Morgunblaðið - 05.07.1985, Side 18

Morgunblaðið - 05.07.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Ráðstefna um germanska setningafræði: V2 hugðarefni málfræð- inga um þessar mundir Nýlega var haldin rádstefna um germanska setningafræði á vegum málvísindastofnunar Há- skóla íslands. Ráðstefnuna sóttu 42 gestir víðs vegar aó úr heiminum. Að sögn Höskuldar Þráinsson- ar íslenskuprófessors voru fluttir 15 fyrirlestrar um setningafræði germanskra nútímamala og tvö söguleg erindi um sama efni. Fyrirlesarar voru frá Norður- löndunum, Hollandi, Júgóslavíu, Bandaríkjunum og Kanada. í tengslum við ráðstefnuna var haldið hálfsmánaðarnámskeið í germanskri setningarfræði á Flúðum og var það kostað af norrænu menningarmálaskrif- stofunni. „Aðalkennarar námskeiðsins voru þrír, Svíi og tveir Banda- ríkjamenn, og fjölluðu þeir um setningafræði Norðurlandamál- anna, sérstaklega íslenskunnar." „Meginverkefni námskeiðsins voru þrjú: í fyrsta lagi var gerð grein fyrir fallkerfi sagna, þ.e.a.s. hvernig sagnir taka með sér mismunandi föll og hvernig hægt er að gera skipulega grein fyrir því. í annan stað var tekin fyrir orðaröð og íslenskan borin Höskuldur Þráinsson prófessor. Naustið: Bresk jazzsöngkona BREZKA jazzsöngkonan Elaine Delmar syngur nú í Naustinu. Hún er vel þekkt í Bretlandi fyrir söng sinn og kom hingað til lands í byrjun vikunnar og syngur í Naustinu í um hálfan mánuð. „Elaine Delmar er ein bezta og skemmtilegasta söng- konan í brezku jazzlífi," skrifaði gagnrýnandinn Mike Hennessy í jazztímaritið „Jazz Times“ í febrúar síðastliðnum. Elaine Delmar hefur sungið víða um heim, komið fram í söng- leikjum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún fór með aðal- hlutverkið í söngleiknum „Bubblin Brown Sugar" i Lundúnum fyrir tveimur árum og hlaut lof gagn- rýnenda. Hún hefur komið fram i þekkt- ustu hljómleikahöllum Breta með kunnum listamönnum. Sungið i Festival Hall í Lundúnum með Stehpane Grapelli. í Manchester með Andy Williams og Royal Al- bert Hall með Michel Legrand og Symphóníuhljómsveit Lundúna, svo eitthvað sé nefnt. Hún lék í „Finian’s Rainbow" í Royal Shake- speare Theatre. Þá má nefna að Elaine Delmar lék lék bóhemísku prinsessuna í kvikmynd Ken Russ- els, „Mahler". Hún hefur komið fram í Las Vegas, Tokýó, Ástralíu og sungið víða í Evrópu. Þá má nefna að Elaine Delmar hefur oft komið fram á þeim kunna stað Ronnie Scott’s í Lundúnum. LEGUKOPAR Af ráðstefnu um germanska setningafræði sem haldin var í Árnagarði. Morgunblaðið/ Árni Sœberg Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Hafnarfjörður og Krýsuvík Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer náttúruskoðunar- og söguferð um Hafnarfjörð og Krísuvík laugardaginn 6. júlí. Far- ið verður frá Norræna húsinu I Reykjavík kl. 13.30 frá Náttúru- gripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglustöðinni) kl. 13.45, frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 14.00 og Víði- staðaskóla í Hafnarfirði kl. 14.15. Ferðinni lýkur svo við Víðistaða- skóla um kl. 18.30. Fargjald verður kr. 300 úr Reykjavík og kr. 200 úr Hafnarfirði. Fritt fyrir börn í Frá Hafnarfírði fyrir rúmri ök). Hús Knudtzonsverslunar. fylgd fullorðinna. Allir eru vel- komnir. Frá Víðistaðaskóla