Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 4
4 MOftGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Samningar um kaup Landsvirkjunar á Kröflu undirritaðir Grundvallarforsenda að raforkuverð frá Landsvirkjun muni ekki hækka SAMNINGUR ríkisins og Landsvirkjunar um kaup Landsvirkjunar á Kröflu var undirritaður í gærmorgun af Sverri Hermannssyni, iðnaðarráðherra, og Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og dr. Jóhannesi Nordal, stjórnarformanni Landsvirkjunar, og Halldóri Jónatans- syni, forstjóra, fyrir hönd Landsvirkjunar. Kigendur Landsvirkjunar eru auk ríkisins, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær. Á blaðamannafundi, sem hald- Jóhannes sagði að ekki væri inn var í tilefni af samningnum, ráðgert að hefja neinar fram- kynntu forráðamenn helstu atriði samningsins. Landsvirkjun fær Kröfluvirkjun til eignar og rekst- urs frá og með 1. janúar 1986. Virkjunin er seld í því ástandi sem hún er í og fylgir kaupunum réttur til hagnýtingar á raforkufram- leiðslu, allt að 70 mW afli, en Kröfluvirkjun framleiðir nú 30 mW og gert er ráð fyrir 60 mW ef báðar samstæður eru gangsettar. Kaupverðið, sem greiðist með skuldabréfi til 25 ára, er samtals 1.170 milljónir króna miðað við verðlag í apríl 1985. Heildarskuld- ir Kröfluvirkjunar námu 3.207 milljónum króna hinn 1. apríl sl., en þær hafa til þessa verið færðar undir sérstökum lið á ríkisreikn- ingi. Samhliða sölunni mun ríkis- sjóður yfirtaka skuldir umfram kaupverð, samtals 2.037 milljónir króna. Kaupverð Kröfluvirkjunar er miðað við mannvirki og rekstr- armöguleika, eins og þeir eru að óbreyttum aðstæðum, og að kaup virkjunarinnar vajdi ekki hækkun á almennu raforkuverði í landinu. Með tilliti til þessa er samið um tiltekna áhættuskiptingu milli að- ila í sambandi við hugsanlegt tjón á virkjuninni af völdum jarðhrær- inga, eldsumbrota eða annarra náttúruhamfara. Ríkissjóður mun bæta Landsvirkjun meiriháttar tjón, þ.e. tjón umfram 40 milljónir króna hverju sinni eða 200 millj- ónir alls, en minna tjón en þetta verður á eigin áhættu Landsvirkj- unar. Áhætta ríkisins takmarkast þó við ógreiddar eftirstöðvar kaupverðsins hverju sinni. kvæmdir á næstunni á Kröflu- svæðinu á vegum Landsvirkjunar. Samningurinn segir til um að kaupin geti gengið til baka ef virkjunin yrði algjörlega órekstr- arhæf af völdum náttúruhamfara. Ef slíkt myndi koma til á kaup- tímabilinu myndu eftirstöðvar verðsins falla niður, en þó hefði það engin áhrif á það sem Lands- virkjun hefði greitt fram að þeim tíma. Gerðar verða breytingar á skipulagi, rekstri og starfsmanna- haldi við Kröfluvirkjun, sem nauðsynlegar eru til hagræðingar. Starfsmönnum Kröfluvirkjunar er tryggður forgangsréttur til ráðn- ingar til starfa við virkjunina fyrir Landsvirkjun, en þó verður starfsfólki fækkað. „Formlegar uppsagnir munu berast starfsmönnum Kröfluvirkj- Samningur um kaup Landsvirkjunar á Kröflu var undirritaður í gærmorgun í ráðherrabústaðnum i Reykjavík. Myndin sýnir, sitjandi frá vinstri, fulltrúa Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson og Jóhannes Nordal og hins vegar fulltrúa rikisstjórnarinnar, Sverrir Hermannsson og Albert Guðmundsson. Standandi eru frá vinstri: Knútur Ottestedt, svæðisstjóri Landsvirkjunar á Norðurlandi, Elías Elíasson yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Hjörtur Torfason, lögfræðingur, Páll Flyering, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins, Halldór J. Kristjánsson, lögfræðingur iðnaðarráðuneytisins, Guðmundur Malmquist, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins og Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri. unar 1. september en þá verður jafnframt búið að taka ákvörðun um endurráðningar, þannig