Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Þriggja ára hjartaþegi Hin þriggja íra gamla Jamie Gavin er yngsti hjartaþegi í heimi. Hér má sjá hana aö leik ásamt foreldrum sínum, Tom og Marion, fyrir utan Hariefield-sjúkrahúsið í London á fimmtudag. Jamie var skorin upp á sjúkrahúsinu 13. ágúst. Fimm ár frá stofnun óháðra verkalýðsfélaga í Póllandi: Walesa vill pólitískar og efnahagslegar umbætur fíHanak. .1(1 íoi'kiI AP *■—^ ^^ Gdansk, 30. igúst AP. LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýösfélaganna í Póllandi, sem bönnuð voru með herlögum, hvatti í dag til meiriháttar pólitískra og efnahagslegra umbóta í landinu. Á morgun, laugardag, eru fimm ár liðin frá fæðingu Samstöðu. “Ég hef þetta að segja stjórn- völdum: Sleppið pólitískum föng- um, látið af kúgun ykkar og of- sóknum og snúið aftur á sáttaveg- inn,“ sagði Walesa á fundi með blaðamönnum fyrir utan Lenín— skipasmíðastöðina í Gdansk í dag. Hundruð stuðningsmanna Walesa fögnuðu honum er hann kom út um hlið skipasmíðastöðvarinnar að loknum starfsdegi og hrópuðu í kór nafn Samstöðu. Á morgun, laugardag, eru fimm ár liðin frá því Walesa undirritaði sögulegt samkomulag við pólsku stjórnina. Þá fengu verkamenn rétt til að stofna óháð verkalýðs- félag, Samstöðu. Walesa lagði blómsveig að minnisvarða um verkamenn sem Flugbannið í Bretlandi: Concorde notuð í innanlandsflug London, 30. ágúsL AP. BREZKA flugfélagið British Airways notaði Concorde-þotur, sem flogið geta á rúmlega tvöföldum hljóð- hraða, á innanlandsleiðum í dag vegna banns við flugi brezkra flug- véla, sem búnar eru JT8D-þotu- hreyflinum frá Pratt og Whitney, þar til lokið er ítarlegri skoðun á hreyfl- unum. British Airways lagði fjórum Boeing-737-þotum á mið- vikudag er sprungur fundust í brunaholi hreyfla þeirra. Talið er að flugslysið í Manchester fyrir viku, þegar Boeing-737-þota fórst í flugtaki, hafi stafað af sprungum í hreyfli þotunnar, sem sprakk, en hann var af gerðinni JT8D-15. Concorde var í dag notuð til flugs milli London og Newcastle en flogið var undir hljóðhraða. Búist var við að skoðun yrði lokið á hluta Boeing-þotanna í dag og skoðun 40 til viðbótar lyki í næstu viku. Brezka flugmálastjórnin * Irakar sprengja á Kharg-eyju NicoHÍa, Kýpur, 30. áflML AP. ÍRAKAR sögðu í dag að þeir hefðu gert þotuárás á skemmu sem geymir olíu til útflutnings á Kharg-eyju. Var árásin gerð til að koma í veg fyrir að íranir næðu að gera við skemmdir eftir að sprengjum var varpað á eyjuna fyrr í þessum mánuði. Ekki hefur fengist staðfest frá óháðum aðila að árásin hafi átt sér stað. bannaði flug flugvéla, sem búnar eru samskonar hreyflum og þotan sem fórst í Manchester, þar til skoðun hefði farið fram. Banda- ríska flugmálastjórnin hefur fyrir- skipað samskonar skoðun i Banda- ríkjunum. Afganistan: Risaveldin fallast á atriði í tillögu SÞ rionf 1A á/n'.oi A P Genf, 30. ágúsL AP. Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa geflð sterklega í skyn að þeir fallist á lykilatriði í tillögum á veg- um Sameinuðu þjóðanna um hvernig koma eigi á friði í Afganistan. Sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í deilunni um Afganistan, Diego Cordovez, viðhafði þessi ummæli á fréttamannafundi, sem hann hélt eftir fjögurra daga óformlegar viðræður milli Afgana og Pakistana. Þessar viðræður eru liður í sáttaumleitunum Samein- uðu þjóðanna í málefnum Afgan- istans, en næsti fundur verður haldinn 16—20 desember nk. í Genf. Stjórnvöld í Afganistan og Pak- istan komust að samkomulagi um þetta lykilatriði, sem fjallar um hvernig stjórnarfyrirkomulagi landsins skuli háttað í framtíð- inni. Stjórnir risaveldanna gáfu síð- an í skyn að þau féllust á sam- komulagið um þetta tiltekna atriði. Cordovez vildi þó ekki skýra nánar frá málavöxtum. Hin þrjú atriðin, sem viðræð- urnar snúast um, eru: í fyrsta lagi að tryggja að Pakistanar hafi ekki afskipti af innanríkismálum Afg- ana; í öðru lagi að um fimm millj- ónum afganskra flóttamanna, sem nú eru í Pakistan, verði gert kleift að snúa aftur heim; og í þriðja lagi að 115 þúsund manna herlið Sov- étmanna, sem nú er í Afganistan, hverfi á brott. Eastern sektað vegna kókaínfunds í þotum IVfíami ÍM ícnicd AP ^ féllu í óeirðum, er brutust út 1970 vegna verðhækkana á matvælum. Samstaða lét reisa minnisvarðann við Lenín-skipasmíðastöðina fyrir fimm árum. Mikið fjölmenni var samankomið við minnisvarðan, eða fleiri en nokkru sinni frá því gripið var til herlaga í desember 1981, en þá voru óháðu verkalýðs- félögin bönnuð. Stjórnaði Walesa fjöldasöng við minnisvarðann og myndaði sigurmerki er þjóðsöngur Póllands var sunginn. Walesa birti opinberlega 16 síðna skjal þar sem krafizt er afnáms kúgunar, efnahagslegra umbóta og réttinda til að stofna óháð verkalýðsfélög. í því eru, það sem Walesa kallaði ábyrgar tillög- ur um leiðir til að leiða Pólland út úr kreppu. Hvatti hann til við- ræðna og sáttfýsi, en stjórnvöld hafa ítrekað hafnað óskum hans um viðræður. Hið opinbera mál- gagn ungliðadeildar pólska komm- únistaflokksins, Sztandar Mlodych, sagði f dag að Samstaða stundaði lýðskrum, væri í and- stöðu við kommúnismann og stundaði mjög óábyrga pólitík, auk þess sem samtökin hefðu aldrei reynst hafa raunhæfar tillögur fram að færa. Miami, 30. ágúst AP. BANDARÍSKA flugfélagið Eastern Airlines var í dag sektað um 1,4 milljónir dollara, eða jafnvirði um 60 milljóna króna, vegna 770 kflóa af kókaíni, sem fundust falin í tveim- ur þotum félagsins, sem notaðar eru til vöruflugs milli Miami og Kólomb- íu. Kókaínið fannst falið í loftræsti- kerfi flugvélanna, sem eru af gerð- inni Boeing 727, í fyrra mánuði. Var Eastern sektað um 50 dollara fyrir hverja únsu kókaíns, eða um 1.377.600 dollara. Hefur flugfélag- ið tvo mánuði til að áfrýja úrskurð- inum. Markaðsverð kókaínsins, sem fannst við leit í þotunum, mun vera nálægt 430 milljónum dollara. í apríl í fyrra fundust 1,3 kíló af kókaíni falin í Lockheed Trist- ar-þotu Eastern. Lagði bandaríska tollgæzlan hald á þotuna og lét hana ekki af hendi fyrr en flug- félagið hafði fallizt á ýmsar ráð- stafanir til að hindra kókaínsmygl. í febrúar lagði tollgæzlan hald á Boeing 747-þotu kólombíska flugfélagsins Avianca er rúmlega 1.100 kíló af kókaíni fundust um borð. Var kókaínið falið inn á milli afskorinna blóma, sem flugvélin flutti frá Bogota. Slæmt mataræði veldur heilsuleysi Osló, 30. ágúsL Frá frétUritara Morgunblaðsiii8,JanErikLaure. - ÞAÐ ER ekki ný speki að sjó- mannalíf sé óheilbrigt. Það eru ekki bara matvenjur þeirra og vinnuaðstaða, sem valda því að hjartveiki og magasjúkdómar eru jafn tfðir hjá sjómönnum og raun ber vitni. Þrældómsvinna og streita, ásamt litlum tækifærum til að trimraa, skýrir einnig slæmt heilsufar sjómanna.