Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 19 Aftur á móti nýtur Hans-Diet- rich Genscher, utanríkisráðherra, nú meiri vinsælda en áður. Virðist hann hafa færst nær miðju í utan- ríkisstefnu sinni, og hefur hann sætt gagnrýni Strauss og annarra harðlínumanna meðal kristilegra demókrata. Genscher hefur ávallt haldið þvi fram að engin stefnu- breyting í utanríkismálum hafi í raun og veru verið gerð frá því að stjórn Kohls tók við. Kveðst hann framfylgja stefnu sem sé í grund- vallaratriðum framhald á utanrík- isstefnu samsteypustjórnar sósíal- demókrata og frjálsra demókrata undir forsæti Helmuts Schmidt. En ef Alfred Dregger, þingflokksfor- maður kristilegra demókrata, sem hefur gagnrýnt stefnuna í utanrík- ismálum, tekur við stöðu varnar- málaráðherra af Wörner í haust, kunna deilur að rísa innan stjórn- arinnar. Dregger finnst utanríkisráðherr- ann hafa sýnt of mikla linkind gagnvart Austur-Evrópuríkjum, og þar af leiðandi sé veikari utanrík- isstefnu fylgt en áður. Þó að frjálsir demókratar sæti vaxandi gagnrýni hægri arms kristilegra demókrata og Strauss, er ekki við því að búast að þeir slíti stjórnarsamstarfinu i bráð. Enda hafa sósíaldemókratar litið þá hornauga eftir að þeir hurfu úr stjórn Helmuts Schmidt 1982 eftir miklar sviptingar. Græningjar klofnir í tvær fylkingar Erfiðara er aftur á móti að henda reiður á stöðu og áhrifum græningja. Samt er Ijóst að þeir hafa tapað fylgi, eins og fylkis- kosningarnar í Saar og Nord- rhein-Westfalen sýna, en þar fengu þeir ekki tilskilinn fjölda atkvæða til að komast á þing. Þó gera fáir ráð fyrir að græningjar falli út af Sambandsþinginu í næstu kosning- um, og því getur atkvæðahlutfall þeirra þá ráðið miklu. Ef sósíal- demókratar vinna sigur í kosning- unum geta græningjar t.a.m. kom- ist í oddastöðu. Þessir flokkar eru í samsteypustjórn í Hessen, en samt sem áður eru litlar líkur taldar á því að þeir taki saman höndum í næstu kosningum. Orsakirnar er ekki síst að finna hjá græningjum sjálfum. Á stormasömu flokksþingi þeirra í síðasta mánuði kom í ljós að flokkurinn er nánast klofinn í tvær fylkingar. önnur þeirra, sem virð- ist öflugri, vill að græningjar taki upp stjórnarsamstarf við sósíal- demókrata að því tilskyldu að helstu stefnumál flokksins verði ekki látin fyrir róða. Hin fylkingin er algjörlega mótfallin því, þar sem stjórnarsamvinna með SPD hefði í för með sér að græningjar yrðu þá flokkakerfinu að bráð. Með öðrum orðum myndu þeir verða stöðnun að bráð og líkjast hinum flokkun- um að stíl og vinnubrögðum. Petra Kelly, einn frægasti talsmaður flokksins, heyrir þessum armi til. Óhætt er að segja að erfiðleikar séu framundan hjá græningjum. Virðist sundurlyndi þeirra og ósamkomulag fara vaxandi. Einnig hefur verið vegið að græningjum með þeim rökum að það þjóni eng- um tilgangi lengur að segjast vera á móti kerfinu, því að í raun séu þeir orðnir hluti þess. Mikil óvissa framundan Af þessum stjórnmálahræring- um í Vestur-Þýskalandi er eitt ljóst: þótt stjórn Helmuts Kohl hafi einungis verið við völd í tvö og hálft ár, hefur lítið sem ekkert dregið úr óvissunni, sem ríkt hefur í þýskum stjórnmálum frá því stjórn Helmuts Schmidt, kanslara, sagði af sér 1982. Þetta er einmitt kjarni málsins: það jafnvægi sem löngum hefur einkennt vestur-þýsk stjórnmál virðist úr sögunni. Frá því græningjar komu til skjalanna og náðu á þing og frjálsir demó- kratar slitu samstarfinu við sósíal- demókrata hefur stjórnmálalífið breyst. Og því ætti ekki að koma á óvart þótt flokkarnir séu farnir að skipuleggja kosningabaráttuna 1987. (Heimildir: Der Spiegel, Time, Obserrer, New York Times, Ouardian o.