Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1985 jaörinum ínni í gamla-Haukadal. Birkilundur sem vaxinn var upp af fræjum á föðurleifð hans, en Sír- urður hefur haft mikið yndi af því ræktunarstarfi öllu sem þar hefur verið unnið. Á árunum 1945 til 1948, er ég dvaldi mest hjá Sigurði, mun skólastarf hans hafa verið með hvað mestum blóma. Þá tók hann í notkun nýtt iþróttahús, sem á þeim tíma var eitt glæsilegasta íþróttahús landsins, á þessum ár- um mun nemendafjöldi líka hafa orðið hvað mestur, um eða yfir 30 nemendur hvert ár. Sigurður Greipsson hefur alla tíð lagt sig fram um og notið þess að fylgjast með störfum nemenda sinna, og trú mín er sú að viða sé að finna merkisbera þessa ágæta leiðtoga og þar með ávöxt hans merka skólastarfs. Þegar við félagarnir nú lítum til baka yfir vegferð þessa ágæta vin- ar verður okkur ljóst að hann sem margur annar hugsaði fyrst og síðast um framgang þeirrar hug- sjónar að vinna að ræktun lands og lýðs og eyddi til þess miklum og dýrmætum tíma, án þess að krefj- ast daglauna að kveldi. Útkoman hefur kannski ekki orðið til þess að efla fjárhagslega stöðu hans i lífinu og ekki örgrannt um að slíkt settist nokkuð að honum undir lokin, einkum er varðaði aðstöðu og efnahagslegt öryggi eftirlifandi skyldmenna. Þjóðinni greiddi hann ríkulega með starfi sínu og framgöngu allri, og þess munu afkomendur hans vonandi einnig njóta um langa framtíð. Þegar skólastarf Sigurðar lagð- ist af upp úr 1970, og Sigurður tók að eldast, tók staðurinn að hrörna með honum, utan myndarlegar húseignir sona hans við Geysi. í brunanum í Haukadal brunnu ýmsar skráðar heimildir og minn- ingabrot, sem Sigurður hafði verið að blaðfesta á síðustu árum, og var það mikill skaði. Eigi að síður mun sagan geyma marga merka frásögn um störf þessa mikilhæfa leiðtoga, og samtíðarmenn hans og vinir kunna frá mörgu að segja, sem vert væri að færa í letur fyrr en síðar. I dag, þegar Sigurður Greipsson verður til moldar borinn í Hauka- dalskirkjugarði, munu Skarphéð- insmenn og skólasveinar fylkja liði til þess að þakka honum frá- bæra leiðsögn og forystu. Og þótt Sigurður hafi nú verið lagður um sinn vitum við að hann mun aftur upp rísa og eiga góða heimkomu á landi lifenda. Þar munu foringjar fylkja liði á ný og þar mun honum ekki verða liðsvant um alla framtíð. íþrótta- og ungmennafélags- hreyfingin í landinu minnist með þökk hins merka skólastarfs Sig- urðar Greipssonar og beinnar fé- lagsmálaforystu, og mun um langa framtíð ávaxta þá innstæðu í anda þeirra hugsjóna sem hann barðist mest fyrir. Hafsteinn Þorvaldsson Þann 19. þessa mánaðar lést í sjúkrahúsinu á Selfossi móður- bróðir minn, Sigurður Greipsson, fyrrum skólastjóri og bóndi í Haukadal. Hann fæddist í Hauka- dal 22. ágúst 1897, sonur hjónanna Katrínar Guðmundsdóttur og Greips Sigurðssonar bónda í Haukadal. Hér verður ættin ekki langt rakin, en Sigurður afi hans var Pálsson bóndi og hreppstjóri í Haukadal. Kona Sigurðar Páls- sonar var Þórunn Guðmundsdótt- ir, Eiríkssonar hins ríka í Hauka- dal og síðar í Miðdal í Mosfells- sveit. Kona Guðmundar var Guð- björg Jónsdóttir Magnússonar frá Ósabakka á Skeiðum. Móðurafi Sigurðar var Guðmundur bóndi á Stóra-Fljóti Jónsson Sveinbjörns- sonar í Tungufelli. Kona hans var Jóhanna Jónsdóttir bónda á Kóps- vatni Einarssonar. Sigurður var yngstur 9 systkina en af þeim komust 7 til fullorðins- ára. Greipur faðir þeirra lést vorið 1910 þegar Sigurður var á þrett- ánda ári. Faðir minn, Kristján Loftsson frá Gröf í Hrunamanna- hreppi, réðst árið 1912 til búsfor- ráða með ekkjunni og giftist síðan Guðbjörgu systur Sigurðar. Þau bjuggu síðan í