Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 6
6 MÖRGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Styrk var hönd... Aað morgni fimmtudagsins 25. júlí var á dagskrá rás- ar 1 þáttur um málefni aldrað- ra í umsjón Þóris S. Guð- bergssonar félagsráðgjafa. Þórir er afskaplega þægilegur útvarpsmaður, röddin við- mótsþýð og framsögnin prýði- leg. Þórir S. Guðbergsson hef- ir raunar um langan aldur unnið ötullega að málefnum aldraðra og er því gagnkunn- ugur þeim málum. Væri ósk- andi að hann hefði meiri völd °g þyngri pyngju, en ýmsir aðr- ir er hafa í krafti flokksstöðu, prófskírteina og frekju greið- an aðgang að digrum almenn- ingssjóðum. í fyrrgreindum fimmtudagsþætti um málefni hinna öldruðu las Þórir meðal annars smá pistil er hinn merki ellimálafrömuður Gísli Sigurbjörnsson ritaði í ónefnt tímarit. í pistlinum minnir Gísli á að hann hafi í hálfa öld barist fyrir stofnun og starf- rækslu svokallaðra: Sólset- ursheimila. En þessi heimili eiga ekki að sögn Gísla að vera stór í sniðum heldur miklu fremur einsog sveitaheimilin til forna er töldu svona um tuttugu þrjátíu sálir þá best lét. Þessi smávöxnu elliheimili verða þannig sannkölluð heim- ili er búa hinum öldruðu skjól við ævilok, ólíkt því er gerist stundum á hinum ábúðarmeiri elliheimilum. Við sólsetur Sá er hér ritar fagnar til- lögu Gísla á Grund og finnst einnig sólsetursnafngiftin einkar heppileg, því fylgir ekki vegferð vor gangi sólarinnar þá hún lyftist eldrauð úr haf- inu, skín hvað bjartast um há- degisbil og hverfur jafn rjóð til hvílu að kveldi? Sólsetrið getur verið fagurt engu síður en sólrisið, en stundum finnst manni harla kaldranalegt að horfa á eftir gamalli mann- eskju inn um dyr hinna stóru elliheimila. Ég hef áður viðrað þá hugmynd hér í dálki að nú væri lag að kaupa stór einbýl- ishús víðs vegar um borgina fullbúin eða á hinum ýmsu byggingarstigum eins og sagt er og búa þar hinum öldruðu vinaleg sólsetursheimili. Mín persónulega skoðun er sú að hinn aldraði njóti best sólset- ursins í hverfinu sínu þar sem hann þekkir hverja þúfu, líkt og barnið er ratar best í hverf- isskólann sinn. Stór einbýlis- hús og raðhús fást nú á tiltölu- lega góðum kjörum og vil ég svona til gamans benda þeim valdsmönnum er tala hvað hæst á tyllidögum um nauðsyn þess að létta byrði hinna öldr- uðu á bara eina fasteign af mörgum er var auglýst hér í blaðinu fimmtudaginn 25. júlí og gæti hentað sem Sólseturs- heimili: Parhús við miðborg- ina. Höfum fengið til sölu 240 fm nýlegt fullbúið parhús á rólegum eftirsóttum stað við miðborgina. í kj. er innréttuð 50 fm íbúð. Vönduð eign. Verð 5—5,5 millj. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Allt í hers höndum — þriðji þáttur — ■■■■ Þriðji þáttur- 35 'nn um *vin- & týri Renés kaffihúsaeiganda og fé- laga hans í seinni heims- styrjöldinni verður sýnd- ur í kvöld. í síðasta þætti var vægast sagt allt í hers höndum. Tveir breskir flugmenn voru að leggja af stað til Englands með málverkið af föllnu mad- onnu með stóru brjóstin. Voru þeir klæddir í ein- kennisbúning Von Strohm ofursta og Geerings höf- uðsmanns, sem á meðan áttu ljúfar stundir með þjónustustúlkum Renés, þeim Maríu og Yvette. En gestapómaðurinn Flick er ekki langt undan svo bú- ast má við öllu. Þýðandi þáttanna er Guðni Kol- beinsson. Vicki Michelle í hlutverki þjónustustúlkunnar Yvette. Síðasta hringborðið 17 ■i Á dagskrá rás- 00 ar 2 klukkan “” 17.00 í dag er TÓNLIST ARKROSSGÁTAN NO: 31 IauaBÍr sendiat tiL* Rfkisútvarpsúw RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavfk Merkt TónlisUrkrossgátan þátturinn Hringborðið, hringborðsumræður um músík og fleira, undir stjórn Árna Þórarinsson- ar. Verður þetta síðasti þátturinn að sinni að minnsta kosti. Gestir í þessum þætti verða þau Ásgeir Tómasson dag- skrárgerðarmaður á rás 2, Jóhanna Þórhallsdóttir, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa á sín- um tíma sungið með hljómsveitinni Diabolus in Musica, en hefur að undanförnu stundað söng- nám í Englandi og loks Ingólfur Margeirsson rit- stjóri Helgarpóstsins. Munu þau ræða vítt og breytt um tónlist og ým- islegt sem henni tengist og bregða plötum undir nálina. „Árbítur og eðalsteinar“ ■i Bíómynd sjón- 35 varpsins í kvöld ~ er bandarísk frá árinu 1961 og nefnist „Árbítur og eðalsteinar". (Breakfast at Tiffany’s). Holly er óvenjuleg stúlka sem býr í New York. Hana dreymir um gull og græna skóga og dýra steina, sem hún get- ur þó ekki veitt sér. Hún kynnist ungum rithöf- undi, sem laðast að henni, en hún er hins vegar hrifnari af brasilískum auðkýfingi. Brátt kemur í ljós að Holly er ekki öll þar sem hún er séð. Kvikmyndahandbókin, sem