Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1985 tmlAfin 5> • 2 8 C 1985 Universal Pres» Syndicate_____________ „Éq aci aldrei klárab ab borba. peita. Vilh þCr kirsuberiS ?" » Ast er... ... að kunna að eyða tímanum þegar rignir. TM Rag. U.S. Pat. Otf —aN rtghtt rmarvad • 1978 Loa Angatta Tknaa Syndlcate l»ú verður að afsaka, ég bara komst ekki, 'ann barði mig í rot? Úr því þú þarft að borða matinn minn um miðja nótt, gjörðu svo vel að hafa hægara um þig! HÖGISTI HREKKVÍSI „HBZ ER krOMl€>A£> lCATTADýRJíUNINMl..". Hreinskilni Askhenazys og friðarávarp kvenna Vestri skrifar: Það er fróðlegt að lesa úrdrátt úr viðtati við píanóleikarann fræga, Vladimir Ashkenazy í DV hinn 6. þ.m. Þetta viðtal hafði birst i franska tímaritinu L’Ex- press fyrir nokkru. Ashkenazy er ómyrkur í máli um andvaraleysi Vesturlanda gagnvart Sovétmönnum og komm- únismanum. Hann segir Vestur- lönd hafa aðeins eina leið til að bjarga sér; að hervæðast af kappi, þvi Rússar heyja ekki atómstríð, ef sigur er ekki vís, segir hann. Ashkenazy segist harma að- gerðir friðarhreyfingarinnar, sem eigi æ meiri hljómgrunn i Evrópu. Hann segist hafa áhyggjur, því þetta (þ.e. friðarhreyfingarnar) þjóni markmiðum KGB. Margt og miklu meira segir Ashkenazy í þessu viðtali. Hann talar um kröfur fjöldans, frelsi einstaklinga, um vanda fjölskyld- unnar gagnvart „kerfinu“ í Rúss- landi, vandann sem fylgir þvi að búa á íslandi, sem er í raun langt út úr alfara leið flugsamgangna, o.fl., o.fl. Já, Ashkenazy er ekki myrkur í máli og hann er reynslunni rikari. Það eru ekki allir stjórnmála- menn, sem tala skýrar en hann, jafnvel þeir stjórnmálamenn sem þykjast vera að vinna að fram- gangi vestrænnar samvinnu i hvaða formi sem er, þeir veigra sér oftast við að taka afstöðu sem hægt er að skilja á einn veg. Við íslendingar eigum ekki marga, sem þora að taka afstöðu til hinna alþjóðlegu stjómmála, þeirra er snerta samskipti austurs og vesturs. Það er oftar en ekki, að stjórnmálamenn okkar ganga svo langt að taka afstöðu með and- stæðingum okkar, þeim er vilja menningu og framfarir á Vestur- löndum staðnaða. Og á viðskiptasviðinu erum við einnig illa settir. Það sást best á síðastu samningum okkar við Sov- étmenn, þegar samninganefnd okkar var sagt að draga sig í hlé, þar til ráðherra kæmi sjálfur og kippti öllu í „liðinn“. En þetta allt minnir á linkind okkar til að standa fast með þeim bandamönnum, sem við eigum allt undir, til að ekki fari hér eins og í þeim löndum, sem eru undir oki og einræði. Það eru ekki margir sem gefa því gaum, að undirskriftir undir svokallað „friðarávarp kvenna" eru í sjálfu sér ekki annað en til- ræði við lýðræði okkar. Það er því ekki að ástæðulausu, að forseti okkar neitar að Ijá þessu plaggi undirskrift sína. Um það er ekki mikið rætt. Það þykir kannske ekki hæfa, að upplýsa að forsetinn skuli skiija þá hættu, sem ! þessu „friðarávarpi" felst. En öll þessi spenna, sem mynd- ast hefur í samskiptum austurs og vesturs, er tilkomin vegna skipt- ingu Evrópu á Yalta-ráðstefnunni, þar sem þeir Stalin, Churchill og Roosevelt ræddu eftirstríðsmálin. Sagt er, að þ eir Stalín og Roosevelt hafi sent Churchill í bíó, meðan þeir komu málum þannig fyrir, að Stalín líkaði sem best. Það má svo aftur rekja til þess, að Roosevelt var orðinn veikur maður, er þessir samningar fóru fram, en þó kannske helst til þess ráðgjafa, sem Roosevelt hafði sér til fulltingis. Þetta var maður að nafni Alger Hiss, háttsettur stjórnmálamaður í Bandarfkjun- um á sínum tíma. Það var Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, sem útbjó gagnasöfnun gegn Hiss þessum fyrir njósnir fyrir kommúnista. Er nema von, að illa hafi tekist til um skiptingu Evrópu, að stríði loknu? Þetta Alger Hiss-mál varð frægt á sínum tíma. Það væri ekki úr vegi að einhver sem man eftir þeim réttarhöldum, þar sem Nix- on var einn helsti uppljóstrarinn, setti saman um þau minnispunkta eða stutta grein og birti opinber- lega. Varla er við því að búast, að fréttamenn muni svo langt aftur í tfmann. En þetta er mál sem varðar okkur íslendinga, þvf hér á landi er unnið að þvf leynt og ljóst sem og annars staðar f Vestur-Evrópu að veikja samstöðuna með vest- rænum ríkjum, og það með öllum ráðum. Það hefði t.d. ekki verið ónýtt, ef forseti Islands hafði sett nafn sitt undir friðarávarp fs- lenskra kvenna, eins og sumir stjórnmálamenn hafa gert, og þeir meira að segja úr röðum lýðræðis- flokkanna! ir hringdu Eftir hvern er vísan? Þröstur hringdi og las eftirfar- andi vísu fyrir Velvakanda: Akrafjallið óskraði. Esjunni það blöskraði. Keilutindur kvartaði um kjaftæðið á Alþingi. Þresti leikur hugur á að vita hver orti vísu þessa. Ef einhver veit um höfundinn er hann vin- samlega beðinn að hafa sam- band við Velvakanda. Brjóstnæla tapaðist Helga Skaftfeld, Seljavegi 5, hringdi: Ég varð fyrir því óhappi ný- lega að týna brjóstnælu sem mér er mjög kær. Nælan er með rauðum steini og í kringum hann eru perlur og tveir minni stein- ar, einnig rauðir. Ég vil biðja þann sem kynni að finna næluna að koma henni til skila. Sfmi minn er 23997. Fyrirspurn um garðaúðun 2882—8209 hringdi: Ég er ein þeirra sem ekki er hrifin af því að fólk sé að úða garða og gróður með sterkum eiturefnum, því það er held ég óþarfi í flestum tilfellum að nota þessi sterku efni, því önnur ráð eru til. í þvf sambandi vil ég nefna að Hafsteinn Hafliðason mun hafa gefið ráð um að nota e.k. rabb- arbaraseyði f þessum tilgangi. Það er að segja að sjóða rabar- barablöð og búa þannig til seyði og nota það síðan til að úða með. Þannig er hinsvegar mál með vexti að ég heyrði ekki sjálf þessi ráð hjá Hafsteini og veit því ekki hvort ég hef tekið vel eftir. En þar sem mér lýst vel á hugmynd- ina, vil ég koma þeirri spurningu á framfæri til Hafsteins eða annarra sem vit hafa á, hvort þetta sé ekki rétt hjá mér og jafnframt hvernig nákvæm upp- skrift að þessu seyði er og f hvaða tilfellum það kemur að mestu gagni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.