Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Leiðtogafund- urinn í Genf llt frá því Mikhail Gorb- achev tók við völdum í Kreml í mars síðastliðnum hafa verið vangaveltur um það, að nú hlytu þeir að hittast fljótlega nýi Kremlarbóndinn og Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti. Hafa umræður um þennan fyrirhugaða fund og fréttir af honum tengst flestu því sem hæst ber í al- þjóðamálum. Fjölmiðlar draga gjarnan upp þá mynd, að með því einu að æðstu menn Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna hittist séu mörkuð þátta- skil í veraldarsögunni. Oft stuðlar það að vinsemd, að keppinautar hittist og kynnist hver öðrum. í einka- samtölum gefst þeim tækifæri til að losna við persónulega fordóma eða fá þá staðfesta. Hver og einn þekkir það af eigin reynslu að það er oft allt annað að kynnast manni með því að hitta hann en af frá- sögnum annarra. Eftir að Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, hitti Gorbach- ev í Bretlandi skömmu fyrir áramótin lét hún orð falla á þann veg, að hann væri maður sem hún gæti hugsað sér að eiga viðskipti við. Eins og mál- um er háttað í samskiptum Bandaríkjamanna og Sovét- manna er erfitt að sjá, að fundur leiðtoganna í nóvem- ber breyti mannkynssögunni — nema það eitt að fundurinn er haldinn sé talið gera það. Stefna Ronalds Reagan gagnvart sovéska stjórnkerf- inu og hernaðarstefnu þess hefur verið skýr og afdráttar- laus. Bandaríkjaforseti hefur ekki farið dult með þá skoðun sína, að lýðræðisþjóðirnar verði að standa fast á sínu gagnvart kommúnismanum og heimsstjórnendum hans í Moskvu. Kremlverjar hafa ekki legið á liði sínu við að útmála Reagan og menn hans sem beinlínis hættulega heimsfriðnum. Nú ráðast þeir helst á hugmyndir Banda- ríkjastjórnar um geimvarnir. Sovétmenn telja þessar hug- myndir helstu hindrunina fyrir því að viðræðurnar um afvopnunarmál í Genf beri árangur, og saka Bandaríkja- stjórn raunar um að líta á þær viðræður sem „áróðursbragð" eða „tæki til alheimssvika- bragða", svo að vitnað sé í einn sovéska áróðursmanninn, Georgí Arbatov. Þessi sovéski áróður hefur ekki haft áhrif á Bandaríkja- stjórn til þessa. Á hinn bóginn hafa ýmsir áhrifamenn bæði í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu sagt, að nauðsynlegt sé fyrir bandarísku samninga- mennina í Genf að fá heimild til að ræða geimvarnaráætl- unina þar eins og önnur mál. Kannski veitir Ronald Reagan slíka heimild fyrir eða eftir fundinn með Mikhail Gorb- achev? Dregið skal í efa, að hún breyti stefnu Sovét- manna. Bandarískur forseti hefur ekki hitt sovéskan leiðtoga eft- ir að Kremlverjar sendu Rauða herinn inn í Afganistan í þeim tilgangi að innlima rík- ið með einum eða öðrum hætti í Sovétríkin. Því miður er þess ekki að vænta, að á fundi þeirra Reagans og Gorbachev takist að binda enda á innrás- arstríðið í Afganistan. Nauð- synlegt er að halda þannig á málum að Afganir líti ekki á fundinn sem svik vestrænna þjóða við málstað sinn. Þá er ólíklegt að þeim Reagan og Gorbachev takist að minnka spennuna sem valdabrölt kommúnista í Nicaragua hef- ur haft í för með sér. Og þann- ig mætti áfram telja. í „friðarbaráttu" undanfar- inna ára hefur þess gætt í vax- andi mæli að menn leggja áherslu á alls kyns táknræn mótmæli, að standa í sam- felldri röð og láta hana ná á milli húsa eða bæja, að mynda hring umhverfis byggingar, að tjalda í nágrenni herstöðva eða samþykkja háleitar yfir- lýsingar um eigin friðarvilja. Þegar hugað er að slíkum „friðar“-táknum er líklega ekkert mikilvægara á heims- mælikvarða en fundur æðstu manna Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Vonandi verður þó unnt að láta fundinn í Genf í nóvember verða annað og meira en táknræna staðfest- ingu á því, að milli orða og athafna æðstu manna stór- veldanna er oft á tíðum stórt bil. Hvorir tveggju reyna að færa sér fundinn í nyt í áróð- ursstríðinu. Sovétmenn hafa alls ekki horfið frá því markmiði sínu að reka fleyg á milli Vestur-Evrópu og Band- aríkjanna. Til að minna á það ætlar Gorbachev fyrst í opinb- era heimsókn til Frakklands áður en hann hittir Reagan. Með því á að ýta undir þá skoðun að Evrópumenn séu sáttfúsari við Sovétmenn en Bandaríkjamenn. Vilja Band- aríkjamenn una því? Hvernig bregðast Frakkar við? Það verður fróðlegt að fylgjast með leikfléttum þessa