Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JtJLÍ 1985 35 Minning: Ragnheiður Kristjáns dóttir Flateyri Fædd 29. ágúst 1912 Dáin 21. júlí 1985 Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guö þau telur, Því heiðloftið sjálft er huliðstjald sem hæðanna dýrð oss felur. (Einar Benediktsson.) Þeir sem eitthvað hafa fylgst með heilsu og líðan Raunku, en það var hún ávallt köliuð af ætt- ingjum og vinum, hlaut að vera ljóst að mjög var orðið framorðið á stundaglasi hennar. Þegar mað- ur hins vegar stendur augliti til auglitis við ægivald dauðans setur mann hljóðan og fyllist trega og söknuði yfir horfnum vini og sam- ferðamanni. Minningarnar streyma fram í hugann, venjulega óskipulegar a.m.k. er mér þannig farið þegar ég sest niður til að minnast Raunku vinkonu minnar. Það er ætíð svo að minnisstæðast verður það sem snertir mann sjálfan og eigin fjölskyldu og slík var umhyggja hennar í okkar garð að með fádæmum má telja. Alltaf var umhyggjan og tillitssemin í fyrirrúmi og ekkert til sparað að gera dvölina sem ánægjulegasta. Því skal heldur ekki gleymt að við þetta naut hún fulls stuðnings eig- inmanns síns Guðmundar Al- bertssonar sem látinn er fyrir 19 árum og einnig fósturdóttur sinnar Jónínu er ásamt ágætum eiginmanni sínum BJörgvini Þórð- arsyni og sonum sínum, þó einkum Guðmundi sem undanfarin ár hef- ur verið heimilismaður hjá ömmu sinni, verið henni stoð og stytta. Ég vil sérstaklega láta þess get- ið að synir mínir tveir, Bergþór og Kristján, dvöldu sumarlangt hjá þeim ágætu hjónum Raunku og Guðmundi. Bergþór í fimm sumur og Kristján eitt, eiga þeir um það ógleymanlegar stundir og senda nú að leiðarlokum kveðjur og þakklæti, ekki einungis fyrir góð- an aðbúnað, hlýju og alúð heldur einnig fyrir lærdómsríka reynslu sem komið hefur til góða siðan. Ragnheiður fæddist á Klukku- landi í Dýrafirði 29. ágúst 1912. Foreldrar hennar voru Rögnvald- ína Karítas Hjálmarsdóttir og Kristján Marías Guðnason. 4 ára gömul fluttist hún til Flateyrar og þar hefur hún átt heima síðan. Hinn 15. ágúst 1933 giftist Ragn- heiður, Guðmundi Albertssyni frá Selabóli í Önundarfirði, en hann lést 11. apríl 1966. Þótti hjóna- band þeirra til sérstakrar fyrir- myndar. Þar ríkti ást og ein- drægni og voru þau sérlega sam- hent um allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp þrjú fóst- urbörn. Þau eru Jónína Ásbjarn- ardóttir, gift Björgvini Þórðarsyni rafvirkjameistara, búsett á Flat- eyri og eins og áður getur hægri hönd fósturmóður sinnar hin síð- ari ár. Guðrún Jónsdóttir, gift Kristni Þórhallssyni rafvirkja- meistara, búsett í Grindavík og Magnús Benediktsson húsgagna- smiður, kvæntur Kristbjörgu Magnúsdóttur, búsett á Flateyri. Fósturbörn þeirra hjóna Raunku og Guðmundar eru efnis og mynd- ar fólk og hafa komist vel af á lífsleiðinni. Þau eru fósturforeldr- um sínum til mikils sóma. Auk þessara fósturbarna voru oft til sumardvalar börn frá frænkum og frændum. Öllum var þeim veitt sama alúðin og nærgætnin og þau hugsa með hlýjum hug til þeirra ára. Ragnheiður lést aðfaranótt 21. þ.m. í Borgarsjúkrahúsinu og verður jarðsungin frá Flateyrar- kirkju laugardaginn 27. júlí. Ragnheiður var meðal kona á hæð, sviphrein