Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 29 við hefðum hug á að selja þeim umframorkuna. Enn eru viðræð- urnar þó mjög óformlegar og óljóst hvort áhugi er fyrir hendi af þeirra hálfu,“ sagði Þorvaldur. Kvaðst hann halda að raforkustöð þeirra yrði sú afkastamesta, sem einstaklingar hefðu reist til þessa. „Dreifingarmáti orkunnar verð- ur mjög nýstárlegur," sagði Þor- valdur. “Er vélin búin sérstakri álagsstýringu, sem færir álagið milli húsa eftir orkuneyslunni á hverjum tíma. Umframorkan fer svo í svokallaðan orkueyði, sem leysir hana út í heitu vatni. Til að nýta það höfum við látið okkur detta í hug að byggja sundlaug hérna á staðnum — en, enn sem komið er, er það nú bara draum- ur,“ bætti hann við. „Þar sem orkusjóður lánar að- eins fjármagn til þeirra, sem ekki hafa aðgang að orku rafmagns- veitanna höfum við hingað til ein- göngu lagt í þetta eigið fé og lánsfé," upplýsti Þorvaldur er blaðamaður innti hann eftir því hvernig þau hyggðust fjármagna framkvæmdina. Reiknaði hann með að heildarkostnaður við virkj- unina yrði á bilinu 5—6 milljónir króna. Það sem kostnaðarsamast reyndist, var jarðvegsvinnan, en til að ná dýptinni á skurðinum þurfti mikið að sprengja. “Það var Bragi Þ. Sigurðsson, vélsmiður á Sauðárkróki, sem smíðaði aflvél- ina, sem að mati sérfróðra er afar vönduð smíði. Hann fengum við á afar hagstæðu verði. Við sjáum samt ekki alveg fyrir endann á því hvernig við munum fjármagna framtakið, en höfum þó ekki gefið upp alla von um einhvern fjar- stuðning — að enn séu til menn, sem skilji þetta og finnist meira vit í að lána okkur peninga í stað þess að loka þá inni í bönkunum," sagði Þorvaldur. „Ég er þess full- viss að innan 5 ára verður virkjun- in búin að borga sig,“ bætti hann við. „Yfirvöld eru á góðri leið með að drepa alla sjálfsbjargarviðleitni landsmanna með því að neita að hlaupa undir bagga með þeim, sem reyna að hjálpa sér sjálfir," sagði Þorvaldur Óskarsson. „Þetta er ógnvænleg þróun, sem verður að snúa við“. Þeir, sem að byggingu rafstöðv- arinnar standa, eru, auk Þorvalds, þeir Ólafur Jónsson, Sigurður Sig- urðsson, Jón Sigurðsson, Gerður Sigurðardóttir og Hilmar Sigur- steinsson. Smiðirnir eru Finnur Nikulásson, Svavar Jónsson og Oddur Georgsson. Var það Guð- mundur Björnsson, verkfræðing- ur, sem gerði drög að mannvirkj- unum meðan Bragi Þór Haralds- son, tæknifræðingur á Sauðár- króki, sá um tæknilegar hliðar mannvirkjanna. Heiðurinn af afl- vélinni á, eins og áður sagði, Bragi Þór Sigurðsson, vélsmiður. IAA selja rkuna Framkvsmdir í fullum gangi. Inni í þessu húsi er aflvélin staðsett Skálholtskirkja. AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR FRANSCISCO CONDO Spánn: Eiturlyfjaneyzla er orðið alvarlegt þjóðfélagsmein ALVARLEGASTA þjóðfélagsvandamál sem Spánverjar eiga við að glíma nú um stundir er eiturlyfjaneyzla, sem varla þekktist þar í landi fyrir tíu árum. Alténd ekki í neinum verulegum mæli. Samkvæmt tölulegum upplýsingum er ofnotkun eiturlyfja á Spáni meiri en í nokkru öðru landi í Vestur-Evrópu. Octavio Granado, öldunga- deildarþingmaður Sosíalistaflokksins, er formaður sérstakrar þingnefndar sem stjórnin skipaði fyrir nokkru til að fara i saumana á málinu. Hann segir að auk þess að Spánverjar ánetjist eitur- lyfjum hundruðum og þúsundum saman dag hvern, þá sé Spánn að verða helzti dreifingarstaður eiturlyfja til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Sú vika líður varla, að dagblöð í Madrid, Barcelona og Bilbao birti ekki ömurlegar frásagnir af ungmennum, sem hafa fundizt látin á salernum öldurhúsa eða jafnvel úti á víðavangi eftir að hafa tekið of stóra skammta af heróíni. Granado segir að heró- ínið og neyzla þess og sala sé alvarlegasta hlið þessa máls, en stórlega mikil kókanínneyzla hafi orðið á mjög stuttum tíma, sem sé einnig mikið áhyggjuefni. Talsmaður tolleftirlitsins hef- ur sagt nýlega að Barajas-flug- völlurinn við Madrid sé staður- inn með stórum staf. Um völlinn fari ótrúlegt magn af eiturlyfj- um, kókaíni