Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 7 Stjóm Búseta í Reykjavík: Um þúsund félags- menn uppfylla skil- yrði um félagslega forgangshópa MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn hús- næóissamvinnufélagsins Búseta f Reykjavík: „Vegna sérkennilegra fullyrð- inga þingmannsins Halldórs Blöndals í Mbl. í gær, þess efnis að ekki séu nú þegar fyrir hendi heimildir f húsnæðislöggjöf til lánveitinga til húsnæðissam- vinnufélaga, vill stjórn Búseta í Reykjavík taka eftirfarandi fram: Réttindi húsnæðissamvinnufé- laga til lána eru eftir úrskurð fé- lagsmálaráðherra frá 8. janúar á þessu ári algerlega ótvíræð. Niður- staða þessa ráðuneytisúrskurðar, sem hefur fullkomið lagagildi, var þessi: „Samkvæmt framansögðu telur ráðuneytið Húsnæðisstofnun ríkis- ins vera heimilt að veita lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna til félaga- samtaka, og þar á meðal Húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta, svo fremi að þau hafi það að markmiði að byggja eða kaupa leiguíbúðir til út- leigu fyrir námsmenn, aldraða og ör- yrkja með hóflegum kjörum.“ Þess má geta, að um 1000 fé- lagsmenn Búsetafélaganna upp- fylla ofangreind skilyrði laganna um félagslega forgangshópa. Sam- kvæmt c-lið 33. gr. laganna er heimilt að veita lán til félaga- samtaka sem hafa innan sinna vé- banda þessa hópa fólks. Á grund- velli þeirrar íagagreinar felldi ráðuneytið úrskurð sinn í janúar sl. Á þessum úrskurði byggist rétt- ur Búseta sem félagasamtaka til 80% lána úr byggingarsjóði verka- manna. Þetta hefur verið staðfest af formanni Húsnæðismálastjórnar, Þráni Valdimarssyni, i viðtali við Morgunblaðið þann 24. janúar sl. Fyrir síðasta löggjafarþingi lágu lagafrumvörp er njóta stuðn- ings % hluta Alþingis, þess efnis að húsnæðissamvinnufélögum verði tryggð full lánsréttindi til viðbótar við þau sem þegar eru fyrir hendi í lögum. Fastlega má vænta þess, að þessi vilji Alþingis verði staðfestur með löggjöf á næsta Alþingi. Stjórn Búseta Neytendasamtökin: Seljið ekki kælivöru utan dyra í sólskini KARTÖFLUR, sem geymdar eru tímunum sarnan í glampandi sól- skini og 20—30 stiga hita, gctur myndað eiturefnið solanum og vegna þess hve algengt er að kaup- menn færi vörur sínar út á gang- stéttir þegar sólin skín hafa Neytendasamtökin farið þess á leit við Hollustuvernd ríkisins og heil- brigðiseftirlitsnefndir á öllu landinu, að fylgst verði með sölu á grænmeti og fleiru á götum úti, að því er segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. í tilkynningunni segir að Neyt- endasamtökin telji að mörgu leyti jákvætt að varningur sé seldur utandyra á góðviðrisdögum en „Neytendasamtökin telja það frá- leitt að vörur þessar séu með- höndlaðar á þennan hátt og harma það ef kaupmenn í hugsun- ar- eða kæruleysi eyðileggi þann árangur í vöruvöndun sem náðst hefur eftir mikla baráttu Neyt- endasamtakanna og vegna breyttra og jákvæðra viðhorfa framleiðenda." væntir þess einnig, að sá meiri- hlutavilji, sem komið hefur fram á þingi um réttindaveitingu til hús- næðissamvinnufélaga, setji svip sinn á störf þeirrar milliþinga- nefndar um húsnæðismál er nú starfar, þrátt fyrir setu Halldórs Blöndals alþingismanns í nefnd- inni.“ Árbæjarstífla: Göngubrúin lokuð um sinn GÖNGUBRÚIN yfir Árbæjarstíflu er nú lokuð vegna viðgerða á stíflunni. Björn Haraldsson, kerfisstjóri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, sagði að nú stæðu yfir lagfæringar á stíflunni og göngubrúin hefði verið tekin í burtu og aðvörunarskilti sett upp svo að fólk hætti sér ekki út á hana. „Verið er að steypa styrktar- og þéttivegg inn- an í stífluna. Við hófum verkið seinnipartinn í maí og gerum ráð fyrir að opna göngubrúna um miðjan september. Brúin var sett upp á sínum tíma til að auð- velda fólki að komast á milli Breiðholts og Árbæjarhverfis. en nú er orðið auðveldara að komast á milli eftir tilkomu Höfðabakkabrú- arinnar," sagði Björn að lokum. Opiö laugardag frá kl. 10-4 Aldrei höfum viö getað boðið eins gott úrval af notuðum MAZDA bílum og núna. Allir bílarnir eru gaumgæfilega yfirfarnir og þeim fylgir 6 mánaöa ábyrgð frá söludegi. Langar þig í nýrri bíl í sumar? Komdu þá til okkar með þann gamla og skiptu honum upp í nýrri MAZDA. Sýnishorn úr söluskrá: Gerð Árg. Ekinn Verð 929 Station '84 30.000 540 þús. 626 2000 Hatchb. vökvast. '84 48.000 470 þús. 929 SDX 4 dyra '83 32.000 430 þús. 323 1300 3 dyra '83 20.000 310 þús. 929 SDX 4 dyra vökvast. ’81 48.000 360 þús. 626 1600 4 dyra '82 56.000 270 þús. Gerð Árg. Ekinn Verð 323 1300 3 dyr sj.sk. '82 39.000 280 þús. 929 HT 4 dyra m.öllu '81 44.000 300 þús. 626 2000 4 dyra '81 46.000 270 þús. 323 1300 5 dyra '81 73.000 220 þús. 626 2000 4 dyra sj.sk. '80 56.000 240 þús. Bif reiðakau pendur: Nú er ein mesta ferðahelgi sumarsins framundan. Stuðlið þvi að ánægjulegri ferð með því að kaupa notaðan MAZDA með 6 mánaða ábyrgð hjá okkur. 6 mánaða ábyrgð BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.