Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 55 • Pétur Pétursson — Mkur að öllum líkindum á Grikklandi næsta vetur. Pétur til Grikklands PÉTUR Pétursson, landsliös- miöherji í knattspyrnu, tók í gærkvöldi tilboði Irá gríska 1. deildarfélaginu Panonioss í Aþenu. Fálagaskiptin eru háö því aö belgíska félagið Ant- werpen, sem lánaöi Pátur til Feyenoord í Hollandi síöasta keppnistímabil, samþykki þá upphæð sem gríska fálagiö vill greíöa. Panonioss varö í 7. sæti 1. deildarinnar síöastliöiö keppnis- tímabil. Félagiö réöi í sumar nýj- an þjálfari, Urban Brams. Hann er þekktur belgískur þjálfari sem þjálfaö hefur m.a. Anderlecht, Beveren og Lokeren, en þaö var hann sem keypti Arnór Guö- johnsen og Jim Bett, skoska landsliösmanninn, til Lokeren á sínum tíma, áriö 1978. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tilboði," sagöi Pétur í sam- tali viö Morgunblaöiö í gær- kvöldi. „Sérstaklega vegna þess aö ég þekki þennan þjálfara og veit aö hann hefur mikinn metn- aö. Ég var um daginn í Aþenu og skoöaöi aöstæöur hjá félaginu og leist vel á. Ef ég fer til Panon- ioss sem ég líklega til árs til aö byrja með,“ sagöi Pétur. Dómarar á Austur- landi vilja meiri laun - segjast eyöileggja bfla sína fyrir ekkert SEX knattspyrnudómarar af Austurlandi hafa sent Mótanefnd KSÍ símskeyti þess efnis aö þeir sjái sér ekki fært að halda áfram störfum sem dómarar þar eystra nema gengiö veröi aö kröfum þeirra um betri greiöslur en tíök- ast um starfsbræöur þeirra ann- ars staöar á landinu. Ástæöa þess aö þessir sex dómarar vilja hærri greiöslur eru slæmir vegir þar eystra, en dómarar eystra hafa í rúmt ár tekiö hærri greiösl- ur en tíökast í stéttínni. Málið er tekið upp núna vegna þess aö nokkur félög neita aö greiöa þær upphæöir sem dómararnir setja UPP Samkvæmt þeim heimildum sem Morgunblaöiö hefur þá notast dómarar á Austurlandi viö talsvert hærri taxta en gengur og gerist um dómara. Sem dæmi má nefna aö eystra taka þeir 17 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra en mega taka 12,10 krónur (hækkaöi í gær í 13,95). Ef dómari er frá heimili sinu í 4—6 klukkustundir þá má hann taka 265 krónur í fæöispeninga, ef hann er 6—9 tíma þá hækkar greiöslan i 465 krónur og ef dóm- ari veröur aö vera aö heiman i 9—12 klukkustundir þá skulu hon- um greiddar 860 krónur. Austfjaröataxtinn er þannig aö fyrir aö vera aö heiman í 4—9 klukkustundir taka dómarar 600 krónur og 900 krónur ef þeir eru 9—12 klukkustundir. Dómurum er einnig heimilt aö taka 120 krónur fyrir aö fara úr vinnu á virkum degi til þess að dæma leik, en á Austur- landi eru teknar 250 krónur þegar dæmt er um helgar og er ástæöan vinnutap. Aö sögn Eiriks Stefánssonar, boðunarmanns dómara á Austur- landi hefur veriö erfitt aö fá menn til aö dæma leiki undanfarin ár og fariö ómældur tími í aö reyna aö útvega dómara. Þetta hefur þó alltaf tekist og aldrei orðið aö fresta leik vegna jjess aö dómar- inn mætti ekki. Hann sagöi aö þetta væru engar stórupphæöir sem veriö væri aö ræöa um, þaö munaði til dæmis aöeins 520 krón- um á töxtum ef dómari færi frá Fáskrúösfiröi til Eskifjaröar aö dæma. „Okkur finnst taxtinn sem settur er upp of lágur og viljum breyta honum. Ef þaö fæst ekki í gegn erum viö hættir aö dæma. Viö get- um ekki staöiö í því aö tapa vinnu og skemma jafnvel bílana okkar á keyrslu hér um vegina án þess aö fá nokkuö út úr því. Annars eru þetta litlir peningar þegar viö höf- um í huga aö sum félög hér greiða leikmönnum vinnutap auk þess sem þau greiöa þjálfurum sem ekkert eru læröir um 50.000 krón- ur á mánuöi auk þess sem þeir fá frítt húsnæöi. Samanboriö viö þessar upphæöir eru þetta smá- peningar," sagöi Eiríkur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem