Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 2
MORQUNBLAÐID, FQSTUDAGyR, 5,JlJ,U l985 Kaup Landsvirkjunar á Kröflu: Orkuverð má ekki hækka - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri „MÁLID er í athugun í borgarrádi og efnisleg afstaða til þess hefur enn ekki verið tekin. Það sem við teljum okkur þurfa að fullvissa okkur um er það að öruggt sé að þessi kaup geti ekki leitt af sér hækkandi orkuverð,** sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er hann var inntur eftir viðhorfi fulltrúa Reykjavíkurborgar til kaupa Landsvirkjunar á Kröfluvirkjun, en Reykjavík- urborg á eignaraðild að Landsvirkjun. „Reyndar er það ekki nóg, held- ur má sú fyrirsjáanlega lækkun á orkuverði, sem áætlanir benda til, ekki breytast vegna þessara kaupa. M.ö.o., við lítum svo á, að sannvirði fyrir þessa virkjun sé það verð eitt sem breyti ekki fjár- hagsgrundvelli Landsvirkjunar til hins verra. í öðru lagi verðum við að vera sannfærðir um að áhættu- þættir vegna þessarar yfirtöku séu eðlilegir gagnvart sveitarfé- lögunum Reykjavíkurborg og Ak- ureyri," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að lokum. 3—4 þjófar báru peningaskápinn út - varað við tékkum frá íslensku umboðssölunni NÍÐÞUNGUM peningaskáp með ávísanaheftum og ýmsum pappírum var stolið af skrifstofu íslensku umboðssölunnar hf. við Klapparstíg í Keykjavík í fyrrinótt. Talið er að 3—4 menn hafi þurft til að bera skápinn út úr húsinu þótt hann sé svo lítill, að hann komist fyrir undir skrifborði, skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ekki voru unnar miklar skemmdir á skrifstofunni við innbrotið en útlit er fyrir að þjófarnir hafi farið inn um glugga. { peningaskápnum var ein gild ávísun að fjárhæð 712.800 krónur, stíluð á Islensku umboðssöluna, gefin út á eyðublaði frá Sparisjóði Keflavíkur. Þar voru einnig sjö ávísanahefti frá Útvegsbankanum og eitt frá Búnaðarbankanum en ekkert reiðufé. Eitt Útvegsbanka- heftið hefur númeraröðina 2206078—2206100 en hin sex núm- eraröðina 2517301-2517450. Heft- ið úr Búnaðarbankanum hefur númeraröðina 2092105—2092125. Allmargar ávísanir höfðu verið stimplaðar með stimpli Íslensku umboðssölunnar og reiknings- númer færð á nokkrar þeirra. Rannsóknarlögreglan biður fólk að vera á varðbergi gagnvart nefndum ávísunum og taka ekki við tékkum frá íslensku umboðs- sölunni nema að athuguðu máli. Á þriðjudag var brotist inn í myndbandaleigu á Kárastíg og stolið þaðan sex myndbandstækj- um, fimm af gerðinni JVC og einu af gerðinni Fisher. í fyrradag var svo stolið úr norsku skipi, Scallop- er frá Álasundi, þar sem það lá við Ægisgarð. Meðan skipverjar sváfu Barði NK með fullfermi NmkiupHUA. 4. júlí. BARÐI NK kom í morgun með fuli- fermi af fiski eftir sjö daga veiðiferð á Vestfjarðamiðum. Þetta er annar fullfermistúrinn á tveimur vikum. Uppistaða afl- ans er þorskur. Skipstjóri á Barða er Herbert Benjamínsson. Sigurbjörg. hafa einhverjir farið um borð og haft á brott með sér nýtt segul- bands- og útvarpstæki af gerðinni Philips ásamt tveimur hátölurum. Málin eru öll í rannsókn. Þing Evrópuráðsins: MorpinbUM/Jilfw Götur borgarinnar frœstar Götur borgarinnar verða fræstar næstu vikurnar, því að til landsins er kominn frá Svíþjóð mikilvirkur fræsari sem borgin hefur leigt og ætlað er að ná upp 70 þúsund fermetrum af malbiki næstu 3—4 vikurnar. Tækið er 190 cm á breidd og hefur aldrei svo mikilvirkt tæki verið áður fengið til iandsins. — Því fylgja fjórir Svíar, sem sjá um stjómun þess. Þetta er það dýrt tæki að það borgar sig ekki fyrir borgina að eignast það fyrir það magn sem þarf að fræsa upp. Byrjað var að fræsa upp malbik með tækinu í gærmorgun á Hringbrautinni milli Melatorgs og Miklatorgs og gekk það mjög vel að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra. Alþingi kaupir tölvur fyrir á 3ju milljón ALÞINGI hefur tekið tilboði frá Heimilistækjum um kaup á Wang- tölvum sem setja á upp í Alþingis- húsinu við Austurvöll. Að sögn Friðriks ólafssonar skrifstofustjóra Alþingis er þetta liður í tölvuvæðingu starfsemi Al- þingis. „Við leggjum aðaláherslu á að koma upp einföldu ritvinnslu- kerfi til að byrja með,“ sagði Frið- rik í samtali við Morgunblaðið. „Þegar fram í sækir verður svo vonandi hægt að auka við kerfið og bæta það, til dæmis koma upp gagnasafni og upplýsingaþjónustu fyrir starfsmenn Alþingis og þing- menn.