Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Tíu milljónum úthlutaö úr Kvikmyndasjóði: Framlög frá 100 þúsundum upp í 1,9 milljónir króna LOKIÐ er úthlutun úr Kvikmyndasjóði í ágúst 1985, en tíu milljón krónur voru til ráóstöfunar í þetta sinn. milljónum króna á þessu ári. Hæstu framlög runnu til kvikmyndagerðarmannanna Hilmars Oddssonar, sem er að vinna að mynd sinni „Eins og skepnan deyr“ og Þráins Bert- elssonar, sem er að vinna að mynd sinni „Nýtt líf 3“. Hvor um sig fékk 1,9 milljónir króna. Fyrir handrit og undirbúning hlaut Ágúst Guðmundsson 1,2 milljónir króna til að vinna að mynd sinni „Skáldsögu". Friðrik Þór Friðriksson fékk 1 milljón, en hann er að gera handrit fyrir „Skytturnar". Egill Eðvarðsson og Þorsteinn Jónsson hlutu 200.000 hver vegna undirbúnings handrita sem þeir eru að vinna að sitt í hvoru lagi. Úthlutanir vegna heimilda- mynda urðu fjórar, alls 800.000 © INNLENT Samtals hefur þá verið úthlutað 28 krónur. Heiðar Marteinsson hlaut 300.000 vegna myndar sinnar „Stolt siglir fleyið mitt“, Sýn hf. hlaut 200.000 fyrir „Borg- arbörn í óbyggðum", Erlendur Sveinsson hlaut sömu upphæð vegna annars handrits „Lífið er saltfiskur" og Hjálmtýr Heiðdal og fleiri hlutu 100.000 krónur vegna lokafrágangs „Síldaræv- intýris á Djúpuvík. Tvö hundruð þúsund króna út- hlutun fékk Jón Axel Egilsson vegna lokafrágangs á teikni- myndinni „Jurti". Til kynningar og dreyfingar ís- lenskum kvikmyndum var 1,6 milljónum króna úthlutað til fjögurra aðila — hver þeirra fékk 400.000 krónur — Kvik- myndafélagið UMBI (Skilaboð til Söndru), Skínandi hf. (Hvítir Mávar), Mannamyndir (Gull- sandur) og Haust hf. (Útlaginn). Einni milljón var haldið eftir til síðari ráðstöfunar vegna ráðningar framkvæmdastjóra kvikmyndasjóðs, kvikmynda- safns og fleira. í úthlutunar- nefnd eiga sæti þrír menn: Jón Þórarinsson, formaður, Friðbert Pálsson og Sveinn Einarsson. FORSETI íslands hefur að beiðni landbúnaðarráðherra skipað Árna IVf. Mathiesen, dýralækni, í embætti dýralæknis fisksjúkdóma frá 1. sept- ember að telja. Aðrir umsækjendur voru ekki um stöðuna. Árni M. Mathiesen er 26 ára að aldri og búsettur í Hafnarfirði. Að loknu stúdentsprófi frá Flens- borgarskóla 1978 hóf hann dýra- læknisnám við Edinborgarháskóla í Skotlandi og lauk embættisprófi í júlí 1983. Síðastliðið ár stundaði Árni framhaldsnám í fisksjúk- dómafræði við Stirling-háskóla Setið á gólfum og fyrirlestrapalli — mikið fjölmenni á ráðstefnu um kvennarannsóknir sem haldin er í Odda Ámi M. Mathiesen skipaö- ur dýralæknir fisksjúkdóma í greinargerð með frumvarpi sem alþingismennirnir Egill Jónsson, Davíð Aðalsteinsson, Helgi Seljan og Salóme Þorkels- dóttir fluttu á þinginu og var sam- þykkt, segir meðal annars: „Með frumvarpinu er lagt til að stofnuð verði sérstök staða dýralæknis með sérþekkingu á fisksjúkdóm- um og með þvi stefnt að auknu eftirliti og greiningarstarfi í fisk- eldisstöðvunum er tengist þeirri rannsóknar- og sjúkdómsvarn- arstarfsemi sem þegar er fyrir hendi. Með frumvarpinu er og ætl- að að styrkja það starf á þessu sviði, sem farið hefur fram innan héraðsdýralækniskerfisins