Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Ráðstefna um germanska setningafræði: V2 hugðarefni málfræð- inga um þessar mundir Nýlega var haldin rádstefna um germanska setningafræði á vegum málvísindastofnunar Há- skóla íslands. Ráðstefnuna sóttu 42 gestir víðs vegar aó úr heiminum. Að sögn Höskuldar Þráinsson- ar íslenskuprófessors voru fluttir 15 fyrirlestrar um setningafræði germanskra nútímamala og tvö söguleg erindi um sama efni. Fyrirlesarar voru frá Norður- löndunum, Hollandi, Júgóslavíu, Bandaríkjunum og Kanada. í tengslum við ráðstefnuna var haldið hálfsmánaðarnámskeið í germanskri setningarfræði á Flúðum og var það kostað af norrænu menningarmálaskrif- stofunni. „Aðalkennarar námskeiðsins voru þrír, Svíi og tveir Banda- ríkjamenn, og fjölluðu þeir um setningafræði Norðurlandamál- anna, sérstaklega íslenskunnar." „Meginverkefni námskeiðsins voru þrjú: í fyrsta lagi var gerð grein fyrir fallkerfi sagna, þ.e.a.s. hvernig sagnir taka með sér mismunandi föll og hvernig hægt er að gera skipulega grein fyrir því. í annan stað var tekin fyrir orðaröð og íslenskan borin Höskuldur Þráinsson prófessor. Naustið: Bresk jazzsöngkona BREZKA jazzsöngkonan Elaine Delmar syngur nú í Naustinu. Hún er vel þekkt í Bretlandi fyrir söng sinn og kom hingað til lands í byrjun vikunnar og syngur í Naustinu í um hálfan mánuð. „Elaine Delmar er ein bezta og skemmtilegasta söng- konan í brezku jazzlífi," skrifaði gagnrýnandinn Mike Hennessy í jazztímaritið „Jazz Times“ í febrúar síðastliðnum. Elaine Delmar hefur sungið víða um heim, komið fram í söng- leikjum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún fór með aðal- hlutverkið í söngleiknum „Bubblin Brown Sugar" i Lundúnum fyrir tveimur árum og hlaut lof gagn- rýnenda. Hún hefur komið fram i þekkt- ustu hljómleikahöllum Breta með kunnum listamönnum. Sungið i Festival Hall í Lundúnum með Stehpane Grapelli. í Manchester með Andy Williams og Royal Al- bert Hall með Michel Legrand og Symphóníuhljómsveit Lundúna, svo eitthvað sé nefnt. Hún lék í „Finian’s Rainbow" í Royal Shake- speare Theatre. Þá má nefna að Elaine Delmar lék lék bóhemísku prinsessuna í kvikmynd Ken Russ- els, „Mahler". Hún hefur komið fram í Las Vegas, Tokýó, Ástralíu og sungið víða í Evrópu. Þá má nefna að Elaine Delmar hefur oft komið fram á þeim kunna stað Ronnie Scott’s í Lundúnum. LEGUKOPAR Af ráðstefnu um germanska setningafræði sem haldin var í Árnagarði. Morgunblaðið/ Árni Sœberg Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Hafnarfjörður og Krýsuvík Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer náttúruskoðunar- og söguferð um Hafnarfjörð og Krísuvík laugardaginn 6. júlí. Far- ið verður frá Norræna húsinu I Reykjavík kl. 13.30 frá Náttúru- gripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglustöðinni) kl. 13.45, frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 14.00 og Víði- staðaskóla í Hafnarfirði kl. 14.15. Ferðinni lýkur svo við Víðistaða- skóla um kl. 18.30. Fargjald verður kr. 300 úr Reykjavík og kr. 200 úr Hafnarfirði. Fritt fyrir börn í Frá Hafnarfírði fyrir rúmri ök). Hús Knudtzonsverslunar. fylgd fullorðinna. Allir eru vel- komnir. Frá Víðistaðaskóla verður farið um