Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Minning: Hjörtur Jóhanns son Laugaskarði Fæddur 12. nóvember 1925 Dáinn 21. júlí 1985 Hjörtur fæddist á Kirkjubæj- arklaustri á Síðu, sonur hjónanna Jóhanns Sigurðssonar bónda þar og konu hans Jóhönnu Margrétar Magnúsdóttur. Þau hjón voru bæði skaftfellskra ætta. Þegar Hjörtur var rúmlega ársgamall fluttu foreldrar hans að Núpum í Öifusi. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi og vandist sveitastörfum að þeirra tíðar hætti. Hjörtur fór til náms að Héraðsskólanum á Laugarvatni og að því námi loknu stundaði hann nám við Iþróttakennaraskólann þar og lauk því námi árið 1946. Að því loknu settist hann að í Hvera- gerði og gerðist forstöðumaður héraðssundlaugarinnar á Laugar- skarði. Jafnframt kenndi hann við barna- og unglingaskólann í Hveragerði, bæði sund, fimleika og fjölda annarra greina, enda var hann fjölþættum gáfum gæddur. Hann tók við forstöðu sundlaugar- innar úr höndum Lárusar J. Rist, sem var hinn mesti áhugamaður og lyfti sannkölluðu Grettistaki, ásamt ungmennafélaginu, við fyrstu uppbyggingu sundlaugar- innar, en það starf hófst árið 1937. Það var árið 1946 sem Hjörtur tók við forstöðu sundlaugarinnar því er ekki að leyna að þrátt fyrir eldlegan áhuga frumherjanna var þar margt af vanefnum gert og mikið verk framundan. Árið 1964 var tekið í notkun ný sundlaugarbygging. Er þar að finna hina ákjósanlegustu að- stöðu, böð af öllum gerðum og annað er að heilsurækt lýtur. Þetta hús gegndi og öðrum hlut- verkum. Um árabil var þar einnig aðsetur gagnfræðaskólans í Hveragerði. Þótt þröngt væri setið var samkomulag ætíð hið besta. Mér er kunnugt um það að þessi bygging og framgangur hennar og þróun var Hirti mjög hugleikin og ekkert til sparað af hans hendi til að allt mætti þar sem best fara. Sundlaugin sjálf hefir verið snar þáttur í lífi flestra Hvergerð- inga og raunar fjölda annarra. Andi og viðmót hefir mjög mótast af stjórnanda og þangað hefir ver- ið gott að sækja. Þá má ekki gleyma þætti Hjart- ar við hátíðahöld 17. júní, sem far- ið hafa fram við sundlaugina að hluta, ár hvert um langt skeið. Var hann jafnan boðinn og búinn og vildi hvers manns vanda leysa. Hjörtur kvæntist 19. nóvember 1949, Margréti Þorsteinsdóttur, dóttur Þorsteins Jónssonar á Ljósalandi í Hveragerði og konu hans Agnar Sigfúsdóttur. Þau eru bæði húnvetnskra ætta, og er þar margt fólk er setti svip á samtíð sína, af greind og gjörvileika. Börn þeirra eru þrjú, Ester f. 25. febrúar 1952, íþróttakennari og er hann kvæntur Ernu Ingvarsdóttur og eiga þau eina dóttur unga. Jó- hanna f. 28. september 1964 stúd- ent, stundar nú nám við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. Þau systkinin eru öll hið mesta atgervisfólk og bera foreldrum sínum og uppruna gott vitni. Heimili sitt settu þau Hjörtur og Margrét fyrst í lítilli íbúð sem fylgdi gamla sundlaugarhúsinu, en árið 1955 byggðu þau sér íbúð- arhús nokkuð fyrir ofan sundlaug- ina. Er þar víðsýnt til allra átta, en innan dyra ríkti gestrisni og hlýja sem mótaðist af þeirri ein- lægni sem sumum er gefin, en verður ekki lærð. Hjörtur átti mörg áhugamál utan starfs síns. Hann átti lengi sæti í stjórn héraðssambandsins „Skarphéðinn" og var óspar á tíma sinn í þess þágu. Tónlistargáfur hafði hann góð- ar, lék á hljóðfæri og söng um ára- tuga skeið í kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar. Lengst af var hann heilsuhraustur og léttur á fæti, vel meðalmaður á hæð, fremur grannholda, og vel á sig kominn. Ekki mun þeim er þekktu Hjört og sáu hann glaðan og reifan um síðustu jól og áramót hafa rennt grun í að hann yrði allur á miðju sumri. Nokkru eftir áramót veiktist hann og fór síðan í sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Þungbær veikindi bar hann með því æðruleysi er honum var gefið og uppgjöf og vonleysi var ekki á honum að finna, fremur en hjá forföður hans séra Jóni Stein- grímssyni, er hann einn kennim- anna í eldsveitum hélt tryggð við söfnuð sinn á hverju sem gekk. Hjörtur átti í senn vináttu og virðingu nemenda sinna og allra er honum kynntust. Hann var skemmtilegur í viðræðu, sagna- maður góður, hafði glöggt auga fyrir ýmsu broslegu og sagði frá af glettni og hýrleika. Þessi heilsteypti og góði dreng- ur er horfinn af sviðinu, en svo skal líf fram ganga og verður ekki að gert. En minning samferða- manna um hann mun lengi lifa. Ég og kona mín og börn þökkum honum órofa tryggð og vináttu. Betri granna getur ei. Margréti og börnum þeirra og ættingjum öllum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Axel V. Magnússon í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Hveragerðiskirkju, vinur minn og mágur, Hjörtur Sigurður Jó- hannsson, kennari, en hann lést í Borgarspítalanum