“ Tuttugu og fimm tilboð bárust í verkefni þetta að sögn Friðriks. Sem fyrr segir var ákveðið að taka tilboði Heimilistækja. Fram- kvæmdin mun að öllum likindum kosta milli 2 og 3 milljónir. „Þetta auðveldar mjög alla vinnslu efnis og útgáfustarfsemi sem Alþingi er ætlað að sinna. öll setning fer hér eftir fram hérna, þótt ríkisprentsmiðjan Gutenberg sjái eftir sem áður um prentun á Alþingistíðindum og öðru sem Al- þingi lætur frá sér fara. Einnig munu alþingismenn geta notfært sér kerfið við ræðusmíð og margt fleira sem þeir þurfa að sinna,“ sagði Friðrik að lokum. Samþykkir tillögu um bann laxveiða í sjó ÞING Evrópuráðsins samþykkti í gær, fimmtudag, með atkvæða- greiðslu að beina því til aðildarríkj- anna að laxveiðar f 12 til 200 mílna fjarlægð frá landi yrðu bannaðar, ein- kum og sér í lagi vestur af Grænlandi og norður af Færeyjum. Er ástæðan fyrir þessu sú, að laxinn fer um þess- ar slóðir á leið sinni til hrygningar- stöðva og því er hætt við að veiðar þar vinni laxastofninum verulegt tjón. Það var skýrsla Kjartans Jó- hannsonar, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, sem hafði úrslita- áhrif á að tillagan um bannið var samþykkt. I skýrslunni segir meðal annars, að það stríði gegn Hafrétt- arsáttmálanum að stunda þessar veiðar, því að þar segi að klak- stöðvar laxins skipti mestu máli fyrir viðhald stofnsins og þvi beri að sjá til að hann komist þangað óhultur. Allir fulltrúar á Evrópuþinginu nema fulltrúi Danmerkur greiddu tillögunni atkvæði sitt. Sá danski taldi sig ekki geta það vegna þess að með því væri hann að vinna gegn hagsmunum Grænlands og Færeyja. Á fundi þingsins fékk sú tillaga Kjartans Jóhannssonar að þeim sem yrðu fyrir skaða af völdum banns skyldi bætt það upp að ein- hverju leyti, mikinn stuðning. Ennfremur var ákveðið að auka framlög til NASCO en það eru samtök sem stuðla að verndun og viðhaldi laxastofna í Norður- Atlantshafi. íslenskt flugfélag með farþegaflug til Kenýa ZUrich. 4. júlí. Frá Öaio Bjarn«dóttur, fréturiura MorfnnbUMlu. FYRSTA ferö nýja flugfélagsins Air Arctic hefur gert samning um að Arctic, sem er í eigu islensku flug- fljúga með farþega þessa leið tvisvar mannanna Arngríms Jóhannssonar í viku í sumar fyrir Air Kenya. Jón og Einar Frederiksen, var farin frá Emil Árnason verður stöðvarstjóri Air London til Nairobí í Kenýa í dag. Air Arctic í Nairobí. Bandaríkjamenn um „Rainbow-málið Lýsa yfir vilja til að bæta stöðu íslensku skipafélaganna BANDARÍSK stjórnvöld télja ýms tormerki á því að fá þingið í Wash- ington til að samþykkja breytingu á lögunum frá 1904 til lausnar „Rain- bow-málinu“ svonefnda, þ.e. einok- un bandarískra aðila á fíutningum til varnarliósins á Keflavíkurflug- velli. Þetta kemur fram í bréfi Georges Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Geirs Hall- grímssonar utanríkisráðherra. Bréf- ið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. „Þeir lýsa yfir vilja til að bæta stöðu íslensku skipafélaganna og leggja til að hingað til lands komi nefnd háttsettra embættismanna til viðræðna um þetta mál sem fyrst,“ sagði Geir Hallgrímsson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í g:ær. „Það er til dæmis ekki alveg ljóst hvernig á að túlka orðalag bréfsins um að bæta að- stöðu islensku skipafélaganna." Hann sagði að af hálfu ríkis- stjórnarinnar yrði bréfinu svarað um helgina. „Við teljum að bréfið þurfi skýringa við en um leið lýs- um við því yfir, að við erum reiðubúnir að ræða við sendi- menn Bandaríkjastjórnar. I svar- inu munum við einnig leggja áherslu á okkar sjónarmið um jafnrétti og frjálsa samkeppni I þessum flutningum," sagði utan- ríkisráðherra. Air Arctic hefur aðsetur í Brúss- el í Belgíu. Hefur félagið tekið á leigu þrjár Boeing 707 þotur til far- þega- og vöruflutningaflugs. „Mér líst mjög vel á þetta framtak," sagði Pétur Einarsson flugmála- stjóri íslands eftir að hann kynnti sér aðstöðu Air Arctic I Belgíu. „Viðhalds-og rekstraraðstaða flug- félagsins er góð. Menn með mikla þekkingu og reynslu standa að þvf og ég er mjög ánægður með það sem ég sá.“ íslenska Loftferðaeft- irlitið hefur yfirumsjón með vélun- um þar sem þær eru skráðar á Is- landi. Fyrsta reynsluflug félagsins var farið frá Brussel til Málmeyjar á þriðjudag. „Það gekk mjög vel,“ sagði Arngrímur Jóhannsson yfir- flugstjóri í samtali við Morgun- blaðið. „Það þarf mikla þolinmæði til að koma svona fyrirtæki af stað en ég er feginn að við erum komnir í loftið' Alls starfa 15 manns hjá Air Arctic, þar af eru 9 Islend- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.