Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1986 Hundadagahátíðin á Akureyri: Útvarp Síríus sendir út tónlist UTVARP Síríus hefur útsendingar á Akureyri í dag. Útsendingar stödv- arinnar eru i tengslum vid svokallaða Hundadagahátíð verður þar í bæ frá 12. til 14-júlí. Að sögn Ólafs H.Torfasonar út- varpsstjóra Síríusar verður dagskráin fyrst og fremst með léttum blæ og í takt við hátíðina. Þar verði sambatónlistin áberandi en annars verði flutt tónlist frá öllum tímum og heimshornum. Flestir starfsmenn stöðvarinnar eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri. Sent verður út á FM, 99,4 megariðum með 100 watta sendi frá Pósti og síma. Útsendingar hefjast í dag, sem fyrr segir, kl.18.00. Dagskrá stöðvarinnar yfir helgina verður sem hér segir: sem haldin Föstudagur 5.júlí. 18.00 Fréttir og samba-ND 18.30 Smástirni nr.l: Erling Ingvason háseti er gestaplötu- snúður hjá Ólafi H. Torfasyni 19.00 Poppfréttir 19.30 Bæjarslúðrið 20.00 Útvarp Ríó - brasilísk tónlist Húsbruni í Grímsnesi HcirOMÍ. 4. júlí. UM KLUKKAN þrjú I dag kom upp eldur í fbúðarhúsinu Öndverðarnesi í Grímsnesi. Skemmdir urðu talsverðar á þvottahúsi og nokkrar vegna reyks. Eldurinn kom upp í fvottavél í þvottahúsinu. búum á staðnum tókst að halda eldinum niðri með handslökkvitækjum af staðnum, frá nærliggjandi sumarbústöðum og úr lög- reglubíl, sem kom á staðinn. Litlu munaði að eldurinn næði að magnast. Þegar slökkviliðið á Sel- fossi kom á staðinn var tals- verður reykur í íbúðarhús- inu og þvottahúsið illa brunnið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og að sögn lögreglumanna var það handslökkvitækjunum að þakka, að ekki fór verr. Sig. Jóns. 21.00 Nektarnýlendan 22.00 Mannbætandi 23.00 Mannbætandi 23.00 Á mörkunum 23.30 Smástirni nr. 2: Haraldur Ingi Haraldsson framkvæmda- stjóri Hundadagahátíðar er gesta- plötusnúður hjá Margréti Blöndal 24.00 Draugagangur 24.15 Dagskrárlok Laugardagur 6.júlí. 18.00 Fréttir og samba-ND 18.30 Smástirni nr.3: Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri er gesta- plötusnúður hjá Margréti Blöndal 19.00 Poppfréttir 19.30 Bæjarslúðrið 20.00 Útvarp Dublin - létt írsk lög 21.00 Nektarnýlendan 22.00 Mannbætandi 23.00 Á mörkunum 23.30 Smástirni nr.4: Laufey Jónsdóttir 15 ára póstburðarmað- ur er gestaplötusnúður hjá Mel- korku T. Ólafsdóttur 24.00 Draugagangur 24.15 Dagskrárlok Sunnudagur 7.júli. 18.00 Fréttir og samba-ND 18.30 Smástirni nr.5: Freygerður Magnúsdóttir búningameistari er gestaplötusnúður hjá Hermanni Sveinbjörnssyni og segir frá eynni Rhodos 19.00 Poppfréttir 19.30 Kjaftagangur 20.00 Útvarp París - létt frönsk lög 21.00 Nektarnýlendan 21.00 Smástirni nr.6: Sigríður Pét- ursdóttir fatahönnuður er gesta- plötusnúður hjá Margréti Blöndal 22.00 Mannbætandi 23.00 Á mörkunum 24.00 Draugagangur 24.15 Dagskrárlok 14.JULI 1935 9S)4 MorgunblaðiA/Bjarni Sendiherrahjón kveðja Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, og kona hans Pamela, eru nú á förum frá íslandi eftir að hafa verið hér í fjögur ár. í ger, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, var hóf í sendiherrabústaðnum við Laufásveg og var það jafnframt kveðjuhóf fyrir sendiherrahjónin. Á myndinni ræða þau við Birgi ísleif Gunnarsson alþingismann, en lengst til hægri má þekkja Sigurð G. Tómasson varaborgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. __________________________ Hækkun á kolaverði: Ákvörðun er á ábyrgð fulltrúa fískvinnslunnar - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „Ég hef bara eina skýringu ó þessu og hún er sú, að fulltrúar fiskvinnslunn- ar í verðlagsráði komu með tillögu um verð á kola, sem fulltrúar seljenda samþykktu án nokkurs ágreinings þ. 5. júní sl.,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er hann var inntur eftir ástæðu fyrir 54% hækkun á kolaverði. Um þessa verðákvörðun sagði Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtæk- isins Voga hf. í Vogum, m.a. í frétt i Morgunblaðinu 3. júlí sl. að hún myndi „kippa íslenskri framleiðslu út af bandaríska markaðnum". Fyrirtækið hafði fjárfest í tækja- kosti og ráðið skólafólk i vinnu vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á kolaflökum á Bandaríkjamarkað. Kristján Ragnarsson sagði i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að miða yrði hækkun á kolaverði við sama tímabil og gert væri við hækkanir á öðrum fiskteg- undum, en þessi verðákvörðun væri hins vegar alfarið á ábyrgð fisk- vinnslunnar og fulltrúa hennar í verðlagsráði. „Niðurstaða okkar var sú að við myndum geta borgað þetta verð, en að sjálfsögðu var þetta samkomu- lagsatriði og hinir vildu fá meira," sagði Árni Benediktsson, fulltrúi sjávarafurðadeildar SlS í verð- lagsráði, um hækkunina. „Það skal að vísu tekið fram, að fyrir tveimur árum síðan var það tekið upp að borga sérstakt verð fyrir dragnót- arkolann, mun hærra en fyrir ann- an kola. Sá koli fékk síðan sömu hækkun núna og má segja að það hafi verið óþarflega hátt miðað við getu. Að öðru leyti er kolaverðið núna ekki hærra en það, að það á að vera alveg vandræðalaust fyrir hvern sem er. Það sama má reynd- ar segja um verulegan hluta af dragnótarkolanum. Sjálfur sé ég samt ekki ástæðu til vera að gera upp á milli veiðarfæra og hafa hærra verð á honum en öðrum kola,“ sagði Árni Benediktsson. Bensínverðið: Borgum 30 % meira en Norðmenn og Danir BIFREIÐAEIGANDI á íslandi greiðir 30% hærra verð fyrir bensín- lítrann, en bifreiðaeigendur á hinum Norðurlöndunum og munurinn er ennþá meiri ef tekin eru sum önnur lönd í Evrópu, að undanskilinni ítal- íu, þar sem bensínlítrinn er ekki nema hálfri þriðju krónu ódýrari en hér á landi. Þessar tölur eru fengnar sam- kvæmt útreikningum FÍB, sem gerðir voru samkvæmt gengis- Forsendur Hæstaréttardómsins í Skaftamálinu: Skafti hlaut meiðslin meðan hann var í vörslu hins dæmda - en átti sjálfur nokkurn þátt í hyernig fór HÆSTIRÉTTUR telur sannað, að Skafti Jónsson blaðamaður hafi hlotið meiðsli sín eftir að hann var færður inn í lögreglubifreiðina við Þjóðleik- húsið 27. nóvember 1983 og áður en hann var færður úr henni við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Meiðslin hlaut Skafti á meðan hans var gætt af einum lögreglumanni, hinum sama og Hæstiréttur sakfelldi í fyrradag þegar kveðinn var upp dómur í svokölluðu Skaftamáli. Segir í forsendum dómsins, sem birtar voru í gær, að áverkar Skafta verði raktir til gáleysis lögreglumannsins við flutninginn á lögreglustöðina við Hverf- isgötu en vafasamt að telja sannað að lögreglumaðurinn hafi valdið áverkum Skafta á þann hátt, sem Skafti heldur fram. