Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JtJLl 1985 Afmæliskveðja: Víglundur Jónsson útgerðarmaður Næstkomandi mánudaií, 29. þ.m., er Víglundur Jónsson útgerð- armaður í Ólafsvík 75 ára. Hann er fæddur að Haga í Staðarsveit, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar og Guðrúnar Sigtryggsdóttur, sem lengst af bjuggu á Arnarstapa. Þau hjón eignuðust 10 börn. Af þeim náðu 9 fullorðins aldri og var Víglundur sá þriðji i röðinni. Hann ólst þvi upp í stórum barna- hópi. Auk þess var mjög gest- kvæmt á því heimili og þarf víst ekki að taka það fram að aldrei var tekið fyrir greiða. Það leiðir því af sjálfu sér að mikið varð að leggja á sig til að afla þessum stóra hópi viðurværis, og voru þau hjón Jón og Guðrún dugleg og ráð- deildarsöm. Jón, sem var annálað- ur þrekmaður, stundaöi bæði búskap og sjómennsku, auk þess var hann kaupfélagsstjóri fyrir lítið kaupfélag sem var á Arnar- stapa árin 1919 til 1945, en það var algert aukastarf, og mun heldur hafa aukið útgjöld heimilisins, því öllum var veittur beini er komu til að versla. Það leiddi því af sjálfu sér að börnin urðu snemma að fara að vinna. Þeir bræður Víg- lundur og Tryggvi, sem báðir urðu kunnir aflamenn, voru ekki gamlir eru þeir fóru að róa litlum bát heiman frá sér. Frá 17 ára aldri var Víglundur með kunnum aflamönnum bæði á vetrum og og á síldveiðum á sumr- um, hann stundaði og smíðar. Ekki var mikill kostur á skóla- göngu en hann tók þó skipstjóra- próf frá Stýrimannaskóla Reykja- víkur árið 1935. Snæfell, 14 tonna bát, keypti hann ásamt yngri bróður sínum, Tryggva, árið 1938. Stækkaði hann bátinn síðar í 17 tonn. Með Snæfellið var Víglundur á vertíð frá Sandgerði og Hafnar- firði. Árið 1940 flutti Víglundur með Snæfelli til Ólafsvíkur. Þar var þá vor í lofti. Hraðfrystihús ólafsvík- ur hafði tekið til starfa. Iðnaðar- menn eins og Böðvar Bjarnason húsasmiður og Bjarni Sigurðsson vélsmiður fluttu hingað um svipað LAUGAVEGI 116. S. 10312 # V Voitii Veitingahus meö öllum veitingum. Niðurgengt í diskótek. Opiö allan daginn alla daga, bæði uppi (krá) og niöri (diskótek) öll kvöld vikunnar. Komiö og skoöiö nýjasta skemmti- staöinn í hjarta borgarinnar. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin. * 3 SnyrtHegur Kíaeönaöur. Aldursta^- marK 20ar úr góðu eldhúsi. SSEi«—* w ypipxwiiÐiji 3 'hj/ LAUGAVEGI 116 S. 10312 leyti. Bjarni hóf strax störf í Vélsmiðjunni Sindra ásamt bróð- ur sínum Guðjóni Sigurðssyni, sem hafði starfrækt áðurnefnda smiðju í mörg ár. Sagði Halldór Jónsson sem síðar varð einn mesti útgerðarmaður við Breiðafjörð að það hefði verið þeim sem við út- gerð fengust ómetanlegt að fá slíkan snilling og Bjarna Sigurðs- son til starfa í Ólafsvík. Þegar Víglundur kom með Snæfellið til Ólafsvíkur voru hér fyrir aðeins 2 dekkbátar, að öðru leyti opnir vél- bátar. Nokkrir dugnaðarmenn sem því miður er ekki tækifæri til að gera grein fyrir hér (verður eflaust gert þegar saga Ólafsvíkur verður rit- uð) höfðu reynt að gera út dekk- báta, en hafnleysið var þeim erfið- ast. Það hafði því verið hafin bar- átta fyrir bættri hafnaraðstöðu og tók Víglundur ótrauður þátt í þeirri baráttu. 1943 keypti hann 27 tonna bát ásamt Lárusi Sveins- syni, ungum dugnaðarmanni sem hann átti kyn til. Lárus og Víg- lundur stofnuðu saltfiskverkunina Hróa hf. ásamt fleirum árið 1947- —1948. En Hraðfrystihús ólafs- víkur var þá of lítið til að geta verkað allan þann fisk sem að landi barst í Ólafsvík. (Lárus drukknaði haustið 1947 áður en fyrirtækið Hrói tók til starfa). Hrói hf. hefur lengi verið ein stærsta saltfiskverkunarstöð á landinu. 1954 hættir Víglundur að fara sjálfur með bát og eftir það verður framkvæmdastjóm Hróa ásamt stjórn eigin útgerðar í landi hans aðalstarf. Hér er ekki timi eða tækifæri til að rekja fram- kvæmdasögu Víglundar Jónsson- ar. En skylt er að geta þess að hann hafði ávallt afburða duglega menn, bæði háseta og skipstjórn- armenn. Víglundur er kvæntur ágætis konu, Kristjönu Tómasdóttur, sem hefur búið manni sínum indælt heimili. Þau hjón eignuðust 3 mannvæn- leg börn og hefur bókhald fyrir- tækisins hvílt að mestu á herðum dóttur þeirra, Ragnheiði, hin síð- ari ár. Tvö síðastliðin ár hafa þau hjón átt við vanheilsu að stríða og hef- ur tengdasonur þeirra, Pétur Jó- hannsson, tekið við mestu af þeim störfum er á Víglund hafa hlaðist. Að síðustu sendi ég þeim hjón- um og börnum þeirra mínar bestu óskir og þjóðinni til handa vona ég að hún eignist sem flesta, jafn far- sæla athafnamenn og Víglund Jónsson. Sigurður Brandsson Golfmyndir eftir R. Lár. að Jaðri Akureyri, 24. julí. í TENGSLUM við íslandsmót í golfi, sem hefst á Jaðarsvelli á Akureyri 30. júlí, efnir Kagnar Lár til myndlistarsýningar í golfskálanum, þar sem hann mun sýna kolateikningar og vatnslitamyndir, allar tengdar golfi og Jaðarsvelli. Golfklúbbur Akureyrar tók í notkun í vetur sem leið stóraukið nýtt húsrými á Jaðri og hefur það verið eftirsóttur sýningarstaður myndlistarmanna síðan, en sýning Ragnars er sú sjötta sem þar er haldin á skömmum tíma. Sýningin stendur til sunnudags- kvölds og er öllum opin. G.Berg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.