Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 21 Bandaríkin: Þingið heimilar fram- leiðslu efnavopna W ashington, 26. júlí. AP. BÁðAR deildir bandaríska þingsins samþykktu á fundi í gær, frumvarp um framlög til varnarmála og samþykkti einnig að heimila framleiðslu á efna- vopnum, en bann við slíkri framleiðslu hefur verið í gildi í 16 ár. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hafði óskað eftir að framlög til varnarmála næmu 302 milljörðum dala og samþykkti þingið tillögu þeirra að mestu leyti. Frumvarpið verður nú aftur lagt fyrir öldunga- og fulltrúa- deild þingsins, en báðar deildirnar verða að samþykkja frumvarpið að nýju, til að það verði að lögum. Að sögn ónefndra heimilda- manna innan þingsins, var mikið deilt um að leyfa framleiðslu á efnavopnum á ný, og mætti frum- varpið mikilli andspyrnu frá þing- mönnum fulltrúadeildarinnar. Þeir hafi þó að lokum gefið eftir með sérstökum skilyrðum, að sögn heimildanna. Öldungadeildin samþykkti ótak- markaða framleiðslu á efnavopn- um, en fulltrúadeildin samþykkti framleiðsluna með nokkrum takmörkunum, s.s. að hún yrði að- eins leyfð ef samherjar Banda- ríkjamanna í Atlantshafsbanda- laginu óskuðu sérstaklega eftir þeim og væru tilbúnir til að geyma þau í Evrópu. öldungadeildin vildi hins vegar ekki ganga að þeim skilyrðum og að lokum féll full- trúadeildin frá þeirri kröfu sinni. Á fundi beggja þingdeilda var einnig samþykkt að lögleiða dauðarefsingu yfir hermenn sem gerast sekir um njósnir á friðar- tímum og að verja skyldi 2,75 milljörðum dala til geimvarnar- áætlunar. Þá var samþykkt í dag að veita 12,7 milljarða dala í fjárhagsað- stoð til annarra ríkja, með því skilyrði að leyniþjónusta Banda- ríkjanna (CIA) fengi ekki að ráð- stafa þeim 27 milljónum dala sem stjórnin hyggst veita Contra skæruliðunum I Nicaragua, sem berjast gegn stjórn Sandinista þar í landi. Japanir selja tölvubún- að til Sovétríkjanna Tokjo. AP. EITT stærsta tölvufyrirtæki í Japan hefur undirritað samning við ríkis- fyrirtæki í Sovétríkjunum, um sölu á 4.000 einkatölvum til notkunar í skólum í Sovétríkjunum. Samningurinn var undirritaður þann 10. þessa mánaðar, að sögn Hiromasa Nakayama, fulltrúa japanska fyrirtækisins Star Micr- onomics. Sovéska tölvufyrirtækið heyrir undir utanríkisviðskipta- ráðuneyti Rússa. Nakayama sagði að fyrirtæki sitt væri fyrst allra á Vesturlönd- um til að hefja útflutning á einka- tölvum til Sovétríkjanna, eftir að banni á slíkri sölu var aflétt í janúar sl. Samræmda útflutnings- eftirlitið (COCOM), sem Japan og 14 önnur lönd eiga aðild að, ákvað Veður víða um heim La»gst Haeet Akureyri 11 •kýjaó Amsterdam 18 24 rigning Aþena 22 38 heiðskírt Barcelona 28 heióskirt Berlín 11 28 heióekírt Briissel 16 25 skýjaó Chicago 25 30 heióvkirt Dublin 14 20 rigning Feneyjar 30 þokumóóa Frankfurt 16 31 heióskírl Genf 15 30 heiðskírt Helsinki 10 23 heióskirt Hong Kong 26 30 rigning Jerúsalem 18 29 heióskfrt Kaupmannah. 22 lóttskýjeó Las Palmas 24 lóttskýjaó Littabon 18 25 heióskirt London 17 21 skýM Los Angelet 21 29 heióskírt Lúxemborg 27 héltskýjeó Malaga 28 heióskirt Mallorca 34 heióskírt Míami 25 30 •kýieð Montreal 19 24 rigning Moskva 12 21 skýjað Naw Vork 22 29 heiðskírt Otlú 12 24 haióskfrt Paría 21 32 •hýjoó Paking 22 32 •kýjað Reykjavík 15 •kýjaó Rtó de Janeiro 11 24 heióskirt Rómaborg 17 35 heiðskirt Stokktióimur 13 20 skýjaó Sydney 9 19 rigning Tókýó 26 30 rigning Vinarborg 17 32 heiðakfrt Þórshófn 10 rigning að aflétta banninu, en mun engu að síður hafa eftirlit með öllum slíkum útflutningi til kommún- ískra ríkja. Samningur japanska og sovéska fyrirtækisins hljóðar upp á sölu á einkatölvum og hugbúnaði fyrir andvirði um 1,3 milljóna Banda- ríkjadala. Rússar hyggjast taka tölvurnar í notkun á næsta skóla- ári, sem hefst I september. Star Micronomics hyggjast selja um