Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5: JÚLf 1985 21 Opið bréf til stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn — eftirSverri Tómasson Jón var stórkostlegur en Konráð snyrtilegur og smá- smuglegur. Konráð var mjög gefinn fyrir að brúka menn og borgaði ílla eða ekki, án þess þó að vera ágjarn eða sjer- plæginn; Jón var einnig gefinn fyrir að brúka menn, en borg- aði vel. Jón var góður búhöld- ur, Konráð þar fráleitur ... Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 165. Þessi mannjafnaður Benedikts Gröndals kemur mér jafnan í hug þegar ég heyri minnst á Jón Sig- urðsson. Það vita of fáir að Jón var afkastamikill og velvirkur fræðimaður, honum féll aldrei verk úr hendi og má sjá þess merki bæði í handritasöfnunum hér á landi og í Höfn. Það var þess vegna vel til fundið að í „Jónshúsi" í Kaupmannahöfn skyldi vera inn- réttuð íbúð handa fræðimanni þar sem hann gæti búið leigulaust og sinnt rannsóknum sinum; þar með hafði Jón einnig borgað vel eftir dauða sinn. Fyrir þann fræðimann sem leggur stund á íslenskar bók- menntir, sögu og kannar handrit er naumast til betri staður en Kaupmannahöfn. Kemur þar tvennt til: í borginni er til úrval íslenskra bóka og handrita, hið mesta utan fslands og annar bók- akostur stendur bestu söfnum annars staðar i Evrópu lítt að baki. En það vita allir sem fást við íslensk fræði, hvort sem það eru bókmenntir, saga, málfræði eða handritarannsóknir að bókakostur islenskra safna er svo ófullkominn að til þess að geta sinnt rannsókn- um sínum hér, þurfa allflestir ís- lenskir fræðimenn að leita til er- lendra safna, fá bækur og tíma- ritsgreinar lánaðar til landsins og getur slíkt lán oft tafið rannsókn- imar í langan tíma. Þetta hamlar mjög allri könnun á fornbók- menntunum, enda er það svo að flestar rannsóknir á þeim eru gerðar af útlendingum og gefnar út erlendis á framandi tungum. Það er því eðlilegt að margir rann- sóknarmenn í islenskum fræðum freistist til að sækja um „not af fræðimannsíbúð" i húsi Jóns Sig- urðssonar og hugsi hlýtt til Jóns „Fyrir þann fræðimann sem leggur stund á ís- lenskar bókmenntir, sögu og kannar handrit er naumast til betri staður en Kaupmanna- höfn.“ eins og hann birtist í minningum Gröndals: Jón borgaði vel. En í þessum hópi munu fáir eiga brýnna erindi til Hafnar en starfsmenn Árnastofnunar í Reykjavík vegna margvíslegrar skyldugrar samvinnu við systur- stofnunina í Höfn. En þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar þeir fræðimenn þessarar greinar sem hafa fengið afnot af íbúð Jóns Sigurðssonar. Stjórn hússins hefur ekki gefið út neina reglugerð, þar sem kvt-ðið er á um hvernig skuli haga úthlutun þessa óbeina „dvalarstyrks". Það er og með öllu óverjandi að hús- stjórnin svari umsækjendum á þessa leið: „Fyrir hönd stjórnar húss Jóns Sigurðssonar leyfi ég mér hér með að tilkynna yður að stjórn hússins hefur því miður ekki getað veitt yður not af fræðimannsíbúðinni á næsta úthlutunartímabili frá 1. september 1985 til 30. ágúst 1986. Einungis er unnt að veita fjór- um aðgang að íbúðinni, þrjá mán- uði hverjum, en umsækjendur eru nú 30.“ Ég vil því skora á hana að hún svari opinberlega þessum fyrir- spurnum: 1) hvaða fræði- og visindamenn hafa fengið „not“ af íbúðinni frá upphafi úthlutunar, 2) hvort fulltrúum allra greina hug- og raunvísinda hafi verið gert jafn hátt undir höfði, 3) hver hefur verið hlutur þeirra fræðimanna sem lagt hafa stund á þau vísindi sem Jóni Sigurðssyni voru kærust. Sverrir Tómasson Svari hússtjórn ekki fyrirspurn- um mínum og birti ekki um leið þær starfsreglur sem hún fer eft- ir, verður að líta svo á að annarleg sjónarmið, og þau ekki í anda Jóns Sigurðssonar, ráði því hverjir fá að dveljast þar ár hvert. Ilöíundur er séríræóingur í mid- aldabókmenntum og rinnur í Stoínun Árna Magnússonar. •.\V.. \V**' *,• • *. «*'..• •'*,••'.« • * • titfjl • , t .,•• .,»* ,•• , • ' , • * ..»• . . SB*. • . m Nh 36-41 iitlL Hvítir og Ijósblóir verö: 1.160,- Ni.= 35-41 litir: Svartir og hvítir veröt B85,- ife 36—43r AMANDE iitirrSvartir, rauöir og hvítir Nr; 35-41 litii; SvortiL rauöii og hvítir verö: 850,- _____________ Líttu'við um lelð og þú litur 1 bæmn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.