að ekki mun skapast óvissutímabil um mannaráðningar," sagði Sverrir. Starfsmannamálið verður tekið fyrir strax eftir helgina í ráðuneytinu og verða væntanlega fundir með starfsmönnum nyrðra í næstu viku. 1 tengslum við sölu Kröfluvirkj- unar og með tilliti til þess að Landsvirkjun er nú þegar eigandi og rekstraraðili að jarðgufuafl- stöðinni í Bjarnarflagi í Suður- Þingeyjarsýslu, eru aðilar sam- mála um að taka upp viðræður um möguleika á því að Landsvirkjun kaupi af ríkisstjórninni eignir Jarðvarmaveitna ríkisins í Bjarn- arflagi og jarðhitaréttindi á því svæði og taki við gufuveitunni þar til eignar og rekstrar. Sverrir Hermannsson og Jó- hannes Nordal voru sammála um að grundvallarforsenda fyrir samningsgerðinni væri að kaup Landsvirkjunar á Kröfluvirkjun yrði ekki til þess að valda hækkun á orkuverði frá Landsvirkjun. Jóhannes sagði að mikilvægasti ávinningur kaupanna væri að Krafla væri nú komin inn í sam- rekstrarkerfi Landsvirkjunar. „Margs konar óhagræðing hefur verið af því að hafa Kröflu sem sjálfstæða einingu. Nú verður hægt að að leggja niður stjórn Kröflu í núverandi mynd og leiðir það því af sér minni rekstrar- kostnaö. Krafla mun heyra undir svæðisstjórn Norður- og Austur- lands, sem er á Akureyri. Einnig skiptir það miklu máli að ef kem- ur til stækkunar Kröfluvirkjunar verði tímasetning þeirrar stækk- unar ákveðin m.t.t. heildarþarfa kerfisins, en ekki bara Kröflu- virkjunar einnar." Borgarstjóra heimilað að ganga frá samningi um sölu Hafnarbúða BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að gefa borgarstjóra fulla heimild til að ganga frá samningi á grundvelli kauptilboðs, sem fjármálaráð- herra gerði fyrir hönd ríkissjóðs í Hafnarbúðir. Var tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Heimildin er bundin þeim fyrir- vara, að takast megi að tryggja núverandi starfsmönnum í Hafn- arbúðum áframhaldandi starfs- réttindi, ef þeir óska að starfa áfram á staðnum, og jafnframt að samkomulag verði um vistun þeirra sjúklinga, sem nú eru i Hafnarbúðum, svo og rekstur dagdeildar. Jafnframt er gert ráð fyrir að samkomulag takist um aðgang þjónustuhóps aldraðra að tilteknum fjölda rúma til bráða- birgðavistunar öldrunarsjúklinga. í samþykki borgarráðs er tekið fram, að húsið verði ekki afhent fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 1986. Þá er tekið fram, að búnaöur, sem merktur er Borgarspítalanum, fylgi ekki með í kaupunum. í sam- þykki borgarráðs er ennfremur áskilið, að í tengslum við samning- inn verði staðfest, að framan- greind kaup hafi engin áhrif til lækkunar á framlög ríkissjóðs til B-álmu Borgarspítalans, saman- ber samning undirritaðan af heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, fjármálaráðherra og borg- arstjóra, 2. apríl 1984. Fjármálaráðherra: Hafnar álitsgerð utanríkisráðuneytis Framleiðsluráð landbúnaðarins krefst eyðingar kjötsins „ÁLITSGERÐIN, sem utanríkisráðuneytið vitnar til í sambandi við inn- flutning á hráu kjöti til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefur ekki gildi í mínum augum. Það er fjármálaráðherra sem fer með tollamál, ekki utanríkisráðherra," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Álitsgeröin sem ráðherra vísar til er samin af Benedikt Sigurjónssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, fyrir utanríkis- ráðuneytið, sem fer með öll málefni er varða varnarliðið. en það er ljóst get ég ekkert um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins gerði í gær þá kröfu til Jóns Helgasonar, dómsmála- og land- búnaðarráðherra, að kjötinu, sem í fyrrakvöld var flutt til Keflavíkurflugvallar, yrði eytt þegar í stað, enda væri sá inn- flutningur ólöglegur. Jón Helga- son sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann myndi láta at- huga þetta mál. Hann sagðist oft hafa rætt það við utanríkisráð- herra og óskað eftir að kannað yrði hvort ekki væri hægt að selja innlent kjöt á Keflavíkur- flugvelli. „Þarna er líka ákveðin sjúkdómahætta, sem hafa verð- ur í huga,“ sagði Jón Helgason. Um hvort hann myndi beita sér fyrir því að kjötinu, sem kom með Rainbow Hope, yrði eytt, sagði ráðherrann: „Það er meðal annars það, sem ég mun láta kanna lagagrundvöll fyrir. Fyrr þetta sagt.