Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 sigrað í tvennum mikilvægum kosningum: annars vegar í Saar- landi, þar sem hinn róttæki Oskar Lafontain varð forsætisráðherra, og hins vegar í Nordrhein-Westfal- en, þar sem flokkurinn fékk rúm- lega 52% atkvæða undir stjórn Jó- hannesar Rau. Á hinn bóginn snarminnkaði fylgi kristilegra demókrata í báðum þessum fylkj- um, í Nordrhein-Westfalen t.d. úr 43,5% í 36,5%. Niðurstöður kosn- inganna þar ættu að gefa nokkra vísbendingu um hug kjósenda, þar sem þriðjungur Vestur-Þjóðverja býr í fylkinu. Samband Franz Jósefs Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands (t.v.), og Helmut Kohl kanslara hefur ávallt verið stirt, en engin breyting til batnaðar virðist hafa orðið á samskiptum þeirra í tíð núverandi stjórnar. Mikil óvissa í vestur-þýskum stjómmálum Sósíaldemókratar binda nú miklar vonir við Jóhannes Rau (t.v.), og er fastlega búist við því að hann verði næsta kanslaraefni flokksins. Hér sést hann á tali við Willy Brandt, formann flokksins. Búist við breytingum á ríkisstjórn Kohls texti: Valur Ingimundarson ÞÓTT þingkosningar eigi ekki að fara fram í Vestur-Þýskalandi fyrr en 1987 ber margt því vitni að stjórnmálaflokkarnir séu farnir að huga mikið að þeim. Hér kemur einkum tvennt til: annars vegar er búist við að manna- breytingar verði gerðar á stjórn Helmuts Kohl í haust, enda hefur fylgi hennar og kanslarans minnkað stöðugt að undanförnu, og hins vegar leggja margir sósíaldemókratar nú áherslu á að Jóhannes Rau, hinn vinsæli forsæt- isráðherra í Nordrhein-Westfalen, verði kosinn næsta kanslaraefni flokksins sem fyrst. Auk þess eru sósíaldemókratar, sem hafa styrkt mjög stöðu sína á síðustu mánuðum, nú að leggja drög að nýrri stefnuskrá flokksins fyrir næstu kosningar. En önnur rök má færa fyrir kosningaskjálfta flokkanna: að ekki sé séð fyrir endann á hinu pólitíska óvissuástandi sem sigldi í kjölfar stjórnarslitanna 1982. Þá tóku frjálsir demókratar upp sam- starf við kristilega demókrata eftir að hafa verið í stjórn með sósíal- demókrötum í 13 ár og græningjar komust í fyrsta sinn á þing í kosn- ingunum 1983. Litlar líkur taldar á að atvinnuástandið batni Eitt er a.m.k. víst: ef samsteypu- stjórn kristilegra demókrata, CDU/CSU, og frjálsra demókrata, FDP, hyggst halda velli í næstu kosningum, þarf margt að breyt- ast. Stjórninni hefur ekki enn tekist að draga úr atvinnuleysi, en nú eru um 2,2 milljónir Vestur-Þjóðverja atvinnulausar, eða 9% af vinnu- færu fólki. Og þótt spáð sé um 3% hagvexti á næsta ári, eru litlar lík- ur taldar á að atvinnuástandið batni í Vestur-Þýskalandi í bráð. Kohl hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa haldið illa um stjórnar- taumana: hann sé bæði litlaus og hæfiieikalaus leiðtogi. Og það sem verra er: Kohl hefur verið sakaður um spillingu í starfi sínu sem formaður flokksins og forsætisráð- herra í Rheinland-Pfalz síðasta áratug. Kom hann fyrir þingnefnd í síðustu viku, þar sem hann vísaði á bug öllum ásökunum um misferli. Hann bar þó oft fyrir sig minnis- leysi, enda væri svo langt um liðið síðan hann var forsætisráðherra í Rheinland-Pfalz, en hann lét af því embætti 1973. Þó að ekki hafi tekist að sanna sekt kanslarans er ljóst að stjórnin hefur beðið nokkurn álitshnekk vegna þessa máls. Strauss gerir kanslar- anum lífið leltt Fleiri spjót beinast að kanslar- anum. Franz Jósef Strauss, for- maður systurflokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi, CSU, virðist leika tveim skjöldum, enda