Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1985 Sumardvöl fyrir börn í Sveinatungu í SUMAK verftur rekið sumardvalarheimiii fyrir börn í Sveinatungu, Borgarfirði. Reksturinn annast þær Elín Magnúsdóttir og Vilborg Hannesdóttir. Námskeiðin hófust 30. júní og standa í 10 daga. Að sögn Elínar Magnúsdóttur byggjast námskeið þessi aðallega á útivist. „Við för- um með krakkana í veiðiferðir upp í Króksvatn á Holtavörðuheiði, kennum þeim á áttavita og förum í gönguferðir um nágrennið. Há- marksfjöldi er 10 í hvert skipti. Sem stendur eru hér 8 bðrn. Við byrjuðum of seint að auglýsa svo að aðeins hefur verið bókað fyrir 5 börn í næsta skipti. Veðrið hér hefur verið ótrúlega gott, þurr- viðri og stilla. Börnin eru ánægð með dvölina hér, þau eru að visu hinir mestu fjörkálfar en þetta er skemmtilegt starf," sagði Elín Magnúsdóttir að lokum. Vilborg Hannesdóttir og Elín Magnúsdóttir ásamt nokkrum dvalargestum. Doktor í fiskifræði ÞANN 15. maí síðastliðinn varði Björn Björnsson doktorsritgerð við Dalhousie-háskóla í Halifax í Kanada. Ritgerðin nefnist: „Bioen- ergetics of cod (Gadus morhua L.): a response to food intake with possi- ble implications for fisheries man- agement.“ Ritgerðin fjallar um hvernig ýmsir þættir í líffræði þorsks, svo sem vaxtarhraði og vaxt- arnýtni, breytast með fæðuframboði, og um hugsanlega þýðingu þess við fiskvciðastjórnun. Niðurstöður eldistilrauna með þorsk voru notaðar við gerð reiknilíkans af sambandi fæðu- framboðs, vaxtarhraða, stofn- stærðar og framleiðslu fiskistofns. Samkvæmt líkaninu ræðst sú stofnstærð, sem gefur hámarks- afrakstur, af því fæðumagni sem er til staðar fyrir fiskistofn. Ef aðstæður í sjónum breytast þann- ig, að meiri fæða fellur til árlega, þá segir líkanið að draga eigi úr veiðum til að fiskistofn verði nægilega stór til að nýta aukið fæðumagn. Hins vegar ef fæðu- framboð helst lítið um árabil þá getur mikil samkeppni um fæðu orsakað lítinn vaxtarhraða og lé- lega vaxtarnýtni. Við þær aðstæð- ur bendir líkanið til að rétt sé að auka veiðar til grisjunar á stofni. Samkvæmt reiknilíkaninu virð- ist mega nota vaxtarhraða fiska sem mælikvarða á fæðuframboð og afrakstursgetu. Þannig má tltð á hámarksvaxtarhraða sem m«rl({ um að of fáir fiskar séu í stofni tfi að nýta alla tiltæka fæðu, en mjög lítinn vaxtarhraða hins vegar sem merki um að of margir fiskar séu í stofni til að fæðan nýtist vel til vaxtar. Líkanið bendir til þess að hámarksafrakstur af þorskstofni náist þegar vaxtarhraði er u.þ.b. 70% af hámarksvaxtarhraða. Með hámarksvaxtarhraða er átt við þann vaxtarhraða sem næst þegar meira en nóg er af fæðu fyrir hvern fisk. í ritgerðinni voru kannaðar breytingar á vaxtarhraða hjá kanadískum þorkstofni. Góð sam- Dr. Björn Björnsson svörun reyndist milli niðurstaðna stofnmælinga og niðurstaðna reiknilíkans. Samanburðurinn benti til þess að árlegt fæðufram- boð fyrir þennan stofn hafi breyst verulega á því 30 ára tímabili sem athugun náði til. Stærð þessa stofns og vaxtarhraði hafa einnig breyst verulega síðan mælingar hófust og benda niðurstöðurnar til þess að vaxtarhraðinn hafi oft takmarkast af fæðuframboði. Björn er fæddur á Stöðvarfirði 27. janúar 1952. Hann er sonur þjónanna Þorbjargar Einarsdótt- UT og Björns Stefánssonar fyrr- terandi kaupfélagsstjóra. Björn lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1972. Hann nam líffræði við Háskóla Is- lands og Iauk þaðan BS-prófi árið 1975. Næstu tvö árin stundaði hann rannsóknir á fæðunámi urriða og bleikju í Elliðavatni. Björn hóf nám við haffræðideild Dalhousie-háskóla haustið 1977 og vann þar með doktorsverkefni sínu. Hann starfar nú á Hafrann- sóknastofnuninni sem sérfræðing- ur í eldi sjávardýra. Björn er kvæntur Láru G. Hansdóttur lög- fræðingi og eiga þau tvö börn. Ríkisstjórnin skipar nefnd: Á að stuðla að samstarfi við Grænlendinga í því skyni að stuðla að auknu sam- starfi milli íslands og Grænlands á sviði fiskveiðimála, fiskvinnslumála, hafrannsókna, viðskipta- og sam- göngumála og landbúnaðarmála hef- ir ríkisstjórnin skipað þessa menn í nefnd: Árna Kolbeinsson ráðuneytis- stjóra, Þórhall Ásgeirsson ráðu- neytisstjóra, Ólaf S. Valdimarsson ráðuneytisstjóra, Sveinbjörn Dag- finsson ráðuneytisstjóra, Pál Flygenring ráðuneytisstjóra og Pétur Thorsteinsson sendiherra, sem er formaður nefndarinnar. Landstjórn Grænlands hefir til athugunar að skipa samskonar samstarfsnefnd, en fyrst um sinn mun gagnaðilinn i Grænlandi, John E. Jensen, verða fram- kvæmdastjóri heimastjórnar Grænlands. Meðal þeirra mála sem munu sérstaklega koma til athugunar i samstarfi íslands og Grænlands eru ráðstafanir til verndar og nýt- ingar sameiginlegra fiskistofna, hafrannsóknir og önnur mál sem lúta að fiskveiðum, svo sem vís- indalegar rannsóknir á fiskistofn- um, markaðsmál sjávarafurða og tæknileg atriði er snerta fiskveið- ar og fiskvinnslu. FARANGUR SEM UMFERÐARRÁÐ OGFÍBMÆLA Umferðarráð og FIB óska þér góðrar ferðar - með beltið spennt. ESSOPOKINN OG VARAHLUTIRNIR TÍU Við fengum upplýsingarhjá vegaþjónustu FÍB um algengustu bilanatilfellin í bílum á vegum úti og settum síðan saman skrá yfir þá tíu hluti sem skynsamlegt er að hafa í farangrinum: 1. Viftureim 7. L 2. Kveikjulok 8. 3. Hamar/þéttir 9. Einangrunan 4. Platínur band 5. Límogbætur 10. Rafgeyma- 6. Kerti skór. Þetta eru litlir hlutir en samt nógu mikilvægir til þess, að ef þá vantar geta þeir sett stórt strik í ferða áætlunina. Sýndu fyrirhyggju og vertu þér úti um þessa vara- hluti í bílinn þinn. Þú færð marga þeirra á bensínstöðv- um ESSO og þar færðu líka sérsniðinn og sterkan poka utan um þá alla: VARAHLUTAPOKA ESSO. <&) Olíufelagið hf NÁÐU ÞÉR í VARAHLUTAPOKA Á NÆSTU ESSOSTÖÐ AUK hf 15.130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.