Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1985
31
Ásbjörn Sigur-
jónsson - Kveðja
Ásbjörn Sigurjónsson, fyrsti
formaður Handknattleikssam-
bands íslands er látinn.
Undir forystu Ásbjarnar efldist
handknattleiksíþróttin á íslandi
og samskipti landsliða okkar við
útlönd. Undir hans forystu var
mörkuð sú stefna stjórnar Hand-
knattleikssambandsins að stefna
ávallt að því að eiga landslið á
heimsmælikvarða, þó svo að við
séum fámenn þjóð. Hefur frammi-
staða landsliðs okkar ávallt verið
landi og þjóð til sóma og getum
við verið Ásbirni þakklát fyrir
þann stórhug og framsýni, sem
hann og samstarfsmenn hans í
handknattleikshreyfingunni
höfðu. Hefur hin frábæra frammi-
staða landsliðs okkar hvatt marga
unglinga til íþróttaiðkana með
það markmið að stefna ávallt að
því að gera sitt besta.
Núna þegar landslið okkar í
handknattleik undirbýr sig í
sjöunda sinn undir þátttöku í
Á-heimsmeistarakeppni, þar sem
landsliðið mætir liðum frá fimmt-
án öðrum þjóðum í þessari
íþróttagrein, sem iðkuð er af mikl-
um áhuga i 130 löndum, þá megum
við vera þakklát fyrir þann mikla
tíma sem Ásbjörn varði til að
byggja upp handknattleikshreyf-
inguna á Islandi.
Stjórn Handknattleikssam-
bands íslands, fyrir hönd allra
handknattleiksiðkenda á íslandi
fyrr og síðar, sendir Ingunni,
ekkju Ásbjarnar, fjölskyldu hans
og vinum sínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður Handknattleiks-
sambands íslands.
Þórhildur S. Friðfinns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 5. október 1945
Dáin 26. júní 1985
Þegar ungir eiga í hlut ber
dauðinn ótimabært að dyrum.
Löng og erfið barátta við banvæn-
an sjúkdóm gat aðeins endað á
einn veg. Þó er kveðjustundin allt-
af tregabundin og þó vitað sé að
hverju dregur virðist kallið
óviðbúið og erfitt að sætta sig við
orðinn hlut.
Kynni okkar Þórhildar hófust
þegar bróðir minn, Kolbeinn, og
Þórhildur kynntust fyrir nokkrum
árum. Kolbeinn kynnti hana sem
góða og duglega. Hún sannaði það
rækilega ásamt ómælanlegri
þrautseigju í erfiðum veikindum.
Fagurt heimili bar vott um mikla
smekkvísi. Þau Kolbeinn og Þór-
hildur voru samhent í að byggja
upp. Fyrir fjórum árum fæddist
sonurinn Bjarni, en Þórhildur átti
fyrir Sigríði Völu frá fyrra hjóna-
bandi.
Sár söknuður sækir að og það er
fátt um svör þegar litli Bjarni
spyr: „Hvernig komst mamma
svona langt og hvenær kemst hún
aftur til min?“
Á kveðjustund sækja minn-
ingarnar að og góðar stundir rifj-
Leiðrétting
í minningargrein um Sigurð
Bjarnason smið hér í blaðinu í
gær féll niður þessi setning:
Hversu mikið sem Siggi hafði að
gera voru vandvirknin og smekk-
vísin alltaf í fyrsta sæti. Hann
varð því mjög eftirsóttur smiður
og eftir að hann fluttist til Kópa-
vogs varð hann eftirsóttur til lag-
færingar á gömlum húsgögnum.
ast upp, heimsóknir á Tómasar-
haga 57, góði maturinn hennar
Þórhildar, skemmtilegar
samverustundir. Dugnaður og
þrautseigja Þórhildar vöktu að-
dáun okkar. Hún vann fram að því
að hún fór á spítala í hinsta sinn
og á meðan hægt var.
Við kveðjum með aðdáun og
þakklæti og vottum þeim sem eftir
standa samúð okkar. Ég vildi að
ég hefði fengið að þekkja Þórhildi
lengur og betur.
