Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 24
 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 rr-r* Að loknum sviptingum í Kreml: Hverjir eiga sæti í stjórnmálaráðinu? TALSVERÐAR breytingar hafa ver- ið gerðar á forystusveit sovéskra kommúnista að undanfornu. Ber þar hæst valdataka Mikhaii S. Gorbach- ev, brottvikning Grigors Romanov úr stjórnmálaráðinu, kjör Andreis Gromyko í forsetaembætti og kjör Veður víða um heim Lœgst Hssst Akureyri 14 Mtlskýjaö Amtterdam 18 30 h«iö«kírt Aþena 21 30 .kýfaö Barcelona 25 Mtt«kýjað Berlín 12 25 tMiðskirt Brúsael 11 28 Iwitekfrt Chtcago 12 28 »kýi«* Dubiin 15 20 haiöskirt Feneyjar 24 þokumööa Frankfurt 12 25 haiöakirt Genf 17 27 akýjað Helsinki 12 19 haiöakfrt Hong Kong 27 30 akýjaö Jerúsalem 16 27 haiöakfrt Kaupmannah. 13 21 akýjaö Laa Palmas 26 léttakýjað Lissabon 17 24 hsiðakírt London 14 25 haiöakirt Loa Angeles 24 38 haiöskfrt Luxemborg 25 léttskýjaö Malaga 28 haiðakirt Malforca 26 Mttakýjaö Miami 23 28 tkýjað Montreal vantar Moskva vantar New York 18 27 akýjað Ostó 14 21 »kýi»ð París 1« 28 »kýjaö w-L: psimg 20 32 rigning Reykjavik 12 ský)aó Ríó de Janeiro 16 33 akýjað Rómaborg 17 34 haiöakírt Stokkhólmur 10 21 haiöskirt Sydney 9 21 akýjað Tókýó 22 26 rigning Vínarborg 12 19 heióskírt ttórshöfn 11 þoka Eduard Shevardnadze í embætti utanríkisráðherra. Stjórnmálaráð (Politburo) sovéska kommúnista- flokksins er æðsta valdastofnun Sovétríkjanna. í því sitja 13 fullgild- ir félagar og 5 varamenn. Hér er listi yfir skipun ráðsins eftir síðustu sviptingar í Kreml: Mikhail S. Gorbachev, 54 ára, tók sæti í ráðinu 1980. Sem aðal- ritari kommúnistaflokksins er hann valdamesti leiðtogi Sovét- ríkjanna. Varð leiðtogi 11. mars 1985. Nikolai A. Tikhonov, 80 ára, tók sæti í nóvember 1979. Sem for- maður ráðherraráðsins er hann forsætisráðherra Sovétríkjanna. Andrei A. Gromyko, 75 ára, tók sæti i apríl 1973. Sem formaður forsætisnefndar Æðsta ráðsins er hann forseti Sovétríkjanna. Geidar A. Aliev, 62 ára, tók sæti í nóvember 1982. Aðstoðarforsæt- isráðherra og hershöfðingi að tign. Vitaly I. Vorotnikov, 59 ára, tók sæti í desember 1983. Forsætis- ráðherra Sovétlýðveldisins Rúss- lands. Viktor M. Chebrikov, 62 ára, tók sæti í apríl 1985. Yfirmaður sov- ésku leyniþjónustunnar KGB. Hershöfðingi að tign. Viktor V. Grishin, 70 ára, tók sæti f apríl 1971. Leiðtogi komm- únistaflokksins í Moskvu. Dinmukhamed A. Kunaev, 73 ára, tók sæti í apríl 1971. Leiðtogi kommúnistaflokksins í Sovétlýð- veldinu Kazakhstan. Yegor K. Ligachev, 64 ára, tók sæti í apríl 1985. Einn af riturum miðstjórnar kommúnistaflokksins og hefur skipulagsmál á sinni könnu. Formaður utanríkismála- nefndar annarrar málstofu sov- éska þingsins. Nikolai I. Ryzhkov, 55 ára, tók sæti í apríl 1985. Einn af riturum miðstjórnar flokksins og hefur efnahagsmál í sínum verkahring. Mikhail S. Solomentsev, 71 árs, tók sæti í desember 1983. Fer með innanflokksmál í miðstjórninni. Eduard A. Shevardnadze, 67 ára, tók sæti í júlí 1975. Utanrík- isráðherra. Vladimir V. Shcerbitsky, 67 ára, tók sæti í nóvember 1979. Leiðtogi kommúnistaflokksins í Sovétlýð- veldinu Úkraínu. Varamennirnir fimm í stjórn- málaráðinu, sem ekki hafa at- kvæðisrétt þar, eru: Pyotr I. Dem- ichev, 67 