íl.) ALP-bílaleigan opnar útibú við Um- ferðarmiðstöðina ALP-bflaleigan, Hlaðbrekku 2, Kópavogi hefur sett á fót útibú við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík, en auk þess er búið aö opna útibú á Leynisbrún 3, Grindavík, og opnað hefur verið útibú í samvinnu við þjónustufyr- irtækið Víkurklett, Vík í Mýrdal. Ætlunin með útibúinu við Umferðarmiðstöðina er að veita þjónustu þeim fjölmörgu sem til borgarinn- ar koma með áætlunarbifreiðum. Hafa margir látið í ljós óskir um að geta gripið til bifreiðar við kom- una til Reykjavíkur. Bílafloti ALP-bílaleigunnar hefur verið að vaxa mjög nú að undanförnu og ræður hún nú yfir 25 bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Arnór L. Pálsson og Betsý ívarsdóttir, en með þeim starfa synir þeirra við Arnór L. Pálsson forstjóri ALP-bflaleigunnar fyrir framan hið nýja útibú við Umferðarmiðstöðina. reksturinn, auk eins starfsmanns. Teppaland gefur skýr svör og f reistandi A „TRAFIK“-GOLF Filtteppi í 200 og 400 sm breidd. Slitsterk og hentug gólfteppi t.d. á kjallara, veislusali, verslanir o.s.frv. Margir litir. Mjúkur botn eöa massívt. Verö frá: pr. m’ SLITSTERKIR VINYLGÓLFDÚKAR Ákaflega slitsterkir og þykkir gólfdúkar. Þægi- legir undir fæti og auöþrífanlegir. Fjölmörg mynstur og litir. 100% PVC. í mörgum breiddum. Verö frá. pr. m' BELGÍSK BERBER-TEPPI Virkilega falleg beigelituö teppi á stofur, hol og herbergi meö mjúkum botni. 20% ull og 80% acryl. Breidd 400 sm. Verö frá: pr. m’ tilboð „GRASTEPPI" Á svalir, verandir og garöhús. Slitsterk fagurgræn teppi sem þola vel bleytu og mikla áníöslu. Breidd 200 og 400 cm. Verö fró pr.fm. WILTON-OFIN STÖK TEPPI úr kembdri 100% ull. Einstök klassa- teppi meö austurlenskum mynstrum í hlýjum og djúpum litum. Stærð 140x200 5.905 Stærð: 200x300 9.970 Stærö: 170x240 8.604 Stœrö: 250x350 * VORUUPPLYSINGAR: .Fullvissa* er þaö lykilorð, sem Teppaland stendur fyrir. Skrifaöar vöruupplýsingar, þótt vandaöar séu, geta reynst torskildar. Því er nauösyn á, aö til staöar sé sérhæft starfsfólk, sem getur gefiö rækilegar ófe leiöbeiningar '"<* æA um vöruval. n Sölumenn H&'Je l NYLONTEPPI á öll herbergi Praktisk lykkjuteppi, þéttofin. Margir litir. 100% polyamid. Mjúkur svampbotn. 400 sm breidd. Lóat verð: pr. m’ veita viöskipta- vinum okkar fytlstu upplýs- ingar og leiö- beiningar um teppaval. BERBER Praktiskt gæöateppi með góöum slitstyrk á stofur og hol i litum náttúrunnar. Dúnmjúkur svamp- botn. 400 sm breidd. Frábært verö: pr. m3 f ýf Sérverslun sem fylgist með tískunni. Fagmenn taka mál, sníða og leggja. Umboðsmenn um allt land. ALULLARTEPPI SNÖGG OG ÞÉTT LYKKJUOFIN TEPPI 100% ullarteppi, sem henta á allá fleti heimilisins. Einkar hentug sem umgjörö fyrir stök teppi. í Ijósum Berber-litum. Mjúk-' ur svampbotn. Breidd 400 sm. Verð frá: pr.m’ BERBER-M/ ULLARMERKI Bráöfalleg lykkjuofin Berber-teppi á stofur og hol. 100% hrein ný ull. Mjúkur svamp- botn. Breidd 400 sm. Verö frá: pr.m’ GRENSÁSVEG113, REYKJAVlK, SÍMAR 83577 OG 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.