Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 149. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Tapar flokkur Thatchers í aukakosningu? Thatcber Undúnum. 4. Mli. AP. FYLGI breska fhaldsflokksins hefur nú ekki verið minna í þrjú ir. Þ?í er talið að auka- kosning sem fér fram í kjör- dteminu Brec- on og Radnor í Wales í dag hafí verið prófsteinn á styrk stjórn- arinnar, en nú er kjörtímabilið hilfnað. Úrslit kosninganna í Brecon og Radnor verða tilkynnt á morgun, föstudag, en kjörsókn í dag var mjög góð. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarna daga nýtur íhalds- flokkurinn, sem vann stórsigur í þessu kjördæmi 1983, nú stuðn- ings aðeins 24% kjósenda, en Verkamannaflokkurinn 46%. Fylgi Bandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna, SDP, er nú 28% í kjödæminu. Síðasta skoðanakönnunin, sem náði til alls Bretlands, bendir til þess að Verkamannaflokkurinn njóti nú fylgis um 40% kjósenda, íhaldsflokkurinn 32% og Banda- lag frjálsyndra og jafnaðarmanna 26%. Orsakir fylgistaps íhaldsflokks- ins má einkum rekja til slæms at- vinnuástands, en nú er 13,1% at- vinnuleysi á Bretlandi. Hér kemur einnig til að Verkamannaflokkur- inn er nú í sókn, enda virðast hóf- samari öfl undir forystu flokks- leiðtogans, Neils Kinnock, hafa náð undirtökum í flokknum. Þó má vera að fylgi íhalds- flokksins eigi eftir að aukast aft- ur, því að samkvæmt tölum sem birtar voru í dag minnkaði at- vinnuleysi lítillega í júní, í fyrsta sinn síðan í apríl í fyrra. Þó er enn 13,1% vinnufærra manna án at- vinnu, eins og áður sagði. Spánn: Breytingar á stjórninni Madrid. Spáni. 4. iúli. AP. Gonzales Madrid, Spáni, 4. júli. AP. FELIPE Gonz- ales forsætis- ráðherra Spán- ar endurskipu- lagði stjórn ’Sr 1 sósíalista í dag. f ' íit Á frétta- mannafundi kvað forsæt- isráðherrann mannaskiptin vissulega mikilvæg, en hann sagði að samt væri hér ekki um stefnu- breytingu stjórnarinnar að ræða: „Ég skal fúslega viðurkenna að þessar breytingar eiga rætur að rekja til samstarfserfiðleika í stjórninni, en þær fela ekki i sér breytta stefnu." Stjórnmálaskýrendur telja að breytingamar hafi verið gerðar vegna vaxandi ágreinings sósíal- ista um stefnu stjórnarinnar í efnahags- og varnarmálum, en Gonzales er fylgjandi áframhald- andi aðild Spánar að Atlantshafs- bandalaginu. Mest kom þó á óvart að atvinnu- og fjármálaráðherra landsins, Miguel Boyer, segði af sér, en staða hans innan stjórnarinnar hefur verið talin mjög trygg. Er ástæða afsagnarinnar talin al- mennt ósamkomulag hans og sam- ráðherra hans, en hann er ekki fé- lagi í sósialistaflokki Gonzales. Auk þess hafa verkalýðsfélögin gagnrýnt hann undanfarið vegna mikils atvinnuleysis, sem nú er 22%. Meðal þeirra sem viku úr stjórninni var utanríkisráðherr- ann, Fernando Moran, en við stöðu hans tók Francisco Fernandez Ordonez. Af öðrum breytingum má nefna að Carlos Solchaga iðn- aðarráðherra, sem talinn er stuön- ingsmaður Boyers, tekur við emb- ætti atvinnu- og fjármála- ráðherra. Joan Majo verður iðnað- arráðherra og Javier Saenz Cosc- ulluela samgönguráðherra. AP/Símamynd Mikil öryggisgæsla hefur verið £ ftugvellinum í Vín vegna komu olíumálaráðherra OPEC, samtaka helstu olíusöhi- ríkja heims. Sumarfundur OPEC hefst í Vín í dag, en þar verður rætt um leiðir til að koma í veg fyrir lækkun olíuverðs. OPEC vill afstýra lækkun á olíuverði N ínarborg, 4. júlí. AP. ÞRÁTT fyrir mikinn ágreining eru olíumálaráðherrar aðildarríkja OPEC, samtaka belstu olíusöluríkja heims, að leita „nýrra leiða“ til að koma á jafnvægi í sölu á olíu og hindra lækkun olíuverðs. Þetta er haft eftir oliuráðherra Arabíska