áróð- ursstríðs næstu vikur og mán- uði. Þorvaldur Óskarsson sýnir hvernig árfarveginum hefur verið breytt Stærsta einkarafstöð á íslandi reist á Sleitustöðum f Skagafirði: Höfum hug á að i RARJK umframo Þess er vænzt að virkjunin hafi borgað sig eftir 5 ár Það hlýtur að teljast til undantekninga, að einkaaðilar ráðist í annað eins stórvirki og að koma sér upp eigin raforku- veri. Á Sleitustöðum í Skagafirði búa þó nokkrar fjölskyldur, fádæma framtakssamar, sem langt eru komnar með að virkja ána, sem framhjá bústöðum þeirra rennur, Kolbeinsdalsá. „Það var i einhverju jólaboðinu, nú í vetur, sem ákvörðun var tekin um að virkja ána,“ sagði Þorvald- ur Óskarsson, einn ábúenda Sleitustaða, er blaðamaður leit inn hjá honum til að forvitnast örlítið nánar um framtakið. “Fjöl- skyldurnar, sem að þessu standa, eru 6 talsins," bætti hann við, „og eiga þær allar, nema ein, ættir að rekja til Sigurðar Þorvaldssonar, sem áður bjó á Sleitustöðum, en er nú á sjúkrahúsi, 101 árs að aldri.“ Aðspurður kvað Þorvaldur und- irbúninginn hafa gengið framar öllum vonum, enda þýddi ekkert hálfkák í málum, sem þessum. „Hefði einhver séð mig hér, skríð- andi út um alla móa með eldgaml- an hallamæli fyrr í vetur, hefði sá hinn sami eflaust slegið því föstu, að nú væri ég endanlega orðinn hringlandi vitlaus," sagði Þorvald- ur. „Auðvitað fengum við svo tæknifræðing til að reikna hall- ann nákvæmlega út — og munaði ekki nema 1 metra á niðurstöðum hans og mínum. Þegar við svo höfðum fengið fullvissu fyrir því að þetta væri vel framkvæmanlegt var hafist handa við að grafa, sprengja og smíða og hjálpuðust allir að.“ „Ættfaðirinn, Sigurður Þor- valdsson, sem var mikill umsvifa- maður og á sínum tíma reisti m.a. 25 kW raforkustöð, fyrir réttum 40 árum síðan, en hún skilaði þó aldrei nema helmings afköstum sakir þess hve vatnslítill lækurinn var, sem var virkjaður," upplýsti Þorvaldur. Enn sér sú stöð tveim- ur húsanna fyrir rafmagni, meðan hin kaupa orku frá Rafmagnsveitu ríkisins. Sem ástæðu fyrir því að þeir félagar eru að ráðast I virkj- un þessa nefndi Þorvaldur hátt raforkuverð, sem hann sagði u.þ.b. jafn hátt olíuverðinu. „Þessi stöð, sem við erum nú að reisa, mun framleiða 200 kW, sem ætti að nægja fyrir 20 hús. Það er því ljóst, að við komum til með að framleiða meiri orku, en við höf- um þörf fyrir. Samkvæmt íslensk- um lögum er einstaklingum hins- vegar óheimilt að selja orku, nema þá rafmagnsveitum ríkisins. Við höfum því fært það í tal við for- svarsmenn Rafmagnsveitunnar að Helgihald í Skálholti: Bachs, Handels og Scarlattis minnst á ýmsa lund í sumar HELGIHALD í Skálholti verður með meiri viðhöfn í sumar en verið hefur, segir í fréttatilkynningu frá Skálholti. Margar ástæður eru fyrir því að sérstök rækt er lögð við sumarstarf kirkjunnar í ár. 10 ár eru nú liðin frá því farið var að halda sumartónleikana svo- nefndu í Skálholti. Þá er árið 1985 helgað tónlistinni í Evrópu í tilefni 300 ára afmælis Bachs, Handels og Scarlattis. Eins eru nú liðin 200 ár frá því skólinn og biskupstóllinn voru fluttir frá Skálholti til Reykjavíkur, svo margs er að minnast, segir ennfremur í fréttatilkynning- unni. Messað verður um hverja helgi venju samkvæmt, en þær helgar sem sumartónleikarnir standa yfir verður einnig mess- að kl. 17.00 á sunnudögum. Agnes Sigurðardóttir, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, prédikar næstkomandi sunnu- dag, en Glúmur Gylfason, organisti, og Guðmundur Gisla- son, tenórsöngvari, annast organleik og söng við messuna. Karl Sigurbjörnsson messar sunnudaginn 14. júlí, en tónlist- arflutning við messuna annast Helga Ingólfsdóttir og fleiri. Skálholtshátíð verður haldin 21. júlí og þá mun Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur Ár- nesinga, prédika. Sigfinnur Þorleifsson, sem nú hefur verið ráðinn prestur við Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, prédikar sunnudaginn 28. júlí. Næstu helgi þar á eftir prédikar Guðmundur Óli ólafsson, prest- ur í Skálholti. Báðar þessar helgar munu listamenn sjá um tónlistarflutning við messurnar. Gunnar Björnsson, Fríkirkju- prestur, prédikar 11. ágúst, en í messunni munu sr. Gunnar og kona hans, Ágústa Ágústsdóttir, flytja verk hinna gömlu meist- ara, eins og segir í fréttatil- kynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.