Haukadal til 1929 er þau fluttu að Felli í sömu sveit. Á æskuárum Sigurðar var ung- mennafélagshreyfingin að skjóta rótum hér á landi. Þá var margt efnisfólk að vaxa upp í Tungunum, sem lagði hönd á plóginn. íslandi allt og heilbrigð sál í hraustum líkama voru einkunnarorðin. Að sjálfsögðu hreifst Sigurður af hugsjónum ungmennafélaganna, enda átti hann eftir að koma við sögu. Það kom brátt fram að Sig- urður var atgervismaður til sálar og líkama. Hugur hans stóð til mennta, hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum í Flensborg og lauk búfræðinámi frá Hólum árið 1917. Þá stundaði hann nám í lýðskólanum í Voss í Noregi árið 1920 og loks í íþróttaskóla Níelsar Bukks í Ollerup í Danmörku vet- urinn 1926 til 1927. Hann stundaði ýmsa vinnu jafnframt náminu. Var m.a. far- kennari í Tungunum og ráðsmað- ur hjá sr. Eiríki á Torfastöðum. Á þessum árum festi hann kaup á jörðinni Bryggju, sem var hjálega í Haukadalstorfunni, og kom þar upp sauðfjárbúskap. Með ungmennafélagshreyfing- unni vaknaði íþróttaáhugi og voru glíma og sund þar í öndvegi. Átján ára glimdi Sigurður á héraðsmóti Skarphéðins og fékk fegurðar- verðlaun. íslandsglimuna vann hann svo 1922 og hélt Íslandsbelt- inu í sex ár. Það þótti mikill frami á þeim tíma. Sigurður kom oft heim að Haukadal á þessum árum. Hann var aufúsugestur, kunni frá mörgu að segja og komst vel að orði. Við systkinin kölluðum hann Sigga frænda. Einhvern tímann um hávetur kom hann inn úr hríð- arsortanum og hafði gengið lang- an veg á skíðum með spjót fyrir skíðastaf. Við krakkarnir vorum ekki í vafa um að hann hefði sómt sér vel meðal fornkappanna. Þá var hann ekki fyrir að liggja á liði sínu ef svo bar við. Eitt sumarið var faðir minn liðfár að hefja sláttinn. Þá kom Sigurður óvænt, morguninn eftir voru þeir báðir komnir í teiginn og skáraði vel undan þeim. Þeir slógu túnið á viku, en það voru mikil afköst. Þá vil ég geta eins atviks frá löngu liðnum árum. Það var um vetur í snjó og frosti að kind lenti í svelti á klapparhólma í Tungufljóti. Jök- ulvatnið beljaði fram beggja vegna hólmans í strengjum og fossaföllum. Þangað var hvorki vætt né reitt. Sigurður steypti sér i vatnsflauminn og synti út í hólmann, kindin bjargaðist og honum varð ekki meint af volkinu. Ég hygg að enginn annar en hann hafi stigið á þennan hólma, hvorki fyrr né síðar. Mér finnst að þessi glíma hans við jökulfljótið minni á að honum var fært það sem fáir munu eftir leika. Sigurður ferðaðist um landið á vegum ungmennafélaganna til fræðslu um íþrótta- og bindindis- mál. Hann var formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins í 44 ár. Þar lagði hann fram mikla og fórnfúsa vinnu, sem bar vott um óbilandi trú hans á hugsjónum ung- mennnafélaganna. Þá var hann um skeið í stjórn Ungmennafélags íslands og í hreppsnefnd Bisk- upstungna. Vorið 1927 ákvað Sigurður að stofna íþróttaskóla í Haukadal. Hóf hann byggingu íþróttahúss á hverasvæðinu við Geysi skammt frá gamla bænum. Sú framkvæmd var meira hafin af stálvilja og hugsjón en á efnahagslegum grunni. Þrátt fyrir marga erfið- leika sem þurfti að yfirstíga og með þrotlausri vinnu tókst að koma upp skólahúsi og sundlaug og hefja skólastarfið þá um haust- ið. Skólann rak Sigurður síðan til ársins 1969. íþróttaskólinn í Haukadal var vel metinn og að- sókn að skólanum var góð. Um sjálft skólastarfið verð ég ekki tangorður, því ég hygg að aðrir nemendur hans geri því máli skil, því ég veit að margur hlaut þar gott veganesti. Sigurður rak greiðasölu í skólahúsnæðinu yfir sumarmánuðina. Það er fagurt í Haukadal. All- mikið skógarbelti sveigist þar um hlíðarnar og margir