furstasambandsins, Mana Saeed Oteiba. Bætti hann því við að tillaga ráðgjafamefndar sex olíumálaráðherra OPEC-ríkja yrði lögð fram á sumarfundi sam- takanna. Samkvæmt tillögunni á ekki að lækka olíuverð, en það er nú 28 dollarar tunnan. Hann sagði að aðildarríki OPEC yrðu að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu á oliu til að koma í veg fyrir verðfall á mark- aðnum. Olíumálaráðherra Nígeríu sagði á fréttamannafundi í dag að allir aðiljar að OPEC seldu olíu sína undir því verði sem samtökin hefðu ákveðið. Ráðherrann, Tam David-West, sagði við komu sina til Vinar, en þar hefst sumarfundur samtak- anna á morgun, föstudag, að aðild- arríki OPEC ættu hvorki að lækka verð á oliu né draga úr framleiðslu á henni. „Það vandamál sem við eigum við að striða er fyrst og fremst skortur á festu. Svo er kominn tími til að segja sannleikann í þessu máli,“ sagði Tam David- West. Ljóst væri að hvert einstakt OPEC-ríki hefði boðið olíu til kaups á lægra verði en samtökin hefðu ákveðið. Búast má við að tillaga ráðgjaf- arnefndarinnar verði eitt helsta mál fundarins. Einnig er gert ráð fyrir að miklum tíma verði varið til að ræða hvernig samtökin skuli bregðast við þeirri hótun Saudi- Araba að auka olíuframleiðslu sína, en hún er minni nú en und- anfarin 20 ár. Saudi-Arabar hafa dregið úr olíuframleiðslu sinni að undanförnu til að koma í veg fyrir lækkun olíuverðs. Að sögn austurrísku lögregl- unnar hefur öryggisgæsla vegna OPEC-fundarins aldrei verið eins mikil nú. Sprenging í gámi talin líkleg skýring Delhí. London. 4. júli. AP. INDVERSKIR embættismenn telja að sprenging í vörugámi hafí valdið því að indversk júmbóþota fórst undan strönd írlands á dögunum með 329 manns innanborðs. Fjarstýrður kafbátur fann í dag fíak þotunnar. Tvær indverskar fréttastofur segja að menn, sem unnið hafa að rannsókn flugslyssins, telji sprengingu í gámi í fremstu lest þotunnar líklegustu skýringuna. Rafkerfi þotunnar hafi eyðilagst og hún því hrapað stjórnlaus í hafið. Sprengingin hafi orðið f fremsta hluta vélarinnar, undir fyrsta farrými og stjórnklefan- um. Gámurinn, sem sprengjan hafi verið í, átti að fara frá borði er þotan millilenti f London á leið sinni til Bombay. Sprenging- in varð skömmu fyrir lendingu í London. Kafbátur fjarstýrður af frönsku simaskipi, Leon Theven- in, fann flak indversku þotunnar á 1.800 metra dýpi í dag. Veik hljóðmerki, sem talin eru frá flugrita þotunnar, heyrast frá stað sem er 3 kílómetra frá flak- inu og er báturinn á leið þangað. Reynist stél þotunnar vera þar getur kafbáturinn slegið vírum um það og hægt verður að hífa það upp. Kohl fagnar fundi Bonn. Kóm, 4-júlí. AP. HELMUT KOHL, kanslari Vestur- Þýskalands, lýsti yfir ánægju sinni í dag með þá ákvörðun Ronaids Reag- an Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, aðaleiðtoga sovéska kommúnistafíokksins, að hittast í Genf í haust. Kohl sagði að hann teldi leið- togafundinn forsendu þess að góð- ur árangur næðist í viðræðum stór- veldanna um takmörkun vigbúnað- ar. ítalski utanríkisráðherrann, Gi- ulio Andreotti, tók f sama streng, en bætti því þó við að enn væri mikið starf fyrir höndum, ef takast ætti að koma á friði i heiminum. Ritstjóri Prövdu, málgagns sov- éska kommúnistaflokksins, sagði f dag að búast mætti við þvf að leið- togafundurinn bæri árangur. Hann sagði ennfremur að vilji nokkurra ráðamanna í Vestur-Evrópu, þar á meðal Margrétar Thatcher, hefði ráðið miklu um að tekist hefði sam- komulag um leiðtogafundinn. Sjá: „EUefti fundur leiðtoga stór- veldanna frá styrjaldarlokum", bls. 26, og forystugrein á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.