ára, menningarmála- ráðherra; Vladimir I. Dolgikh, 60 ára, fer með málefni þungaiðnað- ar í miðstjórn; Vasily V. Kuznet- sov, 84 ára, varaforseti Sovétrfkj- anna; Boris N. Ponomarov, 80 ára, yfirmaður alþjóðadeildar komm- únistaflokksins; Sergei L. Sokolov, 73 ára, varnarmálaráðherra. Moon er laus úr fangelsi Danbury, Connecticut, 4. júlf. AP. SUN MYUNG MOON, leið- togi sértrúarsöfnuðs Moon- ista, sem dæmdur var í fang- elsi í fyrra fyrir skattsvik, var leystur úr haldi sl. laugardag. Moon mun búa á sérstakri Skýrsla Alþjóðabankans: Hæstar þjóðartekj- ur eru í Samein- uðu furstadæmunum WiLshington, 3. júlí. AP. PJÓÐARTEKJUR á mann voru á árinu 1983 hæstar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Kuwait og Sviss. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Al- þjóóabankinn sendi frá sér í gær. var Noregur með 14.020 dollara í þjóðartekjur á mann. önnur ríki þar sem þjóðartekj- ur á mann á árinu 1983 voru hærri en 10.000 dollarar voru þessi: Sví- þjóð 12.470 dollarar, Kanada 12.310, Danmörk 11.570, Ástralía 11.490, Vestur-Þýskaland 11.430, Finnland 10.740, Frakkland 10.500 og Japan 10.120. Allt eru þetta „iðnvædd ríki, sem búa við mark- aðsskipulag", eins og það er orðað í skýrslunni. Saudi-Arabía er ekki flokkað í þann ríkjahóp, en þar voru þjóðartekjur á mann á árinu 1983 12.230 dollarar. Lægstar þjóðartekjur í þeim ríkjum, sem skýrslan tekur til, reyndust vera í Eþíóníu. Þar voru þær 120 dollarar. I Bangladesh voru þjóðartekjur á mann 130 dollarar. Engar tölur eru gefnar upp fyrir 21 ríki, þ. á m. Sovétrík- in og flest önnur ríki sem búa við kommúnisma. eftirlitsstofnun í New York, þar sem hann má fara frjáls ferða sinna á daginn, en verður að dvelja á stofnuninni að nóttu til. Mun Moon dvelja þar í 45 daga, eða þar til hann verður að fullu leystur úr haldi í ágúst nk. Moon var tekinn fastur í júlí á síðasta ári og dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Þegar hann verður leystur úr haldi í ágúst mun hann hafa af- plánað 13 mánuði af dóminum. Moon var ákærður um að hafa ekki gefið um 162.000 dali upp til skatts og áfrýjaði hann dóminum mörgum sinnum, en hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að hlýða á mál hans í maí í fyrra og var hann því fangelsaður. AP/Sím»mj»d Vopnaðir shítar taka hér fagnandi á móti þeim 300 Líbönum. sem ísraelar létu lausa á miðvikudag. Enn eru 435 Líbanir í fangelsi í Israel, og hafa shítar krafist þess að þeir verði látnir lausir án tafar. Shítar hafa enn í hótunum Beirút, 4. júlí. AP. EINN leiðtogi shíta sagði í dag að gripið yrði til frekari hermdarverka gegn Bandaríkjamönnum ef ísraclar iétu ekki þá 435 Líbani, sem enn eru í fangelsi í ísrael, úr haldi. Hinum þrjú hundruð Líbönum, sem ísraelar létu lausa í gær, var fagnað sem hetjum þegar þeir komu til Líbanons. Forseti Líbanons, Amin Gema- yel, hélt í dag skyndifund með helstu ráðgjöfum sínum í hernað- ar- og efnahagsmálum til að ræða tillögu Bandaríkjastjórnar um að koma á alþjóðlegu banni við flugi til og frá flugvelllinum í Beirút. Sendiherra Líbanons í Wash- ington bar í dag fram mótmæli Líbanonstjórnar vegna tillögu Bandaríkjamanna. Kvað Gema- yel tillöguna bera „óréttanlegri fjandsemi" vitni. Hefur libanska sendiherranum verið gert að dreifa