Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐID, POSTUDAGUR 5. JÚLl 1985 „ 3tórf in-t! 135 cm hdr og a&e.\ns 9o Kg-" mmmn Ast er ... ... að vinna góö- verk í sjálfboða- vinnu. TM Reo. U.S. Pat. 'Off.—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Ég veit það hljómar ótrúlega en fyrri eigandi gat búið hér þó hann vaeri láglaunamaður! Reyndu að halda honum í luefilegri fjarlægð næstu 10 loturnar! HÖGNI HREKKVlSI «»»| »«* 1 Þessir hringdu . . „í kvosinni“ góður Ein úr Austurbænum hringdi: Við vinkonurnar fórum út að borða um daginn og varð „í kvosinni" fyrir valinu. Ég vil koma ánægju minni á fram- færi með matinn, þjónustuna og yfirleitt allt. Við höfum ferðast mikið til útlanda og finnst okkur veitingastaðurinn „í kvosinni" á heimsmæli- kvarða. Harmonikku- þættir á sama tíma og fréttir Olafur Guðmundsson hringdi: Mér finnst alveg ófært að harmonikkuþættirnir í útvarp- inu skuli vera á þessum tíma, klukkan 20.00 á laugardögum, á sama tíma og fréttatímar sjónvarpsins standa yfir. Er ekki hægt að breyta þessu? Þættirnir gætu t.d. verið síð- ar á kvöldin. Ég hef virkilega gaman af harmonikkutónlist, en þetta samræmist engan veg- inn. „Ungt fólk hefur orðið“ Elín Birna hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þátttakenda umræðuþáttarins „Ungt fólk hefur orðið" sem var í sjón- varpinu 25. júní sl. Þátturinn var í beinni útsendingu og fannst mér hann reglulega skemmtilegur. Ég vona að sem flestir hafi notið þáttarins. Ég vil þakka stjórnandanum, Kristjáni Þórði Hrafnssyni, fyrir sitt framlag svo og krökk- unum Jónasi, Bjarnheiði, Hrafni og Sigríði fyrir mjög svo góða frammistöðu. Ætla tann- læknar að endurgreiða? Forvitin hringdi. í síðustu viku kom það fram í fjölmiðlum að tannlæknar hefðu haft of háan taxta síðan sl. febrúar. Ég vil því vita hvort það sé von til þess að fólk það, sem farið hefur til tannlæknis á þessum tíma, fái endurgreitt. Ég er ein af þeim, sem fór til tannlæknis á þessum tíma og hef greitt honum yfir 50.000 krónur og hef ég ekki neinar kvittanir — ég gleymdi að biðja um þær. Tannlæknarnir láta mann aldrei hafa kvittun nema maður biðji um þær og finnst mér persónulega mjög óþægi- legt að ganga á eftir svo sjálf— sögðum hlut, sérstaklega ef um er að ræða fólk sem manni er vel við og vill ekki gera því neitt til áráttu. FÍB ætlar að taka faglega á málunum að vanda S.S. hringdi: Gaman væri nú að bifreiða- eigendur fengju að sjá þessa háu herra hjá FlB sem hugsa um hag þeirra og segjast ætla að taka faglega á málunum við- víkjandi bensínhækkuninni. Ég myndi vilja bera fram þá ósk að þeir yrðu til sýnis á Lækjar- torgi og sem flestir kæmu ak- andi og lokuðu umferðinni með endurtekið í nokkra daga og jafnframt fengju allir skýrslu um hvernig gengi, því ætla má að snarlega verði brugðist við að vanda. Er verið að stuðla að meiri stéttaskiptingu í landinu með stofnun einkaskóla? Fegurðar- samkeppni fyrir krakka Jóhanna, Ásgerður og Baddi f Árbænum hringdu: Við viljum endilega að haldnar verði fegurðarsam- keppnir fyrir krakka. Orðin leið á rifrildi Dagga skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þér til að segja hvað maður er orðinn hræði- lega leiður á þessu rifrildi í áhangendum mismunandi hljómsveita. Það liggur við að á hverjum degi birtist bréf um þetta og ég er viss um að marg- ir eru orðnir leiðir. Ég held upp á Duran, U2, og Prince og það er mjög leiðinlegt að þurfa að sjá þessa aðdáendur rífast í Velvakanda. Getið þið ekki rifist um þetta annars staðar? Ég er viss um að hljómsveitirnar breytast ekki neitt með þessu eða að- dáendur þessara hljómsveita sannfærist um að þær flytji ekki annað en væmið gaul eða innihaldslausa texta. Allir hafa sinn smekk og því verður ekki breytt með því að rífast í Velvakanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.