Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1985 ar. Kvöldið eftir tók sveitin þátt í útihljómleikum ásamt þremur spænskum hljómsveit- um. Um 100 þúsund gestir voru viðstaddir hljómleikana og klöppuðu þeir hljómsveitina upp í tvígang að loknum eins og hálfs tíma leik. Var hljóm- leikum þessum sjónvarpað beint í katalónska sjónvarp- inu. Mezzoforte tók þátt í tónlist- arhátíð í St. Gallen í Sviss sið- asta dag júnímánaðar og lá leiðin þvínæst til Þýskalands. Fyrirhugað er að halda eina ferna tónleika í Finnlandi í júlí en einnig verða haldnir tónleikar í Danmörku og Þýskalandi, segir í fréttatil- kynningu frá Steinum. 314 kandídatar brautskráðír frá HÍ: — sagði Guðmundur Magnússon rektor HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Háskólabíói laugardaginn 29. júní kl. 2 síódegis, og fór þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hófst með því að Sólrún Bragadóttir sópran og Bergþór Pálsson sungu dúett úr óperunni La Traviata eftir Giuseppe Verdi við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Há- skólarektor, dr. Guðmundur Magnússon prófessor, fluttu reðu. Dr. Sig- mundur Guðbjarnason mun taka við embætti rektors í haust Að þessu sii brautskráðust 314 kandídatar. Guðmuhdur sagði i ræðu sinni m.a.: „í Háskóla tslands voru á þessu misseri 4.394 nemendur á skrá, þar af voru 1.838 nýjar inn- ritanir. Nemendum hefur fjölgað um 50% á € árum. Þessi mikla aukning, sem er u.þ.b. helmingi meiri en raunveruleg aukning fjárveitinga, hefur krafist ýmissa bráðabirgðaaðgerða. Öllum er ljóst aö þær fá ekki staðist til lengdar, enda má búast við að fjöl- ga muni enn i Háskólanum um l. 000 manns á næstu árum. Til að undirbúa stefnumótun f málefnum Háskólans næstu 4—5 árin fól háskólaráð svonefndri Þróunarnefnd að samræma áætl- anir deilda og námsbrauta um kennslu og rannsóknir i hefð- bundnum og nýjum greinum með hliðsjón af aukinni aðsókn að há- skólanámi og þörf þjóðarinnar fyrir háskólamenntað fólk.“ Hann sagði ennfremur: „Á fundi háskólaráðs var samþykkt að leggja áherslu á eftirtalin megin- atriði: 1. Fjárveitingum til Há- skólans verði skipt i þrennt: a) Fjárveitingar til kennslu og sam- eiginlegra þarfa er fara eftir nem- endafjölda. b) Rannsóknarfé er m. a. fari eftir stöðufjölda. c) Framkvæmdafé til iafns við fram- lag Happdrættis HI. 2. Nýjar stöð- ur a) Hlutur stundakennslu minnki á tímabilinu 1986—1989 úr rösklega helmingi i um þriðjung af heildarkennslu. b) Hinar nýju stöður verði að einhverju leyti skammtímastöður og hlutastöður og færanlegar milli greina. c) Nýj- ar stöður þarf einnig í stjórnsýslu, til aðstoðar í deildum og náms- brautum svo og til rannsóknar- starfa. 3. Ákvarðanir um nýjar námsleiðir og framhaldsnám verði samningsatriði við ráðuneyti hverju sinni og háðar viðbótar- fjárveitingu. 4. Háskólinn sinni endurmenntun og honum verði gert fjárhagslega kleift að veita fræðslu utan. sinna vébanda. 5. Sérstök áhersla verði lögð á aukið bókakaupafé. í því skyni verði m.a. stuðlað að því að Happdrætti Háskóla íslands fái lagaheimild fyrir nýrri tegund happdrættis. 6. Ráðgjöf við nemendur um náms- val o.fl. verði efld til að draga úr fráhvarfi frá námi.“ Guðmundur sagði síðar í ræðu sinni: „Grunnrannsóknir og þjón- usturannsóknir fara vaxandi og Háskólinn fékk með lögum nr. 8/1985 heimild til að reka þjónustumiðstöð fyrir rannsóknir og heimild til að eiga aðild að rannsóknar- og þjónustufyrir- tækjum er séu hlutafélög með takmarkaða ábyrgð og stundi framleiðslu og sölu, sem lýtur að slíkri starfsemi, f þvf skyni að þróa hugmyndir og hagnýta niður- stöður rannsókna og þjónustu- verkefni sem Háskólinn vinnur að hverju sinni. Fyrsta fyrirtækinu verður brátt hleypt af stokkunum og verður á sviði tölvutækni." Síðar gerði Guðmundur kjara- mál að umræðuefni. Hann kvað stöðu kjaramála vera óvenjuerfiða um þessar mundir. Hæfustu um- sækjendur um stöður