Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 6

Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Ef ekki væri_______________ Bogi Arnar Finnbogason kom að máli við undirritaðan nú um helgina og tjáði honum að smámisskilnings hefði gætt í síð- ustu fjölmiðlagreininni þar sem því var haldið fram að hann væri yfirþýðandi sjónvarpsins. Hið rétta væri að Pálmi Jóhannesson gegndi starfa þessum en hann hefði ásamt Þórhalli Guttorms- syni haft mikil og góð áhrif á hið mikla þýðingarstarf sem unnið er á 8jónvarpinu. Um leið og ég þakka Boga Amari Finnbogasyni sjónvarpsþýðanda fyrir upphring- inguna, en hún leiddi huga minn að þeirri staðreynd að aðeins húmorslausir menn eru óskeikulir, þá vil ég leyfa mér að benda for- ráðamönnum ríkisfjölmiðlanna á málfarslegt skítseiði er hefir sloppið í gegnum möskva mál- farsráðunauta ríkisútvarpsins. Hér á ég við texta dægurlags er nú hefir skriðið uppí sjöunda sæti vinsældalista rásar 2. Ekki veit ég hvaða klámraftar sameinast í bæn um að fyrrgreint lag sé leikið á rás-II, en ef bænaskrá sú á að gilda sem einhverskonar hæsta- réttardómur ofar siðrænum lög- málum samfélagsins, þá erum við á leið til skrílmennskunnar. Mál- farsráðunautar ríkisútvarpsins telja máski að þeirra hlutverk sé einvörðungu að passa uppá að norðlensku gæti í framburði þula og að menn á þeim bæ brjóti ekki grundvallarlögmál tungunnar, en ég vil minna menn á að Blöndal karlinn skilgreindi orðið klám þannig: utugtige, smudsige Ord, obskone Udtryk. 1 ónefndri orða- bók merkir orðið smudsig óhreinn; seyrður, viðbjóðslegur, klæminn. Það er kannski til fullmikils mælst að málfarsráðunautur fylg- ist með dægurlagaglamri, en þá kröfu er vissulega hægt að gera til yfirmanns rásar 2. Kaffiilmurinn sœti Að kveldi verslunarmannafrí- dagsins var á dagskrá kvikmyndin Þegar verslunin er frjáls. Þessi nýja íslenska heimildarmynd var gerð að undirlagi samtaka verslunar- manna og annaðist fyrirtækið Lif- andi myndir verkið. Umsjón hafði Sigurður Sverrir Pálsson en þulur var Ólafur Ragnarsson. Fórst þeim félögum verkið bara vel úr hendi en þó var sá hængur á að myndin spannaði fullvitt svið. Þannig hefði mér fundist við hæfi að gera þrjár 25 mínútna myndir í stað einnar um áhrif verslunar- frelsis á þjóðarhag okkar íslend- inga. í fyrsta þætti hefði til dæmis mátt greina ítarlega frá áhrifum einokunarverslunar á þjóðlifið. í öðrum kafla frá versluninni sem einum þætti þjóðarbúskaparins. í þriðja og síðasta þætti h&fði siðan mátt rabba svolítið við verslunar- fólk um kaup og kjör og starfs- hætti alla. Álít ég raunar að hér sé mikið verk óunnið af hálfu öflug- asta fjölmiðils þjóðarinnar, hvort sem það verk verður unnið innan stofnunar eða utan, þvi verslunin hefir nú einu sinni afgerandi áhrif á velfarnað okkar er hér hírumst á eyskerinu við hið ysta haf. Álit ég persónulega bráðnauðsynlegt að upplýsa alþjóð betur um starfs- hætti ekki bara verslunarmanna heldur og hinna ýmsu aðila er tengjast versluninni beint eða óbeint svo sem bankanna, auglýs- ingameistaranna, neytendasam- takanna og verðlagseftirlitsins. En slíkum fróðleik verður ekki komið til skila á innan við hálf- tíma, svo mikið er vist. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Fimmti þáttur Kyrrahafs- landa ■■■H Á dagskrá sjón- nA35 varps strax að afloknum frétt- um, auglýsingum og dag- skrá er 5. þáttur Kyrra- hafslanda, bresks fram- haldsmyndaflokks i 8 þáttum. Þessi þáttur nefnist Guð hefur ótal andlit. í Kyrrahafslönd- um tíðkast margvísleg trúarbrögð. Kristnir trú- boðar vinna mikið starf á þeim slóðum og þar með verða hin austrænu trú- arbrögð fyrir vestrænum áhrifum. Meðfylgjandi mynd er tekin úr þættin- um i kvöld. Hún sýnir búddamunk i hofi i Shanghai biðjast fyrir. íslensk tónlist ■■■■ Á dagskrá út- | A 30 varps kl. 14:30 14-” er íslensk tón- list. Fyrst verður leikinn seilókonsert eftir Jón Nordal. Erling Blöndal Bengtson leikur með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi er Jean Pierre JacquiIIat. Þá verður leik- inn sellókonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Ulisse Ritorno". Hafliði Hallgrímsson og Sinfón- íuhljómsveit íslands leika en stjórnandi er Guð- mundur Emilsson. Popphólfið ■ Á dagskrá út- 30 varpsins kl. — 16.30 er þáttur- inn Popphólfið í umsjá Bryndísar Jónsdóttur. „Þetta verður með sígildu sniði. Ég geri mér far um að blanda saman gömlum góðum lögum