og tengja það rannsóknarstarfi því sem farið hefur fram á Tilrauna- stöð háskólans í meinafræðum á Keldum. RÁÐSTEFNU um kvennarann- sóknir var haldió áfram f gær í Odda, hugvísindahúsi Haskólans. Á dagskrá fyrir hádegið voru kvenna- rannsóknir í bókmenntum. Eftir há- degið voru kvennarannsóknir í sagnfræði á dagskrá og um kvöldið var kynning á listsköpun kvenna í máli og myndum. Þátttakendur voru á annað hundrað. Ráðstefnan var sett í fyrrakvöld með ávarpi Önnu Sigurðardóttur forstöðumanns Kvennasögusafns íslands, en síðan hélt Anna G. Jónasdóttir erindi um fræðilegan grundvöll kvennarannsókna. Mik- ið fjölmenni var við setninguna sem var í ráðstefnusal Odda, setið á gólfum og fyrirlestrapalli og komust færri að en vildu. Gerður G. Óskarsdóttir sem á sæti í fram- kvæmdanefnd ráðstefnunnar sagði í samtali við blaðið í gær að mikil ánægja ríkti með þessa góðu aðsókn. Hún sagði undirbúning ráðstefnunnar hafa staðið í um eitt ár, frumkvæðið hefðu nokkrar konur haft sem starfa við Háskól- ann. „Markmið ráðstefnunnar eru tvennskonar, annarsvegar að kynna rannsóknir íslenskra kvenna og hinsvegar koma á tengslum kvenna sem starfa í hin- um ýmsu fræðigreinum. Með kvennarannsóknum er átt við þær rannsóknir sem gerðar eru af kon- um á einhverju sem snertir kon- ur.“ Ráðstefnur um kvennarann- sóknir eru haldnar víða um heim, og hafa m.a. verið sóttar af ís- lenskum konum. Á dagskrá ráðstefnunnar í dag eru kvennarannsóknir í lögfræði og hefjast fyrirlestrar klukkan 9.30. Guðríður Þorsteinsdóttir og Elín Flygenring ræða um jafn- réttislög og jafnréttisráð, Guðrún Erlendsdóttir um óvígða sambúð og Ásdís Rafnar um nauðgun. Eft- ir hádegið verður fjallað um kvennarannsóknir í raungreinum, Guðrún Ólafsdóttir fjallar um störf kvenna, byggðaþróun og byggðastefnu, Marga Thome ræðir um brjóstagjöf í Reykjavík og Kristín Einarsdóttir er með fyrir- lestur sem nefnist: verða breyt- ingar á naflastrengsæðum vegna blóðþrýstingslyfja og lyfja til legslökunar? Þá verður Ulrike Schildmann með gestafyrirlestur. Klukkan 20.30 fjallar Guðrún Ögmunds- dóttir um líf verkakonu í Reykja- vík og Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir um konur á Grænhöfðaeyj- um. Ráðstefnunni lýkur á morgun en þá verða á dagskrá kvenna- rannsóknir í guðfræði og kvenna- rannsóknir í félagsvísindum. Fyrirlestrar ráðstefnunnar hafa verið gefnir út i bók sem er til sölu á ráðstefnunni. Innlán hafa aukist á fyrri helmingi ársins: Gefur ekki tilefni til útlánaaukningar Arni Ogmundsson í Galtafelli látinn Árni M. Mathiesen einnig í Skotlandi, og lauk þar M.Sc.-prófi nú í sumar. Undanfar- ið hefur Árni verið aðili að rekstri dýraspítala Watsons í Víðidal og gegnt um tíma störfum farand- dýralæknis. Embætti dýralæknis fisksjúk- dóma var stofnað með lögum nr. 61 frá síðasta þingi. Er dýralækni fisksjúkdóma ætlað að sinna könnun, sjúkdómsgreiningu og reglubundnu eftirlíti á sviði fisk- sjúkdóma. Hydra-Langholti, 30. ágúst í GÆRMORGUN andaðist hér í sveit, Árni Ögmundsson fyrrum bóndi í Galtafelli, á 87. aldursári. Hann fæddist á Bóli í Biskups- tungum, 18. apríl