Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1965 AP-sfmamynd Nýir franskir hermannabúningar Breytingar verða gerðar í einkennisbúningi franskra hermanna, karla jafnt sem kvenna, frá og með árinu 1989. Búningamir verða í bláum lit og útlit þeirra er eins og myndin ber með sér. Átakanlegt þyrlurán í Brisbane ^ Brisbane, Aatralíu, 26. júlí. AI*. ÁSTRALSKUR maður sem rændi þyrlu og skipaði að sér yrði flogið til Japans var yfirbugaður og handtek- inn eftir fimm klukkustunda þref við yfirvöld og hélt maðurinn tveim- ur börnum sínum í gíslingu, átta ára syni og fjögurra ára dóttur. Hann hótaði að sprengja upp bensíngeyma þyrlunnar ef ekki yrði orðið við Blikur á lofti í kanadískum stjórnmálum: Ríkisstjórn Mulroney’s stendur nú frammi fyrir erfiðum ákvörðunum BRIAN MIJLRONEY, forsætisráð- herra Kanada, stendur á tímamót- um. Tæpu ári eftir að hann vann stærsta kosningasigur í sögu Kan- ada fara vinsældir hans þverrandi. Stjórn Mulroney’s varð fyrir áfalli þegar afgreiða átti fjárlög í maí. Halli ríkissjóðs er mikill og mikil- vægasta atriði fjárlaganna til að minnka hann var að draga úr ellilíf- eyrisgreiðslum á þann veg að ellilíf- eyrir hækkaði þremur prósentum minna en verðbólga magnaðist. „Með þessum aðgerðum sparast margar miljónir dollara," rök- studdi Michael Wilson, fjármála- ráðherra, niðurskurðinn. Almenn- ingur brást ókvæða við, enda hafði Mulroney lofað í kosningabaráttu sinni að hrófla ekki við vísitölu- tryggingu ellilífeyris, og skömmu síðar lýsti fjármálaráðherra þvi yfir að fallið yrði frá skerðingu ellilífeyris. Einnig hrikti í burðarásum stjórnarinnar þegar Robert Coat- es, varnarmálaráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að til hans sást í vestur-þýskum næturklúbbi. Um þessar mundir þarf Mulron- ey að taka tvær mikilvægar ákvarðanir: Á hann að þekkjast boð Ronalds Reagan um að taka þátt í geimvarnarannsóknum og á hann ganga til samningsviðræðna við Bandaríkjamenn um frjáls viðskipti af einhverju tagi milli rikjanna. Mulroney samþykkti að senda þingnefnd um landið til þess að kanna viðbrögð almennings og fá álit hans á báðum þessum mála- flokkum á almennum fundum og mun nefndin skila skýrslu í sept- ember. Mulroney hefur gengið vel að hlúa að sambandi sínu við Ronald Reagan og líklegt talið að hann vilji þóknast starfsbróður sínum með þátttöku í geimvarnarann- sóknum. En hann þarf að gefa gaum að efasemdaröddum, sem heyrst hafa úr röðum almennings á ofangreindum fundum, ætli hann að halda vinsældum sínum. Mulroney fer einnig með gát í viðskiptamálum. Ýmsir hagfræð- ingar og iðjuhöldar halda því fram að Kanada verði að gera við- skiptasamning við Bandaríkin til þess að heltast ekki úr lestinni í iðnaði. Máli sínu til stuðnings stærsta fylki Kanada, og fulltrúar úr fataiðnaði og bjórbruggun eru á móti slíkum samningum. Íhaldsflokkur Mulroney’s hlaut 211 þingsæti af 282 í kosningasigr- inum í september á síðasta ári, 40 fulltrúar frjálslyndra komust á þing, 30 fulltrúar Nýja sósíalíska demókrataflokksins og einn óbáð- ur. í skoðanakönnunum eftir kosn- ingarnar kvaðst meirihluti kjós- enda mundu kjósa íhaldsflokkinn aftur. En vandræði Mulroney’s hafa aukist og fylgi hans minnkað. í nýjustu könnun Gallup-stofnun- arinnar segir að einungis 44 pró- sent kjósenda fylgi Mulroney að málum, fylgi frjálslyndra er 33 prósent og demókrataflokksins 21 prósent. En íhaldsflokkurinn hefur yfir- gnæfandi meirihluta á þingi og er sýnu vinsælli en flokkur frjáls- lyndra, sem setið hafði við völd í 20 ár þegar Mulroney komst að. Og nú er að sjá hvort Mulroney tekst að sigla beitivind milli skers og báru og koma fleyi sínu ólösk- uðu í höfn. kröfu hans. Maöurinn er sagður vera bandarískur sjóliði, sem hefði nýlega fengið dæmt forræði barna sinna eftir langan og erfiðan mála- rekstur. Maðurinn tók á leigu þyrlu af gerðinni Bell 206 síðdegis í gær og fór í útsýnisflug. Þegar hann kom og skilaði þyrlunni sagðist hann vilja fara í aðra flugferð og nú með börn sín. Þegar þyrlan var komin á loft dró maðurinn upp byssu og hótaði flugmanninum. Hann sagði að sprengja væri í þyrlunni og krafðist þess að hann flygi til Japan með sig og börnin. Þyrluflugmaðurinn útskýrði að bensínbirgðir vélarinnar myndu fjarri hrökkva til og tókst flug- manninum svo að lenda á flugvell- inum í Brisbane. Næstu fimm klukkustundirnar neitaði maður- inn að láta