Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 TVÖFALT SEM EINANGRAR BEIUREN ÞREffiIT__ Esja hf.. wjSSjiL______ (Vlosfelis^—L-— SÍMI 666160 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Jaakko Iloniemi: Helsinki- samkomulag- ið hefði ekki tekist nú JAAKKO Iloniemi, formaður sendinefndar Finna í Helsinki- ráðstefnunni um „öryggi og sam- vinnu í Evrópu“ 1975, segir í við- tali við Hufudstadsbladet í Finn- landi nýlega, að sambúð austurs og vesturs sé nú með þeim hætti að ekki vsri unnt að ná sams kon- ar samkomulagi og þá náðist. Iloniemi lét af störfum í finnsku utanríkisþjónustunni fyrir tveimur árum og er nú bankastjóri í Helsinki. í viðtalinu segir Iloniemi, að hann eigi ekki von á því að fund- urinn, sem haldinn verður í Helsinki i næstu viku til að minnast tíu ára afmælis Hels- inki-sáttmálans, verði árang- ursríkur. Ekki sé raunhæft að búast við neinum tíðindum af fundinum þegar tillit sé tekið til ástandsins í alþjóðamálum um þessar mundir. Jaakko Iloniemi Foringjar síkha viðurkenna sáttmálann Nýju Delhf, 2«. júlí. AP. LEIÐTOGAR helsta stjórnmála- flokks síkha viðurkenndu sáttmál- ann sem Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, og leiðtogi síkha, Harchand Singh Longowal, undirrit- uðu á miðvikudag, um að binda enda á þriggja ára stríð í Punjab- ríkinu, að sögn fréttaskýrenda á Indlandi. Aðalarmur Akali Dal, stærsta stjórnmálaflokks síkha, samþykkti einnig að hætta þriggja ára bar- áttu sinni fyrir auknum trúar- og stjórnmálaréttindum. Róttæki armur flokksins og öfgafullir síkhar neituðu hins veg- ar að viðurkenna samkomulagið og sögðu það vera sem rýtingur í bak sikha. MITSUBISHI L 300 4x4 Caldriffl 8 sæta mini bus meö torfærueiginieika. Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka og stórar fjölskyldur. Verö frá kr. 763.900.- Lokaöur sendibíll meö renni- huröum á báöum hliöum og stórum dyrum á afturgafli. Lipur og sparneytinn sendibíll. Ákjósanlegur til vöruflutninga. \ Verö frá kr. 564.000 AIh HEKLA HF j M j Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Staðfest að Pastora sé ekki í lífshættu Su Jooe, < ’ohU Rka, 26. júlí. AP. SKÆRULIÐALEIÐTOGI í suðurhluta Nicaragua staðfesti í dag að Eden Pastora, leiðtogi stjórnarandstæðinga þar í landi, dvelji nú í búðum skæru- liða í héraðinu eftir að þyrla hans fórst á þriðjudag. Sagði skæruliðinn að Pastora ora sleppur naumlega úr lífs- væri nokkuð slasaður og úrvinda hættu, en í maí 1984 sprakk Sprengingar í Kólumbíu BogoU, Kólumbíu. AP. TVEIR skæruliðar biðu bana í gær þegar sprengja, sem þeir voru að af þreytu, en væri að ná sér. Flugmaður þyrlu Pastora til- kynnti um vélarbilun á þriðjudag og þegar ekkert fréttist af Pastora var óttast um líf hans. Brak úr þyrlu fannst síðan á svipuðum slóðum, en ekki var þá vitað hvort brakið væri úr þyrlu skæruliðafor- ingjans. Fréttum af afdrifum Pastora bar ekki saman fyrstu dagana en i dag staðfesti Jose Da- vila, einn félaga úr skæruliðasveit stjórnarandstæðinga, að Pastora væri í skæruliðabúðunum. Þetta er í annað sinn sem Past- sprengja á blaðamannafundi sem hann stjórnaði og biðu þrír blaða- menn bana í henni og 27 aðrir slösuðust. koma fyrir, sprakk í höndum þeirra í bænum Uali í Kólumbíu á miðviku- dag, að sögn lögreglunnar þar. Onnur sprengja sprakk stuttu seinna við varðstöð lögreglunnar í úthverfi Bogota, og særðust tveir lögreglumenn í henni. Einnig var skotið á lögreglu- mann í Bogota á miðvikudag og þriðja sprengjan sprakk við at- vinnumálaráðuneytið i Medellin. Sprengjan olli töluverðum skemmdum á byggingunni, en eng- inn særðist. Lögreglan telur að skæruliðahópur sem nefnir sig M- 19 hafi staðið fyrir sprengjutilræð- unum. Karpov sigurvegari í Amsterdam Amsterdam, 26. júlí. AP. ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák, varð sigurvegari á skákmótinu í Amsterdam. Gerði hann jafntefli við Jan Timman í síðustu umferð og hlaut þannig 7 vinninga. Vann hann fjórar skákir og gerði sex jafntefli, en tapaði engri skák. Timman varð í öðru sæti með 6'A vinning. Vann hann þrjár skákir, gerði fimm jafntefli, en tapaði einni skák. Suöur-Afríka: Athafnir hafa ekki fylgt ordum eftir síöustu ákvarðanir stjórnarinnar , 26. jálf. AP. VESTRÆN lönd sem mörg eiga mikilla hagsmuna að gæta í Suður- Afríku, hafa fordæmt stjórnina vegna siðustu aðgerða hennar, sem gerir landið nánast að lögregluríki. Hins vegar hafa athafnir ekki fylgt orðum nema hvað snertir Frakka. Eins og sagt hefur verið frá í vikunni tilkynnti stjórn Mitterrands á miðvikudaginn að Frakkar hefðu ákveðið að kalla heim sendiherra sinn í S-Afríku og myndu ekki fjárfesta frekar í landinu. Þeir kröfuðust einnig fundar ( Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna og að stjórnin í Pretoríu yrði fordæmd vegna stefnu sinnar. Brezka stjórnin, sem á aðild breytingu þar á. Vestur-Þjóð- að þriðjungi allrar erlendrar fjárfestingar í Suður-Afríku, er mjög andsnúin því að beitt verði efnahagslegum þvingunum. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra hefur sagt að Bretar muni halda stefnu sinni til streitu og engar ráðstafanir gera. Hattersley, leiðtogi stjórnarandstöðunnar i neðri málstofunni sagði í gær að Margaret Thatcher væri ekki fær um að skilja hversu miklu það skipti að Bretar tækju sið- ferðilega forystu í málefnum Suður-Afríku. Vestur-Þjóðverjar eru sömu- leiðis á móti refsiaðgerðum og hafa ekki í hyggju að gera neina verjar koma næstir Bandaríkja- mönnum varðandi sölu útflutn- ingsvara til Suður-Afríku. Þeir seldu þangað vörur á sl. ári fyrir um 4,8 milljarða þýzkra marka. Belgiska stjórnin hefur látið f ljós undrun með þá ákvörðun Frakka sem að framan er getið, enda eru miklir viðskiptahags- munir í húfi. Tuttugu og þrjú þúsund Belgar starfa i Afrfku og eru ekki fleiri i neinu Afríkuriki. Sviss hefur einnig sterk við- skiptatengsl við Suður-Afríku. Svissneska stjórnin hefur sagt að hún fylgist áhyggjufull með ástandinu, en að öðru leyti hefur ekki verið aðhafst. Norðurlöndin sem ásamt fulltrúum ríkja þriðja heimsins og kommúnista- þjóða hafa haldið uppi hvað hvatskeyttastri gagnrýni á að- gerðir Suður-Afriku, hafa gripið til nokkurra aðgerða en eftir að neyðarástandslögin voru sett hefur ekki heyrzt neitt frá Norð- urlandastjórnum. Hvað varðar samskipti Hol- lands og Suður-Afríka hafa þau verið stirð eftir að suður-afrísk stjórnvöld létu handtaka Klaaes de Jonge frá hollenzka sendiráð- inu í Pretoríu fyrir nokkrum vik- um. Eftir að Hollendingar hót- uðu að kalla heim sendiherra sinn var de Jonge að vísu látinn laus en stjórnvöld halda þeim fullyrðingum sinum til streitu að hann hafi stundað ólöglegan áróður og unnið með „hryðju- verkamönnum" eins og suður- afriska stjórnin hyllist til að nefna andstæðinga kynþátta- stefnunnar. (Byggt á grein David Mason, snúiö JK)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.