Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 149. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Tapar flokkur Thatchers í aukakosningu? Thatcber Undúnum. 4. Mli. AP. FYLGI breska fhaldsflokksins hefur nú ekki verið minna í þrjú ir. Þ?í er talið að auka- kosning sem fér fram í kjör- dteminu Brec- on og Radnor í Wales í dag hafí verið prófsteinn á styrk stjórn- arinnar, en nú er kjörtímabilið hilfnað. Úrslit kosninganna í Brecon og Radnor verða tilkynnt á morgun, föstudag, en kjörsókn í dag var mjög góð. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarna daga nýtur íhalds- flokkurinn, sem vann stórsigur í þessu kjördæmi 1983, nú stuðn- ings aðeins 24% kjósenda, en Verkamannaflokkurinn 46%. Fylgi Bandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna, SDP, er nú 28% í kjödæminu. Síðasta skoðanakönnunin, sem náði til alls Bretlands, bendir til þess að Verkamannaflokkurinn njóti nú fylgis um 40% kjósenda, íhaldsflokkurinn 32% og Banda- lag frjálsyndra og jafnaðarmanna 26%. Orsakir fylgistaps íhaldsflokks- ins má einkum rekja til slæms at- vinnuástands, en nú er 13,1% at- vinnuleysi á Bretlandi. Hér kemur einnig til að Verkamannaflokkur- inn er nú í sókn, enda virðast hóf- samari öfl undir forystu flokks- leiðtogans, Neils Kinnock, hafa náð undirtökum í flokknum. Þó má vera að fylgi íhalds- flokksins eigi eftir að aukast aft- ur, því að samkvæmt tölum sem birtar voru í dag minnkaði at- vinnuleysi lítillega í júní, í fyrsta sinn síðan í apríl í fyrra. Þó er enn 13,1% vinnufærra manna án at- vinnu, eins og áður sagði. Spánn: Breytingar á stjórninni Madrid. Spáni. 4. iúli. AP. Gonzales Madrid, Spáni, 4. júli. AP. FELIPE Gonz- ales forsætis- ráðherra Spán- ar endurskipu- lagði stjórn ’Sr 1 sósíalista í dag. f ' íit Á frétta- mannafundi kvað forsæt- isráðherrann mannaskiptin vissulega mikilvæg, en hann sagði að samt væri hér ekki um stefnu- breytingu stjórnarinnar að ræða: „Ég skal fúslega viðurkenna að þessar breytingar eiga rætur að rekja til samstarfserfiðleika í stjórninni, en þær fela ekki i sér breytta stefnu." Stjórnmálaskýrendur telja að breytingamar hafi verið gerðar vegna vaxandi ágreinings sósíal- ista um stefnu stjórnarinnar í efnahags- og varnarmálum, en Gonzales er fylgjandi áframhald- andi aðild Spánar að Atlantshafs- bandalaginu. Mest kom þó á óvart að atvinnu- og fjármálaráðherra landsins, Miguel Boyer, segði af sér, en staða hans innan stjórnarinnar hefur verið talin mjög trygg. Er ástæða afsagnarinnar talin al- mennt ósamkomulag hans og sam- ráðherra hans, en hann er ekki fé- lagi í sósialistaflokki Gonzales. Auk þess hafa verkalýðsfélögin gagnrýnt hann undanfarið vegna mikils atvinnuleysis, sem nú er 22%. Meðal þeirra sem viku úr stjórninni var utanríkisráðherr- ann, Fernando Moran, en við stöðu hans tók Francisco Fernandez Ordonez. Af öðrum breytingum má nefna að Carlos Solchaga iðn- aðarráðherra, sem talinn er stuön- ingsmaður Boyers, tekur við emb- ætti atvinnu- og fjármála- ráðherra. Joan Majo verður iðnað- arráðherra og Javier Saenz Cosc- ulluela samgönguráðherra. AP/Símamynd Mikil öryggisgæsla hefur verið £ ftugvellinum í Vín vegna komu olíumálaráðherra OPEC, samtaka helstu olíusöhi- ríkja heims. Sumarfundur OPEC hefst í Vín í dag, en þar verður rætt um leiðir til að koma í veg fyrir lækkun olíuverðs. OPEC vill afstýra lækkun á olíuverði N ínarborg, 4. júlí. AP. ÞRÁTT fyrir mikinn ágreining eru olíumálaráðherrar aðildarríkja OPEC, samtaka belstu olíusöluríkja heims, að leita „nýrra leiða“ til að koma á jafnvægi í sölu á olíu og hindra lækkun olíuverðs. Þetta er haft eftir oliuráðherra Arabíska