Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Ef ekki væri_______________ Bogi Arnar Finnbogason kom að máli við undirritaðan nú um helgina og tjáði honum að smámisskilnings hefði gætt í síð- ustu fjölmiðlagreininni þar sem því var haldið fram að hann væri yfirþýðandi sjónvarpsins. Hið rétta væri að Pálmi Jóhannesson gegndi starfa þessum en hann hefði ásamt Þórhalli Guttorms- syni haft mikil og góð áhrif á hið mikla þýðingarstarf sem unnið er á 8jónvarpinu. Um leið og ég þakka Boga Amari Finnbogasyni sjónvarpsþýðanda fyrir upphring- inguna, en hún leiddi huga minn að þeirri staðreynd að aðeins húmorslausir menn eru óskeikulir, þá vil ég leyfa mér að benda for- ráðamönnum ríkisfjölmiðlanna á málfarslegt skítseiði er hefir sloppið í gegnum möskva mál- farsráðunauta ríkisútvarpsins. Hér á ég við texta dægurlags er nú hefir skriðið uppí sjöunda sæti vinsældalista rásar 2. Ekki veit ég hvaða klámraftar sameinast í bæn um að fyrrgreint lag sé leikið á rás-II, en ef bænaskrá sú á að gilda sem einhverskonar hæsta- réttardómur ofar siðrænum lög- málum samfélagsins, þá erum við á leið til skrílmennskunnar. Mál- farsráðunautar ríkisútvarpsins telja máski að þeirra hlutverk sé einvörðungu að passa uppá að norðlensku gæti í framburði þula og að menn á þeim bæ brjóti ekki grundvallarlögmál tungunnar, en ég vil minna menn á að Blöndal karlinn skilgreindi orðið klám þannig: utugtige, smudsige Ord, obskone Udtryk. 1 ónefndri orða- bók merkir orðið smudsig óhreinn; seyrður, viðbjóðslegur, klæminn. Það er kannski til fullmikils mælst að málfarsráðunautur fylg- ist með dægurlagaglamri, en þá kröfu er vissulega hægt að gera til yfirmanns rásar 2. Kaffiilmurinn sœti Að kveldi verslunarmannafrí- dagsins var á dagskrá kvikmyndin Þegar verslunin er frjáls. Þessi nýja íslenska heimildarmynd var gerð að undirlagi samtaka verslunar- manna og annaðist fyrirtækið Lif- andi myndir verkið. Umsjón hafði Sigurður Sverrir Pálsson en þulur var Ólafur Ragnarsson. Fórst þeim félögum verkið bara vel úr hendi en þó var sá hængur á að myndin spannaði fullvitt svið. Þannig hefði mér fundist við hæfi að gera þrjár 25 mínútna myndir í stað einnar um áhrif verslunar- frelsis á þjóðarhag okkar íslend- inga. í fyrsta þætti hefði til dæmis mátt greina ítarlega frá áhrifum einokunarverslunar á þjóðlifið. í öðrum kafla frá versluninni sem einum þætti þjóðarbúskaparins. í þriðja og síðasta þætti h&fði siðan mátt rabba svolítið við verslunar- fólk um kaup og kjör og starfs- hætti alla. Álít ég raunar að hér sé mikið verk óunnið af hálfu öflug- asta fjölmiðils þjóðarinnar, hvort sem það verk verður unnið innan stofnunar eða utan, þvi verslunin hefir nú einu sinni afgerandi áhrif á velfarnað okkar er hér hírumst á eyskerinu við hið ysta haf. Álit ég persónulega bráðnauðsynlegt að upplýsa alþjóð betur um starfs- hætti ekki bara verslunarmanna heldur og hinna ýmsu aðila er tengjast versluninni beint eða óbeint svo sem bankanna, auglýs- ingameistaranna, neytendasam- takanna og verðlagseftirlitsins. En slíkum fróðleik verður ekki komið til skila á innan við hálf- tíma, svo mikið er vist. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Fimmti þáttur Kyrrahafs- landa ■■■H Á dagskrá sjón- nA35 varps strax að afloknum frétt- um, auglýsingum og dag- skrá er 5. þáttur Kyrra- hafslanda, bresks fram- haldsmyndaflokks i 8 þáttum. Þessi þáttur nefnist Guð hefur ótal andlit. í Kyrrahafslönd- um tíðkast margvísleg trúarbrögð. Kristnir trú- boðar vinna mikið starf á þeim slóðum og þar með verða hin austrænu trú- arbrögð fyrir vestrænum áhrifum. Meðfylgjandi mynd er tekin úr þættin- um i kvöld. Hún sýnir búddamunk i hofi i Shanghai biðjast fyrir. íslensk tónlist ■■■■ Á dagskrá út- | A 30 varps kl. 14:30 14-” er íslensk tón- list. Fyrst verður leikinn seilókonsert eftir Jón Nordal. Erling Blöndal Bengtson leikur með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi er Jean Pierre JacquiIIat. Þá verður leik- inn sellókonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Ulisse Ritorno". Hafliði Hallgrímsson og Sinfón- íuhljómsveit íslands leika en stjórnandi er Guð- mundur Emilsson. Popphólfið ■ Á dagskrá út- 30 varpsins kl. — 16.30 er þáttur- inn Popphólfið í umsjá Bryndísar Jónsdóttur. „Þetta verður með sígildu sniði. Ég geri mér far um að blanda saman gömlum góðum lögum og þeim sem vinsæl eru hverju