hefur hann sakað kanslarann um afglöp og linkind í starfi, en kveðst þó vera hlynntur stjórninni. Samband Strauss og Kohls hefur ávallt verið stirt, og virðist lítið hafa breyst til batnaðar síðan stjórnin náði völdum 1983. Hefur Strauss oft gert kansiaranum skrá- veifu. Hann fékk því t.d. framgengt að Vestur-Þjóðverjar beittu neit- unarvaldi sínu á fundi Evrópu- bandalagsins fyrir nokkru til að koma í veg fyrir lækkun landbún- aðarafurða. Líklega var Strauss að hugsa um eigið skinn, enda eru bændur í Bæj- aralandi skeleggir stuðningsmenn hans— og kjósendur. En unnt er að leiða að því rök að afstaða Strauss feli í sér mótsögn: hann sakar Kohl um linkind, en með því að fá því framgengt að neitunarvaldi sé beitt virðist hann sjálfur grafa undan trausti fólks á kanslaranum. Enda hefur Kohl lýst því yfir að hann sé á móti því að beita neitun- arvaldi á vettvangi Evrópubanda- lagsins. Eftir skoðanakönnunum að dæma nýtur stjórnin enn stuðnings meirihluta kjósenda, og fátt bendir til þess að hún muni segja af sér. Hins vegar hljóta stjórnarflokk- arnir að líta það alvarlegum augum að enginn annar kanslari í sögu Sambandslýðveldisins hefur verið eins óvinsæll um miðbik kjörtíma- bils og Kohl. Og það segir sína sögu að eitt helsta stuðningsblað stjóm- arinnar, Bild-Zeitung, hefur lagt til að Richard Weizsacker, forseti Vestur-Þýskalands, sem nú nýtur mikilla vinsælda, verði tafarlaust gerður að kanlsara í stað Kohls. Ekki útlit fyrir leiðtogaskipti Eins og málum er nú háttað er samt ekki útlit fyrir að leiðtoga- skipti verði í flokki kristilegra demókrata fyrir næstu kosningar. Ástæðan er einföld: CDU hefur engan annan mann í hans stað. Að vísu hefur verið rætt um að Ger- hard Stoltenberg, fjármálaráð- herra, verði eftirmaður Kohls, enda virðist hann mun vinsælli en kanslarinn meðal almennings, en þó má ólíklegt teljast að hann hafi nægan stuðning innan flokksins. Kohl hefur viljað til þessa fresta því að gera breytingar á stjórn sinni áður en fylkiskosningarnar í Neðra-Saxlandi fara fram um mitt næsta ár. Hins vegar telja margir Séð yfir stjórnarráðshverfið í Bonn. áhrifamenn meðal kristilegra demókrata að það sé of seint: eina leiðin til að bera sigur úr býtum í kosningunum 1987 sé að hleypa nýju blóði í stjórnina með manna- breytingum strax í haust. Ef Kohl fer að ráðum þeirra má búast við því að Friedrich Zimmermann, inn- anríkisráðherra, Christian Schwarz-Schilling, póstmálaráð- herra og jafnvel Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, verði látnir víkja úr stjórninni. Kohl sætir gagnrýni úr eigin röðum Mikið hefur borið á Zimmer- mann, sem heyrir systurflokki kristilegra demókrata í Bæjara- landi til, ekki síst sökum þess að hann dró leiðtogahæfileika Kohls f efa í fjölmiðlum fyrir nokkru. Kohl veigraði sér við að víkja honum úr embætti, enda hefði Strauss vafa- laust tekið því illa. Hvað sem því líður hefur Zimmermann legið undir því ámæli að hafa spillt fyrir stefnu stjórnarinnar í umhverfis- verndarmálum. Christian Schwartz-Schilling lenti í eldlinunni er fjölskyldufyr- irtæki hans var lokað um skeið fyrir að hafa virt reglur um meng- unarvarnir að vettugi, og með því valdið stórskaða á umhverfinu. Kohl hefur sjálfur haldið uppi vörnum fyrir Schwartz-Schilling. Hins vegar hafa áhrifamenn innan stjórnarinnar látið að því liggja að póstmálaráðherrann sé veikur hlekkur, þar sem umhverfisvernd- armál hafa mjög verið í deiglunni undanfarið, og þjóðinni umhugað um þau. Manfred Wörner hefur verið um- Vilja