Morgunblaðið - 21.07.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.07.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 23 hverri vertíð, keypt siðan eigin bát með lágan kvóta og gæti nú engan veginn notið eigin verðleika. Erling- ur kvaðst efast um að kvótakerfið stæðist stjórnarskrána ef skoðað væri. Hann sagði hart til að vita, að þessar ráðstafanir nytu stuðnings stjórnar LlÚ. Ef menn minntust svo á þessi mál við þingmenn, þá hummuðu þeir bara í barm sér flest- ir hverjir. Aldrei aftur kvóta öttar Guðlaugsson skipstjóri á Auðbjörgu, 50 tonna bát, sagði, að kvótakerfið kæmi afar hart við þá báta sem nær eingöngu hefðu fiskað þorsk á viðmiðunarárunum. Þeir ættu enga aukabita og skerðingin skylli á þeim fyrst og fremst. Kvóta- kerfið væri á flestan hátt ósann- gjarnt, og margt skrýtið í þeim kýr- haus. óttar kvaðst til dæmis hafa séð í riti Fiskifélagsins, Útveginum, að bátur nokkur, 150 tonn að stærð, hefði viðmiðunarárin þrjú fengið 900 tonnum meira en Auðbjörg, en einungis skilað 500 þúsundum meira í aflaverðmæti. Fyrsta kvótaárið hefði svo þessi sami bátur haft 13 milljónir króna í aflaverðmæti, en Auðbjörgin, sem þá landaði ein- göngu úrvals dragnótafiski, aðeins 6 milljónir og hefði þó keypt viðbót- arkvóta. Áhrifin af þessu dæma- lausa kerfi sem skertu þorsksvæðin svo mjög, væru nú að skila sér í ólafsvík, þar sem fleiri hús væru nú til sölu en nokkru sinni fyrr. Það vantaði bara að stjórnvöld segðu hreinlega hverja þau ætluðu sér að drepa og hverja ekki, ef þau hygðust halda þessum ósköpum áfram, þrátt fyrir að vitað væri að nægur fiskur væri um allan sjó og að náttúran sjálf sé stærsti áhrifavaldurinn á stofnstærðirnar. óttar sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn ætti sér slagorð: Aldrei aftur vinstri stjórn. Rétt vær að benda flokknum á annað til að stefna sam- tímis að: Aldrei aftur kvóta. Ef þeir hefðu það í heiðri, yrði það ekki ófisknara á fylgi en hið fyrra, því þá sæist vottur þess að flokkurinn vildi í raun vernda eitt það dýrmætasta sem þjóðin á i hverjum manni, sjálfsbjargarviðleitnina. - Helgi Mýyatnssveit: Ohagstæð heyskapartíð Mjyatusreit 18. júlí. MJÖG óhagstæð heyskapartíð hefur verið hér að undanfornu í Mývatns- sveit Þeir sem hófu slátt í júni og byrjun júií náðu inn allmiklum af- bragðs verkuðum heyjum, en þeir bændur sem byrjuðu heyskap síð- ar hafa litlu sem engu náð inn og sumir jafnvel ekki farnir að slá. Grasspretta er orðin mjög góð, en úrkomusamt hefur verið hér síð- ustu daga og svalt. í hretinu um síðustu helgi grán- aði niður undir byggð. Mjög góð veiði hefur verið i Mývatni um tíma og silungurinn bæði feitur og fallegur. Telja veiðimenn hann betri en undanfarin ár, sem bendir til hagstæðari átuskilyrða í vatn- inu. Kristján Hestaleiga í Höfðahverfi Hestaleigan, Pólar-hestar, í Höfðahverfi, hefur hafið starfsemi sína. f fréttatilkynningu frá hestal- eigunni segir að bæði sé hægt að leigja besta og fylgdarmann í styttri reiðtúra svo og í dagsferðir. Einnig munu Pólar-hestar bjóða upp á þriggja daga ferðir í Fjörðu nú f sumar og hafa þegar verið farnir tveir slfkir reiðtúrar. (flr frílUtilkynBÍnpi) Nýjung í heyverkun Svörtum og teinréttum er turninum á Grund ætlað að standa vörð um fóðurgildi heysins. MorgunblaÖið/J.S. Blönduósi 16. júlí. Á BÆNIJM Grund í Svínavatns- hreppi hefur verið byggður rúmlega 24 metra hár votheysturn. Hér er um innfluttan stálturn að ræaða. Þessi turn er fyrstur sinnar tegundar á Norðurlandi vestra og er hann 680m3 Forþurrka þarf grasið áður en því er blásið í turninn. Blásarinn sem notaður er til að koma heyinu 24 metra leið upp í turninn saxar heyið um leið og þarf a.m.k. 14Q hestafla vél til að þetta sé mögu- legt. Áð sögn feðganna á Grund tók það fimm daga að koma turn- inum upp og öfugt við allar hús- byggingar var byrjað á þakinu og hlaðið undir það uns 24 metrum var náð. Kaupverð turnsins er á bilinu 2,5 til 3,0 milljónir króna. Sláttur byrjaði almennt með fyrra móti í Austur-Húnavatns- sýslu f sumar og gera menn sér vonir um að fóðurgildi heyja verði meira heldur en oft áður. Hey- skapartíð var góð framan af en undanfarna daga hefur gengið stirðlega vegna vætu. Hefur úr- koman ýmist verið í föstu formi eins og um síðustu helgi eða fljót- andi. Nokkrir bændur eru það langt komnir með fyrri slátt að þeir þurfa ekki meira en 3—4 daga til að ljúka honum. JJS. A ust ur-H únavat nssýsla: POLONEZUMBOÐI O 23, slmi 685870 — 81733 Hagstæð greiðstakjör Hann er að seljast Viö erum nú aö selja síöustu bílana af Polonez 1500 árgerö 1985 á aðeins 277.500 kr. komnir á götuna meö ryövörn og fullan bensíntank. Frábær kaup á stórum og rúmgóöum alhliöa fjölskyldubíl eöa vinnubíl fyrir iönaöarmenn. 1100 lítra farangursrými er aftursætiö leggst fram. Sterkur og traustur bfll eftir ítalskan hönnuð, kjörinn fyrir íslenskar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.