sinni. f þættinum i dag hyggst ég spila lög með Led Zeppel- in, Stairway to Heaven, en það er klassískt í tón- listarheiminum. Here Comes the Rain Again með Eurythmics en það var býsna vinsælt í fyrra. Kannski ég spili eitt lag með hljómsveitinni Am- erica. Rúsínan í pylsuend- anum er svo hinn eigi þvengmjói Meat Loaf. Eg ætla að spila hans vinsæl- asta lag til þessa, Para- dise by the Dashboard Light,“ sagði Bryndís Jónsdóttir umsjónarmað- ur Popphólfsins. Margt brallað í Texas ■1 Strax að lokn- 40 um fimmta ““ þætti Kyrra- hafslanda verður tengt yf- ir til Texas þar sem ófyr- irleitnir olíufurstar, vask- ir sveinar og vænar meyj- ar, spranga um í sólinni. Ættmóðirin Ellie virðist loks geta sætt sig við frá- fall eiginmanns síns þeg- ar stofnaður er sjóður I minningu hans til að styrkja efnileg ungmenni til náms. Sem fyrr eru Cliff karlinn Bames og J.R. hinir verstu óvinir og allt gengur sinn vanagang í Texas. Þátturinn í kvöld nefnist Erfðaskrá Jocks. Þýðandi þáttanna er Björn Baldursson. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Siguröar G. Tóm- assonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Vilt>org Schram talar. 9.00 Fréttir. 94» Morgunstund barnanna: .Matthías" eftir Barbro Lindgren. Sigrlður Sigurö- ardóttir les pýöingu slna (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugreinar dagblaöanna (útdr.). Tón- leikar. 10.45 Islenskar skáldkonur. Drlfa Viöar. Umsjón: Margrét Blöndal og Sigrlöur Pétursdóttir. RÚV- AK. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Marcello, Mozart og Beethoven. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiödls Norðfjörð. RUVAK. 13.40 Létt lög 14.00 „Larnb" eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Hall- dórsson byrjar lestur pýö- ingar sinnar. 14.30 Islensk tónlist a. Sellókonsert eftlr Jón Nordal. Erling Blöndal Bengtson leikur meö Sinfónluhljómsveit Islands: Jean-Pierre Jacquillat stjórn- ar. b. „Ulisse Ritorno", selló- konsert eftir Þorkel Sigur- björnsson. Hafliöi Hallgrlms- son og Sinfónluhljómsveit Is- lands leika; Guðmundur Em- ilsson stjórnar. 15.15 Staöur og stund — Þóröur Kárason. ROVAK. 1545 Tilkynningar. Tónleikar. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. I Söguhorni segir Kristln Steinsdóttir sög- una um Pylsurnar tlu I þýö- ingu Vilbergs Júllussonar. Kanfnan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og nýr teikni- myndaflokkur frá Tékkó- slóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19J0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1650 Popphólfiö — Bryndls Jónsdóttir. 174» Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir. 17.45 Slödegisútvarp — Sverr- ir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Ólafur Oddsson flytur. 20.00 Sprotar Þættir af unglingum fyrr og 7. ágúst 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kyrrahafslönd (The New Pacific) 5. Guö hefur ótal andlit Breskur heimildarmynda- flokkur I átta þáttum. I Kyrrahafslðndum tlðkast margvlsleg trúarbrögð. Kristnir trúboðar ýmissa safnaöa vinna þar mikiö starf og verða hin austrænu trúarbrögö fyrir áhrifum vest- rænna siða. Þýöandi og þulur Óskar Ingi- nú. Umsjón: Slmon Jón Jó- hannsson og Þórdls Mós- esdóttir. 2040 Sumartónleikar I Skál- holti Laurence Dreyfus og Ketil Haugsand leika sónötur eftir Johann Sebastian Bach á vlólu da gamba og sembal. 2150 Ebenezer Henderson á ferö um Island sumarið 1814. Fimmti þáttur: A leiö til Snæfellsness. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari meö honum: Valtýr Óskars- son. 22.05 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. marsson. 2140 Dallas Erfðaskrá Jocks Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.30 Ur safni Sjónvarpsins Maöur er nefndur Sigurbjörn Þorkelsson Sverrir Þóröarson ræöir viö Sigurbjörn Þorkelsson I Vlsi. Aöur á dagskrá 25. ágúst 1970. 23.10 Fréttir I dagskrárlok Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. RÚVAK. 244» Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 1400—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 154»—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hættl hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 164»—17.00 Bræöingur Stjórnandi: Eirikur Ingólfsson 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samir af konum. Stjórnandl: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.