Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1985 5 Skákþing Norðurlanda: Jóhanni nægir jafntefli til að öðlast stórmeistaratitil í síðustu umferðinni í Gjövik (•iövik í Noreffi. 25. iúlí. Frá Áskeli Erni Kárasvni. fréttamanni Monmnblaðsins. (ijövik í Noregi, 25. júlí. Frá Askeli Erni Kárasyni, fréttamanni Morgunblaösins. JÓHANN Hjartarsson og Helgi Ólafsson báru báðir sigur úr býtum í 10. og næstsíðustu umfcrð í landliðsflokki á Skákþingi Norðurlanda í Gjövik. Jóhann vann Jens Chr. Hansen frá Færeyjum og Helgi vann Danann Öst-Hansen. Jóhanni nægir því jafntefli í síðustu umferð mótsins til að öðlast stórmeistara- titil. Önnur úrslit í 10. umferð voru þau að Helmers og Agdestein gerðu jafntefli og sömuleiðis Máki og Schiissler og Wiedenkeller og Westerinen, en skák Yrjöla og Curt Hansen fór í bið. Staðan í mótinu þegar ein umferð er eftir er sem hér segir: Efstir og jafnir eru Jó- Mjólkursala dróst saman um 8,17% í júní SALA flestra tegunda mjólkurvara dróst saman í júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. I'annig minnkaði sala mjólkur um 303 þúsund lítra, eða 8,17%. Sala á rjóma minnkaði um 15,29% skyri um 9,13% smjöri/- smjörva 24,72% og ostum 9,79% svo nokkrar helstu tegundirnar séu nefnd- ar. Innvegin mjólk minnkaði lítillega, eins og áður hefur komið fram, eða um 105 þúsund lítra, sem er 0,89% sam- dráttur. í maí varö nokkur aukning í mjólkursölu, og mjólkurframleiðslu, en raddir voru uppi um að um mán- aðamótin maí/júní hefði staðið þannig á dögum að þessir mánuðir væru ekki fyllilega sambærilegir við fyrra ár. Ef litið er á þessa tvo mán- uði saman kemur í ljós að heildar- innviktunin er 1,55% meiri en sömu mánuði í fyrra, en sala á mjólkur- vörum svipuð, til dæmis er mjólk- ursalan 0,12% minni en sömu mán- uði í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins hefur mjólkurframleiðslan aukist um 894 þúsund lítra, eða 1,64%. Sala mjólkurvara hefur aftur á móti dregist saman. Til dæmis minnkaði seld mjólk um 438 þúsund lftra, eða 1,92%, skyr um 3,92%, smjör/smj- örvi um 2,34%, og ostar um 0,80%. Aukning varö í einstaka tegundum, svo sem rjóma, 2,37% og jógúrt 0,38%. Ef litið er á allt verðíagsárið, það er september til júní, kemur enn meiri samdráttur fram: Sala á mjólk hefur dregist saman um 1.131 þús- und lítra, eða 2,95%. Sala á skyri minnkaði líka á þessu tímabili en salan jókst hins vegar heldur á flest- um öðrum tegundum, ef litið er á þetta 10 mánaða tímabil. hann og Agdestein með l'k vinn- ing. í þriðja sæti er Helgi Ólafsson með 7 vinninga. í fjórða sæti er Helmers með 6 vinninga. í 5. til 6. sæti eru Yrjöla og Curt Hansen með 5 vinninga og biðskák. Schússler er í 7. sæti með 4Vfe vinn- ing. í 8. sæti er Wiedenkeller með 4 vinninga. í 9. til 11. sæti eru Máki, Öst-Hansen og Westerinen með 3 'k vinning. í 12. sæti er Jens Chr. Hansen með 2 vinninga. Færeyingurinn Jens Chr. Han- sen hefur sýnt það á mótinu, að hann er ekki auðsigraður og Jó- hann var ekki of viss fyrir skákina að honum tækist að vinna. En þeg- ar til kom var þetta fremur auð- veldur sigur í 30 leikjum hjá Jó- hanni. Um skák Helga er það að segja, að hann var með hvítt eins og Jóhann, en fékk ekkert sérstakt frumkvæði út úr byrjuninni og stóð lakar um tíma. Honum tókst þó að notfæra sér tímahrak Danans er líða tók á skákina og sigra. Eins og áður segir þýða þessi úrslit í 10. umferðinni að Jóhann þarf aðeins jafntefli út úr síðustu umferðinni til þess að ná lokaáfanga að stór- meistaratitli. Jóhann teflir í síð- ustu umferðinni við Harry Schússl- er frá Svíþjóð og er Jóhann með svart. Helgi verður með hvítt gegn Jens Chr. Hansen frá Færeyjum. Agdestein teflir við Finnan Yrjöla í síðustu umferðinni, en talsverðar líkur eru á að þeir Jóhann, Helgi og Agdestein verði þrír efstir og jafn- ir á mótinu þegar upp verður stað- ið. Ef fleiri en einn verða í efsta sæti mótsins hefur verið ákveðið að úrslitakeppnin verði með því sniði að tefldar verða hálftíma-skákir milli þeirra efstu. Þetta er mjög óvenjulegt og hefur mælst mis- jafnlega fyrir meðal keppenda. Hefur Helgi þegar lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í slíku einvígi. Af öðrum íslendingum á Skák- þingi Norðurlanda er það að segja að í meistaraflokki, þar sem átta umferðum af níu er lokið, er Áskell Örn Kárason með 5 vinninga. Þröstur Árnason er með 4 vinninga og þeir Jóhannes Ágústsson og Tómas Gestsson með 3'k vinning. I opnum