“ Þannig kemst Halvdan Eilertsen, fram- kvæmdastjóri sjómannasamtak- anna í Troms, að orði er hann var inntur álits á niðurstöðum athugun- ar á heilsufari og matarvenjum sjó- manna. í niðurstöðunum segir, að mál- tíðir séu óreglulegar um borð í fiskiskipum, og geti liðið allt að 20 stundir milli máltíða. Einnig að hver sjómaður drekki að meðaltali 1,3 lítra af kaffi á dag og að 70% sjómanna reyki að staðaldri. Jafnframt að 33% sjó- manna séu of feitir og ein skýr- ingin á því að árleg fituneyzla þeirra sé 8-10 kílóum umfram það sem næringarnefnd ríkisins telur hæfilegt. í könnuninni komu togarasjó- menn verst út, og segir Eilertsen það í sjálfu sér ekki koma á óvart. Segir hann það koma sér á óvart hversu lítinn fisk sjómenn snæði, en ein niðurstaða könnunarinnar er á þá lund að sjómenn neyti afar sjaldan fisks. Hagvöxturinn 0,4 % í júlí í Bandaríkjunum Minni viðskiptahalli en í júní HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum nam 0,4% í júlí og hallinn á utanrík- isvióskiptum var minni í þeim mán- uði en nokkrum öðrum síðan í janú- ar sl. Viðskiptajöfnuður Bandaríkj- anna við útlönd er samt óhagstæður um 81.2 milljarða dollara það sem af er þessu ári og er það 10% meira en fyrstu 7 mánuði siðasta árs. Talið er að viðskiptahallinn kunni að verða allt að 150 milljarðar dolfara á þessu ári, en í fyrra var hann 123,3 millj- arðar dollara. Viðskiptahallinn í júli nam 10,5 milljörðum dollara og var því 22% minni en í júní. Samdráttur í oliu- innflutningi um 19,3% og um 20,3% á bifreiðainnflutningi frá Japan er talinn eiga mestan þátt i þessari þróun. Endaþótt dollarinn hafi lækkað frá því í febrúar sl., er hann stóð hæst, þá hefur sú lækkun hvorki orðið það mikil né það varanleg enn, að hún hafi haft nein teljandi áhrif á viðskiptahalla Bandaríkj- anna. Flestir efnahagssérfræð- ingar eru þeirrar skoðunar að það verði ekki fyrr en einhvern tímann á næsta ári, sem jákvæð áhrif af lækkun dollarans fari að koma fram í bandarísku efnahagslífi. I dag var haft eftir Michael Ev- ans, kunnum efnahagsérfræðingi, að viðskiptahalli Bandaríkjanna yrði 145 milljarðar dollara á næsta ári eða aðeins 5 milljörðum dollurum minni en spáð er á þessu ári. Eins og áður varð hallinn í júli mestur á viðskiptunum við Japan eða 4 milljarðar dollara og því að- eins minni en í júní. Þá nam hann 4,57 milljörðum dollurum og því meir en nokkru sinni áður í einum mánuði. Viðskiptahallinn í júlí verður sízt til þess að draga úr kröfum þeirra, sem farið hafa fram á vax- andi verndarstefnu í verzlunar- viðskiptum á Bandaríkjaþingi. Þegar það kemur saman eftir sumarleyfi liggja þar fyrir um 300 frumvörp um aðgerðir til þess að draga úr innflutningi — allt frá bílum til vatnsrúma. Á miðvikudag vísaði stjórn Reagans samt á bug kröfum um að gripið yrði til verndaraðgerða í þágu innlendrar skóframleiðslu, en hét þó einörðum aðgerðum með haustinu í þá átt að fá helztu viðskiptaríki Bandaríkjanna til þess að draga úr viðskiptahömlum hjá sér. Þær raddir eru þó hávær- ar sem halda því fram, að þessar aðgerðir verði þó til lítils og þeim sé fyrst og fremst ætlað að tefja fyrir framgöngu frumvarpa á þingi, sem miða að verndarstefnu í utanríkisviðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.