títt er vitnað til í dálki þessum, gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögu- legum, sem þýðir að hún sé mjög góð að mati bók- arhöfundar. Segir hann að leikarar standi sig yfir- leitt með prýði en lætur þess þó getið að Mickey Rooney sé þarna nokkuð eins og úti á þekju. Myndin er byggð á sögu hins þekkta rithöfundar Trumans Capote, en leik- stjóri er Blake Edwards, en margar gamanmyndir hans hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum hér- lendis undanfarin ár. Með aðalhlutverkið, Holly, fer Audrey Hepburn, en auk hennar leika stór hlutverk þau George Pappard, Patricia Neal og Mickey Rooney, eins og áður var sagt. Þýðandi myndarinn- ar er Ragna Ragnars. Audrey Hepburn, _ sem Holly { myndinni „Árbítur og eðalsteinar". ÚTVARP LAUGARDAGUR 27. júlf 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar. 755 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Valdimars Gunn- arssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö: — Bjarni Karls- son, Reykjavlk, talar. 8.15 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugreinar dagblaö- anna (útdráttur). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Öskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunn- ar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Inn og út um gluggann. Umsjón: Emil Gunnar Guö- mundsson. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“ Umsjón: Sigurður Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. „Slödegisdraumur skógarfánsins", tónverk eflir Claude Debussy. Parlsar- hljómsveitin leikur; JeaoPi- erre Jacquillat stjórnar. b. Sinfónla nr. 5 I B-dúr eftir Franz Schubert. Fll- harmonluhljómsveitin I Vln- arborg leikur; Karl Böhm stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 1750 Síödegis I garöinum meö Hafsteini Hafliðasyni. 1750 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 1955 Kalli og sælgætisgeröin Niundi þáttur. Sænsk teiknimyndasaga I tlu þáttum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 1950 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2055 Auglýsingar og dagskrá. 2055 Allt I hers höndum (Allo. Allo!) Þriöji þáttur. Breskur gamanmynda- flokkur I átta þáttum. Leikstjóri David Croft. Aðalhlutverk: Gorden Kaye. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1955 Sumarástir. Þáttur Sig- nýjar Páisdóttur. RÚVAK. 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 2050 Utilegumenn. Þáttur I umsjá Erlings Siguröarsonar RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr sigildum tónverkum. 2150 „Sumarnótt á Bláskóga- 27. júll I slöasta þætti ákváöu René og von Strohm aö senda tvo breska flugmenn, dulbúna sem Þjóðverja, til Englands meö stoliö málverk, þar sem Gestapo-maðurinn Flick var staddur I þorpinu. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.05 Mezzoforte, Mezzoforte Frá tónleikum Æskulýösráös Reykjavlkur I Laugardalshöll þann 17. júnl slöastliðinn. Mezzoforte skipa Eyþór Gunnarsson (hljómborö), Friörik Karlsson (gltar), Gunnlaugur Briem (tromm- ur), Jóhann Asmundsson (bassi), Niels Malcholm (saxófónn) og Weston For- ster (trommur, söngur). Upptöku stjórnaði Rúnar strönd", smásaga eftir Kristmann Guömundsson. Gunnar Stefánsson les. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2255 Náttfari — Gestur Einar Jónsson. RÚVAK. 2355 Eldri dansarnir. 24.00 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 0050 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. Gunnarsson. 21.35 Arbltur og eöalsteinar (Breakfast at Tiffany’s) Bandarlsk blómynd frá árinu 1961. Leikstjóri Blake Edwards. Aðalhlutverk: Audrey Hepb- urn, George Peppard, Patr- icia Neal og Mickey Rooney. Holly er óvenjuleg stúlka sem býr I New York. Hana dreymir um gull og gimsteina sem hún getur ekki veitt sér. Hún kynnist ungum rithöf- undi sem laöast að henni, en hún er hrifnari af brasillskum auökýfingi. Brátt kemur I Ijós að Holly er ekki öll þar sem hún er séð. Þýðandi Ragna Ragnars. 2355 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 27. júll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 14.00—16.00 Viö rásmarkiö Stjórnandi: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni, Iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringboröið Hringborðsumræöur um múslk. Stjórnandi: Arni Þórarinsson. Hlé 20.00—21.00 Linur Stjórnendur: Heiðbjört Jó- hannsdóttir og Sigrfður H. Gunnarsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Siguröur Sverris- son. 23.00—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 00.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þor- steinsdóttir. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.