Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 14 ára piltur beiö bana í umferðarslysi FJÓRTÁN ára piltur, Björgvin Kára- son, til heimilis að Kögurseli 32 í Reykjavík, lést þegar hann varð undir langferðabifreið í Arnarbakka laust eftir klukkan átta í gærmorg un. Björgvin var á leið austur i Þjórsárdal ásamt félögum í vinnu- flokkum Reykjavíkur. Langferða- bifreiðin var að sækja unglingana að Breiðholtsskóla. Þeir hlupu að bifreiðinni þar sem henni var ekið hægt að skólanum og varð Björg- vin undir hjóli hennar. Hann mun hafa látist samstundis. Svína- og alifuglabændur á fundi með landbúnaðarráðherra: Leggja alla áherslu á greiðslufrest JÓN Helgason, landbúnaðarráðherra, kynnti forystumönnum svína- og alifugla- bænda hugmyndir að endurgreiðslureglum vegna sérstaka fóðurgjaldsins (80% gjaldsins) sem lagt var á um síðustu mánaðamót. Gert er ráð fyrir að 60 prósentustig verði endurgreidd strax við fóðurkaup og 15 prósentustig út á framleitt magn, en það sem eftir er, það er 5 prósentustig, renni til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins til félagslegra þarfa búgreinanna. Jón Gíslason, formaður Sam- að ná þeim 100 milljónum sem fjár- Morgunblaðið/Þorkell Veitingamennirnir Vilhjálmur Svan og Gunnlaugur Ragnarsson fengu í gærmorgun vínveitingaleyfi fyrir stað sinn „Uppi og niðri“, Laugavegi 116. Veitingahúsið hefur staðið tilbúið síðan um mánaðamót og var svo opnað síðdegis í gær. Jón Helgason dómsmálaráðherra: bands eggjaframleiðenda, sagði að í sjálfu sér hefði ekki verið ágreining- ur um þessa endurgreiðslutilhögun, en þeir hefðu lagt alla áherslu á að fá greiðslufrest á grunngjaldinu (50% gjaldinu) og ekki talið ástæðu til að fjalla um endurgreiðslur fyrr en það mál væri afgreitt. Sagði Jón að þeir hefðu lagt fram tillögu að breyttum innheimtureglum sem gerðu ráð fyrir lækkun grunngjalds- ins, sem áfram yrðu staðgreitt niður í 1.000 kr. á hvert tonn, en ofan á það kæmi eins hátt gjald og menn teldu þörf á vegna skattaþarfar hinna búgreinanna, til dæmis 8 til 10 þúsund kr. pr. tonn. Sá hluti gjaldsins yrði endurgreiddur fyrir utan þann hluta sem ríkið þyrfti til lög gerðu ráð fyrir á þessu ári. Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu sagði að tillaga svína- og alifuglabænda yrði skoðuð um helg- ina. Forystumenn félaganna færu á fund fjármálaráðherra á mánudag og bjóst hann við að mál myndu skýrast fljótlega eftir helgina. „Við förum allir sem einn beina leið á hausinn," sagði Jón Gfslason þegar hann var spurður hvað gerðist ef ekki fengjust breytingar á grunn- gjaldinu. Hann sagði að öll fóðurfyrirtækin, hvort heldur þau flyttu fóðrið inn tilbúið eða blönd- uðu það sjálf, væru að kikna undan skattinum og það endaóí ekki nema á einn veg. Hef ekki afsalað mér neinni ábyrgð Kyndugt að fela undirnefndum sveitarfélaga neitunarvald, segir Björn Friðfinnsson Morgunblaðið/Júlíus Forystumenn svína- og alifuglabænda á fundi landbúnaóarráóheiTa, taliö frá vinstri: Einar Eiríksson, formaöur Félags alifuglabænda, Hallur H. Kristins- son, formaður Svinaræktarfélags íslands, Jónas Halldórsson, formaður Fé- lags kjúklingabænda, Guömundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnað- arráóuneytinu, Jón Helgason landbúnaðarráðherra, Guðmundur Gíslason, starfsmaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Jón Gíslason, formaður Sam- bands eggjaframleiðenda, og Hörður Harðarson, stjórnarmaður í Svínarækt- arfélaginu. Auk þeirra sat fundinn lögfræðingur Félags alifuglabænda. „MENN eiga því ekki að venjast að sveitarstjórnir séu gerðar óvirkar og meira mark tekið á þeirra undir- nefndum og þeim í reynd gefið neit- unarvald. Okkur finnst það einnig kyndugt að ráðherra skuli fyrirfram lýsa því yfir að hann muni ekki hafa sjálfstæða skoðun á málinu," sagði Björn Friðfinnsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um þá afstöðu Jóns Helgasonar dómsmála- ráðherra, að „taka fullt tillit til“ af- stöðu áfengisvarnanefnda þegar um- sóknir um ný leyfi til vínveitinga væru til umfjöllunar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær taldi Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykja- víkur, að með þessu væri dómsmála- ráðherra að afsala sér ábyrgð sem honum bæri að axla. Jón Helgason sagði í samtali við blaðamann í gær að svo væri alls ekki: „Mig minnir að ég hafi orðað yfirlýsingu