bergvatns- lækir falla niður á láglendið. Mikil heiðarlönd tóku svo við langleið- ina innundir Langjökul. Þar var mikill uppblástur svo að í norðan- veðrum stóð moldarmökkurinn suður yfir sveitina. Það var á verksviði Sandgræðslunnar og Skógræktar ríkisins að hefta jarð- eyðinguna. Því varð það að ráði að Sigurður seldi meginhluta jarðar- innar framagreindum aðilum. Landið var friðað, uppblásturinn að mestu heftur og verulegt átak gert í skógrækt á svæðinu, þar sem barrtrén þrífast vel og verða með tímanaum að nytjaskógi. Kona Sigurðar var Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskups- tungum. Þeim varð sex barna auð- ið og eru fjórir synir á lífi. Sigrún var mikil starfskona og stóð fyrir heimilishaldinu af miklum mynd- arskap. Fráfall hennar varð Sig- urði mikið áfall og því fremur að heilsa hans var farin að bila. Glíman við sjúkdóm og elli kerl- ingu varð honum erfið. Svo ör- geðja og skapríkur sem hann var gekk honum illa að sætta sig við að geta ekki fylgt hugðarefnum sínum eftir þegar þrekið var þrot- ið. Sigurður var ritfær í besta lagi svo sem kunnugt er. Hinu bar minna á að hann var vel skáld- mæltur ef hann vildi það við hafa. Ég ætla að enda þessi minn- ingarorð með einni af þeim vísum, sem ég náði að skrifa niður þegar hann heimsótti okkur til Vest- mannaeyja fyrir um það bil 10 ár- um. Vonin lifir veik er trúin, víst er lífsins geislaskin, glymur varla Gjallarbrúin, gleymdum fyrir hófadyn. Erfiðum er ellilúinn, annan kysi ég betri vin. Svo votta ég sonum Sigurðar og vandamönnum fyllstu samúð og kveð frænda minn með þakklátum huga. Sigurgeir Kristjánsson Helgina 1. og 2. júlí 1950 var efnt til héraðsmóts Héraðssam- bandsins Skarphéðins (HSK) á Þjórsártúni. Skyldi nýr íþrótta- völlur tekinn í notkun og minnst 40 ára samtaka ungmennafélaga Árnes- og Rangárvallasýslna (HSK), sem um skeið náðu til Vestur-Skaftafellssýslu, vígslu- og afmælismót. Höfðu þeir Skarp- héðinsmenn lagt sig vel fram við að gera mót þetta fjölþætt og veg- legt — en sem ávallt um velgengni Þjórsártúnsmóta var veðrið hinn óráðni þáttur. Eitt atriði mótsins var bændaglíma 72 glímumanna úr báðum sýslum. Þegar vígslu hins nýja vallar var lokið og keppni í frjálsíþróttum á honum, hinn síðari mótsdag, var gengið til hins merka vallar frá 1911. Rúm- lega 3 þúsund áhorfendur tóku sér sæti eða stóðu á grasivöxnum áhorfendaþrepum gegnt glímu- pallinum og hinum rismikla ræðu- stóli úr torfi á miðju svæðinu en baksviðið var hinn tignarlegi fjallahringur. Nær gróðursælar lendur bændabýlanna milli belj- andi stórfljóta. í ræðustólinn gamla steig Sigurður Greipsson. Var hann með skrifaða ræðu, sem var óvanalegt. Hann vildi vanda kveðjuávarp til hins merka íþróttamannvirkis, sem hann og svo ótal margir áttu bundnar við lausnir oft erfiðra verkefna en þeim mætari. Er Sigurður tók að flytja mál sitt af blekskrifuðum blöðunum, fór að hellirigna. Stórir regndropar þvoðu burtu skráð orð af ræðublöðum Sigurðar og hon- um tók að fipast í lestrinum. Allt I einu rétti hann úr sér, leit upp til regnþrunginna skýja, vöðlaði saman ræðublöðunum og kastaði þeim frá sér, um leið heyrðist hann mæla „Eigi skal rosinn ráða“. Greip síðan um ræðupúlts- bríkurnar, hvessti sjónir á mannhafið, sem beið óráðið frek- ari viðbragða foringjans. SigurAur hóf blaðalaust mál sitt lágum rómi, næstum hvíslandi, varfær- inn og leitandi, augnaráðið fjar- rænt, ræðumaður hnarreistur. Röddin hækkaði. Að baki hinna framsögðu orða var djúpur undir- tónn. Eldmóður færðist í tjáning- una og undirtónninn varð sem brimsúgur. Á stundum var eins og hann hlæji við undir flutningi máls síns. Virtist þetta stafa af