Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 23 I STUTTU MALI Vinstri skæruliðar með árásir á lögreglustöðvar í Kólombíu Bogota, Kólombíu, 26. júlí. AF. VINSTRI skæruliðar vörpuðu hand- sprengjum og eldbombum að lög- reglustöð í bænum Hormigas í grennd við landamærin við Ecuador í morgun, að því er talsmaður varn- armálaráðuneytisins sagði í dag. Þrír skæruliðar úr hrcyfingunni sem kennir sig við 19. aprfl og einn lög- reglumaður létust í atlögunni. Skæruliðar ætluðu bersýnilega að ná lögreglustöðinni á sitt vald, að sögn lögreglu, en það tókst ekki. Þeim tókst á hinn bóginn að ræna eina bankann í bænum og höfðu á brott með sér nálægt 14 þúsund dollurum eða um hálfa milljón ísl. króna. Jihan Sadat gestapró- fessor í Bandaríkjunum Rwtrord. Virginíu, 26. júlí. AH. JIHAN Sadat, ekkja Anwars Sadats forseta Egyptalands, hefur þekkzt boð um að verða gestaprófessor við Radford-háskóla í Virginíu á næsta skólaári. Jihan Sadat mun flytja fyrirlestra einu sinni í viku um við- fangsefnið „Konur í þriðja heimin- um“. Forsvarsmenn Radford-háskóla hafa látið í Ijós mikla ánægju með að fá Jihan Sadat til liðs við sig. Auk þess að flytja fyrirlestrana við Rad- ford-háskóla, mun hún einnig vinna áfram að doktorsritgerð um enskar bókmenntir í Suður-Karólínu og endurminningabók hennar er vænt- anleg á markað áður en langt um líður. Sovétmönnum fjölgar Moskva, 26. júlí. AP. Á FYRSTU sex mánuðum ársins hef- ur orðið lítilsháttar mannfjölgun í Sovétríkjunum, segir í opinberum skýrslum. íbúatala er nú 277,4 mill- jónir, en var 276,3 milljónir í upphafl ársins. Birtar voru tölur um mann- fjölgun frá flmmtán Sovétlýðveldum en þess ekki getið hvar fjölgun hefði verið mest. Samkvæmt skýrslum síð- ustu ára virðist hafa orðið einna mest fjölgun í Mið-Asíu-lýðveldun- um, en í Evrópu-lýðveldum hefur orðið fækkun. Uppreisnarástand innan hersins í Úganda Nairóbí, Kenýa. 26. júlí. AP. ÚTVARPIÐ í Úganda viðurkenndi í dag, föstudag, að uppreisnarástand væri innan hersins í Úganda. Fluttar voru síðan tilkynningar þar sem lýst var stuðningi við stjórnvöld frá her- mönnum, sem eru þeim trúir. Ríkis- útvarp landsins sagði að stuðnings- yflrlýsingar streymdu inn frá her- mönnum, sem fordæmdu uppreisn- artilraun fjölda sveita og hvatti til þess að hermenn létu af aðgerðum og styddu Obote forseta landsins. Vestrænir sendimenn í Kampala, höfuðborg landsins, sögðu að bar- dagar hefðu brotizt út fyrr í vikunni milli hersveita sem væru hlynntar stjórninni og hins vegar andstæð- inga hennar. Ofriðlegast var í norð- urhlutum landsins. Heimildir þessar sögðu að hér væru ekki sízt um að ræða ættbálkadeilur hermanna af Acholi og Langi. Obote forseti er af Langi-ættflokknum. Fridarverðlaunin til Geldofs London. 24. júlf. AP. FRAM kom í skoðanakönnun sem birt var í dag, miðvikudag, að þrír af hverjum flmm Bretum telja að friðar- verðlaun Nóbels ættu að koma í hlut Bobs Geldof. Geldof þessi stóð fyrir „Live-Aid“-hljómleikunum sem haldnir voru 13. júlí. Samkvæmt könnuninni hlustuðu 78 prósent bresku þjóðarinnar á hljóm- leikana að hluta til eða í heild bæði í útvarpi og sjónvarpi, og 65 prósent aðspurðra svöruðu því til að þeir eða einhver á þeirra heimili hefði geflð fé til hungurhjálparinnar í Eþíópíu. Gert er ráð fyrir að afrakstur tón- leikanna verði um 50 milljónir punda þegar öll framlög hafa verið reidd if hendi. Af högum Svetlönu: Skokkar, fer út með ruslið og hefur öðiast sálarró ... Tbilisi, Sovélríkjunum, 26. Júlfi. AP. SVETLANA Stalínsdóttir sem flúði til Bandaríkjanna árið 1967, en hvarf aftur til Sovétríkjanna í fyrra, er nú búsett í höfuðborg Grúsíu, en þaðan er faðir