Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1985 Hhiti þáttUkenda í riðstefnunni i Hótel Loftleiðum. Norræn ráðstefna um rann- sókn stórslysa haldin hér UM MIÐJAN síðasta mánuð var haldinn í Reykjavík fundur hinna norrænu ID-nefnda, en þnð eru samstarfsnefndir rannsóknaraðila, sem vinna að ýmsum sérverkefnum í sambandi við rannsóknir stórslysa, til að mynda flugslysa. Nefndir þessar eru skipaðar mönnum með ýmiss konar sér- þekkingu og þjálfun á sérgreind- um rannsóknarsviðum, sem við sögu koma i rannsókn stórslysa. Þar koma viö sögu rannsóknar- lögreglumenn, sérfræðingar flugslysarannsókna, réttarlækn- ar, réttartannlæknar og fleiri. Þeir inna af höndum verkefni i rannsókn stórslysa, orsakir og afleiðingar og bera kennsl á lik i slíkum slysum. „Þessar norrænu ID-nefndir, eða Identifiseringsgrupper, sem svo eru nefndar á norrænum málum, koma árlega saman til að bera saman bækur sínar. Þá eru til umræðu ýmis viðfangs- efni, sem upp hafa komið, rann- sóknaraðferðir og nýjungar. Margt athyglisvert kom fram á þessum fundi,“ sagði Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlög- reglustjóri rfkisins, I samtali við Morgunblaðið. „Rannsóknarlögregla ríkisins hefur tekið þátt í þessu sam- starfi á liðnum árum og var fundur þessi nú í fyrsta sinn haldinn á íslandi. Það féll i hlut RLR að sjá um skipulagningu. Við skýrðum frá ýmsum málum, til að mynda þyrluslysinu i Jökulfjörðum í nóvember 1983 og björgunarstarfi sem innt var af hendi. ID-fundirnir eru tföum haldn- ir i tengslum við ráðstefnur norrænna réttarlækna og var svo að þessu sinni. Margir hinir sömu sóttu báða þessa fundi og gafst okkur hjá RLR tækifæri til þess að fylgjast nokkuð með ýmsum þeim athyglisverðu mál- um, sem norrænir réttarlæknar fjalla um, og raunar vfðar að. Forseti ráðstefnu réttarlækn- anna var dr. med. ólafur Bjarnason, prófessor, og nutum við mikilsverðs framlags af hans hálfu i sambandi við þessa fundi. Rannsóknarlögregla rfkisins Itauð til þessara funda dr. Ray Williams, forstöðumanni rann- sóknarstofu New Scotland Yard. Margir minnast eflaust athyglis- verðrar fræðslumyndar, sem ís- lenzka sjónvarpið sýndi nýlega um starfsemi þessarar stofnun- ar. Dr. Williams flutti mjög fróðleg erindi um nýjar aðferðir við fingrafararannsóknir og um réttarlæknisfræðilegar rann- sóknir með sérstöku tilliti til líffræðilegra athugunarefna. Dr. J.K. Mason, prófessor i réttar- læknisfræði við háskólann i Edinborg, ræddi um slysarann- sóknir og dr. Patrick Lincoln, frá The London Hospital Medical College, fjallaði um blóðrann- sóknir og hvernig bera megi kennsl á blóðbletti. Hann gat meðal annars um blóðrannsókn, sem hann vann fyrir RLR. Fyrir milligöngu prófessors ólafs Bjarnasonar hefur dr. Lincoln innt af hendi mikilsverðar rann- sóknir á slikum efnum. Þeir Williams og Lincoln áttu viö- ræður við yfirmenn RLR og kynntu' sér starfsemi, sem þar fer fram. Þar á meðal starfsemi tæknideildar RLR. Mikill ávinningur var tví- mælalaust af heimsókn þeirra og annarra, sem fundina sóttu, og hafa þessi tengsl ómetanlega þýðingu fyrir RLR,“ sagði Hall- varður Einvarðsson. „Ég éttast að glæpum eigi eftir að fjölga hér“ — segir dr. Ray Williams, yfirmaður rannsóknarstofu New Scotland Yard RKTTARVÍSINDI eru vaxandi þáttur í rannsókn sakamála, bæði hér á landi og erlendis. Um 200 manns starfa hjá The New Scotland Yard Laboratory, hinni nýju rannsóknarstofu Scotland Yard. Þar er unnið við að upplýsa sakamál með aðferðum vísindanna — morðmál, íkveikjur, rán, innbrot og nauðganir, svo eitthvað sé nefnt. Stofnunin starfar I tengslum við Lundúnalögrcgluna og er yfirmaður rannsóknarstofunnar ábyrgur gagnvart lögreglustjóra Lúndúnalögreglunnar. Rannsóknarstof- an leikur æ stærra hlutverk I að upplýsa sakamál. Ray Williams er yHrmaður rannsóknarstofunnar frá 1968. Hann flutti fyrirlestra á ráð- stefnunni á Hótel Loftleiðum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við hann á með- an ráðstefnan stóð yfir og spurði hvernig hann teldi Rannsóknar- lögreglu ríkisins I stakk búna að fást við vandleyst sakamál. „Þið eigið hæfa menn til að fást við flókin og alvarleg sakamál. Mun- urinn á Lundúnum og Reykjavík er sá, að við erum stöðugt að fást við flókin og alvarleg