og alúðleg í við- móti. Frá henni stafaði friður og ró, hjá henni hlaut manni að líða vel, ég held jafnvel að sú Flateyr- arkyrrð sem ég þóttist jafnan finna fyrir þá er ég gisti heimili hennar og mér fannst engri ann- arri kyrrð lík hafi ekki síst stafað frá henni sjálfri. Hún gekk með festu til verka sinna og vildi hafa reglu á öllum hlutum, hún lagði ávallt gott tii mála og vildi færa Pie Jesu, Domine, Dona eis requiem. Elínborg Magnúsdóttir fæddist í Bæ á Selströnd 31. maí 1903. Hún var næstelst 7 systkina, en elstur þeirra var Tryggvi Magnússon, listmálari og teiknari. Þrjú systk- inanna lifa: Jón, Guðbjörg og Eymundur. Foreldrar Elínborgar fluttust frá Bæ að Hvítadal árið 1912. Bjuggu þau þar til 1919 en fóru þá til Hólmavíkur og búsettu sig þar. Þar átti Elínborg heima fram undir stríðslok. Hún lærði þar karlmannafatasaum. I stríðslokin flutti hún til Reykjavíkur á heimili Tryggva bróður síns, sem þá var skilinn við konu sína. Elínborg annaðist börn Tryggva, þau Sturlu og Þórdísi, í 8 ár og áttu þau hana að allar stundir síðan — hún var þeim afar allt til betri vegar hafi einhverjum orðið á mistök. Raunka var ákveð- in í skoðunum, sérstaklega ef henni fannst hallað réttu máli. Eftir er að geta eins sérstæðasta eiginleika hennar og ef til vill hins fegursta, en það er hin óviðjafn- anlega ást sem hún hafði á öllu sem lifir, var þá sama hvort um var að ræða blóm eða jurtir, dýr eða fólk, allt meðhöndlaði hún með sömu umhyggju. Hvergi voru blómin fegurri en í garðinum og gluggunum hennar. Hvergi leið kindunum eða hænsnunum betur en hjá henni, sama má segja um fuglinn í búrinu en undir það síð- asta má segja að það hafi verið hennar eina lifandi dýr þó að lengi vel hafi hún átt nokkrar kindur og á meðan unnt var heyjað handa þeim á Selabóli, en þá jörð áttu þau hjónin alla tíð. Ragnheiður var um áratuga skeið virkur með- limur í kirkjukór Flateyrarkirkju enda hafði hún mjög góða söng- rödd og gott eyra fyrir hljómlist. Þá var hún einnig virkur félagi í kvenfélaginu. kær og þakklæti þeirra til hennar mikið. t Reykjavík stundaði hún saumaskap, saumaði kjóla og káp- ur og einkum þó saumaði hún ís- lenzka búninginn. Frá stofnun Þjóðleikhússins starfaði hún í fatageymslu leikhússins og þar vann hún í 34 ár, til síðustu ára- móta. Elínborg átti lengi litla íbúð við Laugaveginn. Þar annaðist hún stjúpa sinn og móður sína blinda og rúmliggjandi í 9 ár. Ég kynntist þessari frændkonu minni því miður ekki fyrr en fyrir fáein- um árum, en þá var ég að koma í leikhúsið að sjá sýningu og hún heilsaði mér fallega, sagði til sín og sagðist langa að gefa mér mynd af Birni heitnum föðurbróður mínum, sem dó ungur. Af þessu spruttu ofurlítil kynni — gleðileg og falleg. Elínborg Magnús- dóttir - Minning Stefán Sigurðs- son - Kveðjuorð Frændi minn og góður vinur hefur nú lokið jarðvist sinni. Hann lést i Borgarspítalanum 10. þessa mánaðar eftir erfiða legu og var jarðsettur hinn 22. Það kom mér á óvart hversu snöggt þetta bar að er ég frétti þetta, staddur úti á landi, en vitað var að hverju dró. Kannski var það betra að svona færi en að hann liði langar þrautastundir. Fátækleg kveðju- orð set ég hér á blað er þakka eiga að nokkru