Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Minning: Sigríður Guðjóns- dóttir frá Bœ Fædd 19. aprfl 1903 Dáin 18. júlí 1985 ^immtudaginn 18. júlí sl. lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Sigríður Guðjónsdóttir, fyrrum ljósmóðir og bústýra á Bæ i Reykhólasveit. Með Sigríði er fallin í valinn kona, sem á fáa sína líka. Hún var ljósmóðir í Reykhólasveit í yfir 20 ár og gegndi einnig ljósmóður- störfum fyrir Gufudals- og Geira- dalshrepp um árabil. Á þessu sviði vann hún mörg kærleiksverk. ósjaldan þurfti hún að bíða hjá sængurkonum fyrir fæðingar. Var þá ekki setið auðum höndum, heldur sest við saumavélina og saumuð hver flíkin af annarri, því Sigríður lærði ung karlmanna- fatasaum, en ég veit, að í fæstum tilvikum þáði hún önnur laun fyrir þá vinnu en þakklæti og vináttu fólksins, sem henni var mikils virði. Var raunar sama að hvaða verki hún gekk, allt lék í höndum hennar, enda ættingjar hennar margir mikið hagleiksfólk. Sigga, eins og flestir kunnugir kölluðu hana, var bústýra hjá föð- ur mínum, Magnúsi Ingimundar- syni í Bæ, í um 20 ár. Hún og móðir mín, Jóhanna Hákonardótt- ir, voru miklar vinkonur, og dvaldi Sigga á heimili foreldra minna, er móðir mín lá banaleguna, og hjúkraði hún henni af sinni með- fæddu hlýju og nærgætni. Það mun hafa verið síðasta bón móður minnar til sinnar góðu vinkonu, að hún færi ekki frá börnunum, ef henni sjálfri auðnaðist ekki líf til að annast þau. Vorum við systkin- in þá sex innan fermingaraldurs, en fóstursystir okkar, sem er elst, var á fimmtánda ári. Bónin var því sannarlega stór, en Sigga mín, fóstra, brást í engu, og vil ég segja, að af öllum hennar mörgu kærieiksverkum hafi þetta verið það stærsta, að eyða bestu árum ævinnar í að annast sjö móðurlaus börn. Sigga og pabbi eignuðust saman tvo syni, Olaf Jón, f. 20. mars 1940 og Gunnlaug, f. 15. apríl 1945. Gunnlaugur er kvæntur Guðríði Gígja og eiga þau tvo syni, Magn- ús Geir og Daníel Eyþór, sem báð- ir voru miklir sólargeislar í lífi ömmu sinnar. Systkinin, sem hún fóstra annaðist, voru því orðin níu talsins, en auk þess hafði hún um- sjón með fjölda barna, sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimilinu á vetrum á meðan barnakennsla fór öll fram á sveit- abæjunum. Þá er ótalinn sá hópur barna, sem voru til sumardvalar í Bæ, mörg þeirra sumar eftir sumar. Þegar árin liðu urðu börn okkar systkinanna síðan fastir sumargestir heima hjá fóstru okkar og pabba. Af þessu má ráða, að heimilið var stórt í sniðum, en auk barnanna var að sjálfsögðu alltaf eitthvað af vinnufólki, sem þurfti á umönnun húsfreyjunnar að halda, að ekki sé minnst á alla þá gestakomu, sem fylgdi þessu stóra heimili. Ekki vil ég gleyma hlut föður míns í að ala upp öll börnin sín og kosta þau til náms, og yfirleitt að standa straum af þessu stóra heimili með jafn mikl- um sóma og gert var, en þess má geta, að ekki var óalgengt, að við matarborðið í Bæ væru 20—30 manns á sumrin og stundum fleiri um helgar. Segir sig sjálft, að það þarf dugnað og hagsýni beggja húsbænda til að framfleyta svona heimili. Árið 1959 hætti faðir minn búskap í Bæ og seldi jörðina í hendur bræðra minna. Þá slitu þau samvistir faðir minn og fóstra. Hann