Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Björn, Katrín og Hildur voru staðráðin í að fara aftur í kolkrabbann í tívolíinu. Þórey Sigurðardóttir, húsfreyja á Bjarnastöðum, og dóttir hennar Margrét. Sumar og sól í Hveragerði Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir — Myndir: Þorkell Þorkelsson Jóhanna Hjartardóttir sér um miðaafgreiðsluna í laugina. SUNNLENDINGAR hafa ekki þurft að kvarta undanfarið vegna veðursins og virðist veðurguðinn vera að bæta þeim upp rigning- una, sem var svo til allt sl. sumar. Veðurstofan hefur spáð undanfar- ið 6 til 10 stigum norðanlands á meðan sunnlendingar fá 10 til 15 stig. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins brugðu sér austur fyrir fjall, nánar tiltekið til Hveragerðis, í vikunni í góða veðr- inu og heimsóttu m.a. sundlaug- ina, Eden og tívolíið. í afgreiðslu sundlaugar Hvera- gerðis hittum við fyrst Jóhönnu Hjartardóttur. Hún og bróðir hennar, Þorsteinn Hjartarson, voru tvö við vinnu í sundlauginni, en Þorsteinn sá um gæsluna. Jó- hanna sagði að aðsókn hefði verið mjög góð, en þó hefði nokkur lægð komið í byrjun júlí vegna kulda- kastsins. „Reykvíkingar eru dug- legastir við að koma hér í sund og sólbað, en Hvergerðingar eru mjög latir við að synda. Sundlaug- in hefur auðvitað sína föstu gesti eins og tíðkast og láta þeir sjá sig á hverjum degi. Borgarbúar bregða sér gjarnan austur fyrir fjall um helgar og nota sér þá það sem Hveragerði hefur upp á að bjóða. Hveragerði er líka mátu- lega langt frá Reykjavík og tekur ekki nema u.þ.b. hálftíma að keyra á rnilli." Laugin er opin frá 7.00 á morgn- ana til 20.30 á kvöldin. Á laugar- dögum er opið frá 9.00 til 17.30 og á sunnudögum frá 9.00 til 16.30. Tveir sólbekkr eru til staðar ef hin náttúrulega sól lætur ekki á sér bera, en gufubað er aðeins opið yfir vetrarmánuðina. Jóhanna sagði að lokum að meira hefði bor- ið á útlendingum í fyrrasumar heldur en nú. í heita pottinum við sundlaug Hveragerðis hittum við Þóreyju Sigurðardóttur, húsfreyju að Bjarnastöðum í Ölfusi. Þórey sagðist nota sér laugina frekar lít- ið en líkaði vistin vel í svona ynd- islegu veðri eins og var í Hvera- gerði í fyrradag. „Éger garðyrkju- fræðingur og starfa við það hér í Hveragerði, en veðrið dró mig í laugina í dag. Við Hvergerðingar höfum verið mjög heppnir með veðrið það sem af er sumri og mik- ið hefur verið um ferðafólk hér, bæði útlendinga og fólk af lands- byggðinni." Þórey var með dóttur sína í sundi, Katrínu, 2 ára og sagðist hún koma dálítið oft í sundið. Þrjú ungmenni lágu makinda- lega í góðum heitum pottinum líka og er blaðamaður heilsaði þeim að góðum íslenskum sið, kom í Ijós að heimaland þeirra er Finnland. Þar voru á ferð systurnar Irja og Anja Nykanen og kærasti Irju, Kari Koskela. Anja sagði að hún hefði komið til íslands í apríl og væri við vinnu í garðyrkjuhúsi í Hvera- gerði. Hún fer heim til Finnlands í september. „Jú, mér hefur líkað ljómandi vel a íslandi. Landið er mjög fallegt, fólkið er allt yndis- legt og ég hef verið sérstaklega heppin með veður." Þau Irja og Kari komu sl. sunnudag til landsins gagngert til að heimsækja Önju. Þau ætla að- eins að dvelja hér í viku, en sögðu að þeim líkaði vel við landið það sem af væri heimsókninni. Kari sagðist bíða þess í ofvæni að sjá íslenska eskimóa, en hann hafði ekki fundið neinn ennþá. „Þegar Spánverjar, ítalar og aðrar þjóðir heimsækja okkur í Finnlandi, bú- ast þeir gjarnan við að sjá ísbirni, en venjulega verða þeir að bíta í það súra epli að verða án þess. Ýmislegt broslegt getur komið upp á yfirborðið hjá fólki sem fer til annarra landa í leit að ein- hverju sem þjóðsögurnar segja til um,“ sagði Kari að lokum. Fyrir framan Eden hittum við þau hjónin Hrein Júlíusson og Sigurlínu Káradóttur ásamt dótt- ur þeirra, Hrafnhildi, frá Siglu- firði. Með þeim í samfloti voru hjónin Stefán Björnsson og Hjördís Káradóttir frá Reyðar- firði. Hreinn sagði að ferðinni væri heitið bvert sem sólin færi og hefði hún helst haldið sig sunnan- lands. „Fyrir norðan höfum við Siglfirðingar haft heldur votviðra- samt veður það sem af er sumri og bendir allt til að svo verði eitt- hvað, a.m.k. er þolinmæðin að þrotum komin hvað það varðar. Eigandi Eden, Bragi Einarsson, var ánægður með það sem af er sumri. Við lögðum af stað í fríið sl. föstu- dag og keyrðum fyrst um Snæ- fellsnesið í góðu veðri. Við vorum rétt að renna í hlaðið hér og ætl- um að skoða staðinn aðeins nánar. Síðan er engin ferðaáætlun ákveð- in heldur fer hún algjörlega eftir veðri og vindum. Við ferðumst með tjaldvagna í eftirdragi, sem er mjög þægilegur ferðamáti og gistum við á Þingvöllum í nótt sem leið. Rigningin hefur annað slagið náð í okkur en þá höfum við bara gefið í og keyrt inn í sólina aftur.