frá Suður-Ameríku, sem á að selja í Evrópu, og heró- ín frá Miöausturlöndum og Asíu, sem á að flytja til Bandaríkj- anna og Vestur-Evrópu. Flugvellirnir við Barcelona og Malaga eru einnig mikið notaðir til að smygla hassi frá Marokkó til Vestur-Evrópu. Sumir rekja þessa kúvendingu á Spáni til þess, að 1975 þegar Franco lézt hafi Spánn rofið ára- tuga einangrun sína. Menn hafi ekki kunnað sér hóf. Varla er þetta þó einhlit skýring og hún er ekki heldur mjög djúp. Hins vegar verður það varla vefengt, að notkun eiturlyfja á Spáni á árunum 1936—1975 var nánast óþekkt fyrirbrigði. Árið 1%9 gerði spánska lög- reglan upptæk tvö grömm af heróini. Árið 1983 lagði hún hald á hvorki meira né minna en 109 kíló af efninu. Dr. Enrique Mun- oz, yfirmaður eiturlyfjadeildar Madrid-lögreglunnar, segir, að í augum ungs fólks hafi notkun vímuefna hafi orðið eins konar staðfesting á því að frelsið og lýðræðið væri við lýði, eftir að einræðisstjórn hafði verið í ára- tugi. Sumir eru vitanlega sammála Munoz, en auðvitað liggur í aug- um uppi, að það eru ekki félitlir unglingar sem fjármagna heró- ín- eða kókaínkaup. Þar eru á ferðinni fjársterkir aðilar, oftast virðulegir kaupsýslumenn sem reka virt og traust fyrirtæki að því er virðist. Margir þeirra neyta sjálfir kókaíns og kóka- ínneyzla meðal fólks á aldrinum 25—45 ára, í góðri atvinnu og með starfsmenntun, hefur aukizt svo gríðarlega að það er að verða jafn mikið áhyggjuefni og heró- ínneyzla unga fólksins að sögn Munoz. Margir hafa < orðið til þess að gagnrýna vinnubrögð spönsku lögreglunnar og segja að hún eyði tíma sínum í að hafa upp á smáglæpamönnum sem verzli með hass og maríhuana í stað þess að einbeita sér að stór- fiskunum. Lögreglan ber hönd fyrir höfuð sér, talar um mann- fæð og fjársvelti og bendir á réttilega að flestir byrji eiturlyfjaneyzlu sína með því að reykja hass og það leiði síðan flesta smátt og smátt út í sterkari efni. Því skyldi ekki gert lítið úr viðleitni lögregluyf- irvalda gagnvart hass- og marí- huananeytendum. Eiturlyfjavandamálið er lang mest í Madrid. Þar búa um 4,7 milljónir manna og þar eru 10—12 þúsund herónínsjúkl- ingar. Einnig er mikil neyzla í Baskalandi og i fátækari héruð- um í landinu, svo sem Galisea og Andalúsíu. Þar er atvinnuleysi 22 prósent, það mesta í allri Evr- ópu, og bitnar langharðast á unga fólkinu. I tveimur stórborgum Vestur- Evrópu er nú strítt við jafn al- varlegt eiturlyfjavandamál og í Madrid. Það er í Amsterdam og Vestur-Berlín. Samkvæmt heim- ildum hollenzku lögreglunnar munu um átta þúsund herónín- sjúklingar búa í Amsterdam. íbúar eru alls 700 þúsund. í Vestur-Berlín eru 8.500 herón- ínsjúklingar. íbúar eru 1,85 milljónir. í Barcelona er álitið að heró- ínneytendur séu um fimm þús- und og eru þeir því fleiri en allir skráðir herónínsjúklingar í Bretlandi, en þeir eru um 3.600 og í Sviss um 2.600. Séu Spánverjar sjálfir inntir eftir ástandi í þessum efnum, munu fáir neita því að eitur- lyfjaneyzlan hefur vaxið hrika- lega á síðustu tíu árum. Stjórnmálamennirnir, lögreglu- yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld hyllast til að segja að þessar töl- ur, sem eru nefndar að framar, séu ekki áreiðanlegar. Talsmað- ur stjórnar Gonzalez segir að fréttir séu magnaðar upp úr öllu valdi. Auðvitað hvarfli ekki að neinum að láta vandamál á borð við þetta eins og vind um eyru þjóta, en hins vegar verði að vinna vísindalega að því að gera könnun á umfangi neyzlunnar, aðferðum við að koma efnunum inn í landið og út úr því, sem til sölu erlendis er ætlað. Það eru ekki allir sammála þessari stefnu. Margir hvetja til róttækra aðgerða, meðan stjórn- in boðar aukna fræðslu um mál- ið. Menn krefjast þess að stór- lega verði hert eftirlit á flugvöll- um og víðar þar sem sölumenn eru á kreiki. Allt slíkt kostar mikið fé. En þeim fer fjölgandi sem telja að það verði Spánverj- um dýrkeyptara að hafast ekki að. (Snúið JK) Franacisco ( 'onder er írétUritari AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.