hugsun sem væri á undan fram- sögninni eða hann sækti í sig veðr- ið til nýrrar atlögu við efnið. Ég hygg að fleiri en ég hafi hrifist af ræðumanninum, efni ræðu hans, málsniild, tilefninu, staðháttum og óskiptri athygli mótsgesta. Til- heyrandi, sem mundi vígslu þessa vallar 1911 og hlýddi þá af aðdáun í rigningu á Guðmund Björnsson þáverandi landlækni flytja vígslu- ræðu af rnikilli mælsku og fjöri, kvaðst eigi síður nú hafa orðið hugfanginn af Sigurði: „Hann hef- ur oft yljað okkur samherjunum og tendrað eld áhuga." — Ekki mun snjöll ræðumennska ein hafa nægt til þess að halda saman til einhuga framkvæmda liðsafla ungmennafélaga um Suðurland í 45 ár. Þó Sigurður hafi við þessi félagsstörf ávallt notið samvinnu ötulla og fórnfúsra samstarfs- manna, þá hafði hann til að bera þann persónuleika sem sameinaði til framtaks. Það eitt er stórvirki að takast með stjórnum HSK og nefndum að láta aðeins einu sinni héraðsmót HSK falla niður (1928) og þá vegna fádæma vatnsveðurs. Þegar blaðað er í 40 ára minn- ingarriti HSK, sem liðsmaður Sig- urðar um árabil, Ingimar Jóhann- esson skráði, þá er undraverður fjöldi og margbreytileiki þeirra verkefna sem héraðsþing HSK samþykkja og stjórn sambandsins fæst við að framkvæma. Mörg þessara mála vörðuðu félagsskap- inn sjálfan á svæði hans, sum eitt félag og hreppsfélög, önnur báðar sýslur eða aðra og þá þau sem snertu þjóðina alla. Ég tek tvö mál. Fyrst Alþingishátíðina 1930: Lögð fram þegnskaparvinna við Þingvelli, efnt til sýningar á heim- ilisiðnaði, komið upp á Þingvöllum stóru samkomutjaldi, þar sem fé- lagar HSK hittust og nutu veit- inga, — og þá forstaða bænda- glímu, 26 glímumanna. Hið síðara: Endurvakningu landsmóta UMFÍ 1940, sem haldið var í húsakynn- um og á svæðum við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þangað komu 73 íþróttamenn frá 5 sambandsaðilum og kepptu í 11 íþróttagreinum og flokkur leik- fimimanna sýndi undir stjórn Sig- urðar. — Sumarið 1984 var 18. landsmót UMFÍ haldið í Keflavík og Njarðvík. Keppendur, 1350 tals- ins, sóttu mótið frá 26 sambands- aðilum og kepptu í 60 greinum. Er fyrri heimsstyrjöld lauk var eigi efnt til landsmóta á vegum UMFÍ enda má segja að allsherjarmót ÍSÍ leystu þau af hólmi. Á ára- tugnum 1930—40 sundrast alls- herjarmótin af ýmsum landsmót- um einstakra íþróttagreina, svo að framtak Sigurðar Greipssonar og félaga hans í HSK var þarft hinu dreifða íþróttafólki ungmennafé- laganna, sem var óframfærið við keppni í sérgreinamótum. Einnig kom á daginn að slíkt mótshald með þriggja ára millibili varð af- farasælt íslensku íþrótta- og fé- lagslífi vegna ýmissa aðsteðjandi vandamála tengdum styrjaldar- rekstri 1939—45. Ungmennafé- lagshreyfingin hefur brug'ðist vel við kalli Sigurðar um að koma saman, sýna sig og reyna með sér. Sjálfur komst hann í hópinn f fyrra og fékk í sfðasta sinn séð hinn prúða og sæmdarvænlega fjölda. Eitt siðasta verk hans sem formanns HSK og félaga innan Skarphéðins var forstaða eins hins stórfenglegasta móts á Is- landi, sem var landsmótið á Laug- arvatni 1965. Við lausn þess verk- efnis kom áþreifanlega fram styrkur og samstaða sunnlenskra ungmennafélaga. Þessa samstöðu má rekja til starfrækslu íþrótta- skóla Sigurðar. Skólastarfið hóf Sigurður 1927 og tókst að viðhalda þvf árlega frá 1. nóvember til fyrstu daga mars í 43 ár. Alls urðu námssveinar 823 úr flestum sýsl- um landsins og kaupstöðum, en flestir af Suðurlandi eða um 60%. Mörg ungmennafélög styrktu fé- laga sína til náms hjá Sigurði. Kennslu önnuðust þeir hjá félög- um sínum að námi loknu og tóku að sér félagsstörf. Margir frækn- ustu íþróttamenn ungmenna- félaganna