þann 21. júlí sl., langt fyrir aldur fram. Hann hafði undanfarna mánuði verið að berj- ast við sjúkdóm þann sem lækna- vísindin hafa enn ekki náð fulln- aðartökum á. Batahorfur voru þó nokkrar á tímabili, en skyndilega syrti í álinn. Foreldrar Hjartar voru Jó- hanna Magnúsdóttir og Jóhann Sigurðsson frá Núpum í Ölfusi. Systkini: Ragnheiður, Helgi, Sig- geir, Ingólfur, Gunnlaugur, Gyð- ríður, Ingigerður og Lárus en tvö þau síðastnefndu eru bæði látin. Á mínum bernsku- og uppvaxt- arárum hér í Hveragerði, átti ég því láni að fagna að inn í fjöl- skylduna tengdist ungur og glæsi- legur maður, Hjörtur nokkur frá Núpum í Ölfusi, íþróttakennari að mennt, en hann hafði verið ráðinn sem sundkennari og umsjónar- maður að sundlauginni í Lauga- skarði, auk íþróttakennslu við Barna- og unglingaskólann í Hveragerði. Hjörtur og systir mín, Margrét, tengdust snemma þeim trúnaðarböndum sem aldrei bar skugga á, einstaklega samhent hjón, sem alltaf var gott að leita til, vildu gera gott úr öllum hlut- um og hvers manns vanda leysa. Börn þeirra eru: Ester, Þorsteinn Georg og Jóhanna Margrét. Þor- steinn er kvæntur Ernu Ingvars- dóttur og eiga þau eina dóttur, Álfhildi að nafni. Mannkostir og hæfileikar Hjartar komu strax í ljos. Hann var fyrirmyndin sem allir litu upp til og báru virðingu fyrir. Hann var og algjör reglumaður á áfengi og tóbak. Til Hjartar var alltaf hægt að leita með sín mál, maður- inn var alltaf jafn yfirvegaður og úrræðagóður og gaf sér alltaf tíma til að ræða málin. Það var því eng- in furða, að á Hjört hlóðust allra handa störf sem hann síðan vann ötullega að. Hér var um að ræða ýmiss konar störf og nefndir á vegum hreppsins, auk starfa að íþróttamálum. Fram í huga minn streyma ótal minningar um Hjört. Hann var allt í senn, vinur, mág- ur, félagi; vinnuveitandi og upp- fræðari. Á uppvaxtarárum minum var Laugaskarð mitt annað heim- + Drengurinn okkar, BJÖRGVIN KÁRASON, er látinn. Kristín Björgvinsdóttir, Kóri Kaaber. t Móöir okkar, INGVELDUR EINARSDÓTTIR, Breíðvangi 57, Hafnarfiröi, lést í Sólvangi 25. Júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. + Móöir okkar, INGIBJÖRG KORTSDÓTTIR, andaöist á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar þann 26. júií. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Fyrir hönd barna hinnar látnu, Sveinfríöur Sveinsdóttír. Fóstra okkar. + SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Baröavogi 36, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Helga Hjólmtýsdóttir. Bjarni Hjólmtýsson. + Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR, óöur til heímitis Álfheimum 21, Reykjavík, lést 16. júlí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Þökkum sýnda samúö. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir hlýju og góöa umönnun. Halldór Christensen, Elín Jónsdóttir, börn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HELGI STEFÁN JÓSEFSSON, Smáratúni 15, Keflavík, er lést 21. júlí, veröur jarösunginn mánudaginn 29. júlí, kl. 14.00, frá Keflavíkurkirkju. Gyöa Helgadóttir, Þóra Helgadóttir, Björn Helgason, + Móöir okkar og tengdamóöir, LOVÍSA JÓNSDÓTTIR, fró Hrísey, andaöist 24. júlí. Minningarathöfn veröur í Þjóökirkjunni í Hafnar- firöi þriöjudaginn 30. júli kl. 10.30. Jarösett veröur í Hrísey miövikudaginn 31. júlí kl. 14.00. Jón Áskelsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Ásgeir Áskelsson, Jóhanna Bogadóttir, Agnar Áskelsson, Bjarnveig Guömundsdóttir, Zophanius Áskelsson, Þórhildur Jóhannesdóttir, Gyöa Áskelsdóttir, Jón Þ. Einarsson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR GREIPSSON, fyrrv. skólastjóri, Haukadal, veröur jarösunginn frá Skálholtskirkju, laugardaginn 27. júlí kl. 13.30. Jarösett veröur í Haukadal. Bílferö frá BSI kl. 11.00, meö viökomu í Hverageröi kl. 12.00. og kl. 12.30. úr Fossnesti. Fyrir hönd vandamanna, synir, tengdadætur og barnabörn. + Útför eiginmanns mins, MAGNÚSAR S. JÓNSSONAR bókbindara, Sólheimum 35, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júli kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeir sem viidu minnast hins látna eru vinsamlegast beönir aö láta líknarsjóöi njóta þess. Oddrún Einarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samuö og vinarhug viö andlát og jaröarför, INGVELDAR MAGNÚSDÓTTUR, fyrrum Ijósmóöur, Vorsabæ, Skeiöum. Systkinin fró Vorsabæ og systkinabörn hinnar lótnu. + Þökkum hjartanlega samúö, vináttu og hlýju viö andlát og útför, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR, Álfheimum 16. Guö blessi ykkur öll. Sigríöur Guömundsdóttir, Þóröur Halldórsson, Jóna Guömundsdóttir, Ragnar Júlíusson, Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smóri Hermannsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.