fluttist til Reykja- víkur og kvæntist síðar Borghildi Magnúsdóttur, og bjuggu þau saman, bæði á Kletti í Geiradal og í Reykjavík, þar sem hann lést 13. ágúst 1982. Fóstra mín varð um kyrrt í Bæ hjá bræðrum mínum og hlúði að öllu sem fyrr, því aldrei var hún óvinnandi. Árið 1963 keypti Ólafur sonur hennar part af jörðinni Bæ og fór þá Sigga al- farin til hans. Bjuggu þau fyrst í Bæ og síðan í Reykjavík, á meðan heilsa hennar og kraftar entust. Síðustu árin hefur hún átt við mikla vanheilsu að stríða. Fyrir u.þ.b. fimm og hálfu ári fór veru- lega að halla undan fæti hjá fóstru minni. Þurfti hún upp frá því oft að fara í sjúkrahús, og svo fór að lokum, fyrir rúmlega tveim árum, að hún fór á Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund. Það var sárt að þurfa að vista hana á stofnun, en hún var alltaf svo ákveðin í að vera ekki öðrum til byrði, að hún vildi þetta sjálf, fyrst hún ekki gat haldið eigið heimiii. Vil ég nota tækifærið til að færa bestu þakkir læknum og öðru starfsfólki á Grund, sem hlúðu að henni í veik- indum hennar. öllum öðrum, sem sýndu henni vináttu og tryggð, þökkum við systkinin af heilum hug og biðjum Guð að launa ykk- ur. Að skilnaði er okkur þakklæti efst í huga. Hún verður lögð til hinstu hvílu í Reykhólakirkju- garði við hliðina á ungum syni eins af fóstursonunum, en þessum litla dreng unni Sigga mjög og bað um að fá að hvíla hjá honum. Minningin um elskulega móður og fóstru lifir I hjörtum okkar barnanna hennar. Guð blessi hana. Dísa Kveöja frá barnabörnum í dag verður til moldar borin Sigríður Guðjónsdóttir frá Bæ í Króksfirði. Verður hún jarðsett á heimaslóðum sínum, á Reykhólum í Barðastrandarsýslu. Mig langar til að skrifa fáein kveðjuorð og leyfi mér að gera það í nafni barna fósturbarna hennar, sem mér telst til að séu hvorki fleiri né færri en þrjátíu og þrjú og „eiginlegra" sonarsona hennar, sem eru tveir. Er ég þess fullviss, að öll vildu þau tjá þakklæti sitt fyrir þá ástúð og einstöku fórnar- lund, sem hún sýndi þeim alla tíð. óttast ég þó helst, að mörgum frændsystkinum mínum muni þykja, að hér þyrfti ótalmörgu við að bæta. Minningin um Siggu Guðjóns, en svo var hún jafnan nefnd af okkur og mörgum öðrum vinum hennar, er eðlilega mjög sam- tvinnuð hugrenningum um lífið „heima í Bæ“, eins og við segjum jafnan, þ.e. um dvöl okkar á sumr- in og raunar oft, á Bæ í Reyk- hólasveit, þar sem afi okkar, Magnús Ingimundarson, og síðar móðurbræður mlnir ráku stÓFbú og flest barnabarnanna slitu barnsskónum að meira eða minna leyti. Þar var alltaf margt um manninn og börnin, sem þar voru til sumardvalar, voru iðulega hátt á annan tug, auk barna móður- bræðra minna, sem þar bjuggu ár- ið um kring. Þar var því sannar- lega mikið líf í tuskunum, og margar góðar minningar eigum við þaðan. Sigríður Guðjónsdóttir var hús- freyjan á þessu stóra heimili og þar var ótalmörg verk að vinna, auk þess sem það var síður en svo fyrirhafnarlítið að hafa stjórn á Minning: Fæddur 29. september 1906 Dáinn 21. júlí 1985 í gær var til moldar borinn frá Akraneskirkju, Hervar Þórðarson, Suðurgötu 122 á Akranesi. Hervar var Vestfirðingur. Upp- alinn á Hlíð í Álftafirði og í Álfta- firði dvaldist hann sín uppvaxtar- og