furstasambandsins, Mana Saeed Oteiba. Bætti hann því við að tillaga ráðgjafamefndar sex olíumálaráðherra OPEC-ríkja yrði lögð fram á sumarfundi sam- takanna. Samkvæmt tillögunni á ekki að lækka olíuverð, en það er nú 28 dollarar tunnan. Hann sagði að aðildarríki OPEC yrðu að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu á oliu til að koma í veg fyrir verðfall á mark- aðnum. Olíumálaráðherra Nígeríu sagði á fréttamannafundi í dag að allir aðiljar að OPEC seldu olíu sína undir því verði sem samtökin hefðu ákveðið. Ráðherrann, Tam David-West, sagði við komu sina til Vinar, en þar hefst sumarfundur samtak- anna á morgun, föstudag, að aðild- arríki OPEC ættu hvorki að lækka verð á oliu né draga úr framleiðslu á henni. „Það vandamál sem við eigum við að striða er fyrst og fremst skortur á festu. Svo er kominn tími til að segja sannleikann í þessu máli,“ sagði Tam David- West. Ljóst væri að hvert einstakt OPEC-ríki hefði boðið olíu til kaups á lægra verði en samtökin hefðu ákveðið. Búast má við að tillaga ráðgjaf- arnefndarinnar verði eitt helsta mál fundarins. Einnig er gert ráð fyrir að miklum tíma verði varið til að ræða hvernig samtökin skuli bregðast við þeirri hótun Saudi- Araba að auka olíuframleiðslu sína, en hún er minni nú en und- anfarin 20 ár. Saudi-Arabar hafa dregið úr olíuframleiðslu sinni að undanförnu til að koma í veg fyrir lækkun olíuverðs. Að sögn austurrísku lögregl- unnar hefur öryggisgæsla vegna OPEC-fundarins aldrei verið eins mikil nú. Sprenging í gámi talin líkleg skýring Delhí. London. 4. júli. AP. INDVERSKIR embættismenn telja að sprenging í vörugámi hafí valdið því að indversk júmbóþota fórst undan strönd írlands á dögunum með 329 manns innanborðs. Fjarstýrður kafbátur fann í dag fíak þotunnar. Tvær indverskar fréttastofur segja að menn, sem unnið hafa að rannsókn flugslyssins, telji sprengingu í gámi í fremstu lest þotunnar líklegustu skýringuna. Rafkerfi þotunnar hafi eyðilagst og hún því hrapað stjórnlaus í hafið. Sprengingin hafi orðið f fremsta hluta vélarinnar, undir fyrsta farrými og stjórnklefan- um. Gámurinn, sem sprengjan hafi verið í, átti að fara frá borði er þotan millilenti f London á leið sinni til Bombay. Sprenging- in varð skömmu fyrir lendingu í London. Kafbátur fjarstýrður af frönsku simaskipi, Leon Theven- in, fann flak indversku þotunnar á 1.800 metra dýpi í dag. Veik hljóðmerki, sem talin eru frá flugrita þotunnar, heyrast frá stað sem er 3 kílómetra frá flak- inu og er báturinn á leið þangað. Reynist stél þotunnar vera þar getur kafbáturinn slegið vírum um það og hægt verður að hífa það upp. Kohl fagnar fundi Bonn. Kóm, 4-júlí. AP. HELMUT KOHL, kanslari Vestur- Þýskalands, lýsti yfir ánægju sinni í dag með þá ákvörðun Ronaids Reag- an Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, aðaleiðtoga sovéska kommúnistafíokksins, að hittast í Genf í haust. Kohl sagði að hann teldi leið- togafundinn forsendu þess að góð- ur árangur næðist í viðræðum stór- veldanna um takmörkun vigbúnað- ar. ítalski utanríkisráðherrann, Gi- ulio Andreotti, tók f sama streng, en bætti því þó við að enn væri mikið starf fyrir höndum, ef takast ætti að koma á friði i heiminum. Ritstjóri Prövdu, málgagns sov- éska kommúnistaflokksins, sagði f dag að búast mætti við þvf að leið- togafundurinn bæri árangur. Hann sagði ennfremur að vilji nokkurra ráðamanna í Vestur-Evrópu, þar á meðal Margrétar Thatcher, hefði ráðið miklu um að tekist hefði sam- komulag um leiðtogafundinn. Sjá: „EUefti fundur leiðtoga stór- veldanna frá styrjaldarlokum", bls. 26, og forystugrein á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.