árið 1899, en fluttist með foreldrum sínum, Þóreyju Árnadóttur og Ögmundi Jónssyni, um tveggja ára aldur að Miðfelli í Hrunamannahreppi þar sem hann ólst upp og hóf búskap 1930 með eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Dalbæ. Árið 1935 fluttust þau að Galta- felli, þar sem þau áttu heima æ síðan. Árni gegndi fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti og hreppstjóri um árabil, deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands í áratugi og umboðs- maður Brunabótafélags íslands. Á yngri árum starfaði Árni mikið fyrir Ungmennafélag Hruna- manna og tók mikinn og virkan þátt í félagsstarfi þess. Guðrún og Árni eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Sig.Sigm. „AUKNING innlána innlánsstofn- ana á fyrstu sjö mánuðum þessa árs gefur ekki tilefni til útlánaaukn- ingar. Þótt innlánsstofnanir hafi heldur meira ráðstöfunarfé nú en um áramótin, veitir ekki af að nota það fé til að rétta við lausafjárstöð- una, sem var neikvæð um rúma tvo milljarða um síðustu áramót, en er núna neikvæð um einn og hálfan milljarð króna," sagði Ólafur Örn Ingólfsson forstöðumaður hagfræði- deildar Landsbankans, er hann var inntur álits á því hvort aukning inn- lána á fyrri helmingi þessa árs gefi tilefni til aukinna útlána til einstakl- inga og fyrirtækja. Ölafur Örn sagði að innlán hefðu aukist um 22,3% og útlán um 15,9% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Heildaraukning i inn- lánum væri í krónum talin 5.717 milljónir, en þessi upphæð færi ekki öll til útlána, því 18% af hverri krónu rynni til Seðlabank- ans í bindiskyldu. Heildarinnlán voru í ársbyrjun 25.637 milljónir, en í júlílok 31.354 milljónir, og hafa því aukist um 5.717 milljónir. Heildarútlán voru í ársbyrjun 29.723 milljónir, en í júlílok 34.460 milljónir, sem er aukning um 4.737 milljónir. ólafur sagði að gengisbundin afurðalán hefðu verið 6.898 millj- ónir um áramót, en 5.922 milljónir í júlílok. Seölabankinn setur á bankana útlánaþak, og sjálfvirku afurðalánin eru dregin frá ( því dæmi, svo „þaklánin" svokölluðu, eða það lánsfé sem bankarnir eru sjálfráðir með, voru um síðustu áramót 22.858 milljónir, en í júlí- lok 28.538 milljónir, sem er aukn- ing upp á 5.714 milljónir króna. Brevtingar á leiöum SVR FRÁ og með deginum 1. sept- ember, taka eftirfarandi breytingar gildi á leiðum Strætisvagna Reykja- víkur. Áætlun vagnanna á allri leið 14, Lækjartorg — Sel, verður flýtt um tvær mínútur, þannig að brottfar- artími vagnanna frá Lækjartorgi verður 5 mínútur yfir hálfan og heilan tíma, en af tímajöfnunar- stöð í Skógarseli 26 mínútur yfir hálfan og heilan tíma. Borttfarar- tími annars staðar á leiðinni breytist í samræmi við það. Síð- asta ferð frá Lækjartorgi alla daga verður þó klukkan 24.00. A leið 19, Laugalækur — Álfa- bakki, verður brottfarartími vagn- anna frá Laugalæk í síðdegisferð- um flýtt um tvær mínútur. Brott- farartími frá Álfabakka verður hins vegar óbreyttur svo og öll áætlunin í morgunferðum. Ný leiðabók, með breytingum frá janúar 1985, kemur út fyrstu dagana í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.