sakamál, á meðan þau koma tiltölulega sjaldan upp hér á landi, sem bet- ur fer vil ég segja. Ykkar menn fá ekki sambærilega æfingu og starfslið New Scotland Yard Laboratory og auðvitað kemur það fram í starfi þeirra. Ég vil þó taka skýrt fram, að lögreglu- menn RLR eru aö mínu mati hæfir I starfi og skapa grundvöll til þess að takast á við vandleyst og alvarleg sakarefni. Ég óttast, að glæpum eigi eftir að fjölga hér á landi — tel það nánast óumflýjanlegt I tengslum við vaxandi fíkniefnaneyslu. Ekki eru mörg ár síðan Bretar töldu sig ekki eiga við ffkniefna- vanda að stríða. Fíkniefni hafa streymt inn I landið og með þeim hefur afbrotum fjölgað og of- beldi vaxið. Ég óttast að sama verði upp á tengingnum hér. Tæknilega er RLR ekki nægi- lega vel búin. Þið eigið við sama vanda að stríða og við — fjár- skort en menn verða að gera sitt besta við rikjandi aðstæður. I Ástralíu nýta háskólar, iðnaður og réttarvísindamenn sameigin- lega tæki, sem eru mjög dýr og það hefur gefið góða raun,“ sagði dr. Williams. „Rannsóknarlögregla ríkisins hefur átt góð samskipti við rannsóknarstofnanir Háskóla íslands, þar á meðal rannsókn- arstofu þá er Ólafur Bjarnason, prófessor, stýrir, rannsóknar- stofu I lyfjafræði sem Þorkell Jóhannesson, prófessor, veitir forstöðu og reyndar höfum við leitað til ýmissa annarra rann- sóknarstofnana. Mikil áherzla er lögð á gildi traustra vísindalegra rannsókna þegar efni standa til slíks í þágu rannsókna opinberra mála,“ sagði Hallvarður Ein- varðsson, rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins. „Raunar höfum við leitað til The New Scotland Yard Labora- tory. Þannig tókst fyrir skömmu að upplýsa íkveikju I Ármúla með aðstoð breskra vlsinda- manna,“ bætti Hallvarður við. — Réttarvísindi verða stöðugt j Mortfunblaöiö/JúlíuB A ráðstefnunni — dr. Ray Williams, Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn RLR og Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri. mikilvægari við rannsókn saka- mála, dr. Williams. „Já, það er rétt og á mörgum sviðum rannsókna sakamála verður ekki komist hjá aðstoð vísindamanna. Svo er oft í erfið- um morömálum, við rannsókn fikniefnamála, nauðgana, rána og innbrota. Raunar hefur lög- reglustjóri Lundúnaborgar haft vaxandi áhyggjur af þvi hve erfiðlega hefur gengið að upp- lýsa rán og þjófnaði. Hann hefur farið þess á leit að tengsl vís- indamanna og lögreglu i þessum málaflokki verið aukin.“ — Er lögreglan á Bretlandi nægilega vel búin tækjum og mönnum? „Meginatriði er góður og hæf- ur mannskapur. Við eigum á að skipa góðum mönnum á Eng- landi en eigum undir högg að sækja með tækjakost, rétt eins og íslenzk lögregla. Við verðum að gera það besta við rikjandi aðstæður, rétt eins og þið. Fjár- veitingar til hinna ýmsu þátta ríkisrekstrar eru breytilegar — á einum tima leggja menn áherzlu á að byggja upp félags- lega þætti samfélagsins, aðra stundina eru varnir landsins i brennidepli og enn aðra stund- ina löggæzla. Við verðum að leggja áherslu á að upplýsa al- menning og umfram allt verður fólk að bera traust til lögreglu. Lögregla verður að vera hafin yfir grun um misferli. Fólk verð- ur að geta treyst lögreglunni," sagði Ray Williams. Nýtt tímarit um garðyrkju NÝTT tímarit er komið á markaðinn og ber nafnið „Á grænni grein“. Útgefandi er félagið Þrfblað í Hafnarfirði og eru eigendur Steinþór Einars- son og Magnús Jónaason, skrúðgarðyrkjumeistarar, og Magnús Jónsson, landslagsark itek t. „Meginmarkmið útgáfunnar er að gefa út garðyrkjurit, sem ritað er af garðyrkjufólki. Við teljum okkur geta boðið öllu áhugafólki um garðyrkju vandað rit og er ætlunin að ritið komi út fjórum sinnum á ári,“ sagði Steinþór Ein- arsson í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta tölublaðið er 48 síður að staerð, fjölbreytt að efni. Þekkt garðyrkjufólk skrifar í blaðið; Hólmfríður Sigurðardóttir, garð- yrkjusérfræðingur á Akrueyri, Ólafur Njálsson, garðyrkjusér- fræðingur í Reykjavík og Haf- QRBN GRÆNNI GREW Jtgefendur hins nýja tímarits. Frá vinstri: Pétur Jónsson, Steinþór Einare- son og Magnús Jónasson. steinn Hafliðason, garðyrkju- grein um gerð gangstétta svo og maður í Reykjavík. f blaðinu er fjölmargar myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.