Guð blessi minningu þessarar
góðu konu. R.jj.
Borin er til grafar Þórhildur
Sigrún Friðfinnsdóttir hár-
greiðslumeistari, sem um árabil
starfrækti Hárgreiðslustofu
Kristínar Ingimundardóttur hér í
borg.
Þórhildur fæddist á Sauðár-
króki en ólst upp á Sleitustöðum í
Skagafirði. Þórhildur lauk námi
frá húsmæðraskólanum að Laug-
um og starfaði m.a. um tíma sem
matráðskona að Hólum í Hjalta-
dal. Að því loknu fluttist hún suð-
ur til Reykjavíkur og hóf nám og
störf við hárgreiðslu, sem hún síð-
ar starfaði við uns yfir lauk.
Þórhildur eignaðist strax stóran
hóp fastra viðskiptavina sem
kunnu vel að meta þessa atorku-
sömu ungu konu, sem mat starf
sitt og viðskiptavini svo mikils.
Stærstan hluta af sér gaf hún þó
fjölskyldu sinni og heimili sínu
sem var einstaklega myndarlegt
og vinalegt. Það var ætíð tilhlökk-
unarefni að heimsækja Þórhildi
og Kolbein sambýlismann hennar
á heimili þeirra á Tómasarhagan-
um, ekki sízt ef í vændum var
eitthvað úr „tilraunaeldhúsinu",
en þar var hún snillingur á sínu
sviði, ætíð tilbúin að reyna eitt-
hvað nýtt og óvenjulegt.
Fyrir þremur árum þegar fjöl-
skyldan var stödd erlendis í
sumarleyfi kenndi Þórhildur sér
fyrst meins og eftir rannsókn kom
í ljós að um alvarlegan sjúkdóm
var að ræða. Þegar mikil aðgerð
var yfirstaðin fór hún fljótlega til
starfa að nýju og þrátt fyrir
skerta starfsorku gekk starfið
fyrir öllu og ráðleggingar um að
vinna minna og taka sér hvíld lét
hún eins og vind um eyru þjóta og
aldrei heyrðist kvörtunarorð frá
þessari sterku konu.
En í byrjun þessa árs dró ský
fyrir sólu er í ljós kom að sjúk-
dómurinn hafði tekið sig upp að
nýju. Þrátt fyrir það brást aldrei
trú hennar á lífið og framtíðina og
allt fram á síðasta dag var hún að
skipuleggja nýjar framkvæmdir
og hluti sem betur máttu fara á
heimili hennar.
Að leiðarlokum þökkum við
Þórhildi margar ánægjustundir og
vottum aðstandendum hennar,
Guðrúnu móður hennar og Kol-
beini, samúð okkar jafnframt því
sem við biðjum Guð að styrkja og
blessa börn hennar í sorginni, þau
Sigríði Völu sem studdi móður
sína ómetanlega í lokin og Bjarna
litla. Vinir
Stjórn leigjendasamtakanna lýsir
fullum stuðningi við íbúa Hjónagarða
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
leigjendasamtakanna.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum, er komin upp deila milli
leigjenda á Hjónagörðum Háskóla
íslands og stjórnar Félagsstofn-
unai stúdenta. Hefur hagsmuna-
félag íbúa Hjónagarðanna leitað
til Leigjendasamtakanna eftir
upplýsingum og aðstoð og hafa
Leigjendasamtökin kynnt sér
deiluefnið með aðstoð lögmanns.
Vegna hlutdrægs fréttaflutn-
ings, a.m.k. sumra áhrifamestu
fjölmiðlanna, vilja Leigjenda-
samtökin taka eftirfarandi fram:
1. Uppsagnir og meðfylgjandi
hótanir um útburð koma ekki
til vegna vanskilaskulda leigj-
endanna. Deiluefnið er sá
kostnaður sem leigan skal
reiknuð eftir. Deilt er um hvað
sé rétt upphæð og neita leigj-
endur að greiða þá hækkun sem
stjórn Félagsstofnunar fer
fram á vegna skorts á sönnun-
um fyrir nauðsyn hennar.