höfðu verið nemendur í Haukadalsskóla, einkum glímu- menn. Sex nemendanna hafa orðið glímukappar Islands (13 sinnum unnið Grettisbeltið) og 13 unnið Skarphéðinsskjöldinn 19 sinnum. Skólinn átti mikinn þátt í fjölgun þeirra sem gátu leiðbeint öðrum um iðkun íþrótta og segja má með réttu að hann hafi yngt upp hóp forystumanna. Sumarið 1926 var Sigurður í flokki glímumanna, sem undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar ferðaðist um Danmörku og sýndi glímu. Niels Bukh, skóla- stjóri íþróttaskólans í Ollerup á Fjóni, skipulagði ferðina og ferð- aðist stundum með flokknum. Jón hafði verið nemandi hjá Niels Bukh 1921—22 og hafði tekist með þeim vinátta. Sigurður hreifst mjög af Niels Bukh við þessa kynningu og réðst til náms í Oller- up þá um haustið ásamt Þorgeiri Jónssyni í Gufunesi, sem einnig var í sýningarflokknum. Sigurður lagði sig fram við nám og vinnu. Sigurður og Niels Bukh hrifust hvor af öðrum, þvl að þeir áttu margt sameiginlegt og höfðu báðir alist upp við sveitastörf. Hin al- þýðlega leikfimi og beiting hreyf- inga Niels Bukh við iðkun hennar hreif Sigurð. Sveitaæskan sem sótti skóla Niels Bukh átti margt sammerkt við jafnaldra á Islandi og Sigurður sá að samskonar fræðsla og fór fram í leiðbein- endadeild skólans átti erindi til ís- lands, þar sem hann á kennslu- ferðum sínum hafði kynnst skorti á einstaklingum sem gætu annast leiðbeiningar íþróttaiðkana og svo æskufólk sem þráði að læra íþrótt, iðka hana og þjálfa líkama sinn. Hvatningarorð Niels Bukh til nemenda sinna um leiðbeinenda- störf í íþróttum innan félaga sinna leiddu huga Sigurðar að ástæðum og aðstæðum heima á Is- landi, en þeim var hann manna best kunnugur eftir að hafa kynnst tíðum skrifum Jónasar Jónssonar frá Hriflu i Skinfaxa, riti UMFÍ (ritstj. 1911—18), um nauðsyn íþróttaskóla í sveit og lærðra leiðbeinenda, umræðum um sama efni á þingum UMFÍ, persónuleg kynni á þörfinni og hug ungmennafélaga frá ferðum til námskeiðshalds á Suðurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi 1925 og 1926 á vegum UMFÍ. Einnig tengdist hann náið viðleitni ung- mennafélaga að standa fyrir íþróttanámskeiðum, þegar hann verður 1924 gjaldkeri I stjórn UMFÍ til 1930 en frá henni var fjár að vænta þeim til styrktar. I grein í Skinfaxa ritar Sigurður þetta „ ... fyrri hluti vetrarins notaður til íþróttanámsins og er það væntanlegt, því víðast hvar er þá minnstum störfum að sinna, en þá er vel farið að tómstundirnar eru notaðar til íþróttaiðkana" — tekur fram að námskeiðin vari 2—3 vikur en þyrftu að taka 3—4 mánuði, og heldur áfram „ ... ef þess er gætt að nemandinn á að fá einhverja þekkingu og leikni í þeim greinum, sem iðkaðar eru. Menn vita það að sjálfsögðu að það getur tekið langan tíma að breyta urðum og melum í iðgræn tún, en vart þarf minna til þess að breyta unglingi, sem ef til vill er boginn og stirður af vana og striti, seinfær og daufur, gera hann að íturvöxnum manni, léttum í lund. Þá hefi ég nefnt þetta tvennt hið dýrðlegasta sem okkur ber að keppa að: ræktun lýðs og lands. Það á að vera okkar framtíðar- draumur". — Heim kominn vorið 1927 eftir vetrardvöl hjá Niels Bukh ræðst Sigurður til atlögu við að gera drauminn að veruleika, stofna íþróttaskóla og efna til bú- rekstrar. Staðurinn fyrir hvort tveggja er föðurleifð hans, Hauka- dalur. Til hvorra tveggju þessara verkefna er hann vel búinn. Gagn- fræðingur er hann frá Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði 1916, búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum 1917, við landbúnaðar- störf og nám í Noregi 1919—20 en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.