eina milljón einkatölva á næstu fimm árum. Sprenging Rainbow Warriors: Leita nú þriggja manna á snekkju Aurklond, Njja Sjálandi, 26. júlí. AP. LÖGREGLAN í Auckland gaf í dag út handtökuskipun og morðákæru á hendur þremur áhafnarmeðlimum franskrar snekkju, sem lögreglan hefur leitað að, í tengslum við sprenginguna um borð í Rainbow Warrior, skipi umhverfissamtaka grænfriðunga, þann 10. júlí sl., þar sem einn úr áhöfn skipsins beið bana. Allan Galbraith, yfirmaður í rannsóknarlögreglunni, sagði að áhafnarmeðlimirnir væru ákærðir fyrir morð, íkveikju með sprengi- efnum og samsæri til að kveikja í. Galbraith gaf ekki upp nöfn hinna grunuðu, né þjóðerni, en ekki hefur sést til snekkjunnar síðan á sunnudag. Frönskumælandi hjón, Sophie og Alain Turenge, voru handtekin í vikunni og eru enn í gæsluvarð- haldi, ákærð fyrir morð og íkveikju vegna sprengingarinnar á Rainbow Warrior. Þau verða ekki látin laus gegn tryggingu Yfirvöldum í Nýju-Kaledóníu i Kyrrahafi hefur verið tilkynnt um Líbanon: Fjórir arabar finnast myrtir Beirút, 26. júlf. AP. LÖGREGLAN í Líbanon sagði að fjórir Palestínuarabar, sem sagðir eru miklir fylgismenn Yassers Ara- fat, leiðtoga PLO, hafi fundist myrtir í suðurhluta Líbanon í dag og höfðu slagorð gegn ísraelum verið rituð á bringu þeirra. Lík mannanna fundust bundin á höndum og fótum í farangurs- geymslu mannslausrar bifreiðar utan við flóttamannabúðir Palest- ínumanna í suðurhluta Líbanons. Höfðu mennirnir verið pyntaðir áður en þeir voru skotnir til bana, að sögn lögregiunnar. Ekki var ljóst síðdegis í gær hver bar ábyrgð á morðunum, en lögreglan óttast nú að til átaka komi á ný milli Palestínumanna og múhameðstrúarmanna. hvarf snekkjunnar þar sem síðast sást til hennar utan við strendur eyjarinnar sl. sunnudag. Galbra- ith sagði að þegar snekkjan væri fundin, þá myndu yfirvöld á Nýja-Sjálandi leitast við að fram- selja áhöfnina. Lögreglan telur að snekkjan gæti hafa flutt sprengiefnið sem notað var til að sprengja skip grænfriðunga, sem sökk eftir sprenginguna i höfninni í Auck- land. GENGI GJALDMIÐLA: London, 26. júlí. AP. DOLLARINN hækkaði í dag vegna óstaðfests orðróms um að gengi belgíska og franska franskans yrði fellt, en þýska markið mundi hækka, nú um helgina. Orðrómurinn siglir í kjöl- far gengisfellingar lírunnar fyrir viku og hafa kvittir um óstöðugleika vestur-evr- ópskra gjaldmiðla allajafna þau áhrif á dollarann að hann hækkar. f London hækkaði dollar- inn gagnvart sterlingspund- inu, sem kostaði 1,4058 doll- ara síðdegis í dag (1,4090). Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 2,8780 vestur-þýsk mörk (2,8698), 2,3515 svissneskira frankar (2,3510), 3,7500 franskir frankar (8,7450), 3,2375 hollensk gyllini (3,2350), 1.923,00 ítalskar 'lírur (1.917,00) 1,3527 kanadískir dollar- ar (1,3500), og 238,85 jen (239,40). AP/símamynd SILFRINU BJARGAÐ Bill Moore, leitarmaður, skipar silfurstöng úr flaki spænsku galeiðunn- ar „Nuestra Senora de Atocha", sem sökk skammt utan Flórída 1662, í farrými leitarskipsins „Æðruleysi“. Leitarmenn mátu fjársjóðinn á 400 milljónir dollara (16 milljarða íslenskra króna) og er hann talinn einn sá verðmætasti sem bjargað hefur verið af hafsbotni. Elskuleyufrœndur, vinir oy þiö öll sem heiör— uöuö miy á áttræöisafmæli mínu, meö heim- sóknum, dýrum yjöfum, blómum oy heilla- óskaskeytum. ÞiÖ yeröuö mér dayinn aö óyleymanleyri hátíÖ, þetta allt vil éy þakka af hræröu hjarta. GuÖ blessi ykkur öll. Inniley kveöja, Matthildur Guðmundsdóttir frá Bæ. Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Úthverfi Kaplaskjólsvegur 27-55 Tómasarhagi 9-31 Hagamelur 14-40 Látraströnd Austurströnd Skeifan Kringlan Baröavogur Þingás Austurbær Bergstaöastræti 1-57 Barónsstígur Leifsgata Kópavogur Kópavogsbraut Hraunbraut Hamraborg Melgeröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.