Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JtJLÍ 1985 37 GRÉTA ÖSP JÓHANNESDÓTTIR NEMI í FATAHÖNNUN Sýnir í Pompidousafninu Gréta Ösp Jóhannesdóttir sem er við nám í fatahönnun við Esmod-skólann í París hlaut þá við- urkenningu nú í sumar að verkefni hennar á skólasýningu, alklæðnað- ur, var valið til að fara á sýningu á Pompidou-safnið í París. „Á lokasýningunni sem við vor- um með í skólanum áttum við að hafa til hliðsjónar herklæði allra tíma og allra landa og okkur var skipt í hópa. Það kom í minn hlut að vera í hópi sem einbeitti sér að Indlandi á nýlendutímabilinu. Þessi sýning tókst vonum framar og forráðamenn Pompidou báðu okkur um að fá sýnishorn af því sem við vorum að gera þarna og mitt stykki varð fyrir valinu. Þetta er samsýning á Pompidou þar sem helstu hönnunar- og klæðskeraskólar í París sýna ásamt þessum stóru nöfnum í tískuheiminum„. — Hvað ertu búin að vera lengi við nám í þessum skóla? »Ég er búin að vera í tvö ár í Esbon og reyndar erum við þrjár íslenskar stelpur að læra þarna. Fyrst var ég í Sorbonne í frönsku. Þetta nám sem ég stunda er tví- þætt, ég hef stundað bæði nám í fatahönnun og hinsvegar í klæð- skerasaumi. Hvor greinin um sig tekur venjulega þrjú ár. Hingað til hefur námið verið það strembið að ég gæti allt eins verið á hvaða stað sem er í veröld- inni, því það hefur enginn tími gefist til að skoða borgina. Næsta vetur hyggst ég þó bæta um betur og geyma klæðskeranámið þangað til ég sé fyrir endann á fatahönn- uninni. Mikið af þessum krökkum sem eru með mér í skóla eru að koma úr myndlistarnámi og eru þjálfuð sem teiknarar, en það tók mig óra- tíma að mála því ég hafði aldrei komið nálægt slíku af viti og í fyrstu kunnni ég ekki að halda á pensli. Þetta bitnaði dálítið á hönnuninni og ég gat ekki sinnt því námi sem skyldi, var í sann- leika sagt dauðhrædd um að falla og mjög hissa á þessum árangri sem skilaði sér í lokin." — Ein sígild: Saumarðu á sjálfa þig? „Já, næstum því undantekning- arlaust sauma ég hverja einustu flík á mig. Ég get ekki hugsað mér að kaupa t.d. jakka á 3000 krónur sem ég sé í hendi mér að ég gæti saumað fyrir 300. Þannig að þegar mér gefst tími þá sauma ég. Það hefur eins og ég sagði áðan lít.ill tími verið aflögu undanfarið til nokkurs fyrir utan námið þannig að farangurinn minn á heimleið- inni samanstóð af allskyns efnum. Ég hef saumað á mig lengi, lík- lega síðan ég var 12 ára. Móðir mín hefur lengstum verið iðin við að sauma á sig og áður fyrr á alla fjölskylduna. Þegar ég komst svo á viðkvæman aldur fannst mér allt hryllilega púkalegt sem mamma var að sauma og fór þá sjálf að fikra mig áfram eftir einföldum sniðum og breytti svo smám sam- an víddum, síddum, vösum og krögum. Núorðið bý ég að auðvit- að til sniðin sjálf." — Þú ert nýkomin frá París. Hvers megum við vænta í tísk- unni? „Yfirleitt virðist það sem er að gerast í tískuheiminum berast fljótt hingað. Ég var samt dálítið hissa á klæðaburðinum þegar ég kom til landsins í þetta skipti. Fyrir skömmu tölti ég niður Laugaveginn og settist á bak við sólgleraugun mín á Austurvöll og skoðaði mannfólkið. Það er undarlegt hve ungar kon- ur eru einhæfar í klæðaburði. Flestar voru þær í mjög síðum þröngum pilsum og blússum yfir. Það sem mér fannst mest áber- andi af nýjungum í París voru gallaföt, þá fyrir ungu kynslóðina og litir eins og ryðbrúnt, rústrautt og blátt. Það er nú samt þannig að vissir litir ganga alltaf og svo bæt- ast nýir við eins og þessir sem ég var að tala um. Allt sem undir- strikar kvenlegheit er í sókn; þröng belti, snið sem undirstrika línurnar og svo framvegis." Gréta víkur aftur að því sem við blasti á Austurvelli og segir að það sé virkilega áhugavert að sjá nve strákar eru orðnir hugaðir hvað snertir klæðnað. Þeir eru miklu „smartari" á heildina litið en stelpumar og gera meira af því að vera öðruvísi. Hún segir að lokum, sposk eins og til að bera í bætifláka fyrir orð sín um ósjálfstæði kvenna þegar hún sér svipinn á blaðakonunni klæddri síðu þröngu pilsi og í blússu yfir, að það sé þó eitt sem vanti aðeins meira af hjá karlpen- ingnum en væri orðið frekar al- gengt á götum Parísar og það er að strákarnir þori að láta hárið vaxa. TILBOÐ: Góöar ferðalugtir til nota í tjaldið, sumar- bústaöinn og viö fleiri aðstæöur á aðeins kr. 350.- Einnig Wonder rafhlöður: Stórar......................4stk. kr. 120 miöstærð....................4stk. kr. 86 litlar......................4stk. kr. 62 Esso) OlíufélagiÖ hf AUK hf 15 134

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.