treystu sér ekki til að taka við þeim og sumar stöður þýddi ekki að auglýsa. Hann sagði þessa þróun ekki geta staðist til langframa án þess að bitna á kennslu og rannsóknum og hefta þar með framfarir f landinu. Að síöustu sagðí Guðmundur Magnússon: „Rektorskjör fór fram f apríl. Ég hef brátt gegnt rekt- orsstörfum tvö tímabil og f sam- ræmi við fyrri yfirlýsingar gaf ég ekki kost á mér til endurkjörs. Nýr rektor var kjörinn, dr. Sig- mundur Guðbjarnason, prófessor. Fyrir hönd allra starfsmanna skólans óska ég honum og fjöl- skyldu hans velfarnaðar í starfi og mun staðfesta þessar óskir með formlegri hætti er hann tekur við 15. september nk. Á ykkar kandídötum hvílir mik- il ábyrgð. Ykkar er að miðla fróð- leik, leita nýrrar þekkingar og hrinda hugmyndum ykkar í fram- kvæmd öðrum til ávinnings og heilla. Við getum verið þakklát fyrir það að því ræður ekki lengur til- viljun eða efnahagur hvort maður kemst til þess náms er hugur hans girnist og hæfileikar hans standa til. Aöstaða til náms hefur jafnast um landið og milli kynja. I fyrsta hópnum sem innritaðist f Háskóla íslands 1911 var ein kona af 45 stúdentum eða 2%. Nú eru konur 2.134 af 4.394 eða 48,6%. í fyrsta sinn í sögu skólans eru konur fleiri Háskólabíó var þéttskipað. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon Anna Geirsdóttir, læknisfræði, tekur við prófskírteini sínu úr hendi Guð- mundar Magnússonar rektors Háskólans. en karlar i hópi nýskráðra eða 50,1%. Skiptingin er að vísu mis- jöfn eftir greinum. Það segir okkur hins vegar að þjóðin á mik- inn varasjóð f heilabúi kvenna. Ég vona umfram allt að þið haf- ið haft bæði gagn og gaman af náminu og að þið hafið valið námsgrein við ykkar hæfi og fáið starf á þvf sviði. Ég leyfi mér að setja fram þá tilgátu að þeir lifi betur og lengur að jáfnaði sem hafa ánægju af þvf sem þeir eru að gera. Mezzoforte á tónleikaferðalagi: Herlof Pedersen, framleiðandi tölvuhandfæravindanna, sem verið er að kynna Patreksfirðingum. Leif sagði m.a.: „Sfðan ég fékk þessar vindur hefur fiskurinn allt- af verið upp á það besta sem gerist i mati. Enda gefum við okkur tfma til að kútta í sjó og alltaf er hægt að isa fiskinn niður án þess að það bitni á veiðunum. Við erum nokkrir hér sem höfum keypt slfkar vindur og erum allir afar ánægðir með þessa þjónustu. 100 þúsund manns á úti- hljómleikunum í Barcelona HLÍÓMSVEITIN Mezzoforte er nú á tónleikaferð um Evrópu. Hélt hljómsveitin af landi brott 18. júní síðastliðinn og er ætlað að ferðalagið standi næstu tvo mánuðina. Menntun auðveldar aðlögun að nýjum störfum og þekkingin ryður braut til sköpunar nýrra atvinnu- tækifæra og breyttra starfshátta. Auknar tómstundir verða eftirsótt gæði sem nýtast til lestrar og þekkingarleitar en valda ekki hug- arangri og sjálfseyðingu. Námið hefur kostað ykkur og fjölskyldur ykkar vinnu og fórnir. Eg óska ykkur öllum til hamingju og bið ykkur guðs blessunar í líf- Patreksfjöröur: Vinduframleið- andi heimsækir kaupendur Patrekafiröi, 20. júní. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem það gerist að framleiðandi og seljandi vöru vitji kaupenda sinna til þess að fullvissa sig um að þeir séu ánægðir og að varan hafi reynst vel. Þetta gerðist nú þegar norskur maður, Herlof Pedersen að nafni, framleiðandi og eigandi á „Atl- ander“-tölvuhandfæravindum, kom hingað til Patreksfjarðar. Vildi hann fullvissa sig um að varan væri góð og jafnframt kenna mönnum betur á vindurnar, enda bjóði þær upp á ýmsa möguleika. Aðspurður kvaðst Leif Halldórs- son, útgerðarmaður og eigandi Bensa BA 46, slíkt ekki hafa gerst fyrr. - * Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru haldnir á næturklúbbi í grennd við Barcelona þann 22. júní og hlýddu þar 2.500 manns á leik hljómsveitarinn- Hljómsveitin Mezzoforte „Þjóðin á mik- inn varasjóð í heilabúi kvenna“ S.Ö.L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.