manndómsár. Hervar var sonur hjónanna Þórðar Sveinbjörnssonar og Sól- veigar Einarsdóttur og yngstur í stórum systkinahópi þeirra hjóna. Hann vandist snemma allri al- gengri vinnu, eins og títt var þar vestra og ungur fór hann að róa á bátum frá Súðavík. Síðar var hann vélstjóri á bátum þar og fórst sá starfi vel úr hendi eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þegar ég kynntist Hervari, var hann hættur að vera á sjó, hafði verið magaveikur, en sú veiki hrjáði marga, sem urðu að búa við kassafæði, sem tíökaðist í þá daga, þar vestra, meðal sjómanna. Hann var þá oftast í landi við bátana í Súðavík og eftirsóttur landfor- maður sökum sinnar sérstöku út- sjónar- og reglusemi sem ein- kenndu hann alla tíð. Við Hervar vorum tvær vertíðar saman á bát frá Súðavík og minnist ég þess sérstaklega hve gott var að vinna með honum. Vinnan var oft erfið og vinnudagurinn langur, en allir hjálpuðust að við verkið og þá var ekki sama hvernig vinnufélagarn- ir voru og frá þessum tíma minn- ist ég Hervars með virðingu og þakklæti. Eftirlifandi eiginkona Hervars er Guðmunda Eiríksdóttir. Guð- munda er uppalin á Ströndum, en flutti ung með foreldrum sínum til Súðavíkur og þar lágu leiðir þeirra Hervars saman. Þau hófu búskap í Súðavík á millistríðsárunum við erfiðar aðstæður og eignuðust átta börn. Geta má nærri, hvort það hefur verið auðvelt að koma upp svo stórum barnahópi á þeim erf- iðu tímum. Þá þekktust ekki tryggingabætur og ekki atvinnu- leysisbætur. Ekki einu sinni kaup- trygging á bátunum. En með guðs hjálp, dugnaði og samheldni tókst þeim að koma börnum sínum til þess þroska, að allt er þetta hið mesta dugnaðar fólk, eins og þau eiga kyn til. Börn þeirra Hervars Þórðarson- ar og Guðmundu Eiríksdóttur eru: óskar, verkstjóri á Akranesi, eig- öllum þeim stóra hópi barna og unglinga, sem á heimilinu voru, en það féll mjög í hennar hlut. Raun- ar verð ég að segja, að ég man vart eftir Siggu frá þessum tíma öðru- vísi en sívinnandi, og þó þykist ég vita, að líf hennar á þessum tíma hafi nánast verið barnaleikur hjá því, sem oft var á yngri árum hennar, er hún stjórnaði þessu stóra heimili við erfiðari aðstæður en síðar urðu og gegndi auk þess starfi ljósmóður í sveitinni ásamt ýmsum öðrum skyldum. Aldrei man ég þó eftir því að hún Sigga hafi kvartað undan þreytu. Sambandi okkar barnanna við Siggu væri ekki rétt lýst með því að gefa í skyn, að það hafi einvörð- ungu verið sem „angurvært ömmuhjal“. í þessum stóra hópi barna og unglinga var eins og gef- ur að skilja hreint ekki svo lítið um ærsl og sprell, og því varð hún oft að sýna nokkra festu við hús- stjórn, þótt ekki tækist henni allt- af að leyna því, að oft hafði hún lúmskt gaman af tiltækjum barn- anna. Hvað sem því líður var það þó ávallt svo, að ef eitthvað bját- aði á hjá einhverju barnanna, þá var Sigga boðin og búin til hjálpar og huggunar. Mér þykir afstaða Siggu til vinnu lýsa vel manngerð hennar. Leti var sá löstur í mannlegu fari, inkona Sigríður Fjóla Ásgríms- dóttir, þau eiga 4 börn. Fanney, sjúkraliði á Akranesi, eiginmaður Gunnar Gestsson, þau eiga 3 syni. Sólveig, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, eiginmaður Leifur Ás- grímsson, smiður. Þau