“ Albert Guðmundsson sagði ekkert það hafa komið fram enn, sem benti til að kjötinnflutning- ur varnarliðsins samrýmdist ís- lenskum lögum. „Lögfræðingum mínum, til dæmis jafn hæfum mönnum og Árna Kolbeinssyni og Sigurgeir Jónssyni, ber sam- an um að þetta sé ólöglegt," sagði hann. „Ég held að það sé enginn á annarri skoðun nema Benedikt Sigurjónsson og hans túlkun hefur áður verið röng. Kjarni málsins er sá, að Banda- ríkjamenn verða að fara að ís- lenskum lögum rétt eins og við þurfum að fara að þeirra lögum, þegar það á við. Verði hrámeti í næstu sendingu Rainbow Hope þegar það kemur til landsins, fer það ekki frá borði.“ Hann vitnaði til áskorunar Framleiðsluráðs landbúnaöarins og sagðist hafa orðið var við að undirtektir al- mennings væru mjög á sama veg: „Þessi afstaða okkar hér í fjármálaráðuneytinu hefur mælst mjög vel fyrir. Það hef ég fundið greinilega í dag,“ sagði fj ármálaráðherra. Lögfræðileg greinargerð Bene- dikts Sigurjónssonar, sem utan- ríkisráðuneytið vitnar til, er frá því í ágúst 1984. Á árinu 1976 sömdu Árni Kolbeinsson, núver- andi ráðuneytisstjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, og Sigurgeir Jónsson, starfsmaður fjármála- ráðuneytisins, álitsgerð um inn- flutning varnarliðsins á kjöti, en þá skiptust utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið á skoðun- um um það mál í tilefni af deil- um um innflutning á kjúklingum til landsins á vegum annarra en varnarliðsins. Gin- og klaufaveiki hefur ekki orðið vart í Bandaríkjunum í um hálfa öld, að því er Páll A. Páls- son yfirdýralæknir sagði í sam- tali við Morgunblaðið. „Það verður að segjast eins og er,“ Morgunblaðið/Einar Falur Kjötvörur í einum frystigámanna sem skipað var upp úr Rainbow Hope í fyrradag. Fremst á myndinni eru þeir Brynjólfur Karlsson tollvörður og Baldvin Magnússon, fulltrúi umboðsmanna skipsins hér. í kössunum er m.a. nautakjöt, kalkúnar, pönnukökur og pylsur. sagði yfirdýralæknir, „að varn- arliðið hefur sýnt mikla aðgæslu í sambandi við þennan innflutn- ing sinn og hann er undir stöð- ugri smásjá. Hérlendis hefur kjöt þeirra ekki valdið vandræð- um í um þrjátíu ár, eða eftir að farið var að sjóða alla afganga, sem fara út af vellinum og eru notaðir í svínafóður. Hitt er svo annað mál, að eitthvað af þessu kjöti fer út af vellinum aftur, til dæmis með varnarliðsmönnum sem búa utan vallarins. Það er og hefur alltaf verið höfuðverk- ur.“ Samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórna íslands og Banda- rikjanna frá 1974 eiga allir vam- arliðsmenn að búa innan vall- arsvæðisins. Yfirdýralæknir sagði það sína skoðun, að samkvæmt lögunum frá 1928 væri innflutningur hrámetis varnarliðsins, sem tíðkast hefur sfðan 1951, ólögleg- ur. „Það hefur oft verið reynt að stöðva þetta og fegnastur yrði ég ef þessi innflutningur hætti al- veg. Þá fyrst værum við öruggir um að fá ekki inn í landið út- lendar dýrapestir," sagði Páll A. Pálsson. Gert er ráð fyrir að Rainbow Hope komi næst til landsins 13,—-14. næsta mánaðar. Ekki verður ljóst fyrr en undir næstu helgi hvort matvörur verða f farmi skipsins þá, að þvf er um- boðsmaður skipafélagsins Rain- bow Navigation Inc. sagði í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.