Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 14

Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Veidiþáttur Ó, þú sæla veiði- mannalíf! Það befur gengið í ýmsu á laxveiði- vertíð þeirri sem senn er lokið. )>að er venjan, en kannski hafa fleiri skemmti- legir atburðir gerst í sumar vegna þess að loks eftir nokkurra ára hlé, komu stórar laxagöngur í árnar á ný. Flestar þeirra að minnsta kosti. Þrátt fyrir það, hafa nátt- úruöflin blandað sér í malin og gert veiði- mönnum víða erfitt fyrir, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi, þar sem menn hafa nestum gleymt því hvernig regn- dropi er viðkomu. En þrátt fyrir hin erf- iðu skilyrði f þessum landhshluta, befur laxveiðin verið jafn óútreiknanleg og fyrr, kannski enn meira vegna þurrkanna og vatnsleysisins sem sums staðar er ótrúlegt vandamál. Þannig var t.d. með hópinn sem fór f 4 daga úthald á efstu svæði Langár fyrir skömmu. Þar hefur veiði verið best lýst með orðinu „léleg" í allt sumar, fiskur hefur einhverra hluta vegna ekki gengið sem skyldi þangað fram eftir og horfurnar voru ekki sem bestar þegar ofan á allt bættist, að áin hefur aðeins verið brot af sjálfri sér síðari hluta sumars. Veðurspáin var ekki árennileg fremur en annað, norð- anstrengur og kuldi. Enda var aflinn fyrstu daganna sem hér segir: 1. dag: Enginn lax. 2. dag: 1 lax. 3. dag: Eng- inn lax. En á fjórða degi brá heldur til betri vegar, 10 laxar lágu þá f valnum. Ekki gátu félagarnir gert sér grein fyrir þvf hvaða breyting hefði valdið hinni góðu töku. Eftir þvf sem þeir gátu best séð, voru skilyrðin öll hin sömu og áður. Þetta er gott dæmi um það sem gerir laxveiðina jafn heillandi og raun ber vitni, óútreiknanleikinn. Lax eða önd? Hér kemur Iftil veiðisaga og tilviljun ræður þvf að vettvangur hennar er einnig Langá á Mýrum. Tveir veiði- menn komu að veiðihyl ofarlega f ánni og hugðu gott til glóðarinnar, veiði- staðurinn sá hafði skyndilega og óvænt tekið upp á þvf að veita laxa. Hann var einhvern veginn veiðilegri f vatnsleysinu heldur en f „góöu vatni", eins og veiðimenn orða það. Er komið var ofan að hylnum, urðu menn þess varir, að á bakkanum sat toppandar- manna með sjö stálpaða unga. Varð þegar í stað uppi fótur og fit svo ekki sé dýpra í árinni tekið og áður en veiði- menn gátu hugsað upp herbragð til að lokka andargreyið f rólegheitum frá hylnum, æddi fjölskyldan öll með fá- dæma gusugangi út á hylinn, ekki sfst yfir tökustaðinn sem virtist þeim sér- staklega kær. Veiðimenn horfðu með hryllingi á aðfarirnar og ákváðu f skyndingu, að best myndi að gera skyndiárás, styggja fuglaskrattanna Falleg sveit og falleg laxveiðií. Grímsá og veiðimaður reynir i Oddastaðafljóti. þannig að þeir myndu steypa sér niður brotið og niður á eyrarnar fyrir neðan. Var þetta reynt hiklaust, en árangur- inn var einungis sá, að andamamma stappaði enn frekar stáli f unga sína að flýja þennan vágest með þvf að kafa þangað sem dýpst var. Þar var Ifka laxahópurinn sem hafði komið sér fyr- ir f hylnum án þess að nokkur vissi af. Öð nú annar veiðimanna yfir og var þess freistað að reka hina óboðnu gesti niður úr hylnum með þvi að sækja niður báða bakka og þrengja að fugl- unum, enda var áin vatnslftil og eigi breið. Þetta mistókst hræðilega, andirnar ærðust gersamlega og köfuðu af hálfu meira kappi en fyrr og sá veiðimanna sem vaðið hafði yfir sá nú sér til hrollvekju hvernig endurnar köfuðu til og frá um allan veiðistaðinn og laxarn- ir skutust skelkaðir f allar áttir. Von- laus og raddlaus hopaði veiðimaðurinn aftur yfir ána og til félaga síns. Sagði annar f hljóðum, að þeir gætu svo sem alveg eins tekið nokkur köst, f besta falli myndi öndin missa þolinmæðina og hverfa frá veiðistaðnum og þá myndu næstu veiðimenn a.m.k. standa betur að vfgi. En aðeins um tfu mfnút- Hann tekur sig ágætlega út f kvöldbirtunni .... um eftir að tilraunir til veiða hófust, greip lax flugu annars veiðimannanna og var honum landað. Segið svo að það hafi alltaf slæm áhrif að styggja lax- inn... Vinir í raun ... Nokkrir félagar voru saman að veiða og hafði einum gengið illa, hinum bet- ur þó ekki hefði veiðin verið uppgrip. Á siðasta deginum hafði umræddur fé- lagi ekkert fengið, þetta var fjórði dag- urinn og við blasti að hann færi með öngulinn í rassinum til sfns heima úr þessari á þriðja sumarið f röð. En loks brosti veiðidísin til vinarins, hann fékk 6 laxa