eintaki af mótmælaorð- sendingu Líbansstjórnar meðal fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Bandaríkjastjórn hefur ekkert iátið eftir sér hafa um mótmæla- orðsendinguna. George Scultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði i dag að stjórnin hefði nöfn flugræn- ingja TWA-þotunnar, og hefði verið farið á leit við Líbanon- stjórn að þeir yrðu dregnir fyrir rétt þar, eða framseldir til Bandaríkjanna, þar sem dæmt yrði í máli þeirra. Schultz kvaðst aftur á móti ekkert vilja segja um hugsanleg- ar hefndaraðgerðir Bandaríkja- manna vegna gíslamálsins. Ljóst væri að varlega yrði að fara í sak- irnar þar sem sjö Bandaríkja- menn væru enn í haldi mannræn- ingja í Líbanon. AP/Slmamjod Hér sjást tveir af flugræningjum TWA-þotunnar á frétamannafundi í Reirút á sunnudag, þar sem þeir tilkynntu að ákveðið hefði verið að láta handarísku gíslana lausa. Bandaríkjamenn hafa undir höndum nöfn flugræningjanna. Samkvæmt skýrslunni voru þjóðartekjur á mann í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 22.870 dollarar, sem er jafnvirði tæprar einnar milljónar íslenskra króna á núverandi gengi. Furstadæmin eru sjö sjálfstæð ríki við Persaflóa og íbúarnir, sem eru 1.175.000, hafa tekjur sínar af olíusölu. í Kuwait, sem einnig er olíuríki við Persaflóa, voru þjóðartekjur á mann á árinu 1983 17.880 dollarar, jafnvirði rúmlega 747 þúsund ís- lenskra króna. í skýrslunni segir, að stór hluti tekna manna í furstadæmunum og Kuwait sé í formi ókeypis húsnæð- is, menntunar og heilsuverndar. Þjóðartekjur í Sviss 1983 voru 16.290 dollarar, sem er jafnvirði rúmlega 680 þúsund íslenskra króna. í fjórða sæti voru Banda- ríkin þar sem þjóðartekjur voru 14.110 dollarar og í fímmta sæti Verkfall hjá opinberum starfsmönnum í Perú IJma, Perú, 4. júlí. AP. RÚMLEGA 400.000 opinberir starfsmenn í Perú hlýddu ekki kalli Fernandos Belaunde forseta um að taka upp vinnu á ný eftir tveggja vikna verkfall og tóku 60 opinberir starfsmenn rómversk-kaþólska kirkju á sitt vald til að mótmæla tilmælum Belaundes. Ný stjórn tekur við í Perú 28. júlí nk. og vildi Belaunde að nýja stjórnin þyrfti ekki að hefja stjórnferil sinn á því að eiga í úti- stöðum við opinbera starfsmenn. Verkfallið hófst 18. júní sl. þeg- ar starfsmenn nokkurra ráðu- neyta lögðu niður vinnu, en nú nær verkfallið til flestra opin- berra starfsmanna. Þeir fara fram á að stjórnin efni loforð um hækkun launa auk ann- arra fríðinda sem stjórnin lofaði í samkomulagi sem gert var til að binda enda á annað verkfall opin- berra starfsmanna í mars sl. Stjórn Belaundes heldur því fram að hún hafi efnt öll gefin loforð og benti á að væri gengið að hinum nýju kröfum starfsmann- anna myndi það spilla möguleik- um nýju stjórnarinnar til að leysa úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Erlendar skuldir Perú nema nú um 13,6 milljörðum Bandaríkja- dala og er verðbólga þar komin i 170 prósent. Um 60 prósent perskneskra verkamanna eru at- vinnulaus eða hafa litla sem enga atvinnu. Verkfallsmennirnir 60 sem réð- ust inn í rómversk-kaþólsku kirkj- una varna nú öllum inngöngu og hafa sett upp skilti þar sem á stendur að stjómin sé hraðlygin og henni beri að standa við orð sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.