verður farið um Garðahverfi. Þaðan í Hell- isgerði og minjasafnið, síðan um miðbæinn að Hamrinum og Hval- eyrartjörn, í Sædýrasafnið og að fuglaparadísinni Ástjörn. Þaðan verður ekið um Vatnsskarð með Kleifarvatni að gömlu Krísuvík, og kirkjan skoðuð og nestið tekið uðð. Á heimleiðinni verður stans- að við Kaldárselsveg þar sem jarð- sögu svæðisins verður lýst og farið að Setbergi. Að lokum verður ekið um nýju Reykjanesbrautina í Gabriel HÖGGDEYFAR Amerísk úrvalsvara Þú velur þó gerö sem hentar Við eigum allar geröir ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum VISA HÁBERG HF. SkciCunni Sa — Sími 8*47*88 Legukopar og fóðringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Borgartúni 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík. saman við nágrannamálin. Loks var rætt um afturbeygð fornöfn og býsna sérsakar reglur sem gilda um þau.“ Höskuldur sagði íslenskuna mjög vinsæla til rannsókna með- al fræðimanna um þessar mund- ir. „Því veldur varðveisla tung- unnar og beygingakerfið sem ekki finnst í öðrum norrænum tungum. Námskeið líkt og það sem haldið var á Flúðum eru sérstak- lega ætluð fræðimönnum og þeim sem eru lengra komnir í námi. Rædd eru ýmis hagnýt at- riði við fræðistörf og kynntar nýjar rannsóknaraðferðir. Nám- skeiðið heppnaðist mjög vel í alla staði og margar nýstárlegar hugmyndir litu dagsins ljos." Höskuldur sagði að setninga- fræði væri aðalviðfangsefni mál- fræðinga um þessar mundir. „Málfræðingar eru miklir dellu- karlar og margar ráðstefnur eru haldnar um þetta efni. Einnig er mikið rætt og ritað um „V2“ (Verb second Phenomenom) sem lýtur að þeirri staðreynd að í fullyrðingum germanskra mála, utan ensku, er sögnin annað orð málsgreinar. Margir hafa orðið til að skýra þetta en menn eru ekki á eitt sáttir um ástæðurnar. Málfræðinámskeið norrænu menningarmálaskrifstofunnar eru um tuttugu ár hvert og verð- ur það næsta haldið í Svíþjóð í janúar næstkomandi. Garðabæ og aftur suður í Hafnar- fjörð að Víðistaðaskóla. Leiðsögumenn í ferðinni verða Karl Grönvold jarðfræðingur, Jó- hann Guðjónsson líffræðingur, Stefán Júlíusson rithöfundur, Magnús Jónsson safnvörður og fleiri sögu- og örnefnafróðir menn. Hafnarfjörður kemur við sögu áður en Island byggðist. Hrafna- Flóki, sem fyrstur ætlaði að nema hér land, kom í Hafnarfjörð á leið sinni til Noregs eftir misheppnaða dvöl sína hér. Mönnum var frá upphafi ljóst að fjörðurinn litli og víkin var ágæt höfn frá náttúr- unnar hendi og því var nafnið sjálfgefið. I Hafnarfirði og Krísu- vík eru miklar náttúru- og mann- vistarminjar og ótal örnefni sem ekki má spilla né láta falla í gleymsku. Friðlýst svæði í Hafn- arfirði eru Reykjanesfólkvangur, Ástjörn og Hamarinn, en friðlýs- ing hans var samþykkt á hátíðar- fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar á 75 ára afmæli kaupstaðarins 1983. Nú er verið að vinna að friðlýsingu svæðisins innst í Straumsvík og stefnt er að friðlýs- ingu Hvaleyrartjarnar. I Firðin- um eru m.a. Byggðasafn og Sjó- minjasafn íslands. EUine Delmar, breska jazzsöngkon- an sem um þeasar mundir syngur í Naustinu. O GORI 88 VIÐARVÖRN GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki nó drýpur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.