Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Dr. Gerald P. R. Martin: „Alltaf skuluð þið koma ykkur á réttan kjölu KiLstjóri blaósins „Island Ber- ichte“, Dr. Gerald P.R. Martin, er um þessar mundir staddur hér á landi. „BlaAið kemur út irsfjórA- ungslega og er gefiA út af vinafélagi íslands í Hamborg í Þýskalandi,“ upplysti Martin, er blm. hafAi sam- band viA hann til aA forvitnast örlítiA nánar um útgáfu þess. Efni tíma- ritsins eru fréttir og frásagnir héAan norAur úr hafi og bera þar hsst stjórnmál og hagfrsAilegar greinar- gerAir. „Inn á milli slsAast þó ferAa- sögur og annaA léttmeti,“ bstti Ger- ald viA. „Morgunblaðið hefur reynst okkur mjög áreiðanleg heimild," sagði Martin, „en það fáum við reglulega sent út til okkar fyrir milligöngu vina okkar í Ger- maníu.“ Tímaritið er þó engan veginn neitt venjulegt blað — þar sem almenningi gefst t.a.m. ekki kostur á að gerast áskrifendur — og þaðan af síður er hægt að kaupa það í lausasölu. Þeir, sem fá blaðið í hendur, eru hinir 300 með- limir vinafélagsins, sendiráð um víða veröld svo og nokkrir landa- og fornleifafræðingar. Aðspurður kvað Gerald áhuga sinn á landi þessu og þjóð hafa vaknað strax á unga aldri. Sagðist hann enn í dag minnast þess hví- líkan fjársjóð honum fannst hann hafa komist í er hann komst yfir íslendingasögurnar víðfrægu. “Einnig hef ég lesið mikið um sögu ykkar og dáist að dugnaði þessar- ar þjóðar, sjálfstæðisþrá hennar og réttlætiskennd. Það er alveg hreint ótrúlegt hversu vel ykkur hefur vegnað á þessu stutta sjálfstæðisskeiði," sagði Martin. Einnig fræddi hann okkur á því að hann hefði lengi langað til að læra íslenskuna, sem honum þykir óvenju hljómfögur. Sagði hann að hér áður fyrr hefðu margir ís- lenskir námsmenn sótt hann heim og hefði hann þá lært fáein orð í málinu. Hinsvegar hefðu heim- sóknir þessar fengið nokkuð svip- legan endi, er þau hjónin fluttu til Mainz og væri nú langt um liðið síðan íslending hefði borið þar að garði. Að mennt er Martin landafræð- ingur og kvaðst hann sem slíkur strax hafa heillast af hinu stór- fenglega landslagi íslands og hrikalegum andstæðum þess, er hann kom hingað í fyrsta sinn, ár- ið 1966. „Hinsvegar finnst mér það vel skiljanlegt þó sumum finnist lítið til landsins koma,“ sagði hann, „því ég tel það bráðnauð- synlegt fyrir ferðamenn, sem hyggja á ferð hingað, að kynna sér vel sögu lands og þjóðar áður en þeir halda af stað — fyrr kann fólk ekki að meta það til fulls." „Annars er það mín persónulega skoðun að íslendingar ættu að reyna að takmarka fjölda ferða- manna að einhverju leyti. Útlend- ingar gera sér nefnilega enga grein fyrir sögulegu gildi hinna ýmsu staða hér, né heldur kunna þeir að umgangast hina óspilltu og viðkvæmu náttúru ykkar. Það er vægast sagt grátlegt að horfa upp á þá skemmdarstarfsemi, sem fram fer þegar menn eru æðandi upp um fjöll og firnindi á risa- vöxnum tryllitækjum sem rífa allt og tæta,“ sagði Gerald Martin. „íslendingar eru þrautseigir með afbrigðum," fullyrti Martin, er blm. innti hann eftir því hvern- Dr. Gerald P.R. Martin ig „hinn dæmigerði tslendingur" kæmi honum fyrir sjónir. „Bjart- sýnin finnst mér líka ríkjandi þáttur í fari ykkar,“ bætti hann við. „Það virðist vera sama á hverju gengur — efnahagssér- fræðingar út um allan heim lýsi ykkur allt að því gjaldþrota — alltaf skal ykkur takast að koma ykkur á réttan kjöl. Ég er þess fullviss að margar aðrar þjóðir væru fyrir löngu búnar að gefast upp. Annars verð ég að bæta því við,“ sagði hann eftir dálitla um- hugsun, „að við fyrstu kynni eru íslendingar fremur fráhrindandi og kuldalegir í viðmóti. En þegar maður kynnist þeim svo nánar er þetta hið vingjarnlegasta fólk,“ sagði Dr. Gerald P.R. Martin að lokum. Evrópumótið í bridge: Pólverjar efstir SabomaiKiore, lulíu. 