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær voru tveir lög- reglumannanna þriggja, sem handtóku Skafta Jónsson þetta kvöld, sýknaðir af öllum ákæru- liðum ríkissaksóknara en sá þriðji var dæmdur fyrir lík- amsmeiðingar af gáleysi og dæmdur til að borga m.a. 15 þús- und króna sekt í ríkissjóð og 25 þúsund króna skaðabætur til Skafta. Skaðabótakrafa hans var upphaflega 48.850 krónur en Hæstiréttur lækkaði þær bætur 125 þúsund krónur „með hliðsjón af því, að Skafti átti sjálfur nokkra sök á átðkunum og því tjóni, er af þeim leiddi", eins og segií í forsendunum. Lögreglumennirnir voru allir sýknaðir af ákæru fyrir ólöglega handtöku enda þótti ekki sannað að þeir hafi beitt hann „harð- ræði umfram það, sem nauðsyn- legt var er hann var færður út úr húsinu, en Skafti sýndi þá mót- spyrnu", segir í forsendum Hæstaréttar. í forsendum dómsins segir: „Á það er sérstaklega að lita, að Skafti var handjárnaður fyrir aftan bak og þvi alfarið á valdi ákærðu, sem auk þess höfðu hendur á honum, fyrst báðir, en síðan annar alla leiðina frá Þjóð- leikhúskjallara að lögreglustöð. Þrátt fyrir þetta hafa þeir engar viðhlítandi skýringar gefið á því hvenær eða með hvaða hætti Skafti hlaut áverkana. Verður ekki á það fallist, að það hafi getað farið fram hjá þeim báð- um. Hvorugur ákærða getur bor- ið um það af eigin reynd, að Skafti hafi rekið andlitið í við að detta inn á gólf bifreiðarinnar við upphaf fararinnar. Sjálfur kveðst Skafti hafa lent á bring- unni „en hlíft andlitinu með því að sveigja höfuðið aftur". Telja verður frásögn Skafta um þetta atriði trúverðuga. Þykir því eiga að leggja hana til grundvallar." í sératkvæði hæstaréttardóm- aranna Björns Sveinbjörnssonar og Halldórs Þorbjörnssonar í málinu segir að varhugavert sé að telja sannað, að lögreglumað- urinn, sem dæmdur var, „hafi valdið áverkum Skafta i lög- reglubílnum á þann hátt, sem Skafti heldur fram“. Segir að hugsanlegt sé að Skafti hafi hlotiö áverkana í þeim svipting- um, sem urðu milli hans og tveggja lögregluþjónanna er þeir færðu hann inn i lögreglubilinn, en þá hafi Skafti veitt mikla mótspyrnu. skráningu 2. júlí. Miðað er við 93 oktan bifreiðabensin með blýinni- haldi og verðið miðast við verð frá dælu. Fram kemur að mestur verð- munurinn í þeim löndum sem tek- in eru, er á milli Vestur-Þýskal- ands og íslands, en bensínlítrinn er 68% dýrari hér á landi en þar, kostar 31.40 kr. á móti 18.70. Minnstur er munurinn á íslandi og Ítalíu, eins og fyrr sagði, en bensínverðið er hér 9% hærra. Ef tekið er mið af Norðurlöndunum einungis, er munurinn mestur á Svíþjóð og Islandi eða 43%. Verð á lítra í þessum löndum er eftirfarandi: ísland, 31.40 kr., Danmörk, 24.14 kr. (meðalverð), Noregur, 24.18 kr. (meðalverð), Svíþjóð 21.92 kr., Belgía, 23.15 kr„ Vestur-Þýskaland 18.70 kr. (með- alverð), Italía 28.81 kr„ Holland, 22.68 kr. (meðalverð), Sviss 20.48 kr. (meðalverð), Stóra-Bretland, 23.98 kr. I löndum þar sem meðalverð eru gefin, er mismunandi verð á út- sölustöðum. Munar þar allt frá rúmum 50 aurum uppí næstum eina kronu á hvern lítra. Vinsældalisti hlustenda rásar 2 VINSÆLDALISTI Rásar 2 var val- inn í gær, fimmtudag, eins og sið- venjur bjóða. Leit hann þannig út: 1. (1) Icing on the cake 2. (2) A View to a Kill 3. (5) Get It On 4. (6) Celebrate Youth 5. (3) Rasberry Beret 6. (22) Frankie 7. (4) Axel F 8. (8) Left Right 9. (10) Kittí 10. (7) Móðurást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.