svo má einnig mála þær í skærum litum sem passa við annað í eldhúsinu, barnaher- berginu eða á baðinu, að ógleymdu skrifborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.