2 Leiga á Hjónagörðum lýtur lög-
um um húsaleigusamninga nr.
44 frá 1. júní 1979 sbr. lög nr. 70
frá 30. maí 1984. Ber því að gera
leigusamninga í samræmi við
þau, sem ekki hefur verið gert.
Einnig skal meta réttindi og
skyldur aðila leigumála í sam-
ræmi við lögin.
3. Það er álit stjórnar Leigjenda-
samtakanna að í þessu máli
gildi ákvæði 8. gr. fyrrgreindra
laga. í 1. málsgrein segir m.a.:
„Skilmálar framlengds leigu-
mála skulu vera hinir sömu og í
upphaflegum leigumála að öðru
leyti, m.a. um fjárhæð húsa-
leigu.“ Einnig álítur stjórnin að
eðlilegt sé að ákvæði 8. gr. og
16. gr. fyrrnefndra laga um for-
gangsrétt eigi við og rökstyður
þá skoðun með tilvísun í 11. gr.
sömu laga, þar sem segir:
„Ákvæði í leigumála má meta
ógild ef þau munu leiða til
niðurstöðu sem væri bersýni-
lega ósanngjörn. Sama gildir ef
ákvæði í leigumála brýtur í
bága við góðar venjur I húsa-
leigumálum.“
Telur stjórn Leigjendasamtak-
anna að samningar um leigu á
íbúðum Hjónagarða og þar með
ákvörðun um hækkun leigu, sé
þannig háttað að hún brjóti í bága
við góðar venjur og reynt sé að
skerða réttarstöðu leigjendanna.
Lýsir stjórnin því yfir fullum
stuðningi við málflutningi leigj-
enda í þessari deilu.
t
Maöurinn minn,
STEFÁN SIGURÐSSON,
Akurgeröi 32,
lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 10. júlí.
Jaröaförin auglýst síöar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Ása ingólfsdóttir.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
SIGRÍOUR GUÐMUNOSDÓTTIR,
Þórsgötu 10,
Reykjavík,
andaöist í Borgarspítalanum 6. júlí.
Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Valdimar Kristjánsson,
Erla K. Valdimarsdóttir, Guömundur Stefénsson,
Sigurþór G. Valdimarsson, Sigrún Guöjónsdóttir,
Bjarney G. Valdimarsdóttir, Lárus Ægir Guömundsson,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur
okkar,
GUÐRÚNAR ÓLAFfU ÁSBJÖRNSDÓTTUR
frá Hvammi í Dýrafiröi.
Fyrir hönd aöstandenda.
Börnin.
t
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur minnar, fósturmóöur, tengdamóöur, systur, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR,
Esjugrund 51, Kjalarnesi,
áöur Hrísateig 21.
Hulda Þorgrímsdóttir,
Jóhanna Þorgrímsdóttir,
Ólafur Halldórsson,
Sigrún Lára Shánko,
Guörún S. Gunnarsdóttir,
Sigríður B. Gunnarsdóttir,
og barnabarnabörn.
Gunnar Hermannsson,
Ólafur Garöarsson,
Sigurbjörg Albertsdóttir,
Ólafur Ólafsson,
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur okkar og tengdafööur
HALLGRÍMS BOGASONAR,
Dalbraut 25.
Kristrún Jónasdóttir,
Guóný Hallgrímsdóttir, Bjarni Pétursson,
Bogi G. Hallgrímsson, Helga Helgadóttir,
Dagbjört Hallgrímsdóttir, Garöar Arnkelsson,
Jóna Hallgrímsson, Hulda Erlingsdóttir,
Sigurjón Hallgrímsson, Þórkatla Albertsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Legsteinar
granít — - marmari
Opéö tUi digit ^^UmÁÍ x(.
einnig kvökf Unnarbraut 19, S«ttjamarnMi,
og helgsr.. símar 620609 og 72818.
<r
€