siðasta eftirmiðdaginn og var þar með orðinn aflakóngur f túrnum. Ánægjan var slík að unun var á að horfa eftir þvf sem vitni staðfestu, veiðimaðurinn Ijómaði eins og tungl f fyllingu og veiöifélagar hans tóku þátt í öllu saman og glöddust fyrir hans hönd. Daginn eftir höfðu þeir hins veg- ar ráðgert grín. Þeir hringdu heim til vinar sfns, kynntu sig fyrir konu hans sem Kristján Fjeldsted f Ferjukoti og spurðu hana hvaða fyrirtæki mannsins héti aftur, þetta sem senda átti reikn- inginn fyrir 6 löxum til. Fengu þó lax ... Þessir veiðimenn sem um var rætt f pistlinum að ofan fengu allir lax eða laxa, en annar smáflokkur f annarri á við annað tækifæri var ekki eins hepp- inn, hjá þeim hópi gekk dæmið ekki upp. Ekki svo að skilja að menn hafi látið sér ieiðast, þvert á móti. Einn daginn var mikil matarveisla og dró þá einn félaganna úr pokum sínum reykt- an lax úr annarri veiðiferð, og bauð félögum sínum að sneiða hann niður og neyta hans. Hýrnaði yfir viðstödd- um, þvf reyktur lax er jú lostæti hið mesta. Er rétturinn var hálfnaður, hrökk upp úr einum viðstaddra: „Jæja, það fór aldrei svo að ég fengi ekki lax og reyndar höfum við allir fengið lax. Það er óvænti fengurinn sem gefur mestu ánægjuna." Menn bjarga sér Nú vfkur sögunni til þriggja manna sem eru saman á veiðum austur f Brú- ará. Þeir eru að renna maðki f álitleg- an hyl, einn er efst með maðk, annar f miðjum hyl með Iftinn spinner, en sá þriðji er að veiða brotið með Iftilli flugu. Það gengur ekkert og vinirnir setjast í lftinn hvamm. Sá sem notaði maðkinn fer að eiga við beituna sem er heldur ótrúleg og hinir tveir fara að spyrja hann hvort það fari ekki f taug- arnar að sóða sig út f hvert skipti sem það þurfi að endurnýja beituna. Það taldi hann af og frá, sagðist vera orð- inn vanur þessu. „En einn vinur minn hefur ráðið fram úr vandamálinu," bætti hann við og hélt svo áfram: „Honum finnst svo ógeðslegt að beita maðkinum, að hann byrjar á því að finna sér flatan stein eða harðbala. Þar leggur hann maðkinn, þvf næst stfgur hann laust ofan á annan enda maðksins og reynir að stinga önglinum f hinn endann, þannig tekst honum að beita án þess að snerta dýrið. En það er illa beitt og tekur hann oftast óra- tíma að hefja veiðar." Milli Þingvalla og Laugarvatns bráö- vantar akhæfan veg — eftir Jón Otta Jónsson í Morgunblaðinu 1. ágúst sl. var hreyft við áhugaverðu málefni — samgöngur um fjölfarnar leiðir. Fréttamaður ræðir við Berg G. Gíslason. Bergur er ómyrkur í máli og gagnrýnir mjög svo sanngjarn- lega þá ósvinnu að samgönguyfir- völd skuli ekki hafa drifið f að leggja nothæfan veg milli Þing- valla og Laugarvatns. Eigi þarf að fjölyrða um nauðsyn veglagningar þessa leið. Þessir framangreindir staðir eru nú með mestu ferða- mannastöðum á Suðurlandi og eru um leið liðir í vinsælum aksturs- hring fyrir ferðafólk. Auk þess er orðin mikil uppbygging sumar- bústaða í Laugardal og í norðan- verðum Biskupstungum, sem spannar af sér gríðarmikla um- ferð. Leiðin frá Reykjavík um Mosfellsheiði og Þingvelli og um þessa vegónefnu sem nú er í notk- un er fjórðungi styttri en leiðin um Hellisheiði — Grímsnes. Enn- fremur skal á það minnt að íbúar í ofanverðri Árnessýslu eiga fullan rétt á betri samgöngum. Þeir hafa löngum verið afskiptir í vegamál- um og röðin hlýtur að vera komin að þeim. Ég tek sem dæmi þegar Laugdælingar og aðrir nærsveitar- menn þurfa að bregða sér vestur og norður, þá munar dágóðum spotta að fara um Þingvelli og Kjósarskarð. Að bjóða fólki að fara um þenn- an „veg“ sem er ekkert annað en troðninguur og eins og Bergur segir — til háborinnar skammar! Eg er Bergi hjartanlega sam- mála í öllu sem hann ræðir um í viðtalinu og er ég mjög ánægður að umræða er hafin um þetta mál. Um framkvæmd veglagningar milli Gjábakka og Laugarvatns er augljóst að hún yrði ekki erfið eða kostnaðarsöm. Leiðin er aðeins 17—18 km löng. Helmingur vegar- ins verður á hrauni. Við sáum árið 1974 hve fljótt gekk að leggja Þjóð- hátíðarveginn — Almannagjá — Gjábakki, sem liggur á sama hrauninu. Hinum hlutanum yrði að ýta upp og leggja hann nokkuð sunnar en núverandi vegræfill er til þess að losna við lækjarskorn- inga og brekkur. Ég vil beina þeirri ósk til ráðamanna að taka tíman- lega frá heppilegt land í hlíðinni upp af Laugarvatni til að fyrir- byggja að landið verði lagt undir sumarhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.