góð kynni í rúm 40 ár. Stefán var fæddur að Litlu- Giljá í Austur-Húnavatnssýslu 10. nóvember 1926, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar, er fæddur var að Öxl í sömu sveit 2. júlí 1885, dáinn 14. april 1955, og Þuríðar Sigurðardóttur, er fædd var að Stöðlum í ölfusi 9. september 1894, dáin 16. júlí 1968. Stefán var 6. barn þeirra hjóna af 10 er þau eignuðust og öll komust upp. Hann er aftur á móti hið þriðja er hefur burtkallst úr þessum heimi, því fyrir nokkrum árum létust systur hans tvær með stuttu milli- bili, Elín Anna og Vigdís. öll lét- ust þau úr samkynja sjúkdómi, þeim sjúkdómi, er hvað harðast hefur sótt á íslensku þjóðina sein- ustu árin. Stebbi (en svo var hann ávallt kallaður af vinum hans) lauk sínu barnaskólaprófi og síðan tók hann gagnfræðapróf frá Reykjaskóla í Hrútafirði eftir tveggja vetra nám þar. 17 ára gamall hleypti hann heimdraganum og kom hingað til Reykjavíkur að leita sér atvinnu- möguleika því fátt var í boði á heimaslóðum er hugurinn girntist. ( Hann hóf fljótlega akstur hjá KRON og var við það um fimm ára skeið. Síðan fór hann að aka hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og þar var hann í 14 ár. Eftir veru sínu þar keypti hann sendiferða- bifreið, sem hann hafði vinnu af svo lengi sem heilsan leyfði, að undanskildum nokkrum mánuðum er hann var sölumaður fasteigna hjá Einari bróður sínum. Ég full- yrði að alls staðar kom hann sér vel í sambandi við vinnu sína, enda léttur í lund og átti gott með að umgangast fólk er hann átti samskipti við. Um áramótin 1951—’52 hóf hann búskap með unnustu sinni, Kristrúnu Ásbjörgu Ingólfsdóttur (Ásu), mikilli ágætiskonu, í íbúð er foreldrar mínir áttu og þar fæddist þeim fyrsta barnið 10. apríl. 8. október sama ár giftust þau á tvítugsafmæli hennar og hafa því búið í 33 ár er leiðir skilja að sinni. Þeim varð fimm mann- vænlegra barna auðið sem öll eru uppkomin, en þau eru: Guðmund- ur, Kristrún, Sigurþór, Ingólfur og Stefán. Barnabörnin eru orðin sjö. Næstu ár bjuggu þau á ýmsum stöðum í borginni. Hann keypti á fyrstu búskapaárunum tvílyft timburhús við Hverfisgötuna sem varð að víkja þaðan. Það flutti hann inn í Blesugróf og byggði það upp. Þetta leist ýmsum ekki vel á, því vitað var að efnin voru ekki mikil. En Stebbi vissi hvað hann söng og allt gekk þetta ágætlega. Þarna bjuggu þau um tíma, en fluttu þaðan í Ásgarð 75 og áttu þar heima um fimm ára skeið. Þaðan flytja þau svo 1963 að Ak- urgerði 32 í nýlegt raðhús er þau keyptu og hafa búið þar síðan. Stefán var lánssamur er hann valdi sér maka. Ása reyndist hon- um einstaklega vel í búskap þeirra og þá ekki síst þegar hann þurfti mest á að halda eftir að heilsan hafði gefið sig. Fyrir rúmum fimm árum varð hann snögglega að hætta að vinna og varð það honum og fjölskyldunni mikið áfall. Hann var að vísu búinn að finna fyrir veikleika löngu fyrr, sem hægt var svona eftir á að tengja sjúkleika hans. Hann hafði hætt þunga- flutningum seinni árin og var við akstur hjá fyrirtækinu Rekstrar- tækni sf. er hann varð að hætta vinnu. Þetta var mikið áfall flyrir alla fjölskylduna þegar svona var kom- ið, en aldrei var á honum eða þeim hjónum hægt að merkja neina uppgjöf. Þau byggðu hvort annað upp, bæði höfðu orðið að vera nægjusöm í gegnum árin og voru líkt skapi farin, létt í lund alla tíð, létu a.m.k. ekki aðra verða vara við annað þótt á móti blési. Þótt vitað væri lengst af að hverju stefndi með heilsu hans vonuðu vinir hans að geta umgengist hann sem allra lengst, og í seinni tíð virtist horfa vel hvað það snerti. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Margt fer öðruvísi en ætlað er, hún kom í stutta heimsókn til Reykjavíkur á fund ættingja og vina. Heimferðin var hins vegar á annan veg en ætlað var. Líkaminn var að vísu fluttur vestur og hverfur aftur til uppruna síns. Hin vestfirska mold sem hún unni svo mjög, mun hlúa að þreyttum líkama hennar og veita honum sömu vernd og hún hefur veitt hinum veika gróðri sem hún plantaði. Sálin hélt hins vegar á vit skapara síns þar sem hún á líka góða heimvon. Jesús sagði: Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá og það er bjargföst trú mín að hann hafi hin góða og hjartahreina kona nú þegar séð. Um leið og ég fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka henni allt sem hún hefur fyrir okkur gert og hina góðu fyrirmynd sem hún var okkur, kveðjum við hana að sinni og flytjum ástvinum hennar dýpstu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu hennar. Jónas Gunnarsson Elínborg átti marga og góða vini, hún var sjálf svo góður vinur. Hún var hagmælt og orti falleg kvæði. Æðruleysið var allsráðandi yfir Elínborgu Magnúsdóttur. 1 augum hennar voru mörg ljós, glöð og björt. Mér finnst ljóssins heimur standa henni opinn. Nína Björk Árnadóttir Hann var búinn að sleppa stafn- um, farinn að hreyfa sig meira og tekinn að iðka sund. Söngmaður var Stefán góður og hafði unun af. Söng hann fyrst með félögum sínum hjá Strætis- vögnunum og síðar með Fóst- bræðrum um 17 ára skeið og tók þá mikinn þátt í félagsstarfi þeirra. Það var vel til fundið hjá þessum gömlu félögum hans að sjá um sönginn á kveðjustundinni og loks jarðsöng einn þeirra, séra Hjalti Guðmundsson, Stefán. Hlýnaði ábyggilega mörgum um hjartaræturnar við þá artarsemi og tryggð er þeir sýndu honum. Fossvogskirkja var þéttskipuð fólki og segir það nokkuð til um vinsældir hins látna. Ég minntist á það hér að fram- an að þau Ása og Stebbi hefðu hafið búskap í húsi foreldra minna. Þótt þau byggju þar ekki lengi myndaðist þarna vinátta á milli fjölskyldnanna er aldrei bar skugga á nema síður væri. Fyrir einstaka vináttu og artarsemi, sem þau sýndu foreldrum mínum alla tíð, vil ég þakka þeim báðum fyrir hönd okkar systkinanna. Það var ómetanlegt fyrir foreldra okkar að hafa kynnst þessum hjónum og eiga svo tryggð þeirra uns yfir lauk hjá þeim. Stefán var alla tíð mikill reglu- maður og heimilisfaðir góður, bar umhyggju fyrst og fremst fyrir fjölskyldunni í hvívetna. Svo sem til er sáð er uppskeru oftast að vænta, enda bera börnin þess vott að um þau hefur verið hugsað. Ég kveð nú þennan frænda minn að sinni og þakka góð kynni. Einnig þakka ég honum fyrir hönd systra minna og fjölskyldna okkar samverustundirnar. Konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum vottum við dýpstu sam- úð. Magnús Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.