og þeim sem vinsæl eru hverju sinni. f þættinum i dag hyggst ég spila lög með Led Zeppel- in, Stairway to Heaven, en það er klassískt í tón- listarheiminum. Here Comes the Rain Again með Eurythmics en það var býsna vinsælt í fyrra. Kannski ég spili eitt lag með hljómsveitinni Am- erica. Rúsínan í pylsuend- anum er svo hinn eigi þvengmjói Meat Loaf. Eg ætla að spila hans vinsæl- asta lag til þessa, Para- dise by the Dashboard Light,“ sagði Bryndís Jónsdóttir umsjónarmað- ur Popphólfsins. Margt brallað í Texas ■1 Strax að lokn- 40 um fimmta ““ þætti Kyrra- hafslanda verður tengt yf- ir til Texas þar sem ófyr- irleitnir olíufurstar, vask- ir sveinar og vænar meyj- ar, spranga um í sólinni. Ættmóðirin Ellie virðist loks geta sætt sig við frá- fall eiginmanns síns þeg- ar stofnaður er sjóður I minningu hans til að styrkja efnileg ungmenni til náms. Sem fyrr eru Cliff karlinn Bames og J.R. hinir verstu óvinir og allt gengur sinn vanagang í Texas. Þátturinn í kvöld nefnist Erfðaskrá Jocks. Þýðandi þáttanna er Björn Baldursson. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Siguröar G. Tóm- assonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Vilt>org Schram talar. 9.00 Fréttir. 94» Morgunstund barnanna: .Matthías" eftir Barbro Lindgren. Sigrlður Sigurö- ardóttir les pýöingu slna (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugreinar dagblaöanna (útdr.). Tón- leikar. 10.45 Islenskar skáldkonur. Drlfa Viöar. Umsjón: Margrét Blöndal og Sigrlöur Pétursdóttir. RÚV- AK. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Marcello, Mozart og Beethoven. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiödls Norðfjörð. RUVAK. 13.40 Létt lög 14.00 „Larnb" eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Hall- dórsson byrjar lestur pýö- ingar sinnar. 14.30 Islensk tónlist a. Sellókonsert eftlr Jón Nordal. Erling Blöndal Bengtson leikur meö Sinfónluhljómsveit Islands: Jean-Pierre Jacquillat stjórn- ar. b. „Ulisse Ritorno", selló- konsert eftir Þorkel Sigur- björnsson. Hafliöi Hallgrlms- son og Sinfónluhljómsveit Is- lands leika; Guðmundur Em- ilsson stjórnar. 15.15 Staöur og stund — Þóröur Kárason. ROVAK. 1545 Tilkynningar. Tónleikar. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. I Söguhorni segir Kristln Steinsdóttir sög- una um Pylsurnar tlu I þýö- ingu Vilbergs Júllussonar. Kanfnan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og nýr teikni- myndaflokkur frá Tékkó- slóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19J0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1650 Popphólfiö — Bryndls Jónsdóttir. 174» Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir. 17.45 Slödegisútvarp — Sverr- ir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Ólafur Oddsson flytur. 20.00 Sprotar Þættir af unglingum fyrr og 7. ágúst 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kyrrahafslönd (The New Pacific) 5. Guö hefur ótal andlit Breskur heimildarmynda- flokkur I átta þáttum. I Kyrrahafslðndum tlðkast margvlsleg trúarbrögð. Kristnir trúboðar ýmissa safnaöa vinna þar mikiö starf og verða hin austrænu trúarbrögö fyrir áhrifum vest- rænna siða. Þýöandi og þulur Óskar Ingi- nú. Umsjón: Slmon Jón Jó- hannsson og Þórdls Mós- esdóttir. 2040 Sumartónleikar I Skál- holti Laurence Dreyfus og Ketil Haugsand leika sónötur eftir Johann Sebastian Bach á vlólu da gamba og sembal. 2150 Ebenezer Henderson á ferö um Island sumarið 1814. Fimmti þáttur: A leiö til Snæfellsness. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari meö honum: Valtýr Óskars- son. 22.05 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. marsson. 2140 Dallas Erfðaskrá Jocks Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.30 Ur safni Sjónvarpsins Maöur er nefndur Sigurbjörn Þorkelsson Sverrir Þóröarson ræöir viö Sigurbjörn Þorkelsson I Vlsi. Aöur á dagskrá 25. ágúst 1970. 23.10 Fréttir I dagskrárlok Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. RÚVAK. 244» Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 1400—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 154»—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hættl hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 164»—17.00 Bræöingur Stjórnandi: Eirikur Ingólfsson 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samir af konum. Stjórnandl: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.