“ Hjördís sagði að lítið hefði sést til sólar á Austfjörðum og er það af sem áður var. „Líklega vill veð- urguðinn vera sanngjarn og getum við lítið sagt við því.“ Árna Vilhjálmsson og Helgu Magnúsdóttur frá Húsavík hittum við í Eden þar sem þau voru að gæða sér á veitingum. „Við erum orðin ansi langþreytt á veðrinu á Húsavík. Við eigum að venjast því betra, a.m.k. yfir sumarmánuð- ina,“ sagði Árni. „Við erum að hvíla okkur á rigningunni og í leiðinni erum við að sýna barna- börnum okkar tveimur dásemdir Suðurlandsins og svo auðvitað heimsækjum við alla vinina, sem koma undir venjulegum kringum- stæðum til okkar í góða veðrið fyrir norðan. Ætli við dólum ekki áleiðis til Víkur í Mýrdal nú á eft- ir,“ sagði Árni að lokum. Bragi Einarsson, eigandi Eden, sagði að þetta sumar væri hið besta sem komið hefði í mörg ár. Ferðamannastraumur hér hefur vaxið mjög mikið með tilkomu tív- olísins og eins hefur veðrið verið hér með besta móti það sem af er sumri og ekki hefur það dregið úr aðsókninni. „Tívolíið verður aðeins rekið á sumrin og það stendur til að stækka það á næsta ári um helm- ing og bæta við fleiri tækjum. Að- allega er það fjölskyldufólk sem kemur í tívolíið, margir frá Reykjavík og utan af landi. Ég geri ráð fyrir að það fólk, sem ákveðið hefur að ferðast um eigið land, hafi í upphafi bætt Hvera- gerði við þá staði sem heimsækja á, vegna tívolísins, og nýtur því önnur þjónusta hér góðs af. Tívolí- ið hefur mjög vel borgað sig fyrir alla þjónustu hér í sumar, t.d. hef- ur verið tvöföld umsetning hér hjá mér í Eden.“ Um miðaverðið í tívolíinu sagði Bragi að það væri eiginlega of lágt, en miðinn kostar 50 krónur. Bragi sagði að alltaf væri til úrval grænmetis í Eden og væri verðið lægst þar. T.d. kostar kílóið af tómötum 49 krónur og af gúrkum er kílóið 59 krónur. „Fjöldamargar rútur hafa kom- ið hingað með erlenda ferðamenn, en ég hef varla séð til svokallaðra „puttalinga". Erlendu ferðamenn- irnir versla mjög mikið af íslensku ullarvörunum, sem hér eru á boðstólum og finnst þeim líklega verði mjög stillt í hóf því að í Bandaríkjunum er íslensk gæra seld á 100 dollara en hér fæst gær- an á 19 dollara." Bragi sagði að lokum að hann væri mjög bjart- sýnn á að tilkoma skemmtigarðs- ins eigi eftir að bæta mjög alla þjónustu í Hveragerði og umferð um staðinn. í tívolíinu var mikið um dýrðir að vanda. Krakkarnir flýttu sér frá einu tækinu í annað af spenn- ingi og teymdu foreldra sína í miðasölurnar. Friðgeir Kristinsson var á ferð með tvö lítil, þau Margréti, 2 ára, og Ólaf Kristinn, 3 ára. „Við kom- um frá sumarbústað í Þrastaskógi og virðast krakkarnir hér skemmta sér konunglega," sagði Friðgeir og var þar með rokinn af stað. Margrét og ólafur Kristinn máttu hinsvegar ekkert vera að því að rabba við blaðamann þvi næsta tæki beið þeirra og þau máttu ekki neinn tíma missa. Katrín og Hildur, báðar 9 ára og Björn, 13 ára, voru að koma úr kolkrabbanum þegar blaðamaður rakst á þau og voru þau staðráðin í að fara aftur í hann. „Okkur finnst kolkrabbinn skemmtileg- astur. Jú, við vorum aðeins hrædd í byrjun, en svo venst maður þessu. Klessubílarnir eru líka fer- lega skemmtilegir." Katrín og Björn eru frá Akur- eyri og Hildur er af Seltjarnarnes- inu. Þau voru öll á ferðalagi með foreldrum sínum, sem höfðu próf- að kolkrabbann, en síðan ekki þol- að meira og farið í kaffi í Eden. „Hvert okkar keypti miða fyrir 500 krónur og finnst okkur það svolítið dýrt. T.d. þarf að borga meira en einn miða í sum tækin. í kappaksturinn þarf þrjá miða. Okkur finnst einnig of dýrt að kaupa happdrættismiðana fyrir 25 krónur því maður fær svo sjaldan vinning." Síðast hittum við fjölskyldu, sem býr í Svíþjóð en er hér á landi í þriggja vikna fríi. Þórólfur Jóns- son var þar á ferð með sænska konu sína, Kerstin Almqvist, og fjögurra ára dóttur þeirra, Helgu. Einnig var vinur þeirra, Þórir Indriðason, 11 ára, með í förinni. Þórólfur sagði að sér þætti tívolíið mjög skemmtilegt. „Mér finnst hinsvegar vanta trjágróður og eins mætti skemmtigarðurinn vera stærri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.