Garðahverfi. Þaðan í Hell- isgerði og minjasafnið, síðan um miðbæinn að Hamrinum og Hval- eyrartjörn, í Sædýrasafnið og að fuglaparadísinni Ástjörn. Þaðan verður ekið um Vatnsskarð með Kleifarvatni að gömlu Krísuvík, og kirkjan skoðuð og nestið tekið uðð. Á heimleiðinni verður stans- að við Kaldárselsveg þar sem jarð- sögu svæðisins verður lýst og farið að Setbergi. Að lokum verður ekið um nýju Reykjanesbrautina í Gabriel HÖGGDEYFAR Amerísk úrvalsvara Þú velur þó gerö sem hentar Við eigum allar geröir ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum VISA HÁBERG HF. SkciCunni Sa — Sími 8*47*88 Legukopar og fóðringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Borgartúni 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík. saman við nágrannamálin. Loks var rætt um afturbeygð fornöfn og býsna sérsakar reglur sem gilda um þau.“ Höskuldur sagði íslenskuna mjög vinsæla til rannsókna með- al fræðimanna um þessar mund- ir. „Því veldur varðveisla tung- unnar og beygingakerfið sem ekki finnst í öðrum norrænum tungum. Námskeið líkt og það sem haldið var á Flúðum eru sérstak- lega ætluð fræðimönnum og þeim sem eru lengra komnir í námi. Rædd eru ýmis hagnýt at- riði við fræðistörf og kynntar nýjar rannsóknaraðferðir. Nám- skeiðið heppnaðist mjög vel í alla staði og margar nýstárlegar hugmyndir litu dagsins ljos." Höskuldur sagði að setninga- fræði væri aðalviðfangsefni mál- fræðinga um þessar mundir. „Málfræðingar eru miklir dellu- karlar og margar ráðstefnur eru haldnar um þetta efni. Einnig er mikið rætt og ritað um „V2“ (Verb second Phenomenom) sem lýtur að þeirri staðreynd að í fullyrðingum germanskra mála, utan ensku, er sögnin annað orð málsgreinar. Margir hafa orðið til að skýra þetta en menn eru ekki á eitt sáttir um ástæðurnar. Málfræðinámskeið norrænu menningarmálaskrifstofunnar eru um tuttugu ár hvert og verð- ur það næsta haldið í Svíþjóð í janúar næstkomandi. Garðabæ og aftur suður í Hafnar- fjörð að Víðistaðaskóla. Leiðsögumenn í ferðinni verða Karl Grönvold jarðfræðingur, Jó- hann Guðjónsson líffræðingur, Stefán Júlíusson rithöfundur, Magnús Jónsson safnvörður og fleiri sögu- og örnefnafróðir menn. Hafnarfjörður kemur við sögu áður en Island byggðist. Hrafna- Flóki, sem fyrstur ætlaði að nema hér land, kom í Hafnarfjörð á leið sinni til Noregs eftir misheppnaða dvöl sína hér. Mönnum var frá upphafi ljóst að fjörðurinn litli og víkin var ágæt höfn frá náttúr- unnar hendi og því var nafnið sjálfgefið. I Hafnarfirði og Krísu- vík eru miklar náttúru- og mann- vistarminjar og ótal örnefni sem ekki má spilla né láta falla í gleymsku. Friðlýst svæði í Hafn- arfirði eru Reykjanesfólkvangur, Ástjörn og Hamarinn, en friðlýs- ing hans var samþykkt á hátíðar- fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar á 75 ára afmæli kaupstaðarins 1983. Nú er verið að vinna að friðlýsingu svæðisins innst í Straumsvík og stefnt er að friðlýs- ingu Hvaleyrartjarnar. I Firðin- um eru m.a. Byggðasafn og Sjó- minjasafn íslands. EUine Delmar, breska jazzsöngkon- an sem um þeasar mundir syngur í Naustinu. O GORI 88 VIÐARVÖRN GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki nó drýpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.