kjósa kanslara- efni sem fyrst Sósíaldemókratar virðast þó einnig gera sér grein fyrir því að fylgi stjórnarinnar getur vaxið á ný, enda þótt staða hennar sé slæm. Helmut Schmidt hvatti t.d. til þess í síðustu viku að flokkurinn kysi kanslaraefni sitt sem fyrst til að flýta fyrir skipulagningu kosn- ingabaráttunar 1987. Jóhannes Rau hefur þó ekki enn viljað segja hvort hann sé fús til að taka við stjórn flokksins í næstu kosning- um. Sumir telja þó að Rau kjósi fremur að Hans-Jochen Vogel, þingflokksformaður sósíaldemó- krata, verði kanslaraefni eins og í siðustu kosningum, en sé reiðubú- inn að taka virkan þátt i kosn- ingabaráttunni við hlið hans. deildur allar götur síðan hann veik Kiesling hershöfðingja úr embætti fyrir þær sakir að hann væri hommi. Síðar kom í ljós að viðkom- andi var hafður fyrir rangri sök og varð varnarmálaráðherrann að veita honum uppreisn æru. Sósíaldemókratar hafa stóraukið fylgi sitt Meðan fylgi Kohls dvínar fara vinsældir Jóhannesar Rau, sem hlaut meirihluta í fylkiskosningun- um í Nordrhein Westfalen í maí, hraðvaxandi. Þó er athyglisvert að Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari, er enn langvinsælasti stjórnmálamaðurinn í Vestur- Þýskalandi. Ljóst er að sósíaldemókratar, SPD, hafa stóraukið fylgi sitt und- anfarið. Er talið að a.m.k. 42%—43% kjósenda styðji þá nú, en SPD fékk aðeins um 38% fylgi í kosningunum 1983. Jafnvel þótt sósíaldemókratar geri sér ekki von- ir um að ná hreinum meirihluta, þá er greinilegt að þeir hugsa sér gott til glóðarinnar í næstu kosningum. Það er engum vafa undirorpið að bjartsýni sósíaldemókrata stafar fyrst og fremst af velgengni flokks- ins í fylkiskosningum. Það tók sósí- aldemókrata aðeins nokkra mánuði að rétta úr kútnum eftir fylgistap þeirra í þingkosningunum í mars 1983. Fengu þeir tæplega 44% at- kvæða í fylkiskosningunum í Sles- vík og Holtsetalandi i sama mán- uði. Níu mánuðum seinna bættu þeir um betur og náðu meirihluta i Bremen, og nokkru síðar unnu þeir stórsigra í borgarstjórnarkosning- unum í Freiburg, Munchen og Mannheim. Á þessu ári hafa þeir Að minnsta kosti er talið að Rau vilji ekki gera upp hug sinn fyrr en eftir fylkiskosningarnar í Neðra- Saxlandi, en þær fara fram um mitt næsta ár. Þó má ekki horfa framhjá því að kosningaskjálfti er þegar farinn að gera vart við sig meðal stjórnmálamanna í Bonn, svo að líklegt þykir að Rau verði að taka ákvörðun sína á næstu mán- uðum. Einnig hafa Willy Brandt, for- maður sósíaldemókrata, og verka- lýðsleiðtogar flokksins undanfarna mánuði lagt drög að nýrri stefnu- skrá fyrir kosningarnar 1987, þar sem aðaláherslan er lögð á að vinna bug á atvinnuleysinu með auknum ríkisafskiptum. Frjálsir demókratar sterkari en ádur En það eru ekki einvörðungu stóru flokkarnir sem farnir eru að undirbúa jarðveginn fyrir næstu kosningar. Smáflokkarnir tveir, frjálsir demókratar og græningjar, gera sér einnig grein fyrir mikil- vægi þeirra. Og það er ekki nema von: báðir flokkar geta haft úrslitaáhrif á stjórnmálaframvinduna i Bonn. Fyrir síðustu kosningar var því jafnvel spáð að frjálsir demókratar mundu hverfa af þingi, en ef marka má niðurstöður fylkiskosninga undanfarna mánuði, þá virðast þeir hafa fest sig í sessi sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. Þótt frjálsum demókrötum sé mikið í mun að halda fylgi sínu í næstu kosningum, er hinn nýkjörni formaður flokksins, Martin Bange- mann, enn talinn óskrifað blað í stjórnmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.