Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JtJLl 1985 43 Magnús Bergs sést hér skora með skalla í landsleik gegn Wales. Rétt er staðið að málum knattspyrnulandsliðsins Ungur knattspyrnuáhugamaður skrifar: Oft hefur því verið haldið fram að val landsliðsins með alla þessa atvinnumenn innanborðs sé bara tóm della. Sumir halda því nefni- lega fram að leikmenn á fslandi, þ.e.a.s. þeir sem leika knattspyrnu hér á landi, séu ekkert síðri. Þá vilja menn meina að ekki eigi val landsliðsins að fara eftir því hvort menn séu atvinnumenn eða ekki. Menn gagnrýna einnig að lands- liðsþjálfarinn okkar skuli vinna erlendis og komi einungis nokkr- um dögum fyrir leik og láti það gott heita. Fólk vill sem sagt meina að rangt sé haldið á lands- liðsmálum okkar Islendinga eins og stendur. En það sem ég ætla nú að skrifa um er fyrst og fremst að fullyrða að þetta sé rangt, þ.e.a.s. að rétt sé farið að í landsliðsmál- um. Ef við tökum nú fyrst fyrir val landsliðsins þá hlýtur hver maður að sjá að atvinnumenn og áhugamenn eru ekki það sama. Atvinnumenn stunda ekkert allan daginn nema að spila fótbolta. Fótbolti er þeirra líf og allt snýst í kringum hann. Þessu er einmitt öðru vísi farið með áhugamenn, þeir vinna allan guðslangan daginn og svo fara þeir á æfingar með félagsliði sínu á kvöldin. Er þá ekki augljóst að menn sem gera ekkert annað en að iðka knattspyrnu allan daginn eru einfaldlega miklu betri en þeir sem vinna hin ýmsu störf allan daginn og svo leika þeir sér í fót- bolta á kvöldin. Þá held ég að ef við íslendingar höfum yfir að ráða góðum hópi af atvinnumönnum, þá ættum við að láta þá etja kappi við þá atvinnumenn sem landslið okkar keppir við í t.d. HM. Tökum dæmi að ef nú Tony Knapp hefði fengið þá flugu í hausinn að stilla upp eingöngu áhugamönnum gegn Wales á dög- unum þá hefðum við alveg örugg- lega tapað og það stórt því þessir „gæjar“ í welska landsliðinu eru svo hátt fyrir ofan okkar áhuga- menn hvað varðar allar greinar knattspyrnunnar að þeir hefðu sigrað auðveldlega. En það sýndi sig að við stilltum upp frekar sterku liði með marga atvinnu- menn innanborðs og við unnum mjög verðskuldað. Leikurinn gegn Skotum var gott skólabókardæmi um það, sem ég er að tala um, við vorum að vísu óheppnir en það sýndi okkur bara að ef við ætlum að vinna stórveldi eins og Skotland í knattspyrnu þá verðum við að vera með okkar sterkustu menn. Þeir voru að vísu margir meiddir en við hefðum al- veg örugglega unnið þá með Ás- geir, Arnór og Lárus í liðinu. Menn hafa einnig sagt að ekki sé rett að Tony Knapp skuli starfa erlendis meðan að hann stjórni landsliðinu, að hann ætti að starfa á íslandi og þjálfa þá landsliðs- menn sem leika hér og ferðist svo bara á milli landa og fylgjast með atvinnumönnum okkar. En spurn- ingin er bara, yrði þetta nóg í heila stöðu? Persónulega myndi ég nú vilja þetta. Svo hefur það líka sýnt sig að okkur hefur alltaf gengið vel og best undir stjórn Tony Knapps. Kann einhver þessar gátur? Þuríður Guðmundsdóttir skrif- ar: Kæri Velvakandi. Ég er ein af þeim sem langar að vernda það gamla enda var þá mikið kennt og haft yfir fólki til skemmtunar og fróðleiks. Þegar aldur færist yfir fer að skjóta upp kollinum einmitt það sem lærðist í æsku. Ég hef í huga tvær gátur, sem ég lærði ung, en nú er svo komið að mig vantar endi við aðra og upphaf á hina. Ég vona að einhver muni þessar gátur og sendi Velvakanda það sem á þær vantar og uppfylli þá ósk mína að þær glatist ekki. Það sem ég man af fyrri gát- unni er svona: Sat ég undir fiskihlaða föður míns, menn komu að mér, gjörðu mér svo mikinn skaða, lögðu eld í bóndans hlaða. Hlaðinn tók að brenna