flokki, þar sem einnig er lokið 8 umferðum af 9, eru þeir Jón Þór Bergþórsson, Magnús Sigur- jónsson og Einar óskarsson allir með 4 vinninga. John F. Lehman, flotamálaráðherra Bandaríkjamanna, Marshall Brement, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, og Pamela Brement sendi- herrafrú. Bandaríski sjóherinn heiðrar Marshall Brement sendiherra FYRIR SKOMMU heiðraði flotamálaráðherra Bandaríkjanna fráfarandi sendiherra þeirra á íslandi, Marshall Brement, fyrjr störf hans hér í þágu samskipta íslendinga og Bandaríkjamanna og fyrir það sem sendiherrann hefði lagt af mörkum til að auðvelda bandaríska flotanum að sinna skyldum sínum í þágu varna íslands og norðurvængs Atlantshafs- bandalagsins, eins og segir í frétta- tilkynningu um þennan atburð frá Menningarstofnun Bandaríkjanna f Reykjavík. John F. Lehman, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, afhenti Marshall Brement æðsta heiðurs- merki sjóhersins, sem veitt er óbreyttum borgara fyrir störf í al- mannaþágu (U.S. Navy’s Distin- guished Public Service Medal) við hátíðlega athöfn í bækistöðvum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Við afhendinguna sagði Lehman meðal annars að heiðursmerkið hefði einungis verið veitt fjórum mönnum síðastliðin fimm ár og Brement væri fyrsti sendiherrann sem yrði þessa heiðurs aðnjótandi um langt árabil. Ráðherrann fór lofsamlegum orðum um störf Brem- ents sem sendiherra. Ennfremur lagði hann áherslu á mikilvægi Is- lands í varnarkeðiu Vesturlanda. Nær þriðjungs samdráttur í sölu kinda- kjots í juni í JÚNÍ seldust 458 tonn af kindakjöti innanlands. Kr það 210 tonnum, eða nærri þriðjungi, minna en í júní á síð- asta ári. Það sem af er verðlagsárinu, þ.e. undanfarna 10 mánuði, hefur kindakjötssalan verið 787 tonnum minni en á sama tíma á síðasta ári. í júní seldust 381 tonn af dilka- kjöti (551 tonn í fyrra) og 77 tonn af kjöti af fullorðnu (118 t.). Samtals gera þetta 458 tonn á móti 668 tonn- um í fyrra og er samdrátturinn því 210 tonn eða 31,5%. Á tímabilinu frá 1. september til 30. júní seldust hér innanlands 6.635 tonn af dilkakjöti (7.199 t.) og 1.374 tonn af kjöti af fullorðnu (1.596 t.). Samtals seldust því 8.008 tonn af kindakjöti á móti 8.795 á sama tímabili á síðasta verð- lagsári og nemur samdráttur í sölu þetta tímabil 787 tonnum, eða 9%. Ur landi voru flutt 2.216 tonn á móti 3.539 tonnum á sama tíma í fyrra. Vegna mikils samdráttar i slátrun sl. haust voru birgðir þann 30/6 3.500 tonn, eða lítið eitt minni en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í innanlandssölu og út- flutningi. 1. Veðdeild Iðnaðarbanka íslands hf. býður út verðtryggð skuldabréf, 2. flokk 1985, kr. 25.000.000,00. Verðgildi hvers bréfs er kr. 50.000,00 og eru bréfin 500 talsins. 2. Bréfin verða fyrst og fremst afhent: a) Byggingaverktökum íbúðarhúsnæðis og framleiðendum einingahúsa, í skiptum fyrir verðtryggð skuldabréf á hendur kaupendum fasteigna. b) Fyrirtækjum, sem vilja selja skuldabréf á verðbréfamarkaði með milligöngu banka. 3. Viðskiptamenn selja bréfin á verðbréfamarkaði og ræðst sölugengi bréfanna því af ávöxtunarkröfu markaðarins. 4. Bréfin verða gefin út á nafn og bera 2% fasta vexti p.a. Afborganir höfuðstóls og vextir eru verðtryggðir samkvæmt lánskjaravísitölu. Bréfin eru til 5 ára, með jöfnum árlegum afborgunum. Gjalddagar eru 10. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 10. júlí 1986. 6. 7. Greiðslustaðir afborgana eru afgreiðslustaðir Iðnaðarbanka Islands hf. og getur kröfuhafi vitjað greiðslu gegn framvísun bréfs. Sé þess óskað, mun bankinn sjá um innheimtu bréfsins og ráðstafa afborgunum samkvæmt ákvörðun eiganda, honum að kostnaðarlausu. Einnig má fela öðrum bönkum eða sparisjóðum bréf til innheimtu. Verði afborgunar ekki vitjað á réttum gjalddaga, mun Veðdeildin greiða kröfuhafa dagvexti frá gjalddaga bréfsins til greiðsludags, og eru vextimir hinir sömu og á almennum sparisjóðsreikningum, eins og þeir eru á hverjum tíma. Til tryggingar bréfunum eru eignir og tekjur Veðdeildar Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar bankans sbr. 36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr. 62/1982. Skattaleg meðferð bréfanna fer að gildandi reglum um skattalega meðferð skuldabréfa. Bréfin eru stimpilfrjáls. Útibú bankans taka við umsóknum og veita nánari upplýsingar. Reykjavík, 24. júlí 1985, Iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.