25. júní. Fré Jnkobi R. Mbller, frélUriUr. Morgunblaboins. ísland spilaAi viA Holland á mánu- dagskvöldiA og tapaAi, 14—16, eltir aA hafa veriA 30 keppnisstigum yfir í hálfieik. Jón Baldursson og SigurAur Sverrisson og AAalsteinn Jörgensen og Valur SigurAsson spiluAu allan leikinn. fsland spilaAi mjög vel í fyrri hálfieik, en í þeim síAari misstu okkar menn af hálfslemmu og al- slemmu, sem Hollendingarnir tóku báAar. Þessi tvö spil sneru leiknum viA. { dag spilaði ísland við Ítalíu, sem enn hafði ekki unnið leik. Það kom þó að þvi, þeir unnu okkur mjög naumt eða 16—14 í vinn- ingsstigum, en 74 —70 í keppnis- stigum. 1 hálfleik var staðan 41—32 Itölum í hag. Jón Ásbjörnsson og Símon Simonarson spiluðu allan leikinn, en hin pörin skiptu í hálf- leik. Eftir fimm umferðir er ísland enn í 8. sæti, með tveimur stigum fyrir ofan meðalskor, sem verður að teljast viðunandi árangur. Pól- verjar eru efstir með 96 stig, þá ísraelsmenn með 95, Svíþjóð með 92, Frakkland með 91, Holland með 86,5, Austurríki með 84, Bretland með 82 og svo ísland með 77. 1 kvöld spila íslendingar við Portúgali, sem eru með 72 stig. Ekkert verður spilað á morgun. Ræðismaður íslands í Delhí látinn Tónlistarfélag Borgarfjarðar: Jónas heldur tónleika SASHI Bhushau Saran, ræðis- maður íslands í Nýju Delhí á Ind- landi, lézt fyrir nokkru. Saran var ræðismaður íslands frá árinu 1978, en hafði haft kynni af ís- Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! lendingum frá þvf á námsárum sínum og komið til íslands nokkr- um sinnum. Hann var mikill áhugamaður um að efla samskipti íslendinga og Indverja á ýmsum sviðum, og þær hugmyndir komu meðal annars fram í viðtali við Saran hér í blaðinu fyrir nokkrum árum. Hann taldi það góðan kost að íslendingar tækju að sér í rík- ara mæli að kenna Indverjum fiskveiðar og byggðu fyrir þá skip og báta til veiðanna. Eftirlifandi kona hans heitir Shitra og þau eignuðust tvö börn. S.B. Saran TÓNLISTARFÉLAG BorgarfjarAar gengst fyrir tónleikum í kirkjunni í Borgarnesi fimmtudagskvöldiA 27. júní og hefjast þeir kl. 21.00. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari kemur og flytur verk eftir B. Galuppi, J.S. Bach, L.V. Beet- hoven, F. Liszt og nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Að ósk Tónlistarfélagsins kynnir flytj- andinn verkin. Jónas lék sömu efnisskrá fyrr i þessum mánuði á Kjarvalsstöðum fyrir þátttakendur á organista- námskeiði á vegum söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar. (FrélUtilk;»ing) Sumarferð Varðar 29. júní 1985 Aö þessu sinni veröur ekið um Borgarfjörð, Geldingadraga í Skorradal, niður Andakílshrepp, aö Hvítá og að Hreöavatni. Sumargleðin skemmtir í Borgarnesi. Lagt af staö frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffi á bökkum Skorradals- vatns. Ekiö niöur Andakílinn og sveigt til hægri nálægt Vatnshömrum og á Lundarreykja- dalsleið. Ekiö yfir gömlu Hvítárbrúna hjá Ferjukoti og sem leiö liggur aö Grábrók. Hádegisveröur snæddur á Brekkuáreyrum vestan Grábrókar í fallegu umhverfi. Á bakaleiö veröur komiö viö í Borgarnesi þar sem Sumargleðin mun skemmta Varöar- félögum í Hótel Borgarnesi. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Jónas Bjarnason formaöur Varöar og Valdimar Indriöason alþingismaöur. Aöalleiösögumaður veröur Einar Þ. Guö- johnsen. Pantanir í síma 82900 frá kl. 9—21. Miðasala í Valhöll á sama tíma frá miðvikudeginum 26. júní. Verð aðeins kr. 950 fyrir fullorðna, kr. 400 fyrir börn 4—12 ára og frítt fyrir börn yngri en 4 ára. Innifaliö í miöaverði: Ferðir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og skemmtun Sumargleöinnar. Morgunhressingu veröa menn aö hafa meö sér sjálfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.