sig, hann hellti flugvél- arbensíni í kringum vélina og hót- aði að sprengja hana í loft upp ef hann fengi ekki flugmann til að fara með sig til Japans. Börnin virtust hin rólegustu og tók dreng- urinn myndir af föður sínum hvar hann skaut af byssu upp í loftið til að leggja áherzlu á kröfu sína. Lögreglan fékk síðan talið mann- inn á að falla frá fyrirætlan sinni og tók hann í sína vörzlu. Bris- bane-flugvelli var lokaður allri umferð meðan þessu fór fram. Brian Mulroney benda þeir á að flest iðnaðarríki heims eigi óhindraðan aðgang að stórum neytendamörkuðum. En frjáls viðskipti hafa ætíð verið hitamál í Kanada. Tvisvar hafa ríkisstjórnir í Kanada þurft að segja af sér fyrir að bollaleggja slíka samninga. Enda reynir Mulroney að forðast hugtakið frjáls verslun og talar fremur um „aukningu verslunarfrelsis" eða „aðgang að mörkuðum“. En einu gildir um nafngiftir: Verkamannasamtök, stjórn frjáls- lyndra demókrata í Ontario, Sovétríkin: í fangelsi fyrir að minna á mannréttindi „SOS kyn- þáttahatur U Lundúnum, 26. júlí. AP. FJÖRUTtU af þeim 75 Sovétborgur- um, sem reynt hafa að fá stjórnvöld til að virða mannréttindaákvæði Helsinki-sáttmálans, hafa verið handteknir og ýmist sendir í vinnu- búðir eða á geðveikrahæli. Þetta kom fram í ræðu, sem Young barónessa, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, flutti í Lávarðadeild breska þingsins í gær. Hún kvað fólk þetta búa við skelfilegar aðstæður í Sovétríkj- unum. Fram kom í ræðunni að auk þeirra fjörutíu, sem sitja inni fyrir að minna Sovétstjórnina á fyrirheit þau sem hún gaf með undirskrift sinni undir Helsinki- sáttmálann fyrir tíu árum, hefðu fimmtán farið úr landi. Brumel. AP. FLOKKUR fimmtíu manna fer nú kröfuferð um Evrópu gegn kynþátta- hatri og er hópurinn staddur I Belgíu. Flokkurinn, sem hóf ferð sína í Frakklandi og er að mestu leyti af frönskum uppruna, ekur um í hvítum langferðabil skreyttum höndum af ýmsu litarafti og kall- ar sig „SOS — kynþáttafordóm- ar.“ Leið hópsins liggur frá Belgíu til Hollands, Vestur-Þýskalands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Margaret Thatcher á fundi Alþjóðasambands lýðræðisflokka: Sovétstjórnin undirbýr mikla áróðursherferð á Vesturlöndum „Beitir yfirvegaðri sölutækni til að skapa sér breytta ímynd“ ERLENT Washington, 26. júlí. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði i gær að Sovétstjórnin væri að undirbúa mikla áróðursherferð á Vesturlönd- um fyrir fund leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Genf í nóveraber nk. Thatcher sagði að markmið Sov- étmanna væri að fá Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, til að fallast á afvopnunartillögur, sem væru þeim hagstæðar. Thatcher sagði að hin nýja kynslóð Kremlverja myndi beita yfirvegaðri sölutækni til að skapa sér breytta ímynd í augum Vest- urlandabúa. Hún sagði, að Sovét- stjórnin myndi halda því fram, að geimvarnaráætlun Bandaríkja- manna væri hið eina sem kæmi í veg fyrir samkomulag um stór- fellda afvopnun og frið um langan aldur. Sovétmenn ætluðu að halda kjarnorkuvopnayfirburðum sín- um, en veikja varnir Vesturlanda. „Eðli kommúnismans hefur ekki breyst þótt hann sýni nú á sér nýj- an svip,“ sagði ráðherrann. Thatcher lét þessi ummæli falla í ræðu, sem hún hélt á þingi Alþjóðasambands lýðræðisflokka í Washington, sem lauk í dag. í ályktunum þingsins, sem margir helstu stjórnmálaforingjar hægri flokka í heiminum sóttu, er m.a. hvatt til þess að litið verði á hryðjuverkamenn sem hverja aðra glæpamenn; að fallið verði frá verndarstefnu á sviði verslunar og viðskipta og skorað á stjórnvöld í Suður-Afríku að hefja viðræður við alla hópa stjórnarandstæðinga í því augnamiði að koma á póli- tísku jafnvægi í landinu. í ályktun þingsins er því einnig lýst yfir, að það sé lífsnauðsynlegt að rannsóknarstarfsemi á Vestur- löndum standi ekki að baki rann- sóknum í Sovétríkjunum. Litið er svo á að með þessum orðum sé verið að lýsa stuðningi við geim- varnarrannsóknir Bandaríkja- manna. Þingfulltrúar hrósuðu stjórn Jose Napoleons Duarte í E1 Salvador fyrir að koma á lýðræði í landinu, en fordæmdu stjórnvöld í Nicaragua fyrir að traðka á mann- réttindum. Hvöttu þeir vinstri stjórnina þar til að hefja viðræður við stjórnarandstæðinga og endurreisa fjölflokkakerfið í land- inu. Margaret Thatcher

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.