Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐID, POSTUDAGUR 5. JÚLl 1985 „ 3tórf in-t! 135 cm hdr og a&e.\ns 9o Kg-" mmmn Ast er ... ... að vinna góö- verk í sjálfboða- vinnu. TM Reo. U.S. Pat. 'Off.—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Ég veit það hljómar ótrúlega en fyrri eigandi gat búið hér þó hann vaeri láglaunamaður! Reyndu að halda honum í luefilegri fjarlægð næstu 10 loturnar! HÖGNI HREKKVlSI «»»| »«* 1 Þessir hringdu . . „í kvosinni“ góður Ein úr Austurbænum hringdi: Við vinkonurnar fórum út að borða um daginn og varð „í kvosinni" fyrir valinu. Ég vil koma ánægju minni á fram- færi með matinn, þjónustuna og yfirleitt allt. Við höfum ferðast mikið til útlanda og finnst okkur veitingastaðurinn „í kvosinni" á heimsmæli- kvarða. Harmonikku- þættir á sama tíma og fréttir Olafur Guðmundsson hringdi: Mér finnst alveg ófært að harmonikkuþættirnir í útvarp- inu skuli vera á þessum tíma, klukkan 20.00 á laugardögum, á sama tíma og fréttatímar sjónvarpsins standa yfir. Er ekki hægt að breyta þessu? Þættirnir gætu t.d. verið síð- ar á kvöldin. Ég hef virkilega gaman af harmonikkutónlist, en þetta samræmist engan veg- inn. „Ungt fólk hefur orðið“ Elín Birna hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þátttakenda umræðuþáttarins „Ungt fólk hefur orðið" sem var í sjón- varpinu 25. júní sl. Þátturinn var í beinni útsendingu og fannst mér hann reglulega skemmtilegur. Ég vona að sem flestir hafi notið þáttarins. Ég vil þakka stjórnandanum, Kristjáni Þórði Hrafnssyni, fyrir sitt framlag svo og krökk- unum Jónasi, Bjarnheiði, Hrafni og Sigríði fyrir mjög svo góða frammistöðu. Ætla tann- læknar að endurgreiða? Forvitin hringdi. í síðustu viku kom það fram í fjölmiðlum að tannlæknar hefðu haft of háan taxta síðan sl. febrúar. Ég vil því vita hvort það sé von til þess að fólk það, sem farið hefur til tannlæknis á þessum tíma, fái endurgreitt. Ég er ein af þeim, sem fór til tannlæknis á þessum tíma og hef greitt honum yfir 50.000 krónur og hef ég ekki neinar kvittanir — ég gleymdi að biðja um þær. Tannlæknarnir láta mann aldrei hafa kvittun nema maður biðji um þær og finnst mér persónulega mjög óþægi- legt að ganga á eftir svo sjálf— sögðum hlut, sérstaklega ef um er að ræða fólk sem manni er vel við og vill ekki gera því neitt til áráttu. FÍB ætlar að taka faglega á málunum að vanda S.S. hringdi: Gaman væri nú að bifreiða- eigendur fengju að sjá þessa háu herra hjá FlB sem hugsa um hag þeirra og segjast ætla að taka faglega á málunum við- víkjandi bensínhækkuninni. Ég myndi vilja bera fram þá ósk að þeir yrðu til sýnis á Lækjar- torgi og sem flestir kæmu ak- andi og lokuðu umferðinni með endurtekið í nokkra daga og jafnframt fengju allir skýrslu um hvernig gengi, því ætla má að snarlega verði brugðist við að vanda. Er verið að stuðla að meiri stéttaskiptingu í landinu með stofnun einkaskóla? Fegurðar- samkeppni fyrir krakka Jóhanna, Ásgerður og Baddi f Árbænum hringdu: Við viljum endilega að haldnar verði fegurðarsam- keppnir fyrir krakka. Orðin leið á rifrildi Dagga skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þér til að segja hvað maður er orðinn hræði- lega leiður á þessu rifrildi í áhangendum mismunandi hljómsveita. Það liggur við að á hverjum degi birtist bréf um þetta og ég er viss um að marg- ir eru orðnir leiðir. Ég held upp á Duran, U2, og Prince og það er mjög leiðinlegt að þurfa að sjá þessa aðdáendur rífast í Velvakanda. Getið þið ekki rifist um þetta annars staðar? Ég er viss um að hljómsveitirnar breytast ekki neitt með þessu eða að- dáendur þessara hljómsveita sannfærist um að þær flytji ekki annað en væmið gaul eða innihaldslausa texta. Allir hafa sinn smekk og því verður ekki breytt með því að rífast í Velvakanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.