Morgunblaðið - 26.06.1985, Page 3

Morgunblaðið - 26.06.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 3 Húsavík: „Er búinn að fá 32 silunga“ Silunganeta vitjað með Hjálmari Friðgeirssyni „ÉG HEF veitt hér í flæðarmál- inu, frá hafnarbryggjunni vestur að Þorvaldsstaðará, frá því ég var strákur. Er búinn að fá 32 silunga í dag,“ sagði Hjálmar Friðgeirs- son, sjómaður á Húsavík, þegar Morgunblaðsmenn hittu hann síðdegis einn góðviðrisdag fyrir skömmu. þar sem hann var að vitja neta sinna í flæðarmálinu fyrir vestan höfnina á Húsavík. „Ég fékk 22 bröndur í morgun og tíu núna, en á eftir að fá meira því netin mega liggja til tíu í kvöld og þá vitja ég þeirra,“ sagði Hjálmar Hann sagði að leggja mætti net á sumrin frá þriðjudegi til föstudags og gerðu ýmsir Hús- víkingar sér það til ánægju. „Annars er meiri veiði inn við Þorvaldsstaðará, en netin má leggja allt vestur að Kald- baksnefi. Ég hef gaman að þessu — hef gaman að öllum veiðiskap," sagði Hjálmar, sem nú er 68 ára gamall. Hann hef- ur verið sjómaður alla sína tíð, „ ... aldrei stundað neitt annað en sjóinn," segir hann. Á heim- leiðinni á Mararbrautina gaf Hjálmar vinum og kunningjum í soðið, „ ... enda er þetta miklu meira en nóg handa mér,“ sagði hann. Hjálmar Friðgeirsson, til hægri, gefur félaga silung í soðið. Morgunblaðið/RAX Þegar sólrisurúsínur frá Kaliforníu, enskættaðar hrískúlur og hnöttóttar karamellukúlur frá Nóa hafa verið hjúpaðar hreinu Sírius súkkulaði eru örlögin ráðin. Kúlur, kropp og rúsínur eru ómótstæðilegt sælgæti. JMOD & SMOÍIS Veldu íslenskt. . . ef það er betra! Sérhannaður skrjálpoki. Hljóðbylgjurnar sem hann gefur frá sér, t.d. í kvikmynda- húsum vekja óskaplega sælgætisþörf hjá nærstöddum. i þeim græna eru súkkulaðihjúpaðar rúsinur fyrir þá sem aldrei fá nóg af þeim i rúsinusúkkulaði. i þeim bláa eru karamellukúlur hjúpaðar súkkulaði. Óráðlegt þykir að reyna sam- ræður með fleiri en tvær upp i sér. C ■/£■ í þeim rauða er kroppið sem mörgum þykir þeim mun betra sem það er boröað hraðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.