Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1985 15 Forsendan fyrir því að hlutafjár- útboðið geti farið fram er að samninnar náist við núverandi eigandi húsnæðisins um kaupverð. Meðan samningaviðræður við hann hafa staðið yfir hefur rekst- ur Listamiðstöðvarinnar stöðvast vegna óvissu um framhald. Rekstrarstöðvunin veldur þvl m.a. að ekki er hægt að svo stöddu að afgreiða umsóknir listamanni um starfslaun úr nýstofnuðun menningarsjóði Listamiðstöðvar innar þar sem 30 fyrirtæki og ein staklingar eiga aðild að, en eins o) áður er fram komið var áforma< aö birta niðurstöður valnefnda eigi síðar en 10. júlí sl. Eru hlutað eigandi beðnir velvirðingar þessu. Til að gera hlutafjárútbo mögulegt á þessu stigi þyrftu a liggja fyrir jákvæðar undirtekti um aðild að fyrirhuguðum rekstr Verður á næstunni leitað eft stuðningi þeirra er ætla má i hafi áhuga á málefninu. Aðstandendur Listamiðstöðva innar vilja láta reyna á það I fulls að hægt er að tryggja áfrar haldandi þróun þessarar men ingarstarfsemi í hjarta borgarin ar. Með 200 ára afmæli Reykjaví urborgar i huga væri sá árang einskonar afmælisgjöf. Með þökk fyrir birtinguna, stjóm Listamiðstöðvarinnar I Höfundur er frnmkvæmdaatjóri IjstamiAsíödvarinnar hf. þeir klöppuðu í messunni og var okkur tjáð aö það hefði ekki gerst fyrr í Stiklarstaðakirkju. Þetta var hátíðleg stund, en önnur ekki síðri var eftir, því síðla sama daga var sungið við kvöld- messu í Niðarósdómkirkju og Ave Maria hljómaði fagurlega um hvelfingar þessarar stórkostlegu kirkju. Lokadagur ferðarinnar 25. júní rann upp. Séra Tómas Guðmunds- son hafði beðið allan hópinn að mæta í Niðarósdómkirkju kl. 6 síðdegis, en gaf enga skýringu á hvers vegna. Allir voru mættir á ákveðnum tíma og var hópnum þá vísað til sætis í lítilli hliðarkap- ellu inni í Dómkirkjunni. Voru nú vaknaðar grunsemdir hjá sumum um tilefnið, sem og kom á daginn, er stjórnandi kórsins, Hilmar Örn Agnarsson, birtist ásamt unnustu sinni, Hólmfríði Bjarnadóttur og með þeim séra Tómas í fullum skrúða. Gifti hann þau og sáu ferðafélagar um sönginn undir- leikaralaus. Var þetta mjög hátíð- leg stund sem líður viðstöddum seint úr minni. Var þetta líka ein- stakt vegna þess að kirkjan er ekki lánuö til svona einkaathafna, en norski presturinn sagði að við mættum fá afnot af henni og það endurgjaldslaust í þakklætisskyni fyrir sönginn í messunni daginn áður. Að hjónavígslunni lokinni var farið á ítalskan veitingastað og snæddur saman ljúffengur kvöld- verður og var það mikil tilbreyt- ing að koma á veitingastað og fá fyrsta flokks þjónustu frá því maður kom inn og þangað til að vera kvödd úti á hlaði. A meðan á kvðldverðinum stóð birtist eigandi staðarins, Benito að nafni, og lék fyrir okkur á garðslöngu, sem hann sveiflaði yfir höfði sér. Hann lék einnig á trompet og söng dúett með Ingveldi Hjaltested. Benito bað okkur að skila innilegum kveðjum til Vigdísar Finnboga- dóttur forseta íslands, en hún sat einmitt á sama stað og brúðhjónin er hún heimsótti veitingastað Benitos þegar hún var á Stikla- stöðum 1983. Einnig bað bygg- ingarfulltrúinn í Verdal fyrir kveðju til Vigdísar forseta og minntist hann eins og svo margir aðrir oft á íslenska forsetann með mikilli virðingu og nutum við þess svo sannarlega að vera á ferð þarna svo stuttu á eftir henni. Móttökur allar í Noregi voru frábærar og gerðu Norðmenn allt til að dvölin yrði sem ánægju- legust. Jón.H.Sigm. 40 ár frá kjarnorkuárásinni í Japan: íslensk kerti á japönskum fljótum UM ÞESSAR MUNDIR eni 40 ár liðin frá því kjarnorkuvopnum var fyrst beitt í styrjöld. Árásanna á Hír- óshíma og Nagasaki verður minnst í ágústmánuði, sérstaklegaii Japan. Vegna tímamótanna er erlend- um samtökum boðið að taka þátt í aðgerðum sem hefjast 2. ágúst og standa til 12. ágúst. Þennan tíma verður efnt til alþjóðlegra funda og ráðstefna auk útifunda og minningarsamkoma, bæði í Hír- óshíma og Nagasaki. Að sögn Em- ils Bóassonar í miðnefnd Her- stöðvaandstæðinga hafa samtökin þegið boð um að senda fulltrúa til að taka þátt í þessum aðgerðum og hefur Guðmundur Georgsson læknir valist til ferðarinnar. „í Japan hefur skapast sú hefð að eftirlifandi fórnarlömb kjarn- orkuárásanna á Híróshíma og Nagasaki kveikja á kertum sem fleytt er niður ár í borgunum til að minnast þeirra sem létust og hafa látist af völdum kjarnorku- árásanna," sagði Emil meðal ann- ars. „Að þessu sinni fljóta einnig íslensk kerti niður fljótið, en þau eru hluti af gjöf frá vistheimilinu að Sólheimum í Grímsnesi til ís- lenskra friðarhreyfinga í minn- ingu þeirra er hafa látið lífið vegna kjarnorkjuárásanna í Jap- Guðmundur Georgsson mun koma kertunum frá Sólheimum á leiðarenda. Klukkan 11 að kvöldi hins 5. ágúst verður kveikt á þeim kertum sem eftir verða og þeim fleytt á Tjörninni í Reykjavík, en þá verða liðin nákvæmlega 40 ár frá því að kjarnorkusprengjan sprakk yfir Híróshíma. Jafnframt munu friðarsamtök í Japan senda nokkur kerti hingað með ósk um að kveikt verði á þeim hérlendis. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðið til landsins tveimur japönskum kjarnorkuvopnaand- stæðingum. Annar þeirra, Toshio Okamura, er frá Híróshíma og var þar 6. ágúst 1945, þá um tvitugt. Hinn er Yoshio Niki læknir, sem um langan aldur hefur annast sjúklinga sem þjást af afleiðing- um kjarnorkuárásarinnar. Gest- irnir eru væntanlegir 7. ágúst og dvelja hér til 11. Meðan á dvöl þeirra stendur munu þeir hitta að máli ráðamenn þjóðarinnar og taka þátt í aðgerðum hér á landi til að minnast 40 ára afmælis kjarnorkuárásanna." Kagna Þórisdóttir afhendir Gnðmundi Bóasson í miðnefnd Samtaka herstttðvaandwtæðintra. Morgunblaftift/Þorkell Georgssyni lækni kerti frá vistheimilinu að Sólheimum. Til hægri situr Fmil EINSTÖK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNI BIKR OG DV 9.6’85 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á 100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ NÝJA SENDINGU AF ESCORT LASER, SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR. ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BÍLUM ER ÓRÁÐ- STAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐ- SKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ KRISTÍNU EÐA ÞORBERG \ SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VIUA TRYGGJA SÉR BÍL. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.