mína svo að ég tæki fullt tillit til niðurstaðna áfeng- isvarnanefnda þegar um nýjar umsóknir væri að ræða. En þar með er ég ekki endilega bundinn af þeirra afstöðu." En er Jón að ganga fram hjá áliti sveitarstjórna og taka af- stöðu undirnefnda þeirra framyf- ir? „Sveitarstjórnir velja menn í áfengisvarnanefndir og ég hlýt að bera þá virðingu fyrir því vali að í nefndirnar séu skipaðir hæfir menn,“ sagði Jón. Jón sagði ennfremur að það væri kveðið á um það í lögum að fullt samráð skyldi hafa við áfeng- isvarnanefndir við úthlutun vín- veitingaleyfa. Og hann taldi vand- séð hvers vegna leita ætti álits þessara nefnda ef ekki ætti svo að taka mark á því sem þær legðu til. En hvers vegna einskorðar Jón sig við að taka „fullt tillit" til af- stöðu nefndanna þegar um nýjar leyfisumsóknir er að ræða? Hvers vegna að undanskilja endurnýjan- ir? „Ég gaf þessa yfirlýsingu vegna ályktunar á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í vor, þar sem hvatt var til þess að sporna við fjölgun staða sem veittu vín,“ sagði Jón. í gær samþykkti Jón umsókn nýs aðila um vínveitingaleyfi á veitingastað og diskóteki við Laugaveg 116, eftir að áfengis- varnanefnd Reykjavíkur hafði breytt afstöðu sinni til þeirrar umsóknar. Fyrst þegar málið kom fyrir nefndina snemma í vor kvað hún nei við, en snerist hugur nú í vikunni. Jón sagði að hann hefði veitt staðnum vínveitingaleyfi í tilraunaskyni þar eð nefndin hefði breytt skoðun sinni á málinu. En hann sagði jafnframt að hann hefði óskað eftir því við lögregl- una að hún fylgdist með staðnum. © INNLENT Ég rétt náði með vísi- fingri í putta drengsins — sagöi Siguröur Sigurðsson, sem bjargaði dreng úr sprungu á Öndverðarnesi TÆPLEGA 2 ára strákur, Jón Anton Sigurjónsson, féll niður í fjögurra metra djúpa sprungu á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi sl. fimmtudag, en var bjargað af 24 ára gömlum björgunarsveitarmanni, Sigurði Sigurðssyni frá Hellissandi. „Slysið bar að klukkan 16.30. Ég var að vinna á Gufuskálum er ég sá bíl, sem ég kannaðist við, koma á mikilli ferð í áttina til mín. Bílstjórinn stöðvaði bíl- inn og sagði tveimur nærstödd- um konum af slysinu. Ég heyrði hvað hann sagði og stökk af stað með Sigurði Steinssyni, verk- stjóranum á Gufuskálum. Við keyrðum á slysstað milli Skarðsvíkur og Öndverðarnes- vita, 7—10 km. Ég sá fljótt stúlku, sem veifaði til mín. Móð- ir drengsins, Sólrún Hlíf Jóns- dóttir, og önnur stúlka, sem nærstödd var er slysið varð, hjálpuðu mér við að síga niður í sprunguna með höfuðið fyrst vegna þrengsla. A meðan þetta fór fram voru Sigurður Steinsson og faðir drengsins, Sigurjón Ásgeirsson að útbúa krók til að ná til drengsins þannig. Ég tróð mér eins langt eins og ég gat niður til drengsins og rétt náði með vísi- fingri í puttana á drengnum. Ég mjakaði annarri hendinni upp í lófann á mér og þannig náði ég taki á hinni hendinni líka. Síðan losaði ég um hann og dró upp að mér. Drengurinn grét allan tím- ann, en ég reyndi að tala við hann og róa. Við vorum síðan dregnir upp. Strákurinn slapp ómeiddur." Sigurður sagðist hafa farið í heimsókn til fjölskyldunnar um kvöldið og hefði drengurinn þá verið hinn sprækasti. Foreldrar Jóns Antons sáu er hann datt og horfðu á hann síga niður lengra, en gátu lítið gert. Sigurður er sigmaður í björgunarsveitinni á Hellissandi. Hann sagðist hafa nokkra reynslu í björgunarstörf- um og einnig fór hann til Skot- lands sl. haust í 12 daga þjálfun í alhliða björgunarstörfum ásamt fleirum frá Vestfjörðum. Mýyatnssveit: Stúlka skarst á höfði er jeppi valt JEPPI valt á þjóðveginum í Mý- vatnssveit, við Laxárbakka, laust fyrir hádegi í gær. Fjórar stúlkur voru í bílnum og skarst ein þeirra á höfði. Hún var flutt á sjúkrahús- ið á Húsavík, þar sem gert var að meiðslum hennar, sem ekki voru talin alvarleg. Hinar stúlkurnar sakaði ekki, en jeppinn er talsvert skemmdur eftir veltuna. Landsbankinn hækkar vexti LANDSBANKINN hefur tilkynnt hækkun á vöxtum frá næstu mánaðamótum. f fréttatilkynningu fró bankanum segir að hækkanir þessar séu í framhaldi af hækkunum annarra innlánsstofnana að undan- förnu. Samkvæmt þessari ákvörðun um vaxtahækkun hækka vextir Kjörbókar úr 31% í 34%. Vextir af útlánum hækka til samræmis við vexti innlána, en mismunandi mikið. <f,r trétutilkynninfíu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.