okkur tókst aö afla í gær þá virðist vera nokkur munur á kostn- aöi félaga vegna dómara en ekki er hann þó mikill. Austri hefur til þessa greitt fjórtán þúsund, Þrótt- ur 20 þúsund og Hornfirðingar 11 þúsund, en rétt er aö taka þaö fram aö þeir hafa aöeins einu sinni þurft aö greiða fyrir dómara í sumar. Þessi eini dómari sem fariö hefur til Hafnar aö dæma tók 11.000 krónur fyrir þaö en vega- lengdin sem hann þurfti aö aka eru 582 kílómetrar. Greinilegt er aö eitthvaö ber á milli starfandi dómara á Austur- landi og þess samnings sem fariö er eftir viö verölagningu á dóm- gæslu. Seinni hluta dags í gær var ákveöiö aö greiöa þann taxta sem dómararnir setja upp núna um helgina og funda síöan á Egils- stööum á fimmtudaginn kemur og reyna þá aö komast til botns í þessu leiöindamáli sem komið er upp. Meistaramót- iö í frjálsum MEIST ARAMÓT íslands f frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Einar Vilhjálmsson er skráö- ur til keppni og veröur kominn til landsins er hún hefst — spjótkastiö hefst kl. 15.25 á morgun, og er reiknað meö aö hann taki þátt í mótinu. Tímaseöill meistaramótsins er svohljóöandi: Laugardagur 6. júlí 14.00 Mótsetnlng 14.05 400 m grindahlaup karta, stang- arstökk, spjótk. kvenna. 14.20 400 m grindahlaup kvenna. 14.30 Kúluvarp karla, hástökk kvenna. 14.45 200 m hlaup karla, langstökk karla. 15.05 200 m hlaup kvenna. 15.25 5000 m hlaup karla, spjótkast karla 15.50 Kúluvarp kvenna. 800 m hlaup karta. 16.00 800 m hlaup kvenna. 16.10 4x100 m boöhlaup karla. 16.20 4x100 m boöhlaup kvenna. Sunnudagur 7. júli 14.00 110 m grlndahl. karla, hást. karla, kringluk. karla, langst. kvenna. 14.20 100 m grlndahlaup kvenna. 14.45 100 m hlaup kvenna undanráslr. 15.00 100 m hlaup karla undanrásir. 15.15 400 m hlaup kvenna. 15.30 Kringlukast kvenna. 15.35 400 m hlaup karla undanrásir. Þrl- stökk. 15.40 1500 m hlaup kvenna. Sleggjukast karla. 15.55 100 m hlaup karla úrslit. 16.00 100 m hlaup kvenna úrslit. 16.05 1500 m hlaup karla. 16.20 400 m hlaup karla úrslit. Mánudagur 8. júlf. 19.00 Flmmtarþraut, 1. grein. 19.10 3000 m hlndrunarhlaup karla. 19.40 4x400 m boðhlaup kvenna. 19.55 4x400 m boöhlaup karla. ÍA:Fram flýtt Á MORGUN, laugardag, leika á Akranesi Skagamenn og Fram og hefst leikur liöanna kl. 14.15 en ekki kl. 14.30 eins og til stóö. Þetta er gert til þess aö hægt sé aö lýsa beint frá síöari hálfleik leiksins í þættinum viö rásmarkiö. Þaö er Samúel örn Erlingsson sem mun lýsa frá síöari hálfleiknum. Akraborgin fer frá Reykjavík kl. 13 og veröa i gangi sérstök afslátt- argjöld fyrir þá sem eru aö fara á leikinn. i FEGRH) 0G BÆTH) GARMNNMED SANDI0G GRJÓTI! Sandur Sandur er fyrst og fremst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi I beð til að kæfa illgresi og mosa i grasi (ca.3 cm.J. Jatnar hita og raka f jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulagða gangstiga. Perlumöl Perlumöl er lögð ofan ó beð, kæfir illgresi og léttir hreinsun. Perlu- mölin er góð sem þrifalag í inn- keyrslur og stiga. Stærð ca. 0,8— 3 cm. Völusteinar Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts ó skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiga erfitt uppdróttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði f beðum með stærri plöntum og trjóm. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. Hnullungar Hnullungornir eru ósvikið fslenskt grjót, sem nýtur sfn f steinahæðum, nlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN H.F. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI: 81833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugard.: 730-17.00 Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á b'íla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.