eiga 3 börn. Birna, búsett í Kópavogi. Eigin- maður Jakob Jónatansson. Þau eiga 5 börn. Svanhildur, búsett í Reykjavík. Eiginmaður Auðunn Snæbjörnsson. Þau eiga 4 börn. Eiríkur, vélstjóri á Akranesi. Eig- inkona Sylvía Georgsdóttir. Þau eiga 4 börn. Dóra, búsett á Hellis- sandi. Eiginmaður Helgi Leifsson. Þau eiga 4 syni. Jón Trausti, smið- ur á Akranesi. Eiginkona Júlíana Bjarnadóttir. Þau eiga 3 börn. f kringum 1950 var mikil deyfð í atvinnulífi í Súðavík og fluttu þá margir þaðan. Þau Hervar og Guðmunda fluttu þá hingað til Akraness og hafa búið hér síðan. Lengst á Suðurgötu 122. Hervar vann fyrst hjá Haraldi Böðvars- syni & Co. hf. En síðustu árin vann hann hjá Haferni hf., en syn- ir hans, Óskar og Eiríkur, eru eig- endur þess fyrirtækis ásamt þrem öðrum. Hjá Haferni hf. lágu leiðir okkar Hervars aftur saman, en þar vorum við báðir starfsmenn um árabil. Alltaf var ánægjulegt að staldra við hjá Hervari og spjalla við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var greindur vel og kunni á mörgu skil, hvað jafnt okkar barnanna sem fullorð- inna, sem hún átti hvað erfiðast með að umbera, en samt er mér það alveg sérlega minnisstætt, að hún, sem ekki kunni sér hóf við vinnu, lagði sig fram um að gæta þess, að þeim börnum og ungling- um, sem hún hafði umsjón með, væri ekki ofgert í því kappi sem oft fylgir sumarstörfum til sveita. Ekki ber að skilja orð mín hér að framan svo, að Sigga hafi ekki iðulega verið hin blíða og ástríka amma þegar það átti við. Sérstak- lega er þess að minnast, að mörg barna fósturbarna hennar, ekki síst þau yngri, hændust að henni og vildu helst hvergi annars stað- ar vera en hjá Siggu. Sérstaklega átti þetta við um þau börn, sem voru viðkvæm í lund eða ekki mik- il fyrir sér. Eftir að Sigga fluttist til Reykjavíkur hátt á sjötugsaldri kom hlýhugur hennar til okkar oftsinnis fram með margvislegu móti. Þannig gaf hún sig mikið að börnum okkar, þ.e. barnabarna- börnum sínum, og sem fyrr dróg- ust börnin að henni. Við þökkum Siggu af alhug alla þá umhyggju og ástúð sem hún sýndi okkur í verki meir en orð fá lýst og biðjum Guð að biessa minningu þessarar góðu konu. Gulli sem umræðan snerist um. En það var sama hvort Hervar Þórðarson beitti línu í Súðavík eða hlóð upp skreið hjá Haferninum. öll hans athöfn bar vott um alúðina við starfið og snyrtimennskan var svo einstök að eftir var tekið. Fyrr á þessu sumri heimsóttum við burtfluttir Álftfirðingar æsku- stöðvarnar. Þar voru þau Hervar og Guðmunda, ásamt fleirum úr fjölskyldunni, í för. Engum datt þá í hug að svo stutt væri til ævi- loka þessa ágæta Álftfirðings. En stundin var komin aðfaranótt sunnudagsins 21. þ.m. og þá stoðar ekki að biðjast vægðar, þó að fyrirvarinn sé stuttur. Ég kveð frænda minn, Hervar Þórðarson, með söknuði. Mér finnst stórt skarð í vinahópinn. Ég flyt Guðmundu og öllum hans ættmennum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bent Jónsson Legsteinar granít — marmari uvtúi jy. OpMattadaga, -1--i— ■-MU •fnnig rtokj og hatgar.. Unnarforaut 19, Saltiarnarnesi, símar 620609 og 72818. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hervar Þórðar- son Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.