og ég tók að renna, út um lönd, allt að biskupsströnd. Biskup átti valið bú. Hann gaf mér uxa og kú. Uxinn tók að vaxa, en kýrin að mjólka. Sankti María gaf mér sauð, sá varð mér að miklum auö. Annan gaf mér Freyja, hann kunni ekki að deyja. Leit ég niður til lága, leit í korn skráa. Gott þótti mér að líta skinnið mitt hvíta ogskikkjunavænu ... Hér vantar niðurlagið. Á hina gátuna vantar mig upp- hafið en þaö sem ég man af henni er svona: ... muna máttu frændur þín Refur Ráðfinnsson, Ráðfinnur Karlsson, Karl Kjörvarðsson, Kjörvarður Bjórsson, Bjór Brettingsson, Brettingur Hakason, Haki var Óðinsson, en Óðinn var kóngur allra, trölla faöirinn. Hann var mesti maðurinn. Hann fór til kinda, en kom ekki aftur. Mosfellssveit og nágrenni Tannlæknastofa Hef opnaö nýja tannlæknastofu aö Uröarholti 4, efri hæð (fyrir ofan Mosraf.) Tímapantanir í síma 666992 frá kl. 9—16. Guðjón S. Valgeirsson, tannlæknir. Sumartilboð á Ægisíðu Eftirtaldar vörur bjóðum. við á tilboðsverði á bensínstöð Esso, Ægisíðu: Bónhanskar Útsöluverð Kr. 165.00 Tilboðsverð Kr. 95.00 Felgulyklar, með sveif og spyrnu 877.00 730.00 Felguhreinsir Blue Top 127.00 - 80.00 Fótbolti, leður 608.00 - 495.00 Færi 51.00 - 35.00 Grillgafflar, sett 218.00 - 145.00 Gasgrill - 1.172.00 - 495.00 Grillhanskar 108.00 - 95.00 Grillkolahitarar 550.00 - 295.00 Grillristar 528.00 - 395.00 Körfuboltagrind 933.00 - 495.00 Badminton og net 471.00 - 195.00 Teygjutennis - 1.173.00 - 695.00 Supertennis - 1.161.00 - 695.00 Stóra sumarbókin 195.00 - 140.00 Verið velkomin eBensínstöðin Ægisíðu Nýgalvi HS 300 Unnt er aö spara ómældar upphæöir með því að fyrirbyggja eða stööva tær- ingu. NÝGALVI HS 300 frá KEMITURA í Danmörku er nýtt ryövarnarefni á ís- lenskum markaöi. • Nýgalvi er hremn sinkmélmur i sérstöku upplausnaretnl. Sinkínu er smurt é ryðhvarfað (oxideraðl stálundlrlagið og brennist fullkomlega viö það. • Sfnkíð botnfeHur auðveldlega og getur því verið arfitt að hræra upp i dósunum tyrst i staö. Gott er þá aö nota handborvét með hmrlspaöa • Ekki þarf að sandbtésa eða gtiástipa undirlaglö Sandskolun undir háþrystmgi eða virburetun er tullnægjandi. • Fjarlasgið alla gamla malningu, lauat ryð og skanir. þernð flötmn og málið meö nýgahra. • Nýgalvi tyrirbyggir tæringu og stöövar frekarl ryðmyndun, tyrtrbygglr baktenu- gróður og þðrungagróður Skelfisk lesttr ekki við flötinn. • Nýgahrl er tiibúlnn tíl notkunar i dósum eða tötum, hefur ötakmarkað geymstuþol é lager, borinn á meö pensli eða úðasprautu. • Hvert kg pekur 5—8 m* aé bonð á með pensH og 6—7 m’ et sprautað er. • Venjulega er fullnægjandi að bera á tvö tög af nýgalva Þegar málaö er é rakt ytirborð eöa i mjög röku lotti, t.d. úti a sjð. er raötagt að mála 3 yflrferðir Látlð liða tvær stundir milli yflrteröa • Hltasvlð nýgalva er *40*C «1 120,’C. • Nýgahri er ekki eítraður og er skrásettur al tramletösluettirlitinu og vinnueftirtiflnu i Danmorku • Gaivanhúð með nygalva er jafnvel ennþá betrl og þotnari iteldur en venjuteg heitgalvanhúóun • Hentar atls staðar þar sem ryö er vandamél: turnar. geymar. státvirki. skip. batar, bUar, pipur. möstur, giröingar, máimþök, lottnet. verktakavelar, landbunaðarvétar og vegagrindur. Smásala LITURINN Siðumula 25, 105 Reykjavtk. Stmt 84533. ELLINGSEN HF„ Grandagarði 2, 101 Reykjavtk. Sfmi 28855. MÁLNINGAR- VERSLUN PÉTURS HJALTESTED Verktakar STÁLTAK Borgartúni 25, 105 Reykjavtk. Stmi28933 SELVERK SF„ Súöarvogi 14, 104 Reykjavík. Simi 687566 Umboð á íslandi og heildsala SKANIS HF„ Norraen viðskiptt, Laugavegi 11, 101 Reykjavtk. Simi 21800. Suðurlandsbraut 12, 105 Reykjavik. Siml 82150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.