hennar ættaður. Svetlana býr í rúmgóðu húsi sem stendur í fjallshlið fyrir ofan borgina. fbúarnir segja að hún hafi þarna fundið þann frið og þá kyrrð sem hún kvartaði undan að hafa ekki notið meðan hún bjó á Vesturlöndum. „Hún fer út með ruslið rétt eins og aðrir og svo skokkar hún daglega," sagði einn nágranni hennar og voru orðin bersýnilega til marks um þaö venjulega og hversdagslega líf sem hún lifir þarna. Olga Peters, fjórtán ára gömul dóttir hennar og Bandaríkja- manns sem Svetlana var gift um tíma, lærir rússnesku og grúsísku í einkatímum, en hún talaði nán- ast enga rússnesku þegar þær mæðgur fluttu aftur til Sovétríkj- anna. koma upp Stalínsafninu í Gori, en þar fæddist faðir hennar. Fyrstu vikurnar eftir að Svetl- ana og Olga komu aftur til Sovét- ríkjanna, bjuggu þær í Moskvu en fluttust síðan til Tbilisi. Grannar segja að telpan Olga hafi átt í nokkrum erfiðleikum með að sam- lagast nýjum félögum í nýju um- hverfi, en allt virtist vera á réttri leið. Þegar Svetlana fluttist til Sov- étríkjanna aftur, sagðist hún hafa saknað ákaft eldri barna sinna og einnig þess að hafa aldrei tæki- færi til að sjá barnabarn sitt. Nágrannar segjast ekki vita til þess að börnin tvö hafi heimsótt móður sína og systur, eftir að hún kom til Grúsíu. „Hún lifir viðburðasnauðu lífi, en hefur líklega öðlast þá sálarró sem hún virtist þarfnast," sagði ónafngreindur nágranni hennar. Svetlana og Olga dóttir hennar. Myndin var tekin eftir að mæðgurnar fluttust á ný til Sovétríkianna. Embættismenn í Grúsíu hafa staðfest að Svetlana starfi við máladeild grúsísku stofnunarinn- ar. Ibúar og nágrannar Svetlönu sögðu að hún hefði vísað á bug öllum beiðnum um viðtöl, jafnvel þótt spurningarnar ættu aðeins að snúast um hlut hennar í því að Air India-slysið: Indverskur dómari er kominn til Irlands ( ork. IrUndi, 26. júli. AP. INDVERSKUR dómari, sem er að rannsaka tildrög atburðarins yflr ír- landshafl, þegar farþegavél frá Air India sprakk í loft upp, kom í morg- un til Khannon til að ræða við flug- umsjónafmenn sem voru á vakt þeg- ar indverska flugvélin hrapaði í sjó- inn. Eins og fram hefur komið létust 329 manns. Fljótlega komu upp raddir um að sprengju hefði verið komið fyrir í vélinni, en fram að þessu hafa rannsóknarmenn ekki fundið neitt það sem rennir stoð- um undir þá fullyrðingu. Dómarinn sem að er vikið, B.N. Kirpal, leiðir rannsóknarnefnd um atburðinn af hálfu Indverja og sagðist hann myndu ræða við alla þá sem hefðu verið einhvers stað- ar nærri þegar þessi hörmulegi viðburður gerðist. Suðugæði spaghettis Genf. AP. HIN alþjóðlegu samtök um „kvörð- un“ hyggjast flnna kvarða á alla helstu þætti athafnasemi mannsins. Kamtökin gáfu nýlega út leiðbein- ingar um það hvernig mæla mætti kosti spaghettis eftir suðu þess. Leiðarvísirinn gengur m.a. út frá því hvernig spaghetti fer í munni: Ýmist eru hveitiormarnir stinnir undir tönn eða merjast milli tungu og góms. Lágmarkssuða spaghettis er sögð sá tími sem nægir til þess að hvíta línan eftir miðju spaghetti- lengju hverfi og leysist upp í ósamfellda röð örsmárra díla. INNLÁN Sparisjóðsbækur Sparibók með sérvöxtum Sparireikningur 3 mánaða Sparireikningur 6 mánaða Sparireikningur 18 mánaða Verðtr. reikningur3 mánaða Verðtr. reikningur 6 mánaða Tékkareikningur Innlendir gjaldeyrisreikningar: USD GBP DEM DKK ÚTLÁN Víxlar Viðskiptavíxlar Yfirdráttarlán Almenn skuldabréf Viðskiptaskuldabréf Verðtryggð lán 2,5 ár Verðtrvggð lán yfir 2,5 ár 22,0 33,0 1,7 vaxtaleiðr. 25,0 26,6 28,0 30,0 36,0 39,2 1,0 3,5 8,0 7,5